Dagur - 23.12.1918, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1918, Blaðsíða 2
98 DAGUR! þau væru þrungin af sál, af and- ríki og af ástúð. Ef friður og há- tíðablær jólanna fylti hug okkar allan, ef sál okkar væri á þeim augnablikum ’lognblíð lá, Ijósanna föður skuggasjá«, þá gæti hka hjart- næm ósk um góð og gleðileg jól risið eins og heit bylgja á hyldýpi hugans, liðið sem öflugur, hlýr straumur inn í hugskot vina okkar bæði nær og fjær. Það er oft gaman að fá sendi- brjef, hamingjuósk, símskeyti, loft- skeyti o. s. frv., en alt er það kalt og dautt, ef þessar bylgjur hugans rísa ekki á bak við og gefa því líf. Áreiðanlega verða þau, hugskeytin, tryggustu sambandsskeyti framtíðar- innar, skeytin sem okkur þyrstir mest eftir. Og áreiðanlega eru það hræringamar í djúpi hugans, sem gefa öllu, sem umhverfis okkur er, sitt gildi. Pað eru þær, þær einar, sem geta gert jólin gleðileg jól. Viðhöfnin, skrautið, ljósadýrðin, jólagjafirnar, söngurinn, gleðskap- urinn, kræsingarnar, jólasumblið alt, þessa getum við alls notið í ríkum mæli, en þó fari jólin framhjá, án þess að hræra nokkurn viðkvæman streng f hjörtum okkar, án þess að vera sönn jól. Sál okkar er samt ósnortin. Jeg veit það vel, að öll viðhöfnin og hátíðabrigðin á jólun- um á að vera vegur til mannshjart- ans til að leiða þangað sannan jóla- fögnuð, fagrar jólahugsanir. En tekst það nú æfinlega? Verður það ekki stundum vegur fyrir alt aðrar hugsanir? Vekur það ekki upp ýms áhyggjuefni, margvíslegt umstang, sem stundum skilur lítið eftir, nema þreytu og sljóleika. Einhver mesti kennimaður þessa lands byrjaði einu sinni jólaræðu sína eitthvað á þessa leið: »Ef við ættum vog, sem við gætum mælt með fagnaðartitring mannlegs hjarta, þá fyndum við hversu óumræðan- legan fögnuð boðskapur jólanna hefir vakið í brjóstum mannanna, kynslóð eftir kynslóð, núí 19 aldir.« Það er þessi fagnaðartitringur mannlegs hjarta, sem er insti kjarni jólanna. Rar sem hann býr, þar eru jól. Hafi hann ekkert snortið okkur höfum við ekki lifað nein jól. Og ef þú hefir glatt , einhvern á jólun- um þá er það þannig, að þjer hef- ir tekist að leiða þennan fagnaðar- titring inn í sál hans. Á annan hátt er ekki hægt að gleðja á jólunum. »Hvernig hefir þú skemt þjer um jólin?« spyrja menn venjulega að aflíðandi jóium. En samviskuspurn- ing hvers og eins, til sjálfs sín, ætti að vera eitthvað á þá leið, hvort fagnaðartitringur mannlegs hjarta hefði nokkurntíma gagntekið okkur um jólin. Pað er enginn hjegómi. Dýpsta nautnin í lífinu, eina nautn- in er þó sú, að geta orðið snort- inn, hrifinn. Jólahaldið í kaupstöðunum, veisl- urnar, heimboðin, dansinn, spilin og næturvökurnar á oft svo undar- lega litið skilt við sanna jólagleði. Einstaka mönnum tekst þó að halda fullu jafnvægi, mitt í öllu því skvaldri. En stundum eru umræðu- efnin valin svo innihaldslaus, ljett- úðug og jafnvel spilt og óholl, að það eins og fennir í hug okkar yf- ir alt það hlýjasta, besta og næm- asta, sem við eigum til í eðli okk- ar. En einmitt það hefði þó átt að geta sprungið út eins og blóm, sprungið út við jólaylinn og jóla- ljósin. Ef til vill er hátíðahaldið sjálfa jóladagana í raun og veru vottur um takmörkun á okkar andlega þroska. Við ernm þar að fjötra jólagleðina við vissa daga. En koma Krists í heiminn ætti að vera minn- isstæð lengur en þá daga. Við þurf- um altaf að eiga þau jól í sál okk- ar. Og hvenær sem samúðaröldur frá sálum annara manna snerta okk- ur, hvenær sein okkur líður vel að einhverju leyti, — hvenær sem hugsunin um Krist, og þá, sem ásamt honum hafa göfgað heiminn, vek'ur fagnaðartitring í sál okkar, og einhver glampi af dýrð hinnar helgu nætur leikur um hugskot vort, þá eru jól, hvað sem tíma- talinu líður. En hve mikill hátíðablær og við- höfn, sem er í heimahúsum þínum og alstaðar, ef sál þín er ósnortin, þá eru engin jól. Ef þú vilt gera eitthvað vel, þá verður þú að leggja sál þína inn í það, líka inn í jóla- gleðina, sem þú veitir sjálfum þjer og öðrum. Nú eru jólin að ganga í garð. íMitiningar margra jóla mætast í dag.c Ýmsra jóla, sem hafa auðgað okkur, og annara, sem hafa skilið okkur eftir jafn snauð og við vor- um. Jólahaldið í þetta sinn verður eigi síður margvísíegt. Kjörin eru svo margháttuð og hugarþel okkar svo ólíkt. Víða á landi okkar, eigi hvað síst í höfuðstaðnum, eru nú svo mörg opin sár og blæðandi, sem koma jólanna gerir máske enn tilfinnanlegri. Rað er svo víða skarð í vinahópinn, sem enn síður getur dulist, þegar búið er að tendra jólaljósin. Og út í ófriðarlöndunum vitum við, að jörðin flýtur í blóði og tárum. Pað er eins og við þorum varla að trúa því, að jólin geti, nema í einstöku stað, orðið gleði- leg jól. Jú, við vonum að friðarboðskap- ur jólanna veki hreinna bergmál og fegurra samræmi í veröldinni nú, en þessi síðustu ár. Við vonum> að nú loks sje alheimsfriður í nánd. Við vonum, að þessi jól geti íanda og sannleika lýst friði yfir blóði stokkna jörðina. Þessar friðarvonir hljóta að snerta hvert mannshjarta á þessum jólum, fylla okkur þakk- læti og öruggri trú á nýja tíma. Prátt fyrir alt það umliðna og öll ógróin sár, getur það, betur en öll viðhöfn, gert okkur jólin þessi gleðlleg jól. 1. B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.