Dagur - 11.05.1928, Side 2

Dagur - 11.05.1928, Side 2
32 DAGUR 21. tbl, Saraínutau Brauns Verzlur). ^llll!llllllllllll!ll!llll g Máiningarvörur HM nýkomnar: Zinkhvíta, Mislit máining í öilum iitum, Fernisolía, Purkefni, Emaillering hvít, Kítti, Oulokkur, Löguð máining í öllum litum tii heimilisnotkunar. W* KAUPFÉL. BYFIRÐINGA mmmmmmmmá aaníiœ Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-ö. Guðr. Funch-Rasmussen. Borgarafundur var haldinn hér í samkomuhúsi bæjar- ins 5. þ. m., að forgöngu stjórnar »Verkiýðssambands Norðurlands«, til þess að ræða um bæjarstjórakjör á Ak- ureyri sem væntanl. fer fram 16. þ. m. Stóð fundurinn frá kl. 9 s. d. til kl. 3 um nóttina. Formaður »Verklýðssamb.«, Erlingur Friðjónsson, setti fundinn og gat þess að bæjarstjóraframbjóðendun- um væri hér með gefið tækifæri til þess að lýsa skoðunum sínum og afstöðu til bæjarmála; tilnefndi hann Halldór Frið- jónsson fyrir fundarstjóra. Jón Stein- grímsson bæjarfógetafulltrúi tók því næst til máls, og flutti skýra og skipu- lega framboðsræðu. Gerði hann grein fyrir hlutverkum bæjarfélagsins og skyldum til þess að skipa málum bæjar- búa til hagsbóta fyrir heildina.. Lýsti hann því ákveðið ýfir að hann væri jafnaðarmaður, og taldi því heppilegast að haga verkefnum bæjarfélagsins samkvæmt tillögum og stefnuskrá jafn- aðarmanna. En eitt grundvallarskilyrði til þess væri það, að bæjarfél. sjálft hefði eignarhald á öllum löndum og lóðum í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Að vísu hefði landeign bæjarins verið aukin fyrir allmörgum árum, með jörð- um í nágrenninu; en ýmsar verðmæt- ustu lóðir bæjarins hefðu gengið honum úr greipum. Mintist hann í því sam- bandi sölu Oddeyrarinnar, og taldi að framkoma núverandi bæjarstjóra hefði verið mjög slæleg í því máli, þar sem hann hefði aðeins haft ómerkilegt »götuviðtak við umboðsmann seljenda Oddeyrarinnar um það efni, er að vísu hefði reynst ósvífinn í viðskiftum. Þá nefndi hann nokkur fleiri dæmi um mistök bæjarstjóra J. Sv. í forstöðu bæjarmálanna og samningum fyrir bæ- inn, þar á meðal í »Uffe«-málinu, er hann taldi óverjandi. Afgreiðslu bæjar- stjóra og meiri hluta bæjarstjórnarinn- ar á byggingarleyfi fyrir olíugeyma á Oddeyrartanga, taldi hann óforsvaran- lega og lítið athugaða í upphafi. Um framtíðarmál bæjarins fór hann nokkr- um orðum, og kvaðst meðal annars vilja styðja að aukinni ræktun bæjar- landsins og stofnun kúabús fyrir bæinn, til þess að tryggja það að mjólkin yrði eigi seld of háu verði í bænum; annars hefði Kaupfél. Eyfirðinga nýskeð fram- kvæmt þær umbætur á mjólkursölunni, sem bærinn hefði átt að beitast fyrir. Ryggingu Leirugarðsins taldi hann eitt af nauðsynlegustu framfaramálum bæjarins. — Húsakynni hinna fátækari bæjarbúa væri ófullnægjandi, þessvegna þyrfti öruggara eftirlit með leiguíbúð- urn og auk þess bæta úr húsnæðisskort- iiium á þann hátt að bærinn léti byggja yfir þá sem gætu ekki trygt sér viðun- anlegt húsnæði af sjálfsdáðum. Fyrir fræðslumál bæjarins taldi hann knýj- ar.di nauðsyn að byggja nýtt barna- skólahús hið fyrsta, og ennfremur auka unglingafræðsluna, af því að breytt væri um hlutverk Gagnfræðaskólans að nokkru í því efni. — Ræðan var skipu- lega hugsuð og vel flutt og bar vott um ákveðna stefnu frambjóðandans í þeim málum er hann mintist á. Jón Sveinsson bæjarstjóri flutti næst framboðsræðu sína. Kvaðst hann hafa tekið við þessu starfi í upphafi ókunn- ugur öllum bæjarmálum. Um fjárhags- mál bæjarins og gjaldskyldur bæjarbúa síðustu 10 árin, gerði hann stutt yfirlit. Þá gat hann um framfarir og umbætur í bænum á þessu tímabili, og kvaðst hafa átt mikinn þátt í þeim, þó þær væru vitanlega ekki að öllu leyti sér að þakka. Sagði hann að það hefði verið áhugamál sitt, að bæjarfélagið eignað- ist .lóðirnar í bænum, en til afsökunar aðgerðaleysi sínu í Oddeyrarsölumálinu færði hann þá ástæðu, að sér hefði eigi, tekist að fá lögmætan fund í bæjar- stjórninni í tæka tíð, til þess að vita um vilja hennar í málinu. Þó hafði bæjar- stjórinn samkvæmt stöðu sinni bæði rétt og skyldu til þess að undirbúa málið, leita ákveðinna samningskjara og leggja síðan málið fyrir bæjarstjórnina. Það virðist því óskiljanlegt að áhugasamur bæjarstjóri skýldi láta þetta undir höf- uð leggjast. Jón Sveinsson mintist á nokkur fram- tíðarmál bæjarins, er hann kvaðst vilja stvðja,og voru sum þeirra sömu málin og hinn frambjóðandinn gat um; en eigi skildist hvort hann vildi heldur reisa kúabú eða gamalmennahæli á Kjarnamóum. Var hann mjög óviss um hvað gera skyldi í þeim málum báðum, og virtist helst kjósa að vita fyrst að hverju meirihluti bæjarbúa hallaðist. Að lokum kvaðst hann bjóða sig fram fyrir alla bæjarbúa, en engan sérstak- an flokk eða stefnu í bæjarmálum. Jafnaðarmönnum gæti hann fylgt í því að mýkja kjör fátæklinganna, en eigi að öðrum starfsháttum þeirra. Lét hann mjög drjúglega yfir því, að.hann hefði fylgi ýmsra verkamanna og töluverðan styrk af Framsóknarmönnum í bænum; enda þótt aðaltraust hans virtist hvíla á íhaldsmönnum. Niðurlag ræðu hans var blandað mótsögnum, sem stafaði af því, að hann vildi þar segja sem mest af því, er gæti fallið í jarðveg allra flokka, en þó gefið sem minstar upplýsingar um hans eigin vilja eða stefnu í bæjar- málum. Gat hann þess meðal annars, að hann hefði aldi'ei orðið var við póli- tíska flokkaskiftingu í bæjarstjórn Ak- ureyrar! Erlingur Friðjónsson talaði næst og gerði athugasemdir við skýrslu J. Sv. um bæjarmálin. Þó lagði hann aðalá- herzlu á að sanna hversu óheilbrigt það væri .að hafa bæjarstjóra í ósamræmi við meirihluta bæjarstjórnar; það væri sflma og ef landsstjórn hefði minni- hluta á Alþingi, eða ef framkvæmdastj. við kaupfélag væri kosinn gegn vilja fé- lagsstjórnar, sem bæri ábyrgð á stjórn félagsins. Benti hann á að jafnaðar- menn og fulltrúi samvinnumanna myndu verða hér í meirihluta í bæjar- stjórn eftir næsta nýár, og þá yrði Jón Sveinsson, ef hann næði kosningu, gagnslaus í því starfi, eða til tafar framkvæmdum meirihluta bæjarstjórn- ar. Steinþór Guðmundsson lýsti ólíkri aðstöðu frambjóðendanna. Jón Stein- grímsson hefði orðið að gegna kyrlátu skrifstofustarfi, en eig'i fengið tækifæri tii þess að hafa opinber afskifti af bæjarmálum, og sér væri kunnugt um að hann rækti hin daglegu störf sín með nákvæmni og alúð, en reynslan af 9 ára bæjarstjórastarfi J. Sv. væri sú að hann þætti verkasmár og oft eigi til- tækur á skrifstofu bæjarins þegar hann ætti þar erindum að svara; enda van- r'ækti hann undirbúning mála í bæjar- stjórninni, og hefði oftar mistekist að ha'da á rétti bæjarfélagsins í samn- ingamálum við aðra aðila. Lítið gerði hann úr fylgi Jóns Sveinss. meðal verkamanna, enda þótt undirmenn hans við bæjarstörfin berðust fyrir að afla honum fylgis. Framboð Jóns Stein- grímssonar væri stutt af verklýðsfélög- unum í bænum; og þó að tekist hefði að smala allmörgum undirskriftum í vetur til áskorana á bæjarstjórnina, þegar augljóst varð að hún myndi ekki endurkjósa Jón, Sveinsson, ef til kæmi, — þá hefðu þær flestar verið sprottnar af því, að ýmsir vildu votta honum sam- úð við burtför hans fi'á starfinu og á þann hátt mýkja úr því; en fáum hefði dottið í hug að bæjarstjórnin mundi gera nokkuð með slíkar áskoranir. Frambjóðendurnir fluttu aftur svar- ræður; þurfti J. Sv. sérstaklega að að leita margskonar varna, gegn ræð- um Erlings og Steinþórs, og urðu orða- skiftin milli hans og Steinþ. nokkuð persónuleg, þótti sumum Ihaldsmönnum ástæða til að láta fögnuð sinn í ljósi með lófaklappi, þegar Jón Sv. gat þess, að Steinþór myndi líka þykja vand- kvæðamaður í sínu starfi, eins og hann sjálfur. Annars voru afsakanir hans og varnir gegn ákúrum og aðfínslum út af bæjarstjórastarfi hans lítils virði eink- um í »Uffe«-málinu. Sigurður E. Hlíðar studdi J. Sv. að málum og lýsti trausti sínu á honum; var ræða hans flutt af fjöri og miklum vandlætingatón til bæjarfulltrúanna, sem væru hér að deila á bæjarstjórann. Taldi hann að hefndirnar í bæjarstjórn- inní ættu aðalsök á misfellum í undir- búningi mála; en honum láðist að geta þess, að bæjarstjórinn er formaður flestra nefnda þar. Honum fanst ekkert óeðlilegra að bæjarstjórinn væri í ósam- ræmi við meirihluta bæjarstjórnar, heldur en þó einhver bæjarfulltrúi væri þar í minnihluta, og virtist ekki skilja að bæjarstjóri er aðeins framkvæmdar- stjóri bæjarstjórnarinnar. Þessi ræða var einkennilega »ólogisk« og léttvæg. En til sönnunar því hvað lófaklappið var marklaust á þessum fundi, má geta þess, að mest var klappað fyrir þessari ræðu. Verkamenn tóku varla þátt í því, en sátu fundinn athugulir til loka. Eilingur Ih'iðjónsson talaði af mestum kunnugleik og rökfestu um bæjarmálin. Talaði hann þrisvar og fylgdi máli sínu því fastar sem lengra leið á fundinn; benti hann á mótsagnir í ræðum J. Sv. og S. Hlíðar, og vítti mjög fljótfærni Ihaldsmeirihl. bæjarstjórnar í Shell- málinu og hvað andstæðinga þeirra mundu bæta eitthvað úr því á næsta bæjarstjórnarfundi. Þótti honum und- arlegt að J. Sv. skyldi sækja um að starfa undir stjórn jafnaðarmanna, sem hann væri nú andvígur, og taldi að þessi kosning ætti að fara eftir mál- efnum og stefnum; og ef J. Sv. fengi meirihluta atkvæða við þessa kosningu, þá myndi það sprottið af meðaumkvun almennings, en eigi trausti til hans, og þá væri illa farið. — Um afstöðu sína til Jóns Steingr. gat hann þess, að þó VEGGFÓÐUR — afar mikið úrval. — MÁLVIVGAVÖRUR — allskonar. — Penslar — smáir og stórir — fæst hjá Tómasi Björnssyni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.