Dagur - 14.03.1929, Blaðsíða 4
46
DAGUR
11. tbl.
H' F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANPS.
Leiguskip félagsins e. s. »Magnhild« fermiir í
Hamborg 20. þ. m. til austur- og norðurlandsins.
Akureyri 11. Mars 1929.
AFGREIÐSLA .
í EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS.
Sænsk
handverkfæri
Skóflur allskonar, gaflar,*, undirristuspaðar,
höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl
æs Sænskt stál er bezt
SAMBAND ISL. SAMVJNNUFÉLAGA.
/ILFA-LAVAL 1878-1928
I 50 ár hafa Alfa-Laval skilvindur verið beztu og vönduðustu
skilvindurnar á heimsmarkaðinum.
ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf
verið á undan öðrum verksmiðjum með ný-
ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval
skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun
og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna.
Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir
3,500,000 Alfa-Laval skllvindum, tryggir pað
aö A L F A-L A V A L verði framvegis öll-
um öðrum skilvindum fremri að gerð og
gæðum.
Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar, til
mjólkijrvlnslu, kaupa hiklaust Alfa Laval mjaltavéiar, skilvindur,
strokka, smjörhnoðara pg aðrar Alfa-Laval vélar.
Samband íslenzkra samvinriufélaga.
fundinn. — Á eftir fundinum verður
sýnd kvikmynd af tilbúningi heyvinnu-
véla þeirra, er K. E. A. selur.
Tvö byggingafélög hafa nýlega verið
sett á stofn hér í Akureyrarbæ. Er
annað þessara félaga stofnað að tilhlut-
un Verkamannafélags Akureyrar, og
nefnist Byggingafélag Akureyrar. Hitt
félagið hefir myndast fyrir tilstilli
Framsóknarfélags Akureyrar og heit-
ir Samvinnubyggingafélag Akureyrar.
Er það reist á samvinnugrundvelli, eins
og nafn þess ber með sér. Upphaflegir
stofnendur þess eru um 40 að tölu.
Starfsemi beggja félaganna á að stefna
að því, að hjálpa efnalitlum mönnum
hér í bæ til þess að byggja og eignast
hús til íbúðar fyrir sjálfa sig. .
Dánardægur. Hinn 8. þ. m. andað-
ist að heimili sínu, Skriðu í Hörgárdal,
Páll Guðmtmdsson frá Þríhyrningi í
sömu sveit, eftir þunga legu. Páll heit-
inn var maður á bezta aldri og mjög vel
látinn. Heilsuveill hafði hann verið á
síðustu árum.
Nýlega er látinn í Reykjavík síra
Jóhannes L. L. Jóhannesson, fyrrum
prestur á Kvennabrekku. Eins og kunn-
ugt er, hafði hann á síðari árum haft
ríkisstyrk til þess að vinna að samn-
ingu íslenzkrar orðabókar.
»Saga og horfur áfengismálsins í
Bandarikjunum« heitir bæklingur ný-
lega út kominn, eftir Sigurð Jónsson
Stórtemplar í Reykjavík. Er þama
mikinn og margháttaðan fróðleik að fá
um áfengismálið í stórveldinu vestan
hafs. Einn kaflinn í bæklingnum er um
forsetakosningarnar síðustu í sam-
bandi við bannstefnuna.
Kirkj umálanef nd hefir kirkju- og
dómsmálaráðherra fyrir nokkru skipað.
f nefndinni eiga sæti prestarnir Þor-
steinn Briem á Akranesi, Jón Guðnason
á Prestsbakka og Sveinbjörn Högnason
á Breiðabólsstað og auk þeirra tveir
leikmenn, Jónas Þorbergsson ritstjóri
og Runólfur Bjömsson á Kornsá.
Gulrófur og gulrófnafræ.
Það er ekki lengur neinum vafa
undirorpið, að íslenzka gulrófna-
afbrigðið gefur mesta uppskeru og
er að ýmsu öðru leyti þeim kost-
um búið, að það verður að teljast
fremst þeirra afbrigðá, sem við
þekkjum nú. Og þar að auki er ís-
lenzka gulrófan fegurst að útliti og
flestum þykir hún bragðbezt.
En hingað til hefir æfinlega ver-
ið skortur á íslenzku gulrófnafræi
og hafa mjög margir orðið að nota
erlent fræ þessvegna — fræ, sem
oft hefir verið mjðg misjafnt að
gæðum. T. d. eru sum þeirra svo
vangæf, að mikið af rófunum trén-
ar og jafnvel stundum hver einasta
ein af sumum afbrigðum. Má af
því sjá hvílíkt skaðræði það er, fyr-
ir garðeigendur, að fá fræ af óhæfu
gulrófnaafbrigði. Útlendu afbrigðin
eru mörg og misjöfn, en þó sum
þeirra séu sæmileg, þá get eg ekki
mælt með nema einu þeirra til
ræktunar hér. Pað er rússneska
gulrófan, sem »Krasnöje Selsköje*
nefnist réttu nafni (en sem sumir
hér kalla >BoIsjevika<). Nú er feng-
in 8 ára reynsia með ræktun þessa
afbrigðis hér á landi, í öllum lands-
fjórðungum og veit eg ekki annað
en að hún sé á einn veg. Ekki
hefi eg ennþá frétt, að ein einasta
gulrófa af þessu afbrigði hafi trén-
að — nema þar sern hverahití er í
jörð, því hann þolir hún ekki.
En uppskeran af rússnesku róf-
unni er jafnan mun minni en af
þeirri ísienzku, oftast '/5 — % minni.
En þó tel eg hana hiklaust ganga
næst íslenzka afbrigðinu af þeim
gulrófnaafbrigðum sem eg þekki.
Hún er t. d. svo bragðgóð, að
sumum þykir hún betri en sú ís-
lenzka, er aldrei öngótt og þykir
geymast ágætiega. >KáIið« er svo
lágvaxið, að oft liggja blöðin svo
að segja flöt á moldinni. Eg hefi
orðið var við að bændur, sem búa
þar sem hvassviðrasamt er (í Mýr-
dal og undir Eyjafjöllum) telja það
mikinn kost. En rússneska rófan
er ekki eins litfögur og sú íslenzka
og mjög lík næpu í vexti.
Allir þeir sem eiga kost á að fá
íslenzkt gulrófnafræ, ættu að nota
það. En þrjóti ísienzka fræið —eins
og oftast hefir orðið raun á, þá er
um að gera að nota það rússneska.
Pví jafnvel Prándheims gulrófan og
sænsk gulrófa tréna oft svo að
mikil brögð eru að. En einkum er
þó danska afbrigðið >BanghoIm«
viðsjárvert hér á landi. Oftar en
einu sinni hafa trénað 100% af
þessu afbrigði, efnkum ef því hefir
verið sáð snemma. En oft var not-
að einna mest fræ af þessu afbrigði
áður en farið var að athuga trén-
unartilhneigingu afbrigðanna.
Síðastliðið haust fengust í Gróðr-
arstöðinni í Rvik 182 pund af full-
hreinsuðu fræi af íslenzkum gulróf-
um, svo nú eru birgðir af því mörg-
um sinnum meiri en nokkru sinni áð-
ur. Nú er því óhætt að snúa sér til
Gróðrarstöðvarinnar til að fá gott
íslenzkt gulrófnafræ. Við rannsókn
á íslenzku fræi hefir oftastnær spír-
að hvert einasta korn og gróhraði
þess hefir æfinlega reynst mikill,
enda hefi eg oft veitt því eftirtekt
á vorin, að íslenzka gulrófnafræið
spirar mun fyr en það erlenda.
Fræpantanir verða að komast til
mín fyrir vorið og er æskilegt að
menn panti það sem þeir þurfa að
nota, sem fyrst. Pað verður þá sent
gegn póstkröfu. . íslenzka gulrófna-
fræið kostar 7 krónur og 50 aura
pundið, að viðbættu póstkrötu og
burðargjaldi. En í smærri skömtum
verður það selt á 0.35 kr. hvert lóð.
En rússneska gulrófnafræið kost-
ar 4 krónur pundið, en 25 aura
hvert Ióð.
Sjálfs síns vegna ættu menn al-
drei að kaupa gulrófnafræ annars-
staðar en þar, sem þeir eru vissir
um að fá gott fræ af réttu afbrigðú
Útgjöldin fyrir fræið er minsti ihlut-
inn af ræktunarkostnaðinum, en á
því ríður þó mest að það sé gott.
Ragnar Asgeirsson,
garðyrkjum.
Ritstjórar:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 5.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Aðalstræti 15.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
ENSKU
REYKTÓBAKS-
TEGUNDIRNAR
Richmond.
IVaverley.
Glasgow.
Capstan.
Garrick
eru góðkunnar meðal reykend-
anna um land alt.
{ heildsölu hjá
Tóbaksverslun Islands.