Dagur - 17.07.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 17.07.1924, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur út á hverjum flmtudegí. Kostar kr. 6.00 ðrg. Qjalddagi fyrlr 1. júlí. Innhelmtuna annast Arnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VII. ár. | Akureyrl, 17. júlí 1924. AFOREIÐSLAN er hjá |6ni I>. Þ6r. Norðcrgötu 3. Talsiml 112 Uppsðgn, hundtn við áramðt sé komln tll afgrelðslumanns fyrlr 1, des. 28. blaO Stórsfúkuþingið: Störfum þingsins var lokið á föstu- daginn en ekki á fimtudaginn, eins og gert var ráð fyrir í sföasta blaði. Á föstudagskvöldið höfðu fulltrúarn- ir sameiginlega kaffidrykkju og sfð- an dansleik á eftir. Margir fulltrú- arnir héldu sfðan heimleiðis með Botnfu, sem fór á laugardaginn vest- ur og suður um land. Nokkrir fara landveg, aðrir biða eftir Goöafossi. Sú mikla breyting varð á, að Stór- stúkan var flutt frá Reykjavík hing- að norður og skipa nú framkvæmda- nefndina þessir menn: St.-Templar: Brýnl. Tobíasson kennari Ak. St.-Kanslari: Porst. M. Jónsson bóksali Ak. St. V. T.: frú Álfheiður Einarsdóttir Ak. St. Gæzl. K.: Árni Jóhannsson verzlm. Ak. St. Gæzl. U. T.: Steinp. Guðm. skólastj. Ak. St. Rit.: Halldór Friðjónsson ritstj. Ak. St. Gjaldk.: Guðbj. Björnsson kaupm. Ak. St. Fregnrit.: Sig. Kristjánss, kaupm. Sigluf. St. Fræðslustj : Jón P. Björnss. skólastj. S krók St. Kap.: Sra Gunnar Benediktsson Saurbæ. Fyrv. Stór-Templar Einar H. Kvaran. Umboðsm. Alþjóða-Hátemplars Indriði Ein- arsson rithöf. Rvik. Ein af fyrstu geröum nýju fram- kvæmdanefndarinnar er sú að senda U. A. H. mdriða Einarsson á þing bindindismanna Norðurlanda, sem verður í Noregi nú f sumar. Framkvæmdanefndin óskar að af gerðum þingsins verði birtar eftir- farandi ályktanir: i. »Stórstúkuþingið mótmælir fast- lega aðgerðum landsstjórnarinnar, að því er snertir áfengisveizlun ríkisins á Siglufirði, og krefst þess að lands- stjórnin láti birta samningana við Spánverja um innflutning og sölu átengra drykkja, ásamt skráðum skýr- ingum á þeim, og felur framkvæmda- nefnd sinni að fylgja þessari kröfu af alefli.« a. »Stórstúkuþingið lýsir megnri óánægju yfir þvi, að landsstjórnin hefir þvert ofan f yfirlýstan vilja mikils meirihluta Alþingiskjósenda á Siglu- firði, sent þangað nú nýlega stærri vínbirgðir en nokkru sinni iyr, og skorar á stjórnina að flytja meginhluta þeirra burtu af Siglufirði nú þegar. Sömuleiðis skorar þingið á stjórn- ína, að gefa nú þegar út skýlausar reglur um útsölu áfengis frá ríkis- verzluninni þar, sem takmarki sem allra mest söluna og þar af leiðandi drykkjuskap.« 3. »Stórstúkuþingið krefst þess, að ýtarleg rannsókn fari fram á hneyksli þvff er komst á loft við áfengisverzl- unina á sfðastliðnum vetri og á rekstri - verzlunarinnar yfirleitt.« 4. »Stórstúkuþingið mótmælir fast- lega þeim ósóma, að áfengisverzlun rfkisins sé gerð að gróðalind fyrir rfkissjóð, og felur framkvæmdanefnd sinni að beita áhrifum sfnum á þing og stjórn til þess að áfengið sé hið bráðasta gert landrækt aftur, enda verði ágóða af áfengisverzluninni var- ið til þess að flýta fyrir útrýmingu áfengis.« Ákveðiö var, að næsta þing yrði háð { Reykjavík. Um störf þingsins viökomandi einkamálum stúkunnar er blaðinu ekki kunnugt, en birtir það eitt, er framkvæmdanefndin telur rétt að birta. Flutningur Stórstúkunnar hing- að norður er vafalaust einkum gerö- ur til þess að kalla meiri krafta og nýja krafta til hinna vandasömu starfai Vilji framkvæmdanefndin fá eitthvað það birt sem ekki er tekið fram hér er blaðið boðiö og búið til þess að veita henni rúm og hvers konar stuðning. Að svo mæltu vill Dagur árna hinni nýju framkvæmdanefnd og Stórstúkunni yfir höfuð allra heilla í framtíðinni. Bannlögin, eins og þau eru nú fram- kvœmd, og einkum Spánarsamning- arnir, hafa íagt ógurlegar tálmanir á leið bindindismálsins og bann- hreyfingarinnar i landinu. Fram- kvæmd bannlaganna er nú oröin svo örðug, síðan við vorum svin- beygðir tii þess að opna vfnsölu- búöir í bannlandinu, aðsumirfremstu bindindis- og bannmenn telja það sem eftir er af bannlögunum einskis nýtt eða verra en einskis virði. Sú skoöun er þvf farin að gera vart viö sig til rnuna, innan hreyf- ingarinnar, að réttast muni að kann- ast við það fyrir sjálfum sér og öðrum að ósigur sé beðinn i mál- inu, vopnin að mestu fallin niður og að nýtt viðhorf tii málsins sé nauðsynlegt, til þess að taka vopnin upp að nýju og beita þeim til veru- legs árangurs. Jafnvel sumir fremstu bindindis- og bannmenn eru komn- ir á þá skoðun, áð vegna málsins sjálfs sé nú ráðlegast að kasta þvf ræksni, sem eftir sé af bannlögun- um, og hefja baráttuna aftur frá rótum. En það skal tekið skýrt fram að þessi skoðun er bundin þeim skil- yrðum, að við slika ráðstöfun vinn- ist að minsta kosti tvö stórvægileg atriði; £ 1. Að við losnum úr taki Spán- . verja og getum lokað öllum vín- sölubúðum í landinu en leyft pönt- un á vínum eftir ákveðnum reglum gegnum ríkisveiziun. 2. Að við breytinguna komi nýtt rót á málið í landinu og bæði regl- an og bindíndisféiög i sveitunum, sem hvorttveggja lamaðist og hætti víða störfum við bannlögin, — færist á ný í aukana, til þess að undir- byggja nýjan og sterkari grundvöll undir ný bannlög. Að svo stöddu vill Dagur engan dóm leggja á þessar skoöanir, en telur nauðsynlegt, eins og þessum rnáium er nú komið, að þau verði skoðuð með gætni og að þau verði rædd frá öllum hliðum, en með vin- semd og skilningi á aðalmarkmiði allra bindindis- og bannmanna. Er blaðinu ljúít að veita rúm fyrir slík- ar umræður, innan slíkrar umgerðar. En hafa verða menn hugfast að rúmið hlýtur aö takmarkast af stærð blaðsins. Ritfregnir. Páll J. Árdal: Ljóðmœli göraul og ný. Akureyri 1923. 1 Þetta er tnjög vel frágengin ljóða- bók með tveim myndum af skáldinu, í henni eru sýnishorn af öllum teg- undum af kvæðagerð höfundarins og hefir hann eigi hirt um að velja úr aðeins það bezta, heldur lagt áherzlu á fjölbreytnina. Kvæðin eru þvf, eins og vænta má, misjöfn að gæðum. Þó mun verða vandtundið kvæði f bók- inni, sem iýti finuast á. Páll er frá- bærlega hagmæitur og vándvirkur. Hortittir munu varla finnast f bókinni Páll verður aldrei talinn stórskáld en hefir þó sfn sérkenni og er ósvik- inn, það sem hann nær. Helzt verður það fundið að honum, sem skáldi, að hann hafi hina dásamlegu gáfu ekki f nógu rlkum mæli. En aftur verður honum einkuca talið það til lofs, að hann neytir gáfu sinnar á bezta hátt. Á bak við Ijóðifnur hans stendur heil- steyptur maður, drcngilegur og sann- ur. Þetta gefur verki hans gildi, þvf verkin eru eigi annað en hluti af manninum sjálfum. Mörg af kvæðum Páls eru fyrir löngu þjóðkunn, enda hafa ýms þeirra verið sungin f landinu um tugi ára. Má af þesskonar kvæðum nefna »Foss- inn og eikin«, »Berðu mig til blóm- anna«, »Ó, fagurt er á Fróni«, »Við flýtum nú för«, »Birtir yfir breiðum« o. m. fl. Af öðrum þjóðkunnum kvæð- um má og nefna »Ráðið« (95), »Enn hvað það var skrftið* o. fl. og áuk þess margar stökur eins og til dæmis að taka stökuna alkunnu um þegn- skylduvinnuna og þessa stöku: >A3 hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.* % Af gamankvæðum Páis, sem birtast f þessari bók, má nefna þessi: »Hersöngurþegnsky!duvinnunnar«(i2i) og »En hvað það var skrítið« (126). Hið fyrnefnda er skopkvæði um þegn- skylduvinnuherinn fyrirhugaða og er vel gert, bvað sem lfður skoðunum manna f þvf máli. Dagur er Páli ekki að öllu sammála f þvf máii, samt skulu tekin hér upp eftirfarandi erindi úr kvæðinu: »Þegar árdagseldar brenna austurloft og skuggum renna. vekja Iið til víga skal vinnustjórans hanagal. Vinstri hægri, vinstri hægri, vinstri hægri. ■ Fylkið þétt. Vinstri hægri, vinstri hægri, vinstri hægri. Standið rétt. Núið stýrur strax úr augum — stæltum vöðvum, hraustum taugum, beitið rétt við rekuslag, róman verður hörð í dag. Vinstri hægri, o. s. frv. Axlið reku! Raðir beinar. — Reigið hausinn, vaskir sveinar, brjóstið upp og inn með kvið orðalaust að hermannssið. Vinstri hægri, o. s. frv. Höggvið stingið holtarætur, hundasúrur, skollafætur. Yfir þennan voða val vegur frægðar liggja skal. Vinstri hægri, o. s. frv. Það er fegurst fremd og sæla, fyrir ekkert kaup að þræla, bezt að svelta sig í hel,. svo að hinum líði vel. Vinstri hægri, o. s, frv.« Þessi erindi eru tekin á vfð og dreif og gefa þvf aðeins ófullkomna hugmynd um kvæðið, Tækifæriskvæði Páls, einkum minn- in, eru veigaminst, enda eru þar sum kvæði mjög veigalftil og hefðu eigi átt að vera með f þessu safni. Þó finnast góð kvæði lfka f þessum kafla eins og til dæmis að taka »Kveðja til gömlu aldarinnar* (170), »Hvöt« (180), »Minni >Möðruvallaskólans« á Akur- eyri« (177) og »Jón Árason, Hóla- biskup« (183) og »Til Óskars Sigur- geirssonar, vélameistara* (190). Þá eru enn ótalin sum beztu kvæði Páls J. Árdals, sem skera sig að nokkiu leýti úr vegna frábærlegrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.