Dagur - 08.12.1920, Síða 2

Dagur - 08.12.1920, Síða 2
* 130 DAGUR VANDAÐ IBUÐARHUS á mjög góðum og skemtiiegum stað við aðalgötu f Akureyrarkaupstað er til sölu. — Húsið er sérlega rambyggilegt að viðum og framúrskarandi hlýtt. Stærð 20X12 al. Kjallari er undir nokkrum hluta þess, þiljaður innan og með skápum og hillum. Kolageymslurúm er í eldhússkúrnum. Á fyrsta gólfi eru 4 herbergi, eldhús og forstofa, ásamt stigarými upp á annað gólf. Á öðru gólfi er eitt stórt, mjög sólríkt hérbergi, 4 herbergi minni og geymslurúm. Á efsta gólfi er eitt herbergi lítið og mikið geymslurúm. Gólfdúkur (Linole- um) er á flestum herbergjagólfunum. Vatnsleiðsla er í kjallaranum og á fyrsta og öðru góifi. Frárensli er mjög gott og hægt að halda því við að kostnað- arlausu. Dálítill garður er við húsið, og lóðin undir því og umhverfis það er eignarióð en ekki leigulóð. Ritstjóri »Norðurlands« gefur væntanlegum kaupendum nánari upplýsingar og semur um söluna. ins, sem útvegar vörurriar. í deilda- pöntununum hefir hún svart á hvítu óskir og þarfir félagsmanna, hvað henni er skylt að útvega og hafa til á hverjum tíma. Getur því stjórnin gengið örugg að verki sínu, fullviss þess, að hið pantaða, er hið minsta, sem henni er skylt að útvega, og jafnframt hefir hún vissu fyrir í hverju andvirðið verður greitt og á hverjum trma; getur hún þá þegár bygt á því þá samninga, sem hún verður að gera við viðskiftamenn félagsins. í þessu fyrirkomulagi er fólg- in ekki lítil trygging fyrir því, að fram- kvæmdarstjórnin geri skyldu sína, og opnaður greiður vegur fyrir félagsmenn, að kalla hana til ábyrgðar fyrir hvers- konar vanrækslu, og sömuleiðis fyrir fé- lagsstjórnina að kalla deildir og ein- staklinga til ábyrgðar á þeirra gerðum. Að öðru leyti hefir félagsstjórnin frjálsar hendur til þess að láta Sölu- deild K. R. hafa á boðstóluni svo fjöl- breyttan varning, auk hins pantaða, sem fhún telur nauðsynlegt og heppilegt, en Ijótlega er hún vítt af félagsmönnum og fulltrúaráði, ef skortur verður þar á almennum verslunarvörum, eða á hinn bóginn, að of mikið fé þykir bundið í óhóflegum vöruforða. I rauninni er pöntunardeildin heild- 6Öludeild K. t5. með sannverði varanna, en Söludeildin smásala, enda er mis- munur verðsins í pöntun og í Sölu- deild æííð líkur því sem er í heildsölu og smásölu, þar sem verzlun er rekin okurlaust af ráðvandri kaupmannastétt, bæði í stórsölu og smásölu. Niðurstaðan verður þá sú. að pönt- unarfyrirkomulagið er basði hentugt og fjárhagslega traust og öruggt skipulag, sem tryggir rétt og frelsi einstakling- anna betur en enn hefir verið sýnt fram á að annað skipulag gerði. Það er því næsta ómaklegt, að farið sé um það niðrandi eða jafnvel fyrirlitlegum orð- um, kallað gamalt og úrelt o. s. frv. Meiri fjarstæðu er ekki hægt að fara með, því einmitt þetta skipulag er hið nýjasta, sem fram hefir komið í skipu- lagi kaupfélaga; það er fundið og sett í kerfi af okkur sjálfum hér á landi, en ekki apað eftir neinu gömlu skipulagi hjá öðrum ólíkum þjóðum. *) En það er máske einmitt það, sem garir það svona lítilfjörlegt í augum sumra manna. Loks er svo pöntunarvérðlag varanna, þ. s. sannverð þeirra, það sem í raun og sannleiKa hefir kostað að útvega þær. Engin krafa getur verið eðlilegri rá hálfu þeirra, sem pantað hafa vör- urnar og sett fulla tryggingu fyrir, en að fá að vita, hvað virkilega hefir kost- að að útvega þeirn vörurnar og í hverju sá kostnaður er fólginn. Kaupfélögin eru ekkert annað en sendimenn félags- manna (almennings) í kaupstaðinn þ. e. á markaðinn erlendis, og því er eðli- legt að þau verði að gera fulla grein fyrir ráðsménsku sinni, og hana gera *) Það er ekki laust við að broslegt sé, þegar ungir og óreyndir menn, sem eitthvað fara að káka við kaupíélagsskap, rjúka strax til að fylla blðð og tímarit með ken8lu-fyrirlestra um kaupfélags- skap, ciiis og þeir hefðu fundið lykil allrar vizku í þeim efnum, og væru beer- ir um að daema og fyrirdænia gömul kaupfélög, sem þeir ekkart þekkja, en voru til áður en þeir fæddust í þennan heijn, þau best með því, að sýna þegar hvað ferðin hefir kostað og hvað með henni hefir unnist. En hitt er þó mest um vert hver áhrif þetta verðlag hefir á verslunarreksturinn út í frá. Að haldið sé á lofti á hverjum tíma, máske tvis- var eða þrisvar á ári sannverði varanna, það er ekki smáræðis aðhald fyrir kaup- menn og sjálfa forstöðumenn kaupfé- Iaganna líka. Það verkar iíkt og loft- vog, sýnir strax og áþreifanlega þrýst- inguna í viðskiftaheiminum, og knýr þá, sem við verzlun fást, til að gæta allrar hagsýni í starfi sínu, og það sýnir ó- tvírætt, hvað hver verzlunarrekandi legg- ur á vörur sínar fram yfir beinan til- kostnað. Geti kaupmenn selt sínar vör- ur með pöntunarverði eða iægra, þá sýnir það strax, að kaupfélagið hefir ekki verið hagsýnt, ef etigin brögð eru f tafli, og knýr þá stjórn þess til meiri vandvirkni. Á hinn bóginn stendur kaupmönnum hreinn og beinn ótti af pöntunarverðinu. Söludeildina skoða þeir eins og einn úr sínum hóp, og reyna að koma sér saman við hana um verð- lag, en pöntunarverðið er það sverð yfir höfðum þeirra, sem þeir aldrei reyna að makka um, réttlætið og ráðvendnin, sem í því . er fólgið, vekur lotningu þeirra, og fyrir þeim sannleikskrafti, sem í því er fólgið, verða þeir að beygja sig. Reynsian hefir líka sýnt, að þar sem öflugt kaupféiag með þessu skipulagi hefir náð festu, þar verða kaupmenn vandari að verslunarhátium en alment gerist annnarstaðar. Retta skipulag hefir orðið þeim uppeldismeð- al, eða blátt áfram sagt siðbótameðal, og er iangt frá að það sé þeim nokk- ur hneisa. Margt fleira mætti telja pöntunar- verðlaginu fil gildis, sem félagsmenn í K. P. þekkja mjög vel, en þetta ætti að nægja þeifn til bendingar og við- vörunar, sem ekki geta stilt sig um, að ófrægja þetta fyrirkomulag, og vara önnur kaupfélög við, að taka þennan gamla (!!) skrælingjahátt eftir K. Þ. Vér íslendingar erum of gjarnir á að gleypa ómelt það, sem til vor berst úr umheiminum, en vantreysta sjálfum oss til að skapa nokkuð nýtt eftir vors lands og iífernisháttum og allra síst nokkuð það, sem vert væri fyrir aðrar þjóðir að læra af oss. Retta er þó að sjálfsögðu tilveru-hlutverk vort, eins og annara þjóða. Eða mundi oss skorta rnannvit og hugsjónir móts við aðrar þjóðir til þess, að haga vorum eigin háttum í voru eigin landi eins og best á við oss og landið, án tillits til þess, hvað öðrum ólíkum þjóðum í ólíkum löndum þykir við eiga hjá sér, og hef- ir ekki ætíð reynst sam haldbeit? Sé þetta trú vor, sem vér svo breytum eftir, þá er tilveruréttur vor sem þjóð- ar og ríkis! næsta lítilsverður. Með pöntunarfyrirkomulagi í kaup- félagi höfum vér skapað nýtt fyrirkomu- lag í verslun, og áður óþekt. Vér fé- lagsmenn í K. Þ. höfum nú reynt það, beitt því og búið við það í nær 40 ár; vér höfum alið upp heila kynslóð við þetta skipulag, það hefir jafnt og áfallalaust þokað oss þaugað, sem vér erum nú, og vér erum komnir að minsta kosti eins langt og vér í upphafi gerð- um oss voiiir um að komist yrði á einum mannsaldri. Rað verður ekki heldur. séð, að öðruin félögum með öðru skipulagi þoki greiðlegar áfram að markinu: sannri og virkilegri lýð- sljórn og sjáifsábyrgð í verslunarmálum, óg jafnvel ekki heidur fjárhagslega. Er þá nokkur ástæða fyrir oss að yfirgefa þetta skipulag, og taka upp annað, sem aðrar þjóðir hafa skapað sér en ekki oss. Eigum vér ekki held- ur að sýna öðrum, jafnvel öllum heim- inum, að vér höfum fundið nýtt og lífsþróttugt skipulag handa oss, sem komandi kynslóðum sé óhætt að byggja ofan á, og jafnvel aðrar þjóðir geti lært eittiivað af, engu síður en vér af þeim. Rað er þó að minsta kosti metn- aður í slíkri hugsun, og vér höfum lengi þótt nokkuð á lofti Pingeyiugarnir. Jarðarför Síra Matthíasar Jochumssonar hefir vafalaust verið einn mesti við- hafnaratbnrður, sem gerst hefir í minni Akureyrarbúa. Hún hófst frá heimili hans kl. 12 á hádegi þann 4. Séra Jakob Kristinsson flutti húskveðju. Karla- kór, valið söngiið af Akureyri og víð- ar að söng, en Lúðrasveitin blés lög og sorgargöngulög. Fánar ýmissa félaga voru bornir í Iíkfylgdinni og^báru full- trúar þessara félaga og fulltrúar bæjar- stjórnar kistuna alla leið. Mannfjöldinn var svo mikill að slíkur hefir að lík- indum sjaldan eða aldrei sézt í líkfylgd hér á Akureyri. Sex prestar messuklædd- ir voru í líkfylgdinni, þeir: Vígslubisk- up Geir, sr. Theodór á Bægisá, sr. Gunnar i Saurbæ, sr. Björn í Laufási, sr. Árni í Grenivík og sr. Ásmundur á Háisi, auk þeirra er Jakob Kristinsson, sem er aðkomandi hér norðan lands. Síra Geir talaði í kirkjunni en sr. Ásmundur við gröfina. Prentuðum kvæð- nm var útbýtt eftír Pái J. Árdal, Ingi- björgu Beuediktsdóttur og Jóu Sigurðs- son frá Dagverðareyri. Kirkjan reyndist of lítil. Fullur þriðj- ungur munu hafa staðið undir kirkju- vegg af þeim, sein í Iíkfylgd voru. Pví miður getur blaðið ekkert sagt um neitt af því, sem fram fór vegna þcss að ritstjórinn konist aldrei í hljóð- mál vegna þrengsla. Honum var af dyraverði vísað frá við kirkjudyr, þótt hann beiddist inngöngu í nafni blaðs- ins. Var því barið við, að kvenfólk ætti forgangsrétt í kirkjuna. Dagur er kvenréttindablað en ekki meira, þegar svona stendur á. Sögðu þeir, sem j kiikju voru, að kórinn hefði verið auð- ur af öðru en sjö prestum. Ef til viii hefir svo verið samkvæmt fyrirmælum bæjarstjórnar og er þá ekki um að sakast. Bæriun stóð fyrir útför þessa fyrsta heiðursborgara síns. Pó ekki yrði á alt kosið, né kostur á að njóta alls við þessa athöfn, var gott að mega vera einn af mörgum, sem fylgdu þessum mikla mannvin og skáldi síðasta spölinn og vita, að bjart er kringum minningu lians af kærleiks- hugsunum fjöldans. Á Vesturvegum. Á járnbraut. Fjölda margir af íslendingum, sem vestur hafa farið, hafa í fyrstu hlotið þá atvinnu, sem kallað er »að vinna á járn- braut.* Er þá um tventaðræða: bygg- ingu nýrra brauta eða viðhald áður bygðra. Það er talin ein mesta erfiðis- vinna, sem kostur er á. Járnbrautir eru svo gerðar, að bygð- ur er brautargrunnur ekki ósvipaður ak- vegutn okkar, þó mjórri en þeir ef ein- falt spor skal á þá leggja, en breiðara, ef sporið á að vera tvöfalt (fyrir tvær lestir samtímis). Brautargrunnar þessir þurfa að vera sem slétlastir, mishæðir litlar óg bratti h'till, þar setn einni gufu- vél er ætlað að draga lestina tafalítið. Ennfremur þurfa bugir að vera víðir og bugréttir. Á brautargrunninn eru síðan lögð ferköntuð þvertré meðumlOþml. millibili og stálteinarnir síðan lagðir langs eftir þvertrjánum með um 6 feta millibili. Gæta verður mikiilar vandvirkni í gerð brautanna, að jafnt sé milli teina, að þeir séu traHstlega skeyttir saman á endum og festir á þvertrén. Að teinarn- ir séu beinir en ekki mishæðóttir, að þeir séu jafnháir iiema þar sem bugir eru. Skal ytri teinn á bugvera nokkuru hærri og fer um hversu mikið er eftir bugvídd og því meir, sem bugur er krappari. Pegar lest kemur á fieygiferð eftir sléttri braut og rennir á buginn leitast hún við að halda stefnunni beinni samkvæmt lögum miðflóttaaflsins. Er þá hætt við að hún hlaupi af sporinu. En nú með því ytri teinn bugsins er hærri, haHast Iestin inn á buginn. Færist þunga- miðja hennar þá til gagnstæðrar hliðar og til mótverkunar miðflóttaaflinu. Vandhæfni er á að gera brautirnar traustar. Hvar sem um haggast, er líf margra manna í veði. Missigi brautar- grunnurinn verða mislyeðir á sporinu, lestirnar slengjast til hliðar og kippa sporinu úr beinni línu, teinar og þver- tré brotna og ganga úr skorðum. Petta alt getur vaidið slysum. Engin braut er svo traustlega bygð í upphafi, að ekki þurfi stöðugrar aðgæslu, eftirlits og endurnýjunar. Þegar brautir eru orðnar gamlar, biautargrunnurinn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.