Dagur - 30.05.1930, Side 4
114
DAGUR
32. tbl.
•••••••••••
• •••••• •••••••••• •
um. Má þar til nefna: Eggert Ól-
afsson, J. Steestrup og Chr.
Grönlund. Sá síðast nefndi hafði
þá gefið út fslandsflóru, en lýs-
ingar allar voru ónákvæma.r og
ritaðar á danska tungu, svo al-
þýða manna hér á landi hafði
hennar lítil not; þar að auki var
þar ekkert sagt um útbreiðslu teg-
undanna. Ein grasafræðibók var
þó til á íslenzku; hafði Oddur
læknir Hjaltalín samið hana; en
sú bók var að engu leyti bygð á
eigin rannsóknum, heldur upp-
tugga úr útlendum ritum og því
víða ruglað saman innlendum' og
útlendum tegundum.
Þegar Stefán hóf gróðurathug-
anir sínar, sá hann glögt, hve við-
tækt verksvið var fyrir hendi, og
hann vissi hvað hann vildi. Hann
einsetti sér að hætta ekki fyr en
sæmileg þekking væri fengin á
háplöntugróðri islands og út-
breiðslu tegundanna og aul; þess
handbók við alþýðu hæfi með ná-
kvæmri lýsingu á hverri plöntu-
tegund.
Á hverju sumri í 12 ár eða frá
1888—1900 (sumarið 1898 gekk
úr) ferðaðist hann nálega um
land alt í þessu skyni. En hann
gerði meira en að safna. Með
skarpskygni vísindamannsins tók
hann eftir ýmsum fyrirbærum, er
öðrum hafði sést yfir í íslenzku
gróðurríki. Hann athugaði blómg-
unartíma tegundanna, frævunav-
aðferðir, hæð plantna yfir sjó og
útbreiðslu þeiri'a og síðast en ekki
síst hvernig vi'ssar plöntutegund-
ir skipa sér saman í félög (gróðr-
arfélög).
Á tímabili hugsar Stefán sér að
safna drögum að sér-flórum fyrir
allar helztu sveitir landsins, og í
því skyni dvelur hann heilt sumar
í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Var
sér-flóra Vatnsdals ásamt ná-
kvæmri gróðurlýsingu af sveit-
inni prentað í Vidensk. Meddel.
1894.
En Stefán sá fljótt að sér mundi
ekki endast aldur til slíkra rann-
sókna og lét hér við sitja, sem
komið var, enda þótt hann sæi, að
í framtíð bæri að stefna að þess-
háttar rannsóknum. Hann vildi
umfram alt ekki bregðast löndum
sínum með »flóruna«.
Á ferðalögum sínum var hann
fundvís á tegundir, sem enginn
hafði fundið hér áður; það sýnir,
að hann hafði auga vísindamanns-
ins. Hann sýndi einnig með rök-
um fram á það, að tegundir, sem
taldar höfðu áður verið alíslenzk-
ar, væru hér alls ekki til, eða
rangt nafngreindar. Svo var með
tegundina Imperatoria Ostrut-
hium, er danski vísindamaðurinn
Rostrup hafði ákvarðað.
Þegar fer að líða að aldamótun-
um 1900, tekur Stefán að undir-
búa Flóru íslands; þurfti hann
að semja lýsingu af hverri ein-
ustu háplöntu og búa til nýtt
fræðiorðakerfi, sem hefir ac
geyma nokkur hundruð orða.
Þetta starf var meira en meðal-
manns verk, það var snildarverk
afburðamannsins og hefir reist
Stefáni óbrotgjarnan minnis-
varða. Flóra íslands var svo
prentuð árið 1901 og náði hún
fyllilega tilgangi höfundarins.
• • ••••• •-• •
Eftir aldamótin hætti Stefán
lengri ferðalögum í þarfir vísind-
anna; en altaf leit hann eftir
plöntum í nágrenni sínu og fékk
plöntur frá nemendum sínum,
víðsvegar að af landinu.
Árið 1919 var hann búinn að
safna saman öllum nýjungum úr
gróðurríki fslands frá aldamót-
um og lét prenta í skýrslu Nátt-
úrufræðifélagsins. Og 2. útgáfu
endurbætta af Flóru íslands
hafði hann nærri tilbuna, þegar
hann dó.
Síðustu árin hafði hann enn-
fremur í smíðum fullkomna
nafnaskrá yfir íslenzkar háplönt-
ur.
í heild sinni hefir Stefán ekki
ritað sérlega mikið; enda er tæp-
lega hægt að krefjast þess af
þeim manni, er var jafn-miklum
störfum hlaðinn og hann var. Auk
þess varð heilsa hans aldi’ei trygg
eftir hættulegan skurð, er á hon-
um var gerður, laust fyrir alda-
mótin.
Rit Stefáns og helztu ritgerðir
eru:
1883 Grasaríkið á Islandi eftir
Moriz II. Friðriksson (Þjóðólfur
1883).
1888: Um kartöflur (Búnaðar-
rit 1888).
1890: Stutt yfirlit yfir gróður-
fræðilegar rannsóknir á fslandi og
rit um íslenzkar plöntur. (Skýrsla
hins ísl. Náttúrufr.félags 1890—
1891).
1890: Á grasaferð (Þjóðólfur
1890).
1890—’97: Fra Islands Væxt-
rige I, II, II (Vidensk. Meddel.).
1891: Um hina kynslegu æxlun
blómplantnanna (Tímarit Bókm.-
félagsins 12. ár).
1893: För til Héðinsfjarðar og
Hvanndala sumarið 1890 (And-
vari 18. árg.).
1895: Frá Möðruvöllum heim
að Hólum (Andvari 20. árg.).
1895: Bemærkninger til Chr.
Grönlund. Tillæg til Islands Kryp-
togamflora (Bot. Tidskr. 20.).
1897: Um íslenzka fóðurjurta-
Hæði (ísaf. 24. árg.).
1901: Flóra íslands (2. útgáfa,
endurbætt, 1924).
1902—’IO: Um ísl. fóður- og
beitijurtir (Búnaðarrit 16., 17.,
18. og 24. árg. — Með H. G. Sö-
derbaum: Islandske foder och
betesváxter (Meddel. fra kgl.
Landtbr uksakad. Experimental
fált. 1902 og 1904).
1913: Plönturnar (2. útgáfa
1920).
1914: öspin í Fnjóskadalnum
(Náttúrufr.fj. 25 ára).
1919: Flóruaukar (Skýrsla
Náttúrufr.félagsins).
Þegar tekið er tillit til þess,
hversu skammvint grasafræðinám
Stefáns var við háskólann, þá er
það aðdáunarvert, hve langt hann
hefir komist 1 þeirri fræðigrein.
Sumir hafa haldið því fram að
Stefán hafi rist fremur grunt í
vísindamensku sinni; en þar
skjcplast þeim. 1-Iann gat beitt við
sig strangvísindalegum aga; en
hitt er rétt að hann reyndx sem
mest að gera vísindi sín hagnýt,
og opna augu nemenda sinna á
sem allra einfaldastan hátt fyrir
dásemdum náttúrunnar. »Eftir
vörðum skal leið vísa, en ekki
benda á hvern smástein«, á hann
að hafa sagt eitt sinn, er rætt var
um kens'lu.
Þessi aðferð hans hefir komið
mönnum til að halda, að hér væri
um grunnfærni að ræða; en það
er aðeins kennarinn Stefán, sem
lagt hefir þar hömlur á hárná-
kvæmni vísindamannsins.
Sem kennara man eg Stefán
vel, meðan eg lifi. f 3 vetur var eg
undir stjórn hans og sem nemandi
í þeim kenslugreinum, er hann
lengstum kendi, en það voru
landafræði og náttúrufræði. Eg
hefi ekki heyrt einn einasta af
nemendum Stefáns segja annað
en hrósyrði urn kenslu hans. Sem
skólastjóri var hann einnig elsk-
aður og virtur af kennurum og
nemendum og hélt þó uppi aga í
skólanum, svo ekki var að fundið.
Samvinnuþýður og frjálslynd-
ur var hann, glæsimenni mikið og
bar af flestum um snyrtimensku
í klæðaburði. En það var önnur
snyrti- og glæsimenska, sem tók
fastari tökum hvern þann, er sam-
vistir áttu með honum. Hvert orð,
sem hann reit eða mælti af munni
fram, var sem fágaður gimsteinn;
enda var hann þjóðkunnur fyrir
það, hve orðhagur hann var.
Hann var ekki í tölu þeirra lærðu
manna, sem láta sér nægja að rita
vansalaust, en gera móðurmál sitt
að skrípi' í daglegum samræðum
og á mannfundum. Stefán gerði
sér aldrei stakkaskifti um málfar.
Hverri setningu, er hann mælti til
okkar nemendanna í kenslustund,
mætti líkja við hlýja gróðrarskúr,
er svalar þyrstum gróðri.
En orð innantóm megna ekki
mikils, þó fögur sé. En engum
tókst betur en Stefáni að fá nem-
cndur til að gefa gaum að orðum
sínum. Og í grasafræði var hann
mestur snillingur í þeim efnum.
Eg er enn að furða mig á því, að
honum skyldi takast að fá suma
nemendur sína til að gera sjálf-
stæðar gróðurathuganir í sumar-
leyfinu — nemendur, sem mér
fundust í byrjun gersneyddir á-
huga á grasafræði.
Hvað var það, sem gerði Stefán
að þessum afburða kennara? Eg
efast um að því verði nokkurn-
tíma svarað að fullu. Því sá sem
er kennari »af Guðs náð«, eins og
réttilega var sagt um Stefán,
hann teygar ósjálfrátt af sömu
uppsprettunni og plantan á auðn-
inni, er á var minst í upphafi
þessarar greinar.
Stefán flutti altaf með sér sól-
skin inn í kenslustofurnar. »Við
verðum að treina okkur ylinn og
ljósið þangað til vorið kemur aft-
ur með: Sól í fangi og blóm við
barm«, sagði hann eitt sinn í
skólasetningarræðu. Hann átti
þessa djúpu glaðværð, sem aldrei
bregst. í brjósti hans brann sí-
vakandi æskueldur, hugsjónaafl-
vakinn mikli, er knúði kynslóðina
ungu til að skygnast inn í æfin-
týraheim náttúrunnar.
Það var ekki skyldustarf hans
sem kennara, er framkallaði þessa
lífrænu eðliskosti, heldur gaf
hann nemendum sínum af innri
þorf og með réttum skilningi á
eðli þeirra og móttökuhæfileika.
í sambandi við kenslu Stefáns
hefir mér oft dottið í hug það,
sem rósaviðui'inn er látinn segja
í æfintýrinu alkunna: »SnígiIlÍnn
og rósaviðurinn«, eftir H. C. An-
dersen:
...... Eg blómgaðist í gleöi, því
eg gat ekki annað. Sólin blessuð
var svo hlý og loftið svo hress-
andi.... Eg fann til sælu, sem alt
af var ný og altaf mikil og þess
vegna varð eg að blómgast; það
var lífið mitt, eg gat ekki ann-
að....«
Stefán gerði sitt ýtrasta til þess
að laða nemendur að sveitalífinu
og vara þá við líkamsleti. »Skól-
inn á að veita ykkur svo mikinn
andlegan þroska, að þið getið
unnið hvaða verk sem er með
meiri hagsýni en áður«. Sagði
hann í skólasetningarræðu sinni
haustið 1910.
Fjöldi nemenda hans urðu líka
dugandi bændur og ötulir forystu-
menn margskyns verklegra fram-
kvæmda. Þessum nemendum hefir
Stefán áreiðanlega gefið brot at
sjálfum sér í veganesti. Það er
háttur mikilmenna.
Stefán unni skólanum af heil-
um hug og gerði sitt bezta til að
auka vöxt hans og viðgang. Og
þegar ganga átti á rétt skólans,
þá var Stefáni að mæta. Hann var
orðinn svo samgróinn skólanum,
að hvorugur mátti á annars
vera. Eitt af síðustu áhugamálum
. Stefáns var að gera skólann að
fullkomnum mentaskóla, og hann
vissi að svo mundi verða áður en
langt um liði'. Og nú hefir þessi
hugsjón Stefáns rætst, enda þótt
honum entist ekki líf til að leiða
það mál fram til sigurs.
Þegar Stefán hóf náttúrufræði-
kenslu sína á Möðruvöllum, var
þekking og skilningur alþýðu á
þeim fræðum á mjög lágu stigi,
og það sem verra var: Menta-
menn þjóðarinnar voru engu betri
og sýndu margir þeii'ra náttúru-
vísindum fullkomna fyrirlitningu.
Átti því Stefán fyrst lengi vel í
höggi við frámunalegt skilnings-
leysi almennings, en i'ann að lok-
um glæsilegan sigur. Hann ruddi
náttúruvísindunum braut og opn-
aði augu manna fyrir dásemdum
gróðurríkisins.
Framkoma hans öll, mælska hans
og frábærir kennarahæfileikar
gerðu harin að áirúnaðargoði
fjöldans, og á einkum er um nátt-
úruvísindi var að ræða. Því mun
það ekki of mælt, þó sagt sé, að
enginn maður hafi unnið íslenzku
þjóðinni meira gagn í grasafræði-
legu tilliti en Stefán; enda mun
nafn hans geymast ófölskvað á
meðal íslenzkra blómavina um
aldir.
Að síðustu þakka eg Stefáni
skólameistara í nafni hins norð-
lenzka mentaskóla og þjóðarinnar
í heild sinni fyrir mikil og vel
unnin störf. >
Ingimar óskarsson.
Ritstjórar:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 6.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Aðalstræti 15.
Prentsmiðja Odds Bjömtsonar. 1930,