Dagur - 01.06.1928, Side 3
24. tbl
DAGUB
95^
biðjast lausnar áður en ríkisdagur-
inn verður settur 12. Júní.
1 Oslo: Verkanrenn við byggingar-
iðnab hafa neitað að fallast á launa-
lækkun um 12% úrskurðaða af
gerðardómi; hófu þeir verkfall í
gær, þó að landssamband verka-
manna réði þeim frá því og benti
þeim á, að verkfallið væri ólöglegt,
þar eð skyldugerðardómur væri lög-
boðinn.
Seyðisfirði 2%. Faxi kominn af
hákarlaveiðum með rúmt 100 há-
karla og 20 tunnur lifur; skrápur og
uggar saltað til útflutnings. Héluð
jörð vegna næturfrosta; gróður
hægfara.
Flugan komin; ferðirnar hefjast
eitir mánaðamót; póststjórnin lætur
prenta sérstök flugfrímerki.
'Ófrétt um loftskip Nobiles. Norsk-
ur flugmaður er á leiðinni til Sval-
barða, til þess að leita hans. Þegar
til Nobile fréttist síðast, var hann
að nálgast Svalbarða aðfaranótt
Föstudags í norðvestanstormi.
Washington: Senatið hefir frest-
að að ræða frumvarp um flotaaukn-
ingu.
Tokio: jaþansstjórn hefir fallist á
ófriðarbannstillögu Bandaríkjanna,
ef hún skerði ekki sjálfsvarnarrétt-
inn.
Anna Borg er ráðin leikari við
konunglega leikhúsið.
Frá 1. Júní verða sömu póstgjöld
milli íslands og Svíþjóðar og milli
íslands og Danmerkur og Nöregs.
London: Kvenflokkur íþróttafé-
lags Reykjavíkur gat sér frægðar-
orö á íþróttamótinu í Calais og
sömuleiðis fyrir sýningar í London.
Fréttir.
Hús brann á Siglufirði 25. f. m., nýtt
íbúðarhús Alfons Jónssonar lögmanns.
Fólkið komst nauðulega úr eldinum um
fótaferðatíma, en engu varð bjargað.
Talið er að kviðknað hafi frá rafmagni.
Þorleifur Jónson alþingismaður og
frú hans hafa dvalið hér í bænum um
tíma lijá dóttur sinni og tengdasyni, og
fara aftur heimleiðis með Lagarfossi
nú um helgina.
Athugið auglýsinguna: »Fastar bíl-
ferðir« í þessu blaði, en sem misprent-
aðist í síðasta blaði.
Grátlegt slys vildi til hér í bænum
síðastl. Föstudagskvöld. Drengur varð
undir þúfnabana og dó samstundis.
Drengurinn, sem fyrir slysinu varð, hét
Sigurður, sonur Jakobs Karlssonar
kaupmanns. Hann var 9 ára að aldri,
skýr og skemtilegur og hið elskulegasta
barn.
Lagarfoss kom að austan um síðustu
helgi. Með skipinu kom hingað Ingvar
Pálmason alþm., til þess að taka við
framkvæmdarstjórastöðu sinni við síld-
areinkasöluna.
Tvser lijónavígslur fóru fram hér í bæ
á Laugardaginn var: Rannveig Jóna-
tansdóttir og Friðjón Axfjörð bundust
hjúskaparböndum, og ennfremur Ingi-
björg Eiríksdóttir og Stefán Vilmundar-
son. Síra Gunnar Benediktsson gifti.
Barnslát. Hjónin Þorsteinn M. Jóns-
son bóksali og frú Sigurjóna Jakobs-
dóttir hafa orðið fyrir þeirri sorg að
missa son sinn á 1. árinu.
Fáheyrt slys vildi til vestur í Vatns-
dal nýlega. Nokkrir ungir menn voru
þar að knattspyrnu, og hljóp einn þeirra
s\’o harkalega á leikbróður sinn, að
hann varpaðist til jarðar og slasaðist
svo geipilega, að hann andaðist eftir
sólarhring. Maðurinn, sem fyrir slysinu
varð, hét Eggert Jóhannsson frá Gríms-
tungu.
Þurkar óvenjumiklir og langdregnir
hafa verið hér að undanförnu. Hefir
þetta mjög hamlað grasvexti, svo að
horft hefir til vandræða, ef áfram héldi.
Á Þriðjudagsnóttina gerði loks allmikla
rigningu og heitan sólskinsdag á eftir.
Hefir gróðrarskúr þessi, þó of lítill
væri, verið mikils virði.
Ritstjóri Tímans, Jónas Þorbergsson,
hefir verið veill á heilsu að undanförnu.
Fór hann að Vífilsstaðahæli fyrir
nokkru sér til hressingar. Hefir dvöl
hans þar borið þann árangur, að nú
hefir hann fulla fótavist og horfur með
framtíðarheilsu hans hinar beztu. Þó
býst hann við að dvelja enn um sinn á
hælinu sér til frekari tryggingar og
hvíldar.
Kvöldskemtun fór fram í samkomu-
húsinu 2. í hvítasunnu, til ágóða fyrir-
hugaðs gamalmennahælis hér í bæ. Var
þar margt á boðstólum. Pálmi Hannes-
son kennari flutti erindi um öræfi Is-
lands, og var aðalþáttur erindisins
glögg frásögn um villuför Kristins
Jónsonar suður um öræfin haustið 1898,
sem hann varð frægur fyrir. Eiríkur
Kristjánson kaupmaður söng einsöng
og frú Soffía Kvaran las upp þrjú
kvæði. Ennfremur fór fram eintalsleik-
ur, sem ungfrú Þuríður Stefánsdóttir
lék, 8 manna karlakór léttilsín heyra og
Jón Norðfjörð söng gamanvísur. Hús-
ið Var troðfult af áheyrendum og gast
fólki vel að skemtiatriðunum, enda voru
þau vel af hendi leyst, ekki síst upp-
lestur frú Kvaran. Hreinasta unun var
að heyra meðferð hennar á Sigrúnar-
ljóðum Bjarna Thorarensens.
Kvenfél. »Framtíðin« gekstfyrirskemt-
un þessari, ásamt merkjasölu þenna
dag og kaffisölu í barnaskólanum, alt
til eflingar gamalmennahælissjóðnum.
Samkomudagur Rauðakross-deildar-
innar þ. 20. f. m. fór vel fram. Merki
voru seld á götunum; og um kveldið var
fjölbreytt skemtun í samkomuhúsinu en
veitingar seldar í barnaskólanum og
nýjum félagsmönnum safnað í deildina.
Á samkomunni flutti Steingrímur Matt-
. híasson ræðu; 8 manna kór söng nokk-
ur lög og þótti mikið til þeirra koma.
Frú Sigurlina Sigtryggsdóttir flutti
stutt erindi. Frú Soffía Kvaran las upp
3 kvæði af mikilli list, og hefði næstum
mátt heyra flugu anda í húsinu á með-
an, þó það væri troðfult af fólki; Jón
Norðfjörð söng gamanvísur, en dansað
var á eftir.
Áskell Snorrason hélt einsöng sama
dag í Akureyrar-Bóí, en samkoman var
fásótt. Söngvarinn fór með ýms góö lög
einkum lögin eftir Steingrim Hall, og 3
lög söng hann eftir sjálfan sig.
Dagur kemur framvegis út á FIMTU-
DÖGUM.
Brúarfoss kom hingað í gærmorgun
frá Rvík að vestan og fór aftur sömu
leið til baka. Með skipinu tóku sér far
til Rvíkur Oddur Bjömsson, Sigtryggur
Þorsteinson og Bjarni Arason.
Drotning Alexandrlna kom í gær-
kvöldi. Með henni komu hingað séra
Friðrik Rafnar með fjölskyldu sína,
sóra Sigurður Stefánsson, hinn nývígði
Möðruvallaprestur, Hallgrímur Hall-
giímssdn magister, Hans Einarsson
kennari frá Isafirði og ýmsir fleiri.
Með skipinu var einnig^ Guðmundur
Tlioroddsen prófessor, sem varð eftir á
Húsavík, en er væntanlegur hingað á
næstu dögum.
Þá var og Jón Þorbergsson með skip-
inu til Húsavíkur; er hann að flytja
sig, fjölskyldu sína og búslóð á eignar-
jörð sína Laxamýri.
—------0-------
öjafir til Heilsuhœlisins.
Þegar samskotalisti yfir gjafir til
Heilsuhælis Norðurlands var birtur í
fylgiblöðum Dags, kom fram tilkynn-
ing til gjaldkera Heilsuhælisstjórnar-
innar um gjafafé það, sem hér er birtur
listi yfir og gleymst hafði hjá mönnum,
er veittu samskotunum viðtöku á sínum
tíma. Gjaldkerinn hafði gert ráð fyrir
að svo gæti verið, og ef hann fær fleiri
slíkar tilkynningar þá verður birt skrá
yfir það hér í blaðinu. Biður hann þess
getið, að gefendur séu beðnir að líta
eftir nöfnum sínum í gjafaskránni og
gera athugasemdir ef gjafir séu rangt
tilfærðar eða nöfn gefenda vanti. Þess
skal getið, að í gjafaskránni eru aðeins
tekin upp nöfn þeirra, er gefið hafa til
Heilsuhælisfélags Norðurlands,
sem stofnað var í Febrúar 1925. Það
sem áður hafði safnast í Heilsuhælissjóð
Norðurlands, undir stjórn Sambands
norðlenzkra kvenna, er tilfært í gjafa-
ski-ánni með einni upphæð, »Berkla-
varnarsjóður kr. 68992.14«, enda hafði
gjaldkeri Heilsuhælisfélagsins enga skrá
yfir þá gefendur. En nöfn þeirra höfðu
á sínum tíma verið auglýst í blöðum,
jafnóðum og það fé safnaðist.
Akureyri.
Kr.
Adolf Kristjánsson 5.00
Agnar Guðlaugsson 5.00
Albína Helgadóttir 2.00
Anna Friðriksdóttir 6.00
Anna Hallgrímsdóttir 2.00
Anria ólafsdóttir 12.00
Anna Sigurðardóttir 5.00
Árdal Álfheiður 100.00
Árdal Fríða 5.00
Árdal Karl 10.00
Árdal Páll J. 5.00
Árdal Steinþór 5.00
Árni Sigurðsson 10.00
Ásta Sigurjónsdóttir 10.00
Axel Vilhelmsson 15.00
Baldur Guðlaugsson 2.00
Björg Isaksdóttir 5.00
Bogi Ágústsson 10.00
Borghildur Jónsdóttir _ 5.00
Brynhildur Bogadóttir 2.00
Elísabet ólafsdóttir 10.00
Ester Guðlaugsdóttir 5.00
Friðrik Magnússon 5.00
Geir Geirmundsson 2.00
Gerða Halldórsdóttir 5.00
Guðlaugur Pálsson 5.00
Flyt kr. 242.00
Fluttar kr. 242.00
Guðný Jóhannsdóttir 2.00
Guðný Jónsdóttir 5.00
Guðrún Jónasdóttir 2.00
Guðrún Jónsdóttir 2.00
Guðrún Tryggvadóttir 3.00
Gunnlaugur Guðjónsson 10.00
Hafdal Anna 10.00
Hafdal Gunnar 10.00
Halldór Jakobsson 2.00
Halldór Jónsson • 5.00
Hallgrímur Helgason 5.00
Hallgrimur Þorvaldsson 5.00
Hannes Jóhannsson, Nýjabæ 10.00
Helga Hallgrímsdóttir 2.00
Hjalti ‘Espholin 50.00
Ingilína Jónasdóttir 5.00
Jakob Jakobsson , 3.00
Jens Evertsen 2.00
Jóhanna Benediktsdóttir 2.00
Jóhanna Sveinsdóttir 6.00
Jóhannes Þórðarson,Fáskrúðsf. 5.00
Jón Arngrímsson, Fáskrúðsf. 5.00
Jón J. Sigurðsson 5.00
Jón Jóakimsson, Fáskrúðsfirði 5.00
Jón O. Finnbogason 5.00
Jón Sigurðsson 2.00
Jón Þoi-valdsson ' 10.00
Jónas Fr. Jóhannsson 5.00
Jónina Bóasdóttir 5.00
Jónína Pálsdóttir 5.00
Karl Ásgeirsson ' 10.00
Karl Sigurjónsson 5.00
Kristbjörg Jónatansdóttir 50.00
Kristín Jóakimsdóttir 5.00
Kristján Geirmundsson 2.00
Kristján Tryggvason 5.00
Kristveig Hallgrímsdóttir 2.00
Margrét Guðmundsdóttir - 2.00
Margrét Karsdóttir 15.00
María Daníelsdóttir 10.00
María Guðmundsdóttir 10.00
María Jónsdóttir 2.00
Matthildur Grímsdóttir 2.00
Pálína Bjarnadóttir 5.00
Ragnar K. Karlsson 10.00
Ragnheiður Söebeck 5.00
Rannveig Jónsdóttir 5.00
Rósa Björnsdóttir 2.00
Salome Hóseasdóttir 5.00
Sigríður Bjarnadóttir 2.00
Sigurður Jónsson 2.00
Sigurður Jónsson 2.00
Sigríður Zakaríasdóttir 2.00
Sigrún Sigurðardóttir ’ / 6.00
Sigtryggur Jónsson 25.00
Sigurbjörg Jónsdóttir 2.00
Sigurður Jónatansson 10.00
Sigurlaug Jónsdóttir 10.00
Sæbjörg Bóasdóttir 2.00
Torfhildur Jakobsdóttir 3.00
Valdemar Bjarnason, FáskrúðsF. 5.00
Valdemar Sveinbjömsson 5.00
Valgerður Friðriksdóttir 5.00
Þorgerður Helgadóttir 3.00
Þórhallur Hallgrímsson 5.00
Friðgeir Kristjánsson Þóroddstað 100.00
Skriðu (Skriðuhr.).
Steinunn Jónsdóttir 25.00
Steinberg Friðfinsson 5.00
Adolf Friðfinnsson 5.00
Pálína Friðfinnsdóttir 5.00
Páll Guðmundsson 5.00
Guðrún Kristjánsdóttir 5.00
Samtals kr. 837.00
Auglýsið i
DEGI.