Dagur - 20.08.1921, Side 2

Dagur - 20.08.1921, Side 2
130 DAQUR 33. tbl. Auglýsing. Ljósmóðurumdæmið í Arnarneshreppi er iaust. Laun 220 kr. Umsækjendur snúi sér til undir- ritaðs hið fyrsta. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 19. ágúst 1921. Sfeingrimur Jónssog. lúðar þakklæti til allra þeirra, er auðsýndu okk- ur samúð og hluitekningu við fráfall og jarðarför fóns sái Helgasonar i Kristnesi. 19. ágúst 1921. Aðstandendurnir. suður, enda ólíklegt að blessað Eim- skipafélagið — óskabarn landsmanna — léti þá í greinarleysi suður í Reykja- v(k um hábjargrseðistfmann. Og suð- ur komust menn og ferðin gekk á- gætlega, — að vísu var þröngt, en ferðin gekk svo fljótt, að engin ástæða var til að kvarta yfir þrengslum. En þegar suður var komið og menn fóru að spyrjast fyrir um far- kost til baka, fór útlitið að ljókka. Gullfoss átti að fara daginn eftir konungskomuna — sama daginn og sýningarnar yrðu opnaðar, annaðhvort var þvf fyrir þá, sem farið höfðu suður, að miklu leyti til að sjá sýn- ingarnar, að neita sér um það og missa að miklu leyti þau not, sem þeir höfðu ætlað sér að hafa af ferð- inni, eða þá að bfða eftir þvf, að Sterling færi 2 júlí, í þriðja lagi að fara landveg. Enginn koaturinn var góður þar eð önnur skipsferðin féll of fljótt hin óþarflega seint, og það, sem verst var Sterling átti að sleikja hverja höfn á norðurleið. — Nú átti ekki að létta undir með heimferðina, hvernig sem á þvf hefir staðið. Nokkrir tóku þann kostinn, sem skárstur var, en það var að fara með Gullfossi og mistu þannig hálb gagn af förinni. Margir sfmuðu eftir hestum norður í sýslur, og hefir það orðið dýrt ferðalag og sluppu þeir þó til- tölulega vel, en lang flestir biðu eftir Sterling. Reyndar voru það neyðarúrræði, því Sterling átti að koma við á hverri amávík á norðurleið, en um annað var ekki að gera og menn sættu sig yfir- leitt við orðinn hlut. En þá finnur stjórn Eimskipafélagsins upp á því að seinka för Sterlings norður um 3 daga eftir beiðni nokkurra manna, jafnframt var það látið berast, að skipið hefði svo lftið að gera á höfnunum að það mundi ná áætlun til Ákureyrar. Þetta þóttu ill tfðindi öllum þorra þeirra manna, sem með skipinu ætluðu, því þetta var sama og að hafa af þeim þriggja daga atvinnu um hábjargræðis- tímann; fanst flcstum sanngjarnlegra, að skipið hefði farið á áætlunardegi en þeir, sem nauðsynlega þurftu að fara seinna úr Reykjavfk færu í Borgar- nes og þaðan landveg til Borðeyrar, og tækju Sterling þar. Niðurl. Úr öllum áttum. Síldveiðin gengur ágætlega. Sfð- ustu daga hefir síldinni verið mokað upp f mynni Eyjafjarðar og vfðar. Á fimtud. kom vélskútan Sjöstjarnan inn með 600 tn. Hjalteyrin með 400. Kveldúlfs togarainir á Hjalteyri eru búnir að fá 8000 tn., gætu haugað á land takmarkalausum birgðum, ef ekki vantaði fólk. Ásgeir Pétursson er búinn að fá á land 9 þús. tn. Stella er hæst skipanna, en blaðinu er ókunn- ugt um afla hennar. Lækkun forvaxía. Nd. Aiþ. sam- þykti svofelda þingsályktun á sfðasta þingi (þingskjal 681): >Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórn- ina að hlutast til um það, að bank- arnir hér lækki forvexti í samræmi við vaxtalækkun erlendis.* Englands- banki, sem talið er að hafi forystuna um hækkun og lækkun vaxta á pen- inga markaði heimsins, hefir nú lækk- að vexti ofan í 5V20/o. Bankar allra Norðurlanda koma á eftir. Landsbank- inn hefir lækkað vexti ofan f 7% og er það lítil lækkun. Enginn veit með vissu hvort hún er komin fram fyrir tilhlutun stjórnarinnar. Hitt er víst að stjórnin mun ekki hafa veitt íslands- banka mikinn ágang f þessu efni, þvf hann heldur vöxtum sfnum enn f há- marki þ. e. 8%. Það má heita að vera í góðu samræmi við aðra hlut- semi þings og stjórnar um háttsemi bankans, að leyfa honum að taka hæztu okurvexti af ótrygðum seðlum, sem eru ógjaldgengir erlendis og því hálf ónýlir, þrátt fyrir það að vextir hafa nú mjög mikið iækkað f um- heiminum. Hversu lengi skyldi þessi auma þjóð þola ágang erlends pen- ingavalds f skjóli fslenzkrar rfkis- stjórnar? Ttðarfar’lð hefir alt að þessu verið mjög stirt. Sffeldar þurkleysur og rign- ingar næstum daglega. Sunnan lands og vestan og norðan, alt austur að Eyjaíjarðarsýslu, hafa verið ágæt- ir þurkar. í Þingeyjarsýslu eru töður manna enn yfirleitt óhirtar. Jarðarför frú Margrétar Sigurjóns- dóttur Rist, fór fram á þriðjudaginn var að viðstöddu fjölmenni. Séra Björn f Laufási flutti húskveðju, en séra Geir Hkræðuna. Vesfan um haf. í byrjun júnímán- aðar s. 1. lét. Gunnl. Tr. Jónsson af ritstjórn Heimskringlu, og flutti alfar- inn heim til íslands. Gunnlaugur Tryggvi er ættaður af Akureyri. Hann fór vestur um haf fyrir 13 árum síð- an ungur og umkomulítill eins og margir, sem vestur hafa flutt. Hann gerðist fljótt, meðritstjóri Heimskringlu og síðan einkaritsjóri hennar, þegar Baldvin Baidvinsson hætti. Nokkru síðar lét hann ðf ritstjórninni og hvarf að öðru en tók við henni aftur nokkr- um árum síðar. Eitt aðal frægðarverk Tryggva í blaðamenskunni var árás hans á leirskáldsmúginn vestra. Hún var þörf og hin skarpasta, en ekki að sama skapi vinsæl af þeim, sem hlut áttu að máli. Var sú viðureign eftir- minnileg. Það var eins og hann hefði stjakað við býflugnabúi og stóðu á honum vopn hvaðanæva. En Tryggvi varðist drengilega f þeirri iðandi kös. Yfir höfuð gat Tryggvi sér góðan orðstýr og hlaut vinsældir vestra. Honum voru haldin 3 samsæti að skilnaði og hann sæmdur gjöfum. Tryggvi er nú komin til Akureyrar, en mun ætla að hverfa til Reykjavfk- ur til dvalar. Dagur býður hann velkominn. Við ritstjórn Heimskringlu tóku Björn Pétursson og Stefán Einarsson og virðist blaðið bera þess vott, að vel sé séð fyrir ritstjórninni. Samskotin til sjúkrahússins á Ak- ureyri hafa haldið áfram vestan hafs. Árangurinn af Þorrablótinu, sem getið var um áður hér f blaðinu, varð lítill, vegna þess að óveSur spilti fyrir sam- komunni. En Vestur-íslendingar undu ekki þeim úrslitum málsins. Þeir hófu samskot um allar bygðir. Þann 6. júlf s. 1. var upphæðin orðin 2029 dollar- ar og þó ekki öll kurl komin til graf- ar, en samskotafrestur útrunninn. Margir hafa gefið rausnarlega. Þó hefir' þar skarað fram úr L. H. J. Laxdal, Milwaukie, Oregon. Hann gaf 150 doll. og lætur svo um mælt, að hann gefi þá til minningar um for- eldra sfna. Verður væntanlega hægt sfðar, að gera grein fyrir endanlegri niðurstöðu samskotanna. En heila þökk er skylt að flytja Vestur-íslendingum íyrst og seinast fyrir bróðurhug þeirra og drengskap. Mjög merkileg málafcrli hafa staðið yfir í Winnipeg milli safnaðarbrota Tjaldbúðarsafnaðir út af kirkjuei^n- inni. Hefir þar endurtekið sig það sem gerðist fyr f Dakota, að eignarréttur- inn véltur á trúarjátningum. Grunur leikur á að málaferlum þessum hafi verið hrundið af stað með undirróðri Kirkjufélagsmanna hinna lútersku f þeim tilgangi að svæla undir sig Tjaldbúðarkirkju. Enda er það niður- staða málsin3. Verður ef til vill síðar, ef hentugleikar leyfa, nánar minst á það mál. Leiðrétting. í greininni »Sku!d- irnar beygja* í 4fðasta blaði stendur nálægt niðurlagi greinarinnar: >Og molað til nýrra gróðabragða.c Á auðvitað að vera: notað til nýrra gróðabragða. Inílúenzan er nú að rjúka af hér á Akureyri. En nú er hún um allar sveitir hér norðan lands og tfnir upp einn og einn bæ. Kvarta bændur mjög undan henni, sem von er. Sum- staðar hefir pestin orðið talsvert svæsin. Á einum bæ sunnan lands andaðist húsbóndinn, en alt heimilis- fólkið, nema tveir, fengu lungnabólgu og var býlið fjölment. Meðal þeirra sem látist hafa má nefna tvo hrepps- stjóra:. Magn. Sigurðsson, Hvammi undir Eyjafjöllum og Gunnar Andrés- son, Hólmum f Landeyjum. Vigfús Guðbrandssoij klæðskerameistari í Reykavik kemur hingað á morgun og dvelur hér (býr á Hótel Oddeyri), þangað til Goðafoss fer suður. Gefst Akur- eyratbúum nú kostur þess, að nota sér tækifærið, til að tryggja sér við- skifti við áreiðanlegan og góðan klæðskera. Símskeyti. Reykjavík, 19. ágúst. Samningarnir milli Englend- inga og íra eru strandaðir. Val- era tilkynnir að írska þjóðin víki ekki frá kröfunni um full- an sjálfstæðisrétt. Ótti um það að írland verði notað til ófrið- ar gegn Englandi, ef skilnaður verði, sé ástæðulaus. Hann Iegg- ur til að Bretar og írar skipi nefnd til pess að ákveða um pátttöku íra í ríkisheildinni og skipi Harding forseti oddamann í nefndina. Hann mótmælir því að stofnað sé ping fyrir Ulster. Lloyd Oeorge svarar að Eng- Iand viðurkenni ekki rétt Irlands til skilnaðar. Það sé Iandfræð- islega óaðskiljanlegt. Enskt pjóð- erni í norðurhluta Irlands megi ekki kúga. Útlendingar megi ekki hlutast til um úrskurð deilumálsins. Tilboð .stjórnar- innar sé einlægt friðarboð og lengra verði ekki farið. Alrnenn- ingsálitið í Englandi er með Lloyd George. Væntanlegt ping- rof par í landi. Allsherjarfundur svertingja í New York krefst Afríku fyrir Afríkumenn. Spáir kynpátta styrjöld, par sem Asíu- og Afrfkupjóðir berjist gegn hvít- um. Pétur konungur Suður-SIava er dáinn. Pingið í Belgrad leysir upp flokk kommunista og ákveður dauðarefsingu við bolsévíkaund- irróðri. Slesíumálin verða lögð í dóm Alþjóðabandalagsins á morgun. Fréttaritari Dags.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.