Dagur - 27.08.1918, Blaðsíða 3

Dagur - 27.08.1918, Blaðsíða 3
DAGUR. 63 Vorlönd þín bíða vanangurs hlíða, háar heilagar stundir. Perlur kærleikans, kristal sannleikans, demant viskunnar dýran ljós-sál þín hlýtur, himin þú lítur lífsins skínandi skíran. Stafar stjörnu brá stilt við loftin blá, sigur samherja boðar. Vökum og vökum, voldugum rökum sál þín samhug vorn stoðar. Tjörnesnáman. Herra »Ö« hefir þótt ástæða til, að fræða almenning um það í 11. tbl. »Dags«, að ‘lítið gagn virðist vera að stjórn hr. Alfr. Olsons í Tjörnesnámunni, og að mikið minna hafi verið tekið upp áf kolum síð- an hann fór að láta vinna með sínu sænska vinnulagi en áður meðan JónasPorsteinsson var einn um verk- stjórn. — Það er nokkuð fljótfærnis- legt, og þarf meir en litla framhleypni til, að fella slíkan dóm eftir 14 daga reynslu, og það af manni, sem alls ekkert skynbragð ber á þann verkn- að, sem hjer er um að ræða. Til mála gat komið að »0« hefði get- að sagt orð af viti um þetta, ef hann hefði kynt sjer lrverju jeg hefi þó til vegar komið á þremur mánuð- um, þó skynbragð hans á þessum efnum sje ærið takmarkað. Breytingarnar, sem jeg hefi kom- ið á við námunaýeru þessar: Vögn- unum hefir verið gerbreytt og þeir smíðaðir um; sporvegunum breytt, og bryggjunni til útskipunar, verk- færi og ljós erualt önnur en áður, og yfir höfuð gengur öll vinnan nú eftir öðrum reglum en áður var.— Pó að hr. Jónas Porsteinsson kunni við og við að henda sú ó- gæfa— sem alla verkstjóra getur hent — að ráða til vinnunnar menn, sem hvorki geta unnið nje vilja vinna eftir skynsamlegri stjórn, jafnvel kunna ekki að aka hjólbörum, þá get jeg ekki borið ábyrgð á því; siíkir menn ættu heldur að leita sjer atvinnu á skrifstofum en í kolanám- um. Að vinnan hlautað gangaseinna, meðan verkamennirnir voru að læra alveg nýjar vinnuaðferðir, því kem- ur »Ö« ekki í sitt ferkantaða höfuð, en er auðsjáanlega nógu framhleyp- inn til þess, að fella skilningslausa sleggjudóma um verk annara manna, sem hann ekkert vit hefir á. Hann segir að minni kol komi nú úrnám- unni en áður, en hann getur ekki um hve mikið verkmönnum hefir verið fækkað. Ef hann hefði viljað skýra rjett frá, þá hefði hann átt að taka fram; hversu mörg kíló kola fengjust eftir hvert dagsverk. Pað er ekki ætlun mín að gefa hjer neina skýrslu um þetta, en jeg tel að nú sje náman rekin á »praktiskan« hátt, með góðum verkmönnum, og er það lán fyrir námuna, að hún er laus við »Ö« og slíka menn. Pað er líka álit mitt, að þrátt fyrir það að kolalögin eru óhægtil vinslu, þá muni þó vera mögulegt með hent- ugum aðferðum, góðri stjórn og góðum verkmönnum, að láta rekst- ur námunnar bera sig. Tvo fyrstu mánuðina, sem jeg var við námuna (maí og júní) með- an ekki komst lag á vinnuna, Ios- aðist ekki tonn á mann um vikuna, en í júlí, eftir að »akkorðs«-vinnu varð á komið, og betri aðferðir voru orðnar verkamönnum tamar, þá fást meira en 3 tonn eftir mann um vikuna, og það sýnist mjer vera góður árangur í hlutfalli við gæði námunnar. — Væri mjer Jjett að rita íslenska tungu, myndi jeg hafa ritað meira um þetta efni í dagblöðin, og sýnt »Ö« betur fram á, að hann hefir flónskað sjálfan sig með þessari til- raun sinni til þess að sverta mann- orð mitt. Alfred Olson. Samtíningur. — Aðalsteinn Sigmundsson kenn- ari í Árbót í Pingeyjarsýslu hefir gefið út boðsbrjef að tímariti um uppeldi og mannrækt, sem ráðgert er að út komi á Akureyri á næst- komandi hausti eða vetri. Eiga að koma af því tvö hefti á ári og kost- ar árg. 2,00 kr. »Riiinu er ætlað að flytja fræðslugreinar og hvatn- ingar um uppeldis- og skólamál, og verður reynt að afla þeirra frá fær- ustu mönnum um þau efni,« segir í boðsbrjefinu. Fylsta þörf er á svona tímariti og ættu allir mentavinir að styðja að því að það gæti fæðst og þrifist. — Brynleifur Tobíasson stúdent verður íslenskukennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri í vetur. — Hallgrímur Kristinsson lands- verslunarforstjóri, sem dvalið hefir hjer fyrir norðan um tíma, lagði af stað Iandveg suður til Rvíkur á fimtudaginn var. Fór hann Sprengi- sand og fjekk Ingólf bónda í Fjósa- tungu sjer til fylgdar. Frú Hallgr. og börn hans fara alflutt til Rvíkur með Sterling. — Landsstjórnin hefir keypt síld þá, sem Bretar eiga hjer á landi frá fyrra ári, 39 þús. tunnur, fyrir 15 kr. hverja tunnu. Samningar hafa verið gerðir við S. Goos verk- smiðjustjóra á Siglufirði um bræðslu á nokkru af síldinni, sem nemur 300 smálestum af síldarmjöli, og verður verðið á því 35 kr. tunnan á Siglufirði. Síldin og síldarmjölið verður svo til sölu bæja- ogsveita- stjórnum til skepnufóðurs næsta vetur. — Guðmundur Hlíðdal verkfræð- ingur kom hingað til Akureyrar í síðustu viku, og fjekk rafmagns- nefndin hann til þess að fara upp að Glerá og leggja ráð á um raf- veitu-undirbúning. Benti G. H. á Porkel Porkelsson kennara til þess að gera nauðsynlegar mælingar á ákveðnu svæði. Hefir Porkell tekið þetta starf að sjer og er nú byrjað- ur á mælíngunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.