Dagur - 27.08.1918, Síða 2

Dagur - 27.08.1918, Síða 2
62 DAGUR. staklega hafa stuðlað að þessum heppilegu úrslitum þessa mikilvœga máls.“ Ýmsar fyrirspurnir komu fram til fjármálaráðherra og þingmannsins, einkum frá Jóni Bergsveinssyni yfir- síldarmatsmanni og Sig. E. Hlíðar dýralækni. Spunnust út af þeim nokkrar umræður á milli fyrirspyrj- enda og þeirra, er spurningunum var beint að. Meðal annars spurðist Sigurður Hlíðar fyrir um það, hvort þingið hefði þurft að sitja 100 daga á rökstólum, hvort ekki hefði mátt velja samninganefnd til að semja við dönsku nefndarmennina, en lofa þingmönnum að öðru leyti að fara heim. Fjármálaráðherra kvað að það hefði lýst ófyrirgefanlegu áhugaleysi, ef þingmenn hefðu rokið heim ein- mitt þegar átti að fara að semja um samband landanna og að nefnd- armönnunum íslensku hefði verið það mikill styrkur að hafa alt þing- ið til stuðnings að baki sjer. í einni ræðu sinni mintist fjár- málaráðherra á ósannindin í blöðum andstæðinga stjórnarinnar. Ritstjóri Islendings kvað þau ósannindi vera stjórninni sjálfri að kenna, því hún gæfi blaðamönnum ekki nægar upp- lýsingar; ósannindin því sprottin af þekkingarskorti en ekki iilum hvöt- um. Rví svaraði ráðherrann á þá leið, að nú þætti sjer skörin færast upp í bekkinn, ef að stjórnin ætti að bera ábyrgð á því sem að blöðin lygu upp á stjórnina (Hlátur). Meðal margs annars spurði Jón Bergsveinsson um veltufje lands- bankans og hvort gjörlegt væri að vera að stofna útbú frá þeim banka. Fjármálaráðherra kvað stofnun útbúa til styrktar atvinnuvegum landsins rjetta stefnu og heilbrigða, en það væri verk bankastjórnarinnar að sjá um að nægilegt veltufje væri fyrir hendi. Nokkrum fyrirspurnum var sjer- staklega beint að þingmanni bæjar- ins, einkum um verslun og vöru- flutninga, og svaraði hann þeim skýrt og greiðlega. Fjármálaráðherra mintist á gróða kaupmanna á stríðstímunum. Út af því spurði Jón Bergsveinsson, hve sá gróði væri mikill. Pví kvaðst ráðherrann ekki svara alment, en benti á einstök dæmi. Fyrirspyrjanda fanst þau dæmi sýna það, að stjórn- in hefði ekki haft nægilegt eftirlit með verslun kaupmanna og gæti það verið rjettmætt ásökunar og á- rásaefni á stjórnina. Ráðherrann kvað þetta satt vera. »Rví skyldi maður ekki kannast við ávirðingar sínar.« En hann lofaði Jóni því, að hjer eftir skyldi það eftirlit verða betra. »Jeg skal gera hvað jeg get.« (Lófaklapp). Á því endaði fundur- inn, og var þá komið miðnætti. Hægrimennhöfðu sig lítið í frammi á fundinum og voru vel kurteisir. Að öllu fór umræðufundur þessi vel og skipulega fram. Frá útlöndum. Bandamenn sækjastöðugt á að vest- anverðu og verður nokkuð ágengt. Hafa þeirtekiðallstórlandsvæði, mörg þorp og fanga. Rjóðverjar hafa reynt að veita viðnám, en ekki tekist að gagni. Verða þeir stöðugt að láta undan síga hægt og hægt, en halda þó altaf góðu skipulagi. Bandaríkin hafa nú flutt hálfa aðra miljón her- manna til vesturvígstöðvanna og heldur þeim flutningum áfram jafnt og þjett. Má nærri geta hvílíkur styrkur bandamönnum er að þeim liðsauka óþreyttra hermanna, enda eru afleiðingar þess að komaíljós. í Rússlaridi er sífelt agalaust stjórn- leysi, bardagar og blóðsúthellingar. Bandamenn hafa tekið hafnarbæinn Arkangelsk við Hvíta hafið, og í Norður-Rússlandi berjast Rússar og Rjóðverjar hlið við hlið gegn bandamönnum. Stjórnarráði íslands hefir borist símskeyti frá skrifstofu þess í Khöfn um undirtektir norskra og sænskra blaða um sambandssamningana. Eru undirtektir blaðanna á eina lund: hrósa samningunum og lýsa ánægju sinni yíir þeim. Jarðarför. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði var lík síra Jónasar Jónasson- ar flutt hingað til Akureyrar með Willemoes. Ekkja hans, frú Þórunn Stefánsdóttir, og Jónas læknir sonur þeirra komu og með sömu ferð. Höfðu nokkur af fyrverandi sóknar- börnum hins látna boðist til að bera kostnað við flutning líksins norður og sjá um útförina. Stúdentafjelagið á Akureyri ann- aðist um móttöku kistunnar frá skipsfjöl og báru meðlimir þess hana á líkvagn. Var hún þar kröns- um skreytt. Síðan var haldið til kirkju og var líkMgdin stór, þó að um miðjan virkan dag væri. Horna- flokkur Akureyrar var í fararbroddi og bljes sorgaróð. Stúdentar báru kistuna inn í kiikjuna. Par hjelt skáldið síra Matthías Jochumsson ræðu, og var sunginn sálmur á und- an og eftir. Guospekingar báru síð- an kistuna úr kirkju og á vagn, er flutti hana að Munkaþverá. Pann flutning önnuðust eyfirskir bændur. Jarðarförin fór síðan fram að Munkaþverá sunnudaginn 18. þ. m. Svo mikill mannfjöldi var þar sam~ an kominn, að kirkjan rúmaði ekki nema nokkurn hluta hans; fóru því líkræður fram undir beru lofti. Ræð- ur hjeldu þeir síra Geir Sæmunds- son vígslubiskup og síra Porsteinn Briem á Hrafnagili, báðar snildar- fagrar. Davíð Jónsson hreppstjóri á Kroppi mælti fram við gröfina kveðjuljóð, er hann hafði samið. Prentuðu kvæði var útbýtt eftir Matth. Jochumsson. Ennfremur tveim öðrum kvæðum; var annað jaeirra eftir Guðm. Guðmundsson skáld í Reykjavík, hitt eftir ónafngreindan höfund. Kvæði Guðmundar söng Aage Schiöth gagnfr. á Akureyri; var það svohljóðandi: Kveðja frá Guðspekisfjelaginu á Akureyri: Heill á himinleið, hærra þroskaskeið, merkjum Meistarans undir!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.