Dagur - 06.03.1924, Side 2

Dagur - 06.03.1924, Side 2
I 34 aura pundið. íslenzka krónan er nú iítið meira en 50 gullaura virði. Það sem fyrir striðið. kostaði 9 aura kostar nú næstum 18 aura vegna gengisfallsins. Olía er þvi í raun réttri failin ofan í það verð, sem hún var í fyrir stríðið. Engin vðru- tegund hefir failið svipað því eins mikið. Petta bendir á, að við nú njótum þeirrar verðiækkunar, sem orðin er á olíu á heimsmarkaðinum, eins og iíka er trygt með samningn- um. Saman dregið yfirlit yfir verð á olíu hjá Landsverzluninni og H. I. S. frá þvi í ágúst 1921 þangað til f ágúst 1922 sýnir, að verð á »Water White" o!íu miðað við 150 kg. netto hefir faliið úr 129 kr. (H. I. S. verð) niður í 63 kr. (Lands- verzlunar verð) Jafnframt sýnir það yfirlit, að Landsverzlunin hefir alt af verið frá 6—21 kr. neðar, eða til jafnaðar. á öllu tímabilinu tæpl. 12 kr. neðan við H. I .S. verð. (Sjá rit Héðins Valdimarssonar um þetta efni. Bls. 28) Eru nokkur líkindi til að hægt sé að fá olíuna ódýrari? Þær stað- reyndir, sem hér hefir verið bent á, gera broslegar þessar fullyrðingar um að olíuverðið myndi lækka til stórra muna í frjálsri samkepni. Meðan Landsverzlunin kepti við H. I. S. streyttist hið síðarnefnda við að halda verðinu uppi eins og áður er sýnt og tók nærri 12 kr. meira til jafnaðar fyrir hverja tunnu, Á. P. seldi sína »ódýruM olíu jafndýra eða þó öilu heldur örlitið dýrari en Landsverzlun seldi betri olfu. Hin frjáisa samkepni getur handleikið þessi sönnunargögn á hvern þann hátt, er henni sýnist. Þau vitna alt af gegn henni. Þá komum við að næsta atriði: fjárveltu ríkissjóðs í Landsverzlun. Þegar ríkið rak margbrotna verzlun með nauðsynjavörur á stríðsárunum lagði ríkissjóður í hana rúmar 9 milljónir króna alls. Eftir því sem verzlunin hefir verið dregin saman og henni græðst fé hefir hún greitt til baka þennan höfuöstól, svo að nú er ekki eftir nema sem svarar >/2—1 millj, Af þessu fé hefir Lands- verzlunin jafnan greitt ríkissjóði vexti. Af nokkuð stóru láni, sem ríkissjóður fékk á sínum tíma til verzlunarinnar með 4% vöxtum, hefir verzlunin goldið rikissjóði 6% Vaxtagróði ríkissjóðs á því fé hefir því nurnið 2%. Eins og sést af framangreindu stendur nú orðið svo iítið eftir af fé ríkissjóðs í verzíuninni, að það getur ekki haft nein veruleg áhrif á gjaldþol ríkissjóðs, hvort sú upp- hæð greíðist fyr eða seinna. Auk þess væri auðvelt fyrir ríkið að inn- heimta þessa upphæð og myndi Landsverzlun geta gréitt hana með iitium fyrirvara. Þá komum við að þessari aðal- ástæðu andstæðinganna gegn allri ríkiseinkasölu þeirri, aö öll »einok- unn sé »kúgun,« »áþjánn og »bölv- un* að hún sé »heljargreipar“ en menn, sem við hana búa, verði »viðskiftaþrælar.“ Og þessi ofuryrði eru réttlætt með því, að telja einka- DAOUR 9 tbl. Jarðarför Lúðvíks Sveinssonar, er andaðist 28. f. m., fer fram frá Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 8. f>. m. og hefst kl. 1 e. h. Aðstandendur. Fréttir. söhr íslenzka rfkisins samskonar fyrirburð á verzlunarsviðinu, eins og verzlunareinokun Dana hér á landi — »hryllilegasta hungurvofa þjóðaræfinnar" — var á sinum tíma. Á þessari rökvillu hafa kaupmenn- irnir og vinnumenn þeirra stagast jafnt og þétt árum saman og reynt að festa hana i meðvitund manna, með því að gera orðið »einokun“ að slagorði, gera það aö einskonar grýlu. Jafnvel þó það, við örlitla urnhugs- un, hljóti að verða Ijóst, að þetta er augljós rökvilla og að andstæð- írigarnir hljóta, með litlum undan- tekningum, að haida henni fram gegn betri vitund, verður hér enn í sambandi við önnur atriði máls- ins að gera örlítinn samanburð á þessu tvennu. 1. Til einkasölu á steinolíu er stofnað, til þess að brjðta of lands- mönnum viðskiftahelsi D. D, P. A. eða hins airæmda Olíuhrings Stand- ard Oil. — Til einokunar Dana var stofnað, til þess að leggja á lands- menn viðskiftahelsi til hagsmuna fyrir erlenda menn. 2 Gegn valdi D. D. P. A. stóð hver maður i landinu magnþrota. Samkepnistilraunir aðrar en ríkisins (S. A. P. A., Fiskifélagsins o. fl ) mishepnuðust. Ríkiseinkasalan hefir snúið sameinuðum kröflum allra Iands- manna gegn erlendu fjármunavaldi og orðið vel ágengt. EinokunDana sundraði kröfium landsmanna og gerði þá, með svívirðilegum hegningar- ákvæðum, gersamiega máttiausa gegn erlendu fjármunavaidi. 3 Rikiseinkasalan bindur verzl- unarágóðan við iögákveðið takmark og er honum varið að hálfu í rikis- sjóð beint en að háifu óbeint með því að leggja hann í varasjóð verzl- unarinnar. Þannig er verzlunarágóð- inn varðveittur í landinu sjálfu til hagsmuna fyrir almenning. Einokunar- verzlun Dana sðpaði öllum vetzlunar- arðinum úr landi tii hagsmuna fyrir einstaka menn. Það er mjög örðugt að gera sér grein fyrir þvf, hversvegna menn halda þvi fram, að hér sé um sams- konar hluti að ræða, einkum ef geta skal góðs tíl. Það er naumast hægt að trúa öðru en að þeir geri það yfirleitt á móti betri vitund. Þeir, sem kunna að gera það i einlægni, ættu ekki að fást við opinber mál, vegna vitsmunaskorts. Vestanpósti Guðm. Ólaíáiayni hlekt- ist dáiftið á f stórhrfðinni á dögunum. Hann lagði upp frá Víðimýri seinni hluta hmtudags. Brast á hann fárviðris hrfð á Vatasskarði og tapaði hann einum bestinum og fanst sá hestur standandi undir húsvegg á Víðimýri morguninn eftir. Guðm. póstur kom sfðdegis á föstudag að Skottastöðum f Svartárdal, með hina hestana, hrakinn og nokkuð kalinn á andliti og höndum en ekki til stórskaða. Eigi urðu neinar skemdir eða skaði á póstflutningi. Sveifasöngvar. IV. í grasamó. Við göngum á fjallið þá ótta er öll. í árgljúfrum fossarnir skarta sem mjöll, í kyrðinni rómhreinir syngja þeir söng og síkvikar lindir i kjarrviðarþröng. í dalnum er rólegt og reykurinn blár í reyfunum sefur og daggblæjan gljár. Á heiðunum lóurnar Iíta upp fyrst þá Ijósgeislinn austræni hefir þær kyst, Váð stefnum með nesti og nýbrydda skó á náttúrufund, yfir brekkur og mó, á heiðunum fjarlægu einvöld hún er og æfintýr fögur í skautinu ber. Þar biða’ okkar ásar ogviðigil væn og vallendisflesjur með kjarnstráin græn, f dældunum fjallagrös flekkja sig stór og fullur af sprekum er sólvarmur mór. Mót geislum i skjóli er grasatjald sett, þar glampandi lind ferum óþýfðan blett. Og hlóð eru reist, þar sem hentugast er, hvern hlut inn í svefntjaldið grasafólk ber. Hve Ijúft er að kveldi að Ieita þar að, sem Iiðið sér valdi til gistingarstað. Við eidinn er matast og laugast í lind, öll íeiðindi hverfa’ út í heiðríkju’ og vind. Ef grasafólk hretbylji hreppir í mó, er heima í tjaldi af skemtunum nóg: Við gátur og þulur og sögur og söng finst sagnelsku fólkinu tíðin ei löng. Áf hlaðinu skygnist um húsfreyjan glöð, þá hestar af fjallinu koma í röð með steintroðna poka og stúlku og svein. Að starfinu loknu er gleðin svo hrein. * * * Þú finnur það æska, hvað ættjörðin þér af auðiegð og hollustu býður hjá sér, ef vilji og atorka er þér i hug og efinn um landið ei sváftir þig dug. Veikindin í bœnum. influenzan er nú í rénun, þó eru margir en veikir og lasnir. Veikin hefir reynst mjög væg og afieins örfá mjög væg lungnabólgu tilfelli komið frarn. Nú er influenzan að breiðast út um nær- sveitirnar og er þar yfirleitt væg en þó nokkuð misjöfn. Taugaveikin hefir tekið alla 9 manns, 5 hér f bænum, 2 f Bárðardal, sem smituðuot hér á matsöluhúainu og 2 vestur f Fljótum, sem smituðust á sama hátt. Tveir hafa dáið, eins og áður er frá skýit. Nú telja læknarnir tekið fyrir útbreiðslu veikinnar cg hættuna liðna hjá. Alþlngi. Tryggvi Þórhallsson ber fram frumv. um að leggja niður sendi- herraembættið f Khöfn. Stjórnin legg- ur fram frv. um afnáin löggildingar- stofuonar og frv. um sameining lands- bókavarðar- og landsskjalavarðarem- bætta. Þrír þm. úr íhaldsflokknum leggja fram frv. um lækkun á dag- peningum þingm. ofán f 12 kr. og um að lögákveða hámark þingfarar- kaups 400 kr. en lágmark 40 kr. Stjórnin hefir lagt fram ýms menta- málafrv. bygð á tillögum milliþinga- nefndarinnar á mentamálum, frv. um vatnsorkuleyfi, frv. til hjúalaga o. fl. Bjarni frá Vogi ber aftur fram frumv. sitt um mannanöfn. — Kjöttollsmálið hefir verið til umræðu á þrem lokuð- um fundum. Eigi er kunnugt hváð þar gerist, en þungar horfur eru taldar f málinu og að íhaldsmenn fari sér hægt f því að beita sér fyrir bjarg- ráðum landbúnaðarins. — Talað er um að hækka laun Sigurðar Nordal um 2 — 3000 krónur, til þess að fá hann til að sitja kyrran í embætti sínu, en hafna boði Norðmanna um kennáraembætti f norrænum fræðum við Kristjanfuháskóla. — Enn situr við sama þófið um stjórnarmyndun. Jón Þorláksson, sem hefir verið talinn vera á oddinum í liði íhaldsmanna, getur ekki fengið stærri flokk en 20 menn. Lfkur eru taldar vera tii þess að Jón Magnússon gæti fengið tveim- ur fieiri (Hjört og Bjarna) en meginlið íhaldaflokksins kýs fremur J. Þorl. Væntanlega verður nú eigi langt að bíða úrslitafregna. Lausafregnir um samningatilraunir Framsóknarfl. við Sjálfstæðisbrotið og bændadeild íhalds- flokksins eru rakalausar. Framsókn heldur sér hlutlausri um stjórnar- myndun. Núverandi landsstjórn f þann veginn að segja af sér. Jón Þorl. flytur frv. um breytingu og samfærslu á háskólanum, þannig að hann sé framvegis aðeins 3 deildir, guðfræði- deild, læknadeiid og laga- og heim- spekideild saman. Þór. Jónsson og Jörundur flytja frv. um afnám heima- kosninga. Stjórnarfrv. til hjúalaga er fallið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.