Dagur - 23.12.1918, Blaðsíða 3

Dagur - 23.12.1918, Blaðsíða 3
DAGUR. 99 t Kristinn Ketilsson. Hann andaðist að heimili sínu, Reykhúsum í Eyjafirði, að morgni hins 16. þ. m., 67 ára að aldri. Kristinn sál. ól allan sinn aldur hjer í Eyjafirði og stundaði búskap lengst æfinnar. Ætíð var hann efna- lítill, en komst þó vel af. Á yngri árum var Kristinn fjör- og gleðimaður, en er hann eltist, dvínaði fjörið nokkuð vegna heilsu- brests, en síglaður var hann þó og skemtinn í viðræðum. Hann hugsaði mikið um öll framfaramál landsins til hins síðasta, fylgdist vel með því sem gerðist á þjóðmálasviðinu og las blöð og bækur af kostgæfni og alúð. Kristinn sál. var kvæntur gæða- konu, Hólmfríði Pálsdóttur, og lifir hún mann sinn. Peim hjónum varð 4 sona auðið, er allir hafa rnann- ast vel og eru nú á besta skeiði æfinnar. Peir eru þessir: Hallgrim- ur, framkvæmdarstjóri Sambands- kaupfjelaganna og forstjóri Lands- verslunarinnar, nú búsettur í Reykja- vík, Sigurður, kaupfjelagsstjóri á Akureyri, Jakob, prestur í Wynyard Sask. í Kanada og Aðalsteinn, um- boðssali á Akureyri. Fyrir fáum árum brá Kristinn búi, og hafa þau hjón síðan verið á vegum sona sinna. Nú síðast mátti Kristinn heita þrotinn að heilsu. Kvöldið áður en hann andaðist, fjekk hann slag og vaknaði ekki aft- ur til þessa lífs. Allir þeir, er eitthvað kyntust Kristni sál, minnast hans með einkar hlýjum hug. Borgarafundur. Mánudagskvöldið 16. þ. m. var almennur borgarafundur haldinn í samkomuhúsi bæjarins, til þess að ræða um »bæjarstjóra kosninguna* (þannig orðað í fundarboðinu). Til fundarins boðuðu nokkrir borgarar í Akureyrarbæ, aðallega kaupmenn og kaupsýslumenn. Til þessa fund- ar mun hafa verið stofnað af þeim, sem andstæðir eru því, að bæjar- stjóri verði settur hjer. Hafa þeir þá að sjálfsögðu ætlað að hafa á- hrif á atkvæðagreiðsuna 20. þ. m. Engin fundarályktun kom fram og hefði það heldur ekki átt við. Af andstæðingum bæjarstjórahug- myndarinnar tóku til máls: Bjarni Jónsson bankastjóri, Ragnar Ólafs- son ræðismaður, Júlíus Havsteen Iögmaður og Björn Jónsson fyrrum ritstjóri. Engar nýjar ástæður höfðu þeir fram að færa málstað sínum til stuðnings. Af hálfu þeirra, sem eru því meðmæltir, að hjer komi bæjar- stjóri, tóku til máls bæjarfulltrúarn- ir Böðvar Bjarkan lögmaður og. Erlingur Friðjónsson og sýndu Ijós- lega fram á þörfina á sjerstökum bæjarstjóra, þó að rök þeirra væru að vísu ekki ný, því málið hefir áður verið þrauthugsað og rætt bæði innan bæjarstjórnar og utan. Fundurinn fór vel fram og stilli- lega, en þýðingarlaus var hann og ekkert á honum að græða. Atkvæðagreiðslan um bæjarstjörann. Henni lauk svo, að 201 alkv. voru greidd með því að sjerstakur bæjarstjóri yrði settur hjer, en 168 voru á móti því. 4 atkvæðaseðlar voru ógildir. Voru þannig alls greidd 373 atkvæði af rúmum 900, er á kjörskrá standa, en allmargir þeirra eru fjarverandi eða dánir. Má því heita að atkvæðagreiðsla þessi væri sæmilega sótt, eftir því sem venja er til. Nokkurt kapp mun hafa verið við atkvæðagreiðsluna af beggja hálfu og þó öllu meira frá hendi andstæðinga málsins. Pannig flutti »íslendingur«, er út kom rjett á undan atkvæðagreiðslunni, Ianga grein eftir Júlíus Havsteen yfirdóms- lögmann, þar sem hann reyndi að telja þeim hughvarf, er vilja fá sjerstakan bæjarstjóra, en árangur þeirrar tilraunar hefir annaðhvort orðið lítill eða enginn; að minsta kosti ekki nægur, því með atkvæða- greiðslunni er bæjarstjóramálið fnam gengið frá hálfu kjósendanna. Af þessari atkvæðagreiðslu leiðir það, að kosning fer fram á allri bæjarstjórninni í janúar n. k., ,og sjerstakur bæjarstjóri væntanlegur næsta sumar. Samtíningur. — Sjera Porteinn Briem á Hrafna- gili, er mun flytja suður að Mos- felli á næsta vori, hefir gefið jörð sína fala til kaups. Margir keptu um að ná í Hrafnagil, en hlut- skarpastur varð Magnús Sigurðsson kaupm. á Grund, er keypti jörðina fyrir rúmlega 41 þús. kr., og er það nífalt verð við það, er lands- sjóður seldi hana fyrir örfáum árum. — Ástæðan til þess að gasstöð- varstjóranum í Rvík var sagt upp stöðunni er sögð sú, að hann hafi árið 1914, eftir að Bretar bönnuðu viðskifti við Pýskaland, snúið sjer til þýsks verslunarhúss um stykki, er vantaði í vjel eina á stöðinni, enda var vjelin frá því verslunar- húsi. Pað kom honum í samband við sænska verksmiðju og fjekst stykkið í vjelina frá henni. — Smá- smuglegur gerist nú Jón Boli. — Síða9ti bæjarstjórnarfundur hafði veitingu bæjargjaldkerastarfs- ins til meðferðar. Sex sóttu um starf- anu.jDue Benediktsson lögregluþjónn hlaut hnossið, níeð því skilyrði þó, að hann ljeti af lögregluþjónsstarfinu, þegar bæjarstjórnin krefðist þess. Allir munu telja gjaldkerastarfið vel komið í höndum Dúa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.