Dagur - 17.02.1927, Síða 2
26
9AQVB
7. tbl.
studd og — að sumu leyti a. m. k.
— alveg ósönn ummæli í garð skag-
firzks landbúnaðar.
Eg er svo gerður, að mér gremst
jafnan að heyra þær raddir, er gera
lítið úr eða hallmæla þeim atvinnu-
vegi, er þjóðin á að þakka varð-
veizlu alls þess dýrmætasta og helg-
asta, er hún á til í eigu sinni. Og
það sárnar mér mest, þegar þær
raddir koma frá þeim, er hlaupist
hafa brott frá landbúnaðinum, og
ekki haft vilja né djörfung til að
mæta þeim örðugleikum, er þeir,
sem hann stunda, óneitanlega verða
við að stríða.
II. Bróðurgæla.
»Fréttir úr Skagafirðk heitir
grein í »ísl.« eftir »Skagfirzkan
bónda«. Er lokakafli hennar og sá
einn, er eg hefi séð og mér kemur
við, i 25. tbl. Er Króksfundurinn þar
enn á ferðinni. Er höf. að svara
Herði, er reit frásögn af þeim fundi
o. fl. í Dag í vor, og minnist í því
sambandi á viðureign okkar síra
Arnórs í Hvammi á fundinum. Segir
þessi stéttarbróðir minn — sem
annars talar hlýlega í minn garð og
vafalaust er einhver góðkunningja
minna — að Herði hafi láðst að
geta þess, að eg hafi gefið dálitla á-
stæðu til árása síra Arnórs, og bætir
síðan við: »Hann« — þ. e. eg undir-
ritaður — notaði að aðalvopnum til
sóknar á stjórnina marghraktar lyg-
ar úr Timanum ...«.* Þarna láist nú
þessum háttvirta stéttarbróður mín-
um að fara með sannleikann, og
ikýs heldur hinn kostinn. Or því að
höf. er svo hugrekkis vant, að hann
þorir ekki að benda á neinar af
þessum »TímaIygum«, er hann
kveður mig svo vinsamlega hafa
farið með, verð eg líklega að skýra
frá hver þau »vopn« voru, er hann
kveður mig hafa notað til »sóknar
á stjórnina«. Skora eg á hann að
sanna með vottorðum tveggja fund-
armanna, t. d. síra Sigfúsar kaup-
félagsstjóra og Jóns alþm. á Reyni-
stað, að eg fari rangt með, eða
þegja ella og leggja niður skottið.
— Jón á Reynistað er að vísu and-
stæðingur minn í stjórnmálum. En
hann var sá eini, er svaraði mér af
einhverju viti á fundinum, og geri
eg því ráð fyrir því, að hann kunni
að reka minni til þess sem eg sagði.
Hins vegar treysti eg honum full-
komlega lil að votta það eitt, er
hann veit rétt vera.
Getrð skal þess, að er eg fór á
þann fræga fund, hafði eg nýlokið
við lestur Alþt. 1925, og tók beint
upp úr þeim öll þau atriði, er eg
mintist á í aðalræðu minni, — en
ekki úr Tímanum. En sé það svo, að
Tímanum beri að ðllu saman við
Alþt., enda þótt lygi sé kallað, það
sem hann fer með, þá má hann
vissulega vel við una.
Ekki er það nákvæml. rétt hjá
höf., að eg hefði sókn á hendur
stjórninni. Hitt er satt, að ‘eg gerði
* Auðk. af »Skagf. bóndac.
G. M.
gys að íhaldsstjórn og íhaldsmönn-
um á' þingi yfirleitt fyrir þrent
aðallega: Sparnaðarstefnu þeirra,
skattamálatillögur og snúningalip-
urð.
Til dæmis um sparnaðarstefnu
íhaldsstjórnar og -flokks nefndi eg
docentsembætti dr. Alexanders, sem
ýmsir íhaldsmenn höfðu að vísu áð-
ur viljað afnema, auk þess sem fjár-
málaráðherra hafði árinu áður viljað
leggja heimspekisdeildina að miklu
leyti niður. Þá nefndi eg kvenna-
skólafrumvarp stjórnarinnar. Þar
var farið fram á, að kvennaskóli
Rvíkur yrði gerður að ríkisskóla,
enda þótt íhaldsmenn séu, samkv.
marg-yfirlýstri stefnu sinni, gersam-
lega andvígir öllum ríkisrekstri og
stofnun nýrra embætta. Enn gat eg
um fiskifulltrúaembættið suður á
Spáni. Framsókn vildi lögfesta það
aðeins um ákvéðið árabil og ákveða
launin. En við það var ekki komandi
fyrir íhaldinu. Loks mintist eg á frv.
um varalögreglu, sem eitt með öðru,
sýndi býsna vel sparnaðarhug og
-stefnu stjórnarinnar.
Af skattamálafrv. varð fyrst fyrir
till. um 600 þús. kr. eftirgjöfina ár-
ið sem leið (1925). Var að vísu svo
ráð fyrir gert, að meginhluti þess
fjár kæmi inn í ríkissjóðinn síðar
meir. En hver trúir því, að svo og
svo hár tekjuskattur hefði lokizt að
fullu, þegar svo árar, að engar eru
tekjurnar? Til þess að trúa slíku,
þarf meira en meðal-einfeldni. — Þá
kom röðin að sjúkratryggingarfrv.
Þar var svo ráð fyrir gert, að mikl-
um hluta af berklavarnakostnaðin-
um yrði breytt í nefskatt — jafnt á
hvítvoðunga og kararaumingja sem
fullvinnandi menn! — Loks mintist
eg á frv. um hækkun á prests- og
kirkjugjöldum, og fór um það við-
eigandi orðum.
Til að sanna frábæra mýkt íhalds-
manna og Iipurð í öllum snúningum,
tók eg nokkur dæmi. Varð þá fyrst
fyrir mér engin óæðri persóna en
Jó'n Þorláksson sjálfur. Bar eg um-
mæli J. Þ. landsverkfræðings sam-
an við stefnu og gerðir J. Þ. fjár-
málaráðherra, dró af þeim saman-
burði ýmsar ályktanir og dáðist að
samræminu. Ennfremur nefndi eg
háskólamálið, kvennaskólamálið og
tóbakseinkasöluna — þenna útburð,
sein að engu leyti hafði brugðist
vonum föðursins, en sem hann þó,
iaf samherjum sínum, var neyddur til
að »bera út«, — þessum sömu sam-
herjum, er áður höfðu hossað kró-
anum hátt, og dátt við hann látið.
Þarna eru nú komin »vopnin«, er
eg notaði til »sóknar á stjórnina«,
Þetta eru höfuðatriði þess, er eg
sagði, að undanskildu því, að eg, í
byrjun minnar aðalræðu, minti
íhaldsmenn óþægilega á það, að sú
væri almenn trú, að til væri einhver
forsjón, og ef til vill ætti sú forsjón
ekki minni þátt en fjármálaráðherra
í góðærinu 1925. — Önnur mál, þau
er eg mintist á, komu hvorki við
stjórn né fhaldsmönnum sem flokks-
heild.
Vill nú minn elskanlegi herra
stéttarbróðir gera svo vel og benda
á, hvað af framangreindum ádeilu-
atriðum sé »marghraktar lygar úr
Tímanum«. Geti hann það ekki,
verður hann sennilega að láta sér
lynda, að svipað mark verði tekið á
orðum hans og þeirra, er ósanninda-
menn eru kallaðir.
Gisli Magnússon.
-----o----
Alþingi.
Það var sett 9. þ. m. og voru þá
allir þingmenn til þings komnir.
Kosning embættismanna fór þannig:
Forseti í sameinuðu þingi Magnús
Torfason með hlutkesti milli hans og
jóhannesar Jóhannessonar. Varafor-
seti Tryggvi Þórhallsson, einnig með
hlutkesti. Skrifarar Jón Auðunn og
Ingólfur Bjarnason. — Til efri
deildar kjörinn Einar Jónsson í stað
Eggerts sál. Pálssonar.
Forseti neðri deildar kosinn Bene-
dikt Sveinsson með 14 atkv., 1.
varaforseti Þorleifur Jónsson með
14 atkv. og 2. varaforseti Þórarinn
Jónsson með 13 atkv. Skrifarar:
Magnús Jónsson og Tr. Þórhallsson.
Forseti í efri deild kosinn Halldór
Steinsen með 8 atkv., 1. varaforseti
Jónas Kristjánsson og 2. varaforseti
ingibjörg H. Bjarnason. Skrifarar:
Jóh. Jósefsson og Einar Árnason.
í kosningabandalagi við Fram-
sókn voru sjálfstæðismennirnir 3 og
báðir jafnaðarmennirnir; náði það
einnig til fastra nefnda og voru þær
þannig skipaðar:
Fjárhagsnefnd: Nd. Kl. Jónss.,
Halldór Stef., Líndal, Jón Auðunn,
Möller. — Ed. Björn Kr., Jóh. Jó-
sefss., Jónas Kr., Jónas Jónsson,
Jón Bald.
Fjárveitinganefnd: Nd. Þorleifur
Jónss., Tr. Þórhallsson, Ing. Bjarna-
son, Þórarinn Jónss., Jón Sig., P.
Ottesen, Magn. Torfason. — Ed.
Jóhannes, Ingibjörg, Einar Jónsson,
Einar Árnason, Guðm. ólafsson.
Samgöngumálanefnd: Nd. Klem-
ens, Sveinn, Hákon, Jón Ólafsson,
Pétur Þórðarson. — Ed. Björn Kr.,
Einar Jónsson, Jónas Kr., Magnús
Kr., Einar Árnason.
Landbúnaðarnefnd: Nd. Halldór
Stef., Jörundur, Pétur Þ., Árni Jóns-
on, Hákon. — Ed. Jónas Kr., Einar
Jónsson, Ingvar.
Sjávarútvegsnefnd: Nd. Ólafur
Thors, Sigurjón, Sveinn, Bernharð,
Héðinn. Ed. Björn Kr., Jóh. Jósefss.,
Jón Bald.
Mentamálanefnd: Nd. Ásgeir,
Magn. Jónss., Jón Guðnason, Klem-
ens, Jón Kjartansson. — Ed. Ingi-
björg, Jóhannes, Jónas Jónsson.
Allsherjarnefnd: Nd. Jón Kjart-
anss., Jón Guðnason, Hjeðinn, Árni,
Jörundur. — Ed. Jóhannes, Guðm.
Ól., Jóhann Jósefss.
Stjórnarfrumvörpin, sem lögð
hafa verið fyrir þingið, eru þessi:
Frv. til laga um sveitastjórn, — um
Landsbanka íslands, — um iðnaðar-
nám, — um iðnað og iðju, — um
rétt erlendra manna til að stunda at-
vinnu á íslandi, — um viðauka við
námulög, — um uppkvaðningu
dóma, — um breytingu á skipun
prestakalla, — um laun skipherra
og skipverja á varðeimskipum rík-
isins, — um afstöðu foreldra til ó-
skilgetinna barna, — um gjald af
innlendum vörutegundum,— um við-
auka við lög um atvinnu við sigling-
ar, — til fátækralaga, — um sam-
skóla Rvíkur, — um heimild handa
atvinnumálaráðherra til að veita sér-
leyfi til járnbrautarlagningar milli
Rvíkur og Þjórsár og til að virkja
Þjórsá, — um útrýming kláða, —
um heimavistir Mentaskólans, — til
fjárlaga fyrir 1928, — til fjárauka-
laga fyrir árið 1926, — um samþykt
á landsreikningnum 1926, — um
breyting á stjórnarskránni. Von á
fleiri stjórnarfrv. síðar.
Áætlaðar tekjur á fjárl. frumv. kr.
10,494,600,00, en gjöldin kr.
10,391,508,33.
Frv. til stjórnarskrárbr. fer fram
á þinghald annað hvert ár og að
fjárhagstímabilið verði tvö ár. Kjör-
tímabil landskjörinna verði 6 ár.
Samskólafrumv. fer fram á sain-
steypu gagnfr.,- verzlunar,- iðn- og
vélstjóraskólanna, og síðar stýri-
manna og kennaraskólans.
S í m s k e y t i.
Rvík 12. febr.
Formaður Búnaðarfélags íslands
tilnefndi 5 manna nefnd til þess að
rannsaka áburðarmálið. Nefndina
skipa: Halldór Vilhjálmsson, Páll
Zóphóníasson, Benedikt Blöndal,
Björn Hallsson og Jakob Líndal.
Fjármálaræða Jóns Þorlákssonar
í neðri deild var ítarleg og fróðleg.
Taldi hann tekjur og gjöld ríkissjóðs
árið 1926 sem næst standast á;
tekjunar reynst 12% miljón og farið
2J/2 miljón fram úr áætlun. Tóbaks-
tollurinn hafi farið 658 þús. fram
úr áætlun fjárlaganna, er stafi af
breyttri löggjöf, en þar sem niður
falli tekjur tóbakseinkasölu, fari
raunverulegar tóbakstekjur 410 þús.
fram úr áætlun. Verðtollur hafi far-
ið 492 þús. fram úr áætlun fjárlag-
anna 1926. Tekjuhalli hafi verið á-
ætlaður 473 þús., en tekist að af-
stýra honum; ennfremur hafi verið
unt að greiða kæliskipsframlagið af
tekjum ársins. í gjöldum ársins væri
innifalin einnar miljónar afborgun af
skuldum. Ráðherran sagði, að þótt
fjárhagsafkoma ríkissjóðs væri eftir
öllum vonum, þá fæli hún í sér ýms-
ar átninningar um að fara gætilega
í fjármálunum. Gengi krónunnar
hefði verið stöðugt alt árið, 81,6%.
Til 5. febr. voru veitt úr 5. og 6.
flokki veðdeildarinnar 487 lán, að
upphæð 3,544,700 kr.; eftirspurnin
hefir verið mikil og langt frá því að
lokið sé að fullnægja henni. Rækt-
unarsjóður veitti á árinu 281 lán, að