Dagur - 21.02.1929, Side 3

Dagur - 21.02.1929, Side 3
8. tbl. DAGUR 31 ♦ ■»•••♦ • # • úr, hvernig nautið er. En hún sést þegar dætur- þess koma upp. I Eyjafirði er þess utan tvenns að gæta við val nautanna frekar en víða annarstaðar. Annað er, að þau séu ekki- af ■lausmjólka kyni, sem mjólkar sig niður. Það, að kýr leki sig, er ým- ist komið af sérstakri spenabygg- ingu, eða slæmum mjöltum. Hið fyrra er arfgengt og komið af ein- stökum erfðavísir, sem, fái kýrin hann frá öðru foreldrinu, orsakar að hún verður lausmjólka, en komi hann frá báðum foreldrum, verður hún óumflýjanlega og alt- af lek — mjólkar sig niður. Það eru allmargar kýr í Eyja- firði lausmjólka, og nokkrar lek- ar, og því þarf að gæta þessa sér- staklega við val nautanna þar. Þá er hitt sem aðgæta þarf, að nautið sé ekki flátta né út af flátt- um. Flátta er það kallað, þegar fram og afturspeni í sömu hlið eru grónir saman. Þetta er líka arfgengt, en kemur ekki fram, nema það komi frá báðum for- eldrum. Ef til vill eru þau naut og þær kýr, sem hafa fengið erfða- vísirinn frá öðru foreldri sínu, ná- spenari en hinar, en það er ekki rannsakað. Hitt er víst, að eigin- leikinn getur legið hulinn gegnum marga ættliði, en komið fram, þegar leiddar eru saman skepnur, sem bæði hafa haft hann hulinn. í Eyjafirði sá eg tiltölulega flest- ar kýr fláttar á sýningunum 1927, og eitt naut. Þar þarf því að taka sérstakt tillit til þessa við val kynbótanautanna. Eg hefði hugsað, að Eyfirðingar gætu myndað eitt allsherjar 'naut- griparæktarfélag yfir alt svæðið, sem mjólkursamlagið nær yfir. Pað stæði saman um eftirlfctsstarfið og fengi samlagið til að gera feitimæl- ingarnar. Eftirlitsmenn yrði það að hafa eftir þörfum, 1—2 — 3 eftir þvi hve margir bæjir eru í samlaginu. Innan þess væru svo deildir, sem stæðu saman um nautin, annað- hvort deild um hvert naut, eða deild innan hvers hrepps, og væri hið síðara betur samrýmanlegt við lögin um kynbætur nautgripa. Eg vil biðja Eyfirðinga að athuga þetta. Peir hafa sérstöðu vegna samlagsins. Par riðu þeir á vaðið. Hér hafa að vísu starfað og starfa, nautgriparæktarfélög, en hér gæti starfseminn orðið víðtækari og vænt- anlega líka stefnufastari, en oft hefir viljað vera í félögum. Svo hér gætu þeir líka riðið á vaðið. Loks skal eg geta þess, að naut- griparæktarfélög fá styrk frá Bún- aðarfélagi fslands. Stofnstyrkpr hef- ur verið til að koma upp girðing- um, til að geyma nautin í að sumr- inu. Hefur hann numið kr. 300.00 á félag, þó aldrei yfir V< tilkostnaðar. Eftir næstkomandi Búnaðarþing má líka vænta, að veittur verði styrkur til að kaupa góð undan- eldisnaut. Árlegan styrk hafa félögin feng- ið og hefir hann verið 1.50 — 2.00 kr. á hverja kú, sem skýrsla hefir verið haldin yfir, hafi eftirlitið ver- ið í lagi. Viða hefur þessi styrkur gert langdrægt að borga eftirlitið, og ef svo semdist með bændum, að samlagið annaðist að einhverju leiti fitumælingaruar, mundi hann mikið til hrökkva fyrir árlegum reksturskostnaðinn við sjálft eftir- litið. Loks vil eg geta þess, að Bún- aðarfélag íslands svarar öllum spurn- ingum hér að iútandi, eins og öðru sem að búnaði lítur og það er spurt um. Reykjavík, 31. des. 1928. Páll Zóphóniasson. -------o------ Leiðrétting. í 15. tbl. »Verkamannsins«, 16. þ. m. stendur í grein, sem heitir »Skólastjóramálið«, svohljóðandi klausa: ».....Á meðan málið var hjá skólanefnd, bárust henni kvartan- ir frá tveimur mönhum í bænum yfir framkomu skólastjóra við börn þeirra. Þótt þessar kvartanir yrðu að kæniatriðum á hendur skólastjóra, í höndum formanns skólanefndar, var það alls ekki til- ætlun þessara manna, heldur að skólanefnd ræddi þessi atriði við skólastj. til að fyrirbyggja slíkt í framtíðinnk. Þessir tveir menn, sem hér um ræðir, geta ekki verið aðrir en þeir feðgar, Sigurgeir Jónsson organleikari og Páll Sigurgeirsson verzlunarstjóri. — Greinarhöf. þessi gefur í skjm, að eg hafi orð- ið þess valdandi, að kvartanir urðu að kæruatriðum. Mér er ekki ljóst, hvernig á að skilja þetta, og til þess að skýra málið fyrir almenningi, tel eg rétt að birta erindi það, sem Sigurgeir Jónsson sendi skólanefnd, en það hljóðar svo: »Háttvirta skólanefnd Akureyrar! Eg finn mig knúðann til að senda yð- ur eftirfarandi umkvartanir: Með þvi að drengurinn minn, sem er í sjötta bekk barnaskólans — Hörður að nafni — hefir orðið fyrir ótilhlýði- legri meðferð af skólastjóra — hárreit- ing, þannig, að höfuðið var sárt nokkra daga á eftir, svo hann t. d. þoldi illa að hvíla höfuðið á koddanum nema á ann- ,an vangann. Þetta var um viku fyrir jól síðastliðin. — Sömuleiðis kvarta báð- ir drengirnir mínir, sem eru í sama bekk skólans, um sífelt eyrnaklip og eyrnatog hjá skólastjóranum. Og þar sem jeg veit ekki til að drengirnir mín- ir hegði sér á nokkurn hátt ósæmilega, heldur þvert á móti, séu prúðir í alla staði, þá er mér dulið, hversvegna þeir þurfa að sæta slíkri meðferð hjá skóla- stjóranum. Eg get því ekki að athuguðu máli átt á hættu, að drengirnir mínir haldi á- fram í skólanum, nema að geta verið öruggur fyrir því, að þeir sæti ekki á neinn hátt særandi meðferð, slíkri sem hér er lýst. Eg vænti þess að háttvirt skólanefnd gangi svo frá þessu máli, að vér for- eldrar, sem eigum böm í barnaskólan- um, megum vel við una. Akureyri 19. janúar 1929. Sigurgeir Jónsson (organleikari)«. Þetta erindi Sigurgeirs lagði eg fram á fundi skólanefndar 19. f. m., ásamt erindi Sig. Ein. Hlíðar, og eru þau bæði nefnd »kærur« í fundarbók skólanefndar, og hafði engin nefndarinanna neitt að at- huga við þá bókun. — Páll Sigurgeirsson kom auðvit- að algerlega ótilkvaddur af mér á minn fund, til þess að skýra mér frá meðferð skólastjóra á stjúp- svni sínum, í því skyni, að skóla- nefnd fengi að vita um hana. Var ástæðan fyrir því, að ýiann fór nú með mál þetta fyrir skólanefnd aðallega sú, að ýmsar missagnir gengu um þetta í bænum, í sam- bandi við nýframkomnar kærur á hendur skólastjóra. Kaus hann (o: Páll) því heldur að skólanefnd fengi sannar upplýsingar um mál- ið. — Mér getur ekki skilist, að til- gangur greinarhöf. með hinu ein- kennilega orðalagi sé annar en sá að reyna að gera mig. tortryggi- legan í augum almennings, en til- raunin mishepnast algerlega, eins og við er að búast. Eg tók við kæru Sigurgeirs og lagði hana fyrir skólanefnd, og eg skýrði nefndinni munnlega frá því, sem Páll hafði sagt mér, eins og hann ætlaðist til, og staðfesti hann þessa frásögn síðar fyrir nefnd- inni. Eg gerði því skyldu mína í þessu efni og annað ekki. Akureyri, 18. febr. 1929. Brynleifur Tobiasson. -------o------ S ims keyti. (Frá Fréttastofu fslands). Rvík. 19. febr. ALÞINGI. I gær var kjörbrjef Jóns í Stóradal tekið gilt. Forseti Sameinaðs þings var kosinn Magnús Torfason með 18 atkv. Jóhannes fékk 15 atkv. Varaforseti kosinn Ásgeir Ás- geirsson með 17 atkv. Forseti Efri deildar kosinn Guð- mundur ólafsson með 8 atkv. Halldór Steinsson fékk 6 atkv. Varaforseti kosinn Jón Baldvins- son. Forseti Neðri deildar var kos- inn Benedikt Sveinsson með 18 atkv. og varaforseti Þorleifur Jónsson. 25 stjórnarfrumvörpum hefir verið úthlutað og kosið í fasta- nefndir í dag. — Innflutt í janúar fyrir 4,476,314,00 kr.; þar af til Rvík- ur 3,238,000.00 kr. Síra Jón Magnússon fyrrum prestur á Ríp, er nýlátinn hér. Frá ísafirði er símað, að ágæt isafli sé á Vestfjörðum; hæstir hlutir yfir 6 vikur 1000 kr. Seint á laugardagskvöld strand- aði vélbáturinn Höskuldur við Ak- urey í blíðskaparveðri. Magni náði honum á flot. Sáttasemjari ríkisins hélt í gær- kveldi fund með fulltrúum út- gerðarmanna og sjómanna; til- kynti hann í fundarlok, að hann hefði í hyggju að bera fram nýja sáttatillögu. Á fimtudaginn verða atkvæði greidd um hana af félög- um útgerðarmanna og sjómanna. Bergur Jónsson sýslumaður hef- ir dæmt Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeta í 15 daga einfalt fangelsi skilyrðisbundnum dómi út af meðferð hans á fé dánar- og þrotabúa. Jóhannes áfrýjaði þeg- ar til hæstaréttar. Brezkur botnvörpungur, Jasper frá Kingston,strandaði við Steins- mýrarfjörur þ. 16. þ. m. Hafði farið frá Hull þ. 13. Skipstjóri, sem er íslenzkur, og skipverjar, 14 að tölu, björguðust ómeiddir í land á línu. Skipið liggur úti í brimgarðinum, og óvíst er talið hvort hægt verður að bjarga nokkru úr því. ------o------ Þórunn Friðjónsdóttir f. 22. apr. 1884 — d. 11. jan. 1929. Til þín kom engill sá, er flytur friðinn farmanni þreyttum eftir veður hörð. Hann gekk með þér í gegnum þöglu hliðin, er greina framlífsheim og vora jörð. Hann gekk með þér, frá gróðurleysi og klaka, um grafarlönd og skuggabjargadal; til sólarvangs, þar sér ei hjarn né jaka, en sífrjó lífsvötn streyma um bjarkasal. Þar kallar blær og birta sumardaga, af blundi hvíldar þig til starfs á ný. Þar snýst í fögnuð jarðlífs sorgarsaga, sem fyrir geislum hjaðni morgunský. Eg græt þig ei, eg gleðst af frelsi þínu. Þú góða kona! Þökk fyrir líf og starf. Sem dýrsta perla skal í minni mínu sú minning geymd, er lætur þú í arf. F. H. Berg. -------O------- Fréttir. Frmnkvæmdastjórar síldareinkasöl- unnar, þeir Einar Olgeirsson og Pétur Ólafsson, eru báðir á leið til útlanda með Drotningunni. Er för þeirra heitið til Svíþjóðar til undirbúnings síldarsölu þar, en þaðan ætlar síðan Pétur alla leið til Ameríku í sömu erindum. Inflúenza breiðist óðfluga út í Reykja- vík og liggur fólk þar í hrönnum. Hefir skólum verið lokað vegna veikinnar. Fremur er hún sögð væg en afar smit- andi. Dánardægur. Nýlega er látin á Odd- eyri Helga Jóhannesdóttir, ekkja á sex- tugsaldri. Á sunnudaginn var andaðist hér á sjúkrahúsinu Soffía Þorsteinsdóttir frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Hún var aðeins hálf þrftug að aldri. Þá eru og fyrir skömmu látnar tvær konur í Skagafirði: Sigrún Jónsdóttir að Hólum í Hjaltadal, móðir Steingríms skólastjóra þar, og Rósa Daníelsdóttir frá Skáldstöðum í Eyjafirði, lcona Pét- urs Sighvatssonar símastjóra á Sauðár- krók. Um síðustu mánaðaniót andaðist í Vestmannaeyjum óli J. Kristjjánsson,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.