Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 5
DAGUR.
53
fyrir aðfluttar vörur að meðtöldum
flutningskostnaði til landsins.
Ef hagskýrslur væru fullkomnar,
væri auðvelt að gera þenna reikn-
ing upp við stjórnir bandaþjóða.
En þar sem því er ekki að heilsa,
verðum vjer að ræða málið við þá
á þeim grundvelli, að reksturskostn-
aðurinn við útveginn og búskap-
inn sje svo og svo mikill fyrir þá
einstöku framleiðendur.
En þær umræður hrökkva hins
vegar skamt eins og enn er ástatt.
Fulltrúar stjórna bandaþjóða hafa
svarið á reiðum höndum. i
Er t. d. bent á að bændur fái
nú ekki nema helming og þaðan af
minna af einni eða annari erlendri
nauðsynjavöru fyrir sínar afurðir
samanborið fyrir stríðið, þá er svar-
ið þetta, að það sje ekki hægt að
miða við það, þar sem ekkert eftir-
lit sje haft við verslanir á þessum
tímum, er vörurnar til landsins eru
skamtaðar og samkepni frjálsrar
verslunar um vöruverð eins og á
friðartímum kemurþví ekki til greina.
Eins og bent hefir verið á eru
stjórnir bandaþjóða ófáanlegar til
þess að greiða hærra verð fyrir af-
urðir landsins en sem því svarar,
er greiða verður fyrir þær erlendar
vörur hingað komnar, er landið
þarfnast, innan þeirra takmarka, að
sparlega sje á haldið og eyðslan
takmörkuð við það nauðsynlega.
En hvernig vjer látum þetta
hrökkva til fyrir afkomu almennings |
verður að vera vort eigið úrlausn-
arefni.
Menn tala alment um það, að
ýmsir kaupmenn noti sjer verslun-
arástandið, samkepnisleysið, er leitt
hefir af skömtuninui á vörunum til
landsins, og leggi á vörurnar eins
og þeir framast geta.
Rá dýrtíð, er af þessu Ieiðir, telja
stjórnir bandaþjóða sjer óviðkom-
andi og ekki þess eðlis að þeir eigi
að jafna hana með hækkuðu and-
virði fyrir framleiðsluna. í þ'eirra
augum er þessi dýrtíð algert innan-
Iandsmál, er vjer eigum við sjálfa
oss og vora eigin stjórn að ráða
bót á.
En hvað á þá að gera?
12 þingmenn hafa Iagt til að
landsverslunin sje aukin og látin ná
til allra þurftarvara, er landið þarf-
nast frá útlöndum.
Hugmynd þessa vil jeg ekki gera
að umtalsefni að þessu sinni heldur
aðeins benda á það, að augnablik-
ið krefst framkvæmda á þann hátt,
að verslun landsins komist þegar í
það horf, að almenningi sje trygt
það að hann fái þær erlendar vör-
ur er daglega flytjast til landsins
fyrir sanngjarnt verð.
Ætti að sjálfsögðu að reyna að
koma á eftirliti með versluninni eins
og gert er í öðrum löndum og sýnt
hefir sig þar að er nauðsynlegt. En
stjórnin er sýnilega að bíða eftir
því hver endir verði á þeim mál-
um, er hjer að lúta í þinginu.
Er það tillaga mín að stjórnin
láti það ekki Iengur tefja fram-
kvæmdir heldur hefjist hún handa
þegar í stað og ákveði hæfilegt og
sanngjarnt verslunarálag á kaup-
mannavörur eins og frumv. alþm.
Magnúsar Torfasonar fer fram á
og atvinnumálaráðherrann hefir ein-
dregið látið í ljós við mig að sjer
sje mikið áhugamál.
Okkur bar það eitt á milli, að
honum leist heppilegra að innflutn-
ingsnefndin ákvæði álagið, en jeg
vildi að stjórnin gerði það beint
sjálf. En vera má að hann hafi
rjettara fyrir sjer, enda mun inn-
flutningsnefndin ekki tefja fram-
kvæmdir með því að skorast und-
an verkinu.
Legg jeg til að álagið sje ákveð-
ið sem hundraðsálag mismunandi
fyrir hinar ýmsu vörutegundir, og
vöruinnflytjendum síðan gert að
skyldu, er þeir fá innflutningsleyfi,
að undirskrifa skuldbindingar um
að váran skuli seld almenningi með
Iögverði.
Til þess loks að hafa eftirlit með
að útsöluskuldbindingum væri fylgt,
mætti heimila bæjarstjórnum og
sýslufjelögum að skipa menn til
eftirlits, auk þess sem ákveða þyrfti
háar sektir fyrir brot.
Skora jeg að endingu á þá, er
hafa betri tillögur að gera og heppi-
legri til framkvæmda og skjótra að-
gerða, að koma fram með þær.
Eggert Briem
— frá Viðey. —
*
* *
Greinin hjer að ofan birtíst í
Morgunblaðinu 12. þ. m. Eins og
kunnugt er, er höfundur hennar
einn úr sendinefndinni á fund Breta
og situr nú í innflutningsnéfndinni.
Talar hann því efalaust af miklum
kunnugieik um verslunarmálið. Til-
laga hans mun hin þarfasta og á
gildum rökum bygð, og mælir Dag-
ur með því, að hún komist í fram-
kvæmd hið fyrsta.
Stórir heyjabændur.
Mestan heyskap í fyrra sumar munu
hafa haft þessir bændur og búhöldar:
1. Eggert Briem Jfrá Viðey, þar með
talinn heyskapur hans allur, á
Esjubergi, í Viðey og Reykja-
vík . . . . um 4000 hesta
2. Halldór skólastjóri Vilhjálmsson
á Hvanneyri .... 3700 —
3. Jón bóndi Pálmason á Pingeyr-
um....................... 3200
4. Davíð bóndi Porsteinsson á Arn-
bjargarlæk (hefir 4 jarðir undir)
2700
5. Sigurður sýslumaður Ólafsson í
Kaldaðarnesi . . . . . 2600
En næstir þessum mönnum að
heyöflun munu þeir vera — með
um og yfir 2000 hesta — Sig. skóla-
stj. Sigurðsson á Hólum, bræðurn-
ir Óskar og Skúli Thorarensen á
Móeiðarhvoli,' Andrjes bóndi And-
rjesson á Hemlu, Einar bóndi Guð-
mundsson á Bjólu, Magnús kaupm.
Sigurðsson á Grund, Magnús hrepp-
stj. Gíslason á Frostastöðum, Gest-
ur bóndi Einarsson á Hæli o. fl.
zFreyr.e