Dagur - 31.03.1927, Síða 3

Dagur - 31.03.1927, Síða 3
13. fbl. BiQUS 49 Síms keyt i. Rvík 28. marz. Björn Þórðarson varði á laugardag- inn var doktorsritgerð við háskólann, um refsivist á Islandi frá 1761—1925. Sérleyfi Titans hefir verið samþykt í Néðrideild með 19 : 9 atkv. og sent til Efrideildar. Á móti voru Ben. Sv., Árni, Bernh., Héðinn, Möller, Thors, Ottesen, Tryggvi og Þórarinn. — Jónas Kristjánsson ber fram tillögu til þings- ályktunar um að veita stúdentaefnum frá Akureyri ferðastyrk suður, til þess að ganga undir próf við Mentaskólann. ísland heitir nýtt frjálslynt vikublað, sem farið er að koma út í Reykjavík. Ritstjóri þess er Guðmundur Benedikts- son. — Sóttvarnarráðstöfunum hefir verið létt af. Frá Oslo er símað að allir hafi verið sýknaðir í Berges-málinu. Rvík 29 marz. Vantraustsyfirlýsing Héðins var rædd í dag'. Þessi hafa orðið úrslit þingmála: Frumvarp um iðnaðarnám hefir verið samþykt. — Frv. um heimild fyrir rík- isstjórnina að ábyrgjast Landsbanka- lán hefir verið samþykt. — Frv. .T. Baid. mn forkaupsrétt kaupstaða á jörð í nágrannahreppi felt. — Þings- ályktun M. Kr. um rannsókn á kostnaði við að bygg'ja fullkomna síldai'verk- smiðju samþykt. Óðinn hefir tekið hollenzkan togara og flutt til Vestmanneyja. Mikið er rætt hér um nýtízku aðferð- ir við fiski-iðnað, nýjar verkunarað- ferðir, flatningsvélar o. s. frv. Er talið senniiegt að skriður fari að komast hér á hagnýting nýjustu tækja á þessu sviði. Rvík 29. marz Þorleifur, Ti-ygg'vi, Bernhaið, Guðna- son og Ingólfur bera fram breytingar- tillögu við vantrauststillögu Héðins svo- hljóðandi: Neðrideild ályktar að lýsa yfir, þar sem vitanlegt er að núverandi stjórn eí' í minnihluta í Neðrideild og án meirihluta-stuðnings í Sameinuðu þmg'i, og' að eigi er sjáanlegt að hægt verði að mynda meirihluta-stjóm á þessu þingi, en kosningar fara í hönd, verður að svo stöddu litið svo á, að stjórnin sé starfandi til bráðabirgðar. Framhaldsumræður um vantraustið liefjast kl. 9. ------0------ F r é 11 i r. — Látin er á öngulsstöðum í Eyja- firði húsfreyjan Jónína Stefánsdóttir kona J óns Jónatanssonar bónda þar. Jarðarför hennar er auglýst á öðrum stað í blaðinu. — Geysir söng kl. 5 á sunnudaginn í samkomuhúsi bæjarins við ágæta að- sókn. Söngurinn tókst vel og skemtu á- heyrendur sér ágætlega. Geðblær flokks- ins virtist léttari og' ánægjulegri en síð- ast og söngurinn þróttugri. Aðsóknin sýnir, að engar skemtanir eru mönnum geðþekkari hér á Akureyri en söngur, og að Geýsir hefir ekki brugðist von- um fólksins. — Bæjarfógetinn á Siglufirði hefir nýlega höfðað meiðyrðamál gegn séra Gunnari Benediktssyni í Saurbæ, fyrir un/mæli í nýjustu bók G. B. »Við þjóð- veginn«. Telur hann að á ummælin verði alment litið sem ærumeiðandi dylgjur í sinn garð. Krefst hann þess að umrnæl- in verði dæmd dauð og ómerk, höfundin- um refsað og bókin gerð upptæk. Böðvar Bjarkan lögmaður ver málið fyrir rit- höfundinn. — Taugaveikin hefir stung'ið sér nið- ur í gamla hótelinu inn í bænum og liggja tveir sjúklingar. Hafa þeir verið teknir í einangrun. Eigi veit héraðs- læknir að svo stöddu hvaðan veikin staf- ar. Skiftir mikiu að slíkt verði þegar í byrjun röggsamlega rannsakað svo að »stemmd verði á að ósi« og komist verði hjá taugaveikisfaraldri þvílíkum, sem herjaði Isafjörð og Sauðárkrók. — Konráð Kristjánsson heitir maður frá Lækjarbakka sunnan Akureyrar. Hann er einn af þeim, sem lömunar- veikin heimsótti. Þó hefir hann nú náð nckkurri heilsu. Konráð er ágætur járn- smiður. Hann hefir sett upp verkstæði áustan við verzlunarhús Kf. Eyf. og 'gerir þar listavel að reiðhjólum. Verða hjólin eins og ný úr höndum hans. ------o----- Ragnar Lundborg prófessor, Islandsvinurinn góð- kunni, hefir nýlega samið dálitla bók um ísland og er hún gef- in út sem nr. 114 í sænska »Barnabókasafnimi Saga«. Bók- in er 212 bls. í litlu broti og er einskonar ritgerðasafn um ým- isleg íslenzk efni, forn og ný. Er þar víða komið við og margháttaður fróðleikur saman settur uin landið og þjóðina. Fjalla þær um landa- fræði íslands, sögu landsins, stjórn- mál þjóðarinnar, menningarsögu hennar, bókmentir fornar og nýjar, trú og siði og margt fleira. Alt er þetta ritað af hlýjum velvildárhug til lands og þjóðar og góðum skilningi á sögulegum og menningarlegum efnum. Þó má segja að höfundi vaxi nokkuð í augum hæfileikar og afrek Bjarna frá Vogi, sem er hinn eini af síðustu tíma íslendingum, er höf- undurinn ritar um sérstaklega. Bjarni átti að vísu mikinn og góðan þátt í ýmsum nytjaverkum og stór- mælum þjóðarinnar. Þó er ekki unt að benda á neitt stórt og afmarkað lífsafrek, sem eftir hann liggi. En slíks mætti vænta um mann, sem er talinn höfuðskörungur sinnar tíðar, eins og hér er gert í þessari bók. Þetta er að vísu dálítill galli á bók- inni, en ekki bagalegur. Að öðru Icyti er hún þörf og þakkarverð kynning íslands og íslenzkra efna hjá frændþjóðinni, sem um margt er talin vera líkust okkur af öllum Norðurlandaþjóðum. Frásagnarhátt- ur höfundar er hlýr og fullur al- úðar og skilnings, eins og vænta mátti frá hendi þess ágæta fræði- manns og vinar okkar Islendinga, sem hér hefir veriö að verki. ------o------- Hús til sölu. Nýlegt, gott steinhús á bezta stað í bænum, vandað að öllum frágangi, þægilegt fyrir litla fjölskyldu. Allar nánari upplýsingar gefur Björn frá Múla, í verzluninni »Norðurland«. Símanúmer 188. Grammófónplöíur íslenzkar, eftir Pétur, Skagfeldt, Eggert Stefánsson (sálmar og önnur nýsungin lög) og Einar Markan, ágætar dansplötur, har- móníku og orkesterplötur, svo sem Bacelona, Vanencía o. fl., svo og útlendar söng- og fiðluplötur, eru nú nýkomnar. Verð á plötunum hefir lækkað mikið. Enginn á landinu býður eins góð kaup á þessum vörum og eg nú. Sannið til. Plötur sendar út um land gegn póstkröfu, þó minst 5 plötur í sendingu. Freymóður jóhannsson, málari. I Molskinn I (gl sterk og ódýr, fást í J Brauns Verzlun. |j| J Sportbuxur^ <§? nýkomnar í (§> ^ Brauns Verzlun. || (& /'"\Oi @> í@) IU o ^ ^ a-f-s-l-a-t-t-u-r 0 (§) af enskum húfum í (g) H Brauns Verzlun. j Pdll Sigurgeirsson. ^ Smjörlíkið gó ða, hollenska komið aftur. Kostar nú aðeins kr. 1.70 KÍlólO. Jón Guðmann. Al 1 a r islenzkar bœkur kaupir undirrit- aður. Fágætar bækur greiddar háu verði. Hefir til sölu flestar ísienzkar bækur. JÓNAS SVEINSSOfl Eyrarlandsveg 3 Akureyri. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. P i 1 s n e r Bezt — Ódýrast. Innlent. Leður- sjóstígvél, íslenzk smíði, fást i Kaupfélagi Eyfirðinga. Guðspekibœkur. Eg undirritaður hefi fyrst um sinn til sölu allar þær bækur, sem hafa komið út á íslenzku um guðspeki- leg efni. Sömuleiðis flestar danskar bækur um sama efni. Akureyri 30. marz 1927, Sigurgeir Jónsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.