Dagur - 23.12.1918, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1918, Blaðsíða 4
100 DAGUR. Frá útlöndum. Wilson Bandaríkjaforseti er kom- inn til Parísar, til þess að vera þar á friðarráðstefnu. Mælt er að for- setinn verði þar þó ekki nema skamman tíma og ætli að Parísar- dvölinniendaðri að heimsækja bresku sijórnina í London. í þaufi gengur með Vilhjálm Pýskalandskeisara. Pessi voldugi þjóðhöfðingi, sem áður var, er nú nokkurs konar útlagi í Hollandi og mun bandamönnum hugleikið að hafa hendur í hári hans eins og getið var um í síðasta blaði, en Hollendingar ófúsir að selja hann í hendur óvinum hans. t*ó segja síðustu fregnir, að stjórninni í Hol- landi sje ekki orðið um veru hans ar og hafi æskt þess, að hann færi burt úr landinu, en að keisarinn hafi tekið því mjög fjarri. Má víst með sanni segja að æfi háns sje ekki orðin öfundsverð, enda hefir sú fregn flogið fyrir, að hann hafi leitast við að ráða sig af dögum, en verið hindraður í því; er að vísu ekki mikið hendandi reiður á slíkuin sög- um, en margur hefir gripið til ör- þrifaráða fyrir minni sakir. Portúgalsforseti var myrtur fyrir fáum dögum, og er fullyrt að ýms- ir æðri stjórnmálamenn í Lissabon sjeu riðnir við glæpinn. Illa hlýtur sú þjóð að vera farin, sem elur slíka stjórnmálamenn í skauti sínu. Norðurlönd, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, hafa ásamt Póllandi slitið viðskiftasambandi við Rúss- land. Er líklegt að það sje gert að undirlagi bandamanna, en því kyn- legra er það, að í sömu andránni stöðva Brelar allan kolaflutning til Norðurlanda, og er ókunnugt um hver nauðsyn hefir rekið til þessar- ar ráðstöfunar, ef sú nauðsyn hefir nokkur til verið. Inflúensan er alstaðar í rjenum. Haft'er eftir stórblaðinu Times, að hún hafi drepið 6 miljónir manna á þrem mánuðum, eða jafnmarga og talið er að fallið hafi í stríðinu Messur um hátíðarnar. Aðfangadag: Akureyri kl. 6' e. h. Jóladag: Akureyri kl 12 á h. 2. í jólum: Lögmannshlíð kl. 12 á h. Gamlársdag: Akureyri kl. 6 e. h. Nýjársdag: Akureyri kl. lO’/a f. h. S. d.: Lögmannshlíð kl. 1 e. h. Sunnudaginn milli jóla og nýjárs verður haldin Guðsþjónusta í barna- skólahúsinu í Glerárþorpinu. Við kvöldsönginn á Gamlárskvöld stígur cand. theol. Steinþór Guðmunds- son í stólinn. HJÁLPRÆÐISHERINN hjer á Akureyri ætlar að halda jóla- hátíð fyrir 200 börn í Goodtemplara- húsinu á annan dag jóla; og auk þess ætlar hann að hafa jólahátíðir í samkomusal sínum, fyrir 75 gam- almenni og 75 börn. Veitingar verða af ýmsu tægi. — Styrkið þetta fyrirtæki, með gjöfum í »JóIapottana«. Reykt sauðalæri, rúllupilsur, saltkjöt, smjör, niðursoðnir ávextir o. fl. o. fl. vörukönnunar verð- ur sölubúð KAUPFJELAGS EYFIRÐING lokuð 1. til 17. janúar 1919. Engin afgreiðsla fer fram þann tíma. Fjelagsstjórnin. Skilvindur á kr. 110—250 fást hjá Pjetri P/eturssynL Prentsmiðja Björns Jónssonar. og orðið örkumla af völdum þess þrjú fyrstu ófriðarárin. Látln er húsfrú Guðrún Jónsdóttir að Grund í Eyjafirði, kona Magnúsar kaupmanns þar, eftir þungbæra legu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.