Dagur - 16.03.1928, Síða 1

Dagur - 16.03.1928, Síða 1
D A O U R, * kemur út á hverjum fostu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. das. • • • • e c * *-• •-•-•■ XI. • • • «-#-h I. ár. j • • «-•-• ■• • ■ • ♦ •-•-• ••••■• • • • •••••• -•-• • -•- • « • Akureyri, 16. Marz 1928. • • • « • ^■■•-•-•-•-♦-•-•h 12. tbl. Lausgengi íhaldsins. Meðan íhaldsstjórnin sat að völdum, var það eitt aðaláhuga- mál hennar, að sæta hverju færi um að hækka gengi ísl. krónu. Samkvæmt áformum: hennar, hlaut lausgengi á gjaldeyrinum að vera ríkjandi hér á landi um langt skeið, ef íhaldsmenn hefðu farið með völdin áfram. Hér var um stefnumJál að ræða, sem í- haldsstjórnin hélt fast við og feldi því allar kröfur Framsókn- armanna á undanfömum þingum, um að undirbúa verðfestingn krónunnar. Lausgengisstefnu í- haldsins var hrundlð við síðustu kosningar. Og eftir það hrun hef- ir íhaldið ekki sýnt lit á að verja kenningar sínar og gerðir í geng- ismálinu. I þess stað hafa íhalds- menn nú í orði kveðnu söðlað um þannig, að bæði á Alþingi og í blöðumi sínum æpa þeir eins og götulýður að núverandi stjórn fyrir að hún skuli ekki á þessu þingi hafa flutt frumvarp um það, að ákveða og undirbúa verð- festingu krónunnar og skora á sjálfa sig að vinna að því! Varpa þeir fram um þetta fyrirspurnum og ákúrum í vandlætingartón og básúna um alt land, að Framsókn- arflokkurinn sé að »bregðast stefnumáli sínu og svíkja loforð sín við bændur«. — En ef að f- haldsmenn á þingi tryðu nokkurt augnablik sjálfir á að þessi hróp- yrði og skrípalæti ættu við nokk- uð að styðjast, þá hefðu þeir vissulega reynt með samningalip- urð og gætni að tryggja hækkun- arpólitík sinni byr í þinginu, og ekki varpað þessu máli eins og hákarlabeitu fyrir hina langsoltnu blaðaþjóna sína. — Ihaldsþing- menn vita það ákaflega greini- lega, að stjórnin þarf ekki að bera fram frumvarp um að ákveða og undirbúa verðfestingu krónunn- ar, hún gerir það ótilkvödd og þarf ekki að biðja um áskorun frá Alþingi til þess. Stjórnin hefir sýnt, að hún þorir að framfylgja stefnumálum sínum), án þess að spyrja daglega um leyfi til þess. Þegar hún lögfestir verðgildi krónunnar og stýfingu, þá verður það gert með breytingu á mynt- lögunum, eftir að stöðvun er kom- in á verðlagið í landinu í hlutfalli við núverandi krónugildi. Þó að það taki nokkum tíma, þá verður krónunni ekki raskað, og sízt til hækkunar, á meðan núverandi stjórn fer með völd. Á undanförnum þingum, meðan Framsóhnarflokkurinn var í minnihluta, hafði hann aðeins eitt ráð til þess, að knýja fram vilja sinn í gengismálinu, og það var að flytja frumvörp um að löggjafar- valdið legði fyrir stjórnina að undirbúa verðfestingu krónunnar og hlíta henni. Nú hefir Fram- sókn aðrar leiðir til framkvæmda í þessu máli. Eftir að stjórnin skifti um formann í gengisskrán- ingarnefndinni í haust og skipaði Ásgeir Ásgeirsson í stað Sigurðar Briem, þá hefir hún fullkomið meirihlutavald í þessu máli, til þess að framfylgja verðfesting- unni. Og um það er stjórnin í heild sammála. — Allar spásagn- ir og blekkingar hinna pólitísku reikunarmanna í íhaldsflokknum, eru því marklaust fleipur. Á síð- ustu og verstu tímum virðast blöð þeirra sætta sig við að flytja mis- sagnir og slúður, sem ekki geta flotið lengur en eina viku, né stað- ist mótmæli. Og þá er orðið þröngt fyrir dyrum, þegar fhalds- blöðin eiga ekki um annan kost að velja, en augnabliksblekkingar og loddarabrögð, til þess að ná eyrum lesenda sinna um stundar- sakir. í gengismálinu hafa íhaldsmenn reynt eftir föngum að hnekkja verðfestingarstefnu Framsóknar- flokksins, en nú er því öllu snúið öfugt, og reynt að gera Framsókn tortryggilega með rógburði um, að flokkurinn ætli ekki að fram- fylgja festingunni. — Lausgengi íhaldsmanna er alræmt, eigi að- eins í gjaldeyrismálinu, heldur í málaflutningi þeirra og stjórn- málastarfsemi yfirleitt; og »Isl.« er ávalt handhægasta hjúið á heimilinu, í þeim lausaleik. -----o------ Ritfregnir. »Gangleri. — Ritstjóri Jakob Kristinsson. — II. ár., 1. hefti. Þessar ritgerðir eru í heftinu: Uml Annie Besant (með mynd) eftir ritstj. Er það ágrip af starfssögu hennar. Frú Besant var áttræð síðastliðið haust. — Þá kemur erindi eftir C. Jinaraja- dasa: Hið guðdómlega útsýni; flutt I Rvík síðastliðið haust. (Mynd fylgir af höf). Aðalbjörg Sigurðardóttir birtir erindi um Krishnamurti, sem hún flutti í Nóvemib. s. 1. og vakti þá mikla at- hygli. Þá er grein um Guðm. heit. Guðmundsson skáld eftir Grétar Fells. Benjamin Kristjánsson rit- ar alllanga grein um »Trú og sið- gæði.« Og Kristín Matthíasson »Bréf til Þórbergs Þórðarsonar«, er það svar við bréfi hans sem birtist í 2. hefti »Réttar« f. árs. — Síðast í heftinu eru smágrein- ar eftir ritstjórann. — Ritið er efnismikið og vandað að öllum frágangi. Útsölumaður á Akureyri er Sigurgeir Jónsson söngkennari. »Iðunn« 4. hefti, II. árg. Fremst í heftinu er snjalt kvæði eftir Ste- fán frá Hvítadal: »Þér skáld«. Því næst: erindi eftir C. Jinaraja- dasa: »Lífsviðhorf guðspekinnar«, flutt í Rvík síðastl. haust. Kvæðið »Lótófagar« eftir A. Tennyson Magnús Ásgeirsson þýddi. Ritgerð um Annie Besant eftir Sigurjón Jónsson, með mynd af henni og J. Krishnamurti. Þá kemur saga eft- ir Stefán frá Hvítadal: »Jól«. (Bernskuminningar). Ritgerð um Stephan G. Stephansson eftir Guðm. Gíslason Hagalín. Og grein um »Vefarann mikla frá Kasmír« (sögu H. K. Laxnes) eftir Tómas Guðmundsson lögfræðing. Rit- stjórinn þýðir ritgerð eftir Sig- urð Hoel um: »Biblíu stjórnmála- manna« — höfuðrit Machíavelli’s frá 16. öld. Síðast í heftinu eru smágreinar: »Rúm og tími« og ritfregnir. — »Iðunn« er tiltölu- lega efnismest og ódýrust af árs- f jórðungstímlaritunum; kostar að- eins 7 kr. árgangurinn. Tvmarit iðnaðannamia, 1. og 2. hefti, II. árg. eru nýkomin hingað norður. 1 1. hefti þess eru ritgerð- ir: Iðnaðarmannafélag Akureyrar (með myndumi af öllum stjórn- endum þess frá því að félagið var stofnað og húsi þess); Um iðnað í Akureyrarbæ; Heilsuhæli Norð- urlands (með mynd). — f 2. hefti 'eru: Grein um iðnaðarmannafél. ísafjarðar, fertugt (með mynd); Yfirlit um byggingar árið 1927; Magnús Benjamínsson hálfátt- ræður (með mynd). — Frágangur á ritinu er allur hinri vandaðasti og ættu bæði iðnaðarmenn og aðr- ir að kaupa það. Kostar 4 kr. árg. Til sýnis og sölu hjá Guðbirni kaupm. Björnssyni, Hafnarstræti 35. »Þróun jafnaðarstefmmna,r« eft- ir Friedrich Engels, hefir verið þýdd á íslenzku og gefin út hér á Alcureyri af Jafnaðarmannafélagi Akureyrar. Verður nánar getið síðar. Ættingjum og vinum til- kynnist, að faðir okkar Kristján Jónsson, andaðist að heimili sínu Glæsibæ, Laugardaginn 10. þ, m. Útförin er ákveðin Mið- vikudaginn 21. Mars, og hefst kl. 12 á hádegi. Börnin. t Haraldur Níelsson prófessor. Eins og símskeyti í blaðinu herma, andaðist hann aðfaranótt síðasta Mánudags, eftir uppskurð við gallsteinum, tæplega sextugur að aldri. Haraldur Níelsson var af flest- um talinn áhrifamesti kennimað- ur þessa lands; andríki og kraftur sameinað á óvenjulega háu stigi einkendu manninn. Hefir hann markað svo djúp spor í andlegu lífi þjóðarinnar, að þau munu reynast óafmáanleg. Við andlátsfregn þessa andríka klerks og kennara, kemur manni í hug það, sem síra Arngrímur lærði sagði eftir andlát Guð- brands biskups frænda síns:' »Ilefði múrinn kunnað að mæla, trén að tala, kórinn að kveina, kirkjan hin að veina, skólinn að skynja, staðurinn allur að stynja, þá myndi alt þetta hafa verið mönnum í sama harmagrát og hjartasorg«. »Eimreiðin 4. hefti 33. árs. Af efni þessa heftis má einkum benda á, þróttmikið kvæði eftir Einar Benediktsson: »Hvammar«. Rit- gerð um Franeesco Petrarc eftir Thoru Friðriksson; Ritgerð um »Norðurljós« eftir Jón Eyþórsson. Kvæði um »Déttifoss« eftir Jón Magnússon; og ritgerð eftir Ein- ar H. Kvaran: »Þjóðnýting á Englandi á ófriðarárunumte, fróð- leg og athyglisverð. Þar er sýnt fram á, að þjóðnýting ýmsra iðn- aðargreina var þrautaráð Breta á ófriðarárunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.