Dagur - 27.08.1918, Page 1

Dagur - 27.08.1918, Page 1
DAGUR kemur úl tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. gjáldd. 1. júlí. DAGUR AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Ldrus L Rist. Talsími 31. Ráðhússtíg 4. Ritstjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Akureyri 27. ágúst 1918. 15. blað. Stjdrnmálasiðgæði hægrimanna. Saga hségrimenskunnar er ekki orðin löng hjer á landi. Þó eru nú þegar komnir dökkir blettir á'stjórn- málablaðsíður hennar. Einn hinn Ijótasti errógurinn um einstaka menn, sem ekki hafast við í hægriherbúð- unum. Ekki þarf iengra að Ieita en til þingmanns þessa bæjar, Magn- úsar Kristjánssonar. Hann metur meira almenningsheill en hagsmuni nokkurra einstaklinga. Þessvegna beina nú hægrimenn örvum sínum að honum á bak og í leyni. En jafnrjettur mun liann standa fyrir þeim myrkraskeytum, þó þeim sje ætlað að vinna honum mein. Einna ljótastur er þó rógurinn utn Sigurð Jónsson ráðherra fyrir Tjör- nesferð hans í fyrra vor. Ósannindin, sem á ráðherrann voru borin í því sambandi, voru þau, að hann hefði talið sig fara þá ferð alla í þjónustu landsins, til að líta eftir vegum og símum og undirbúa námurekstur, og tekið mörg hundruð krónur í ferðakostnað af opinberu fje, en raunar farið ferðina í einka erindum til að ráðstafa búi sínu og sækja nánustu vandamenn sína o. s. frv. Kvittur þessi gaus upp í fyrravor og var rakinn til stórbrodda í höf- uðstaðnum. í þingbyrjun reyndu þeir að útbreiða róginn meðal þing- ntanna, en urðu frá að hverfa í það sinn, með því að ósannindin voru þá rekin ofan í sögusmetturnar þeg- ar í stað. Lá nú tilbúningur þessi niðri árlangt, þar til Gísli Sveins- son vakti hann upp í »rannsókn« sinni á Tjörnesnámurekstrinum. Tókst honum að gera skýrslu sína þann- ig, að lesendur gátu haldið að Sig- urður Jónsson hefði dregið sjer þessa peringa óleyfilega. Var þetta plagg þingmannsins þannig úr garði gert, að sæmd hans sem stjórn- málamanns óx ekki. Eitt af helstu málgögnutn hægri- tnanna greip ósannindin á lofti og flutti langa skamtnagrein um Sigurð Jónsson ráðherra í hvítasunnublað- inu. Tíminn hrakti rógmælgi þessa lið fyrir lið. Fengu Gísli Sveinsson og Morgunblaðið engu áorkað með frammistöðu sinni og var ver farið en heima setið fyrir þeim. Til skýringar má geta þess að áður hefir verið talið, að sumir af trúnaðarmönnum þjóðarinnar hafi ekki með öllu verið lausir við að misnota stöðu sína í þá átt, sem hjer var ranglega borið á hr. Sig- urð Jónsson. En svona er nú hátt- að stjórnmálasiðgæði sumra hægri- manna, að þær ávirðingar, sem þeirra forkólfar eru sagðir að drýgja, þegar þeir komast höndum undir, telja þeir andstæðingana seka um, þó að ekki sje minsti fótur fyrir ásökunum þeirra, eins og raun er á með rógsmál það, sern hjer hefir verið gert að umtalsefni. Umræðufundur. Magnús J. Kristjánsson alþingis- maður boðaði til umræðufundar um landsmál þriðjudaginn 20, þ. m. Fundurinn var í stóra salnum í sam- komuhúsinu og var mjög fjölmenn- ur. Hófst hann kl. 8. e. h. Fundar- stjóri- var Stefán Stefánsson skóla- meistari, en skrifarar á fundinum voru þeir Bjarni Jónsson bankastjóri og Jón Stefánsson ritstjóri. Pingmaðurinn talaði fyrstur. Fór- ust honum maðal annars svo orð f ræðu sinni, að óhlutvandir sjálf- boðaliðar, sem þættust vera leiðtog- ar þjóðarinnar, legðu alt kapp á að auka sem mest virðingarleysi fólks- ins fyrir löggjafarþingi og lands- stjórn. Ressi spilling væri að fara í vöxt og væri hættuleg. Sigurður Eggerz fjármálaráðherra var á fundinum. Talaði hann langt málum sambandslaga-frumvarpið og sýndi með Ijósum rökum fram á, að samkvæmt því yrði ísland full- valda ríki. Kvaðst hann á ferðalög- um sínum um landið hvergi hafa orðið var við óánægju með frum- varpið. Fundarstfóri koin fram með svo- hljóðandi tillögu, er var sainþykt í einu hljóði: „Fundnrinti fagnar innilega þeirri niðurstöðu, sem sambandslaganefnd- in dansk-islenska komst að, og vœntir þess eindregið, að þjóð og þing, og þá eigi siður rikisþingið danska, fallist nú einhuga á tillög- ur nefndarinnar, svo viðunanlegur endir verði bundinn á þetta nær aldargamla deilumál, áður en árinu lýkur, til sœmdar og blessunar báð- um málsaðilum i nútíð og fratfilið. Pökk og heiður öllutn nefndarmönn- um, dönskum og íslenskum, fyrir vel unnið starf og vituriegar ráðs- ályktanir, og öðrum þeim, er sjer-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.