Dagur - 22.10.1918, Page 4

Dagur - 22.10.1918, Page 4
80 DAGUR. hefir nýlega verið skipaður lands- fjehirðir í stað V. Claessen, er sagt hefir starfanum lausum sökum veik- inda. — Jónas Jónsson frá Hriflu hefir ságt lausu kennarastarfi sínu við Kennaraskólann í Rvfk, en við tek- ur í hans stað Ásgeir Ásgeirsson cand. theol. — Embættisprófi í læknisfræði hafa nýléga tekið: Jón Bjarnason frá Steinnesi í Húnavatnssýslu, Hinrik Thorarensen frá Ákureyri og Kristján Arinbjarnarson, allir með góðri I. einkunn. — Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir samþykt að byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn með afli úr Elliðaánum. Til framkvæmda þessu verki ákvað bæjarstjórnin að taka 2V2 milj. kr. lán og byrja á verkinu sem allra fyrst. — Flugfjelag er verið að reyna að stofna í Rvík. Á það að hafa 50 þús. kr. höfuðstól til að byrja með og er ætlast til að einn eða tveir menn verði sendir út af örk- inni til þess að læra fluglist og út- vega flugvjelar. — Ingibjörg Bjarnadóttir prófasts I Steinnesi í Húnaþingi og Jónas læknir Jónasson Rafnar liafa nýlega birt trúlofun sína. — Fiskifjelagið hefir sent mann til Ameríku til að nema fiskverkun- araðferðir Ameríkumanna og hag- nýtingu þeirra á fiskiúrgangi. — Kyndarinn og brytinn á Lag- arfossi hafa verið sektaðir um 300 kr. hvor þeirra fyrir bannlagabrot. — Ný útgáfa af ljóðmælum Ror- steius Erlingssonar er væntanleg á bókamarkaðinn fyrir næstu jól. Hún flytur margt áður óprentað. — Samband íslenskra samvinnu- fjelaga gengst fyrir þvi, að nám- skeið fyrir samvinnumenn verði haldið í Rvik í vetur. Rao hefst 2. des. og stendur 4 til 5 mánuði. Sambandið hefir ráðið Jónas Jóns- son kennara og ritstjóra tímarits samv.fjelaganna til þess að veita námsskeiðinu forstöðu. — Jón Pálsson frá Tungu í Fá- skrúðsfirði hefir verið skipaður dýra- læknir á Austfjörðum og á að hafa aðsetur á Reyðarfirði. — Barnaskóli Akureyrar var sett- ur 14. þ. m. og Gagnfræðaskólinn degi síðar. Með E/S Sterling komu í verslun mína: Hlaðnar pat- rónur nr. 12 á 20 aura stk. Enn- fremur fuglabyssur, perlur, sela- og fuglahögl. Hvergi ódyrara í bænum. M. H. Lyngdal. RJÓLTÓBAK fæst hjá M. H. Lyngdal. Hvítur og svartur tvinni, smellur, kerti, eldspítur, gullbrons b. fl. fæsi hjá M. H. Lyngdal. Hvergi ódýrari skófatnaður, en í skóverslun M. H.Lyngdals. Nýr skófatnaður kemur með hverri skipsferð. Skóvinnustofan er vel byrg af öllu efni og afgreiðir eins og að undanförnu aliar skóviðgerðir fljótt og vel, smíðar allskonar skófatnað eftir máli ef óskað er. Vönduð vinna. Sanngjarnt verð. M. H. LYNGDAL. OSKILAL0MB í haust voru mjer dregin 2 lömb með marki konu minnar: hvatt hœgra, heilrifab vinstra, og 1 lamb með mfnu marki: Stýft hœgra, biti aftan vinstra. Eigendur lambanna gefi sig fram við undirritaðan og semji um mörkin. Stóradal í Eyjafirði 10/“> 1918. Stefán Jóhannesson. Ný bók Um fiskaklak. Einföld aðferð að búa til fiska- tjarnir og ala upp fiska. Með myndum. Nauðsynleg bók á hverju heimili. Verð 1 kr, 75 au. 5 eintök # borguð fyrirfram 1 kr. 30 au. Bókin er send, með póstkröfu eða fyrirfram borgun, út um land. Útsala hjá Guðm. Davíðsyni Frakkastíg 12, Reykjavík. Avfsana- og Kvittanabækur fást í prentsmiðju Björns jónssonar. Skilvindur á kr. 110—250 fást hjá Pjetri Pjeturssyni. Kaupendur Dags mega borga blaðið í versl- un Kaupfjel. Eyf. á Akureyri, Sölu- deild Pingeyinga á Húsavík og til Pórarins Stefánssonar bóksala þar. Ennfremur til kaupfjelagsstjóra Björns Kristjánssonar Kópaskeri. Gjalddagi blaðsins var 1. J-Ú-L-í. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.