Dagur


Dagur - 03.10.1929, Qupperneq 4

Dagur - 03.10.1929, Qupperneq 4
ÐAGTJK 41. tbl. 166 Danska blaðið »B. T.«, sem er fylgiblað »Berlinske Tidende«, skýrir nýlega frá viðtali við land- könnuð einn danskan, er Peter- sen heitir. Er hann nýkominn frá Austur-Grænlandi og hefir verið að rannsaka þar, með styrk frá Carlsbergs-sjóðnum, hið mikla fjarðarsvæði í grend við Scores- bysund. Eru þar 400 km. frá yztu nesjum inn í insta fjarðarbotn. Inn af firði þessum er feikna mikið sléttlendi, afar blómlegt og með fjölskrúðugu jurta- og dýra- lífi. Þar er afar mikið víðikjarr og aragrúi af hinum fegurstu blómjurtum. Landsvæði þetta úir og grúir af sauðnautaflokkum, hjerum og úlfum. F'uglamergðin er afskapleg, þar á meðal svanir og ógurlegur fjöldi spörfugla. í fjarðarbotninum, sem er fullur af hafís, er gotstaður bæði hvíta- bjarna og sela. Skilyrði lil dýra- veiða eru þama hin allra bestu. Til sannindamerkis kom mag. Petersen heim með 800 fuglshami og 200 spendýraskinn og auðgar náttúrugripasafnið með því. Þá má því við bæta, að þarna eru miklar kolanámur, og efstu kolalögin eru rétt á yfirborði landsins. Merkur fslendingur, sem stadd- ur er í Kaupmannahöfn skrifar Degi á þessa leið um mál þetta: »Það land, sem hér er talað um, er hér um bil 2—3 dagleiðir norð- ur af Eyjafirði, vegalengdin styttri en til Reykjavíkur, en auð- vitað getur för þangað verið tor- veld mikinn hluta árs vegna íss, en er þó framkvæmanleg seinni hluta sumars og jafnvel mikinn hluta sumars sum árin. — Eru ekki ungir, röskir menn meðal Norðlendinga, sem hefðu löngun til að gera veiðiferðir norður þangað og jafnvel athuga, hvort kolanámurekstur ekki borgaði sig. Ef þetta borgar sig ekki fyrir Eyfirðinga, eða aðra röska menn af íslandi, þá borgar það sig ekki fyrir neina. Það land, sem hér um ræðir, er óháð einokuninni og einkis manus eign, en með þessari ferð hefir þessi magister Petersen helgað það danska ríkinu. Norðlendingar hafa nógan skipakost og röska menn — og byrjun slíks leiðangurs undir stjórn dugandi manns, gæti orðið til mikils hagnaðar fyrir landið síðar meir«. f sambandi við þetta skal þess getið, að vel má vera, að danska blaðið geri ekki minna úr land- kostum þarna norður frá en sann. leikanum er samkvæmt. Síðan Danir stofnuðu nýlendu í Scores- bysund, hafa íhaldsblöðin lagt alt kapp á að gylla landið sem allra mest og gera það sem girnilegast. Má vel vera, að Eyfirðingum reyndist fengsælt norður þar, en öðru munu þeir þó kunnari en kolanámi og munu bera betra skyn á margt annað en möguleika tU þess, Síðari ijalddayi úisvara var 1. Sept. s. 1. Vextir af ógreidd- um fyrri helmingi útsvara fara hækkandi með hverjum mánuði. Vextir af síðari helmingi bráðum skollnir á. Bœjargjaldkeri. Vandlátar húsmæður nota eingðngu VAN HOUTENS heimsfræga SUÐUSÚKKULAÐI. t Hulda lónsdóttir. Ddin 23. júli. Kveðja. I. Mig dreymdi að eg heyrði svani syngja svo sorgblítt og unaðsmilt, sem hefðu þeir eilífa ódáinshljóma við alveldishörpu stilt. Lffið er hlátur og harmar, hamingja, þrautir og sár, yfir er unaðsleg birta, en undir er myrkur og tár. Himininn hulinn er skýum, helkuldi lamaði rós. Harmadöggvarnar hylja himinsins bjarta Ijós. Guð hefir gefið oss tárin að gráta burt angur og sorg. Og hann hefir, Ijúfa, leitt þig í ljósanna eilífu borg. Loks ertu leyst frá þrautum, liðin til sólheima burt. í fjarskann hugirnir horfa harmandi, spyrjandi, hvurt? EnGuð —vér þvf trúum —mun græða hvert gapandi hjartasár; við andblæ hans eilífa kærleiks eyðast vor heitustu tár. Pað er heitur klökkvi yfir hópnum, sera fylgir hinzta til hvfluranns. En hugirnir lyftast í viðkvæmri von, á vængjunum kærleikans. II. Þrestir í Vatnshlíð vaka, á vatninu svanir kvaka. Alt er kyrt og hljótt, alt er heilagt og rótt, og kvöldblærinn andar svo angurmótt. Og áin niðar, en engið sefur, er um það glitblæju döggin vefur. Og Reykjadalsbrekkur brosa í draum við blikskæran árinnar straum. Þær kveðja hljóðar sitt hjartans barn, sem er horfið úr lífsins glaura. Sigfrlður Jónsdóttir. ......O' " ■. S k r á yfir aukaniðurjöfnun útsvara í Akureyrarbæ fyrir árið 1929, liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjarins, dagana frá 1—14. Okt. þ. á. að báðum dögum meðtöldum. Kærum yfir niðurjöfnuninni sé skilað til formanns niðurjöfnunar- nefndar innan loka framlagningarfrestsins. Akureyri, 30. Sept. 1929. Bœjarstjórinn. Sænsk handverkfæri Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. Sænskt stál er bezt, xssr SAMBAND ISL. SAMINNVUFÉLAGA. KENSLU piano- og Harmoniumleik veiti eg í vetur. Til viðtals í sfma 151. Gunnar Sigurgeirsson, Brekkugötu 11. jmtHíjjr taka að sér að gera IIIIIUUII uppdrætti að húsum, reikna út járnbenta steinsteypu og veita leiðbeiningar um alt, er að verkfræði iýtur. BOLLI 8 SIGURÐUR THORODDSEN verkfræðingar, Reykjavik, Pósthólf 74. Síntar 2221, 1935. INSOLrUR QS.ESPHOLIN.RCYKJAVin. Kaffibætirinn er jafnaðarlefla rannsakaöur af herra Trausta Olafssyni efnafræMngi rikisins. 'ABYRGÐ FYLGIR HVERJUM PAKKi Ath. Hverjumpakka FALKA- kaffibæti fylgir loftblaðra (ballón). ENSKU REYKTÓBAKS- TEOUNDIRNAR Richmond. Waverley. Glasgow. Capstan. Garrick £ru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. f heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands. Ritstjórar: Ingimar Eydal- Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundsson Brekkao. Aftfidstrsatí 15, Ákuyeyri, Qdda Bjömaaoaftf,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.