Dagur - 06.11.1930, Page 3

Dagur - 06.11.1930, Page 3
60. tbl. DAGUR 215 fyrirhyggju. Eitt aðalatriðið í sam- bandi við skipulagið var flutningur mannfjöldans til Pingvalla og þaðan aftur til Reykjavíkur. Annað höfuð- atriði var lögreglueftirlitið meðan hátfðin stóð. Um fyrra atriðið er það að segja, að íslenzkir ökumenn — bifreiða- stjórar — eru hinir færustu, og mega menn öruggir aka á flugbjargs- brún ef íslenzkur »bílstjóri er við stýrið! Og til verðugs lofs íslénzk- um ökumönnum, og lögreglueftirlits- mönnum, er vert að geta þess, að þrátt fyrir mjóa og tæpa; vegi, sem notaðir voru af bifreiðum og gang- andi fólki, gat ekki talist að nokk- urstaðar yrði slys. Lögregluþjónum hafði verið fjöig- að að miklum mun, og sérstakur lögregluumsjónarmaður ráðinn frá Chicago. Hann mun hafa búistvið erfiðara starfi en raun varð á. F*ví að undanskildu því, að leiðbeina vegfarendum og halda umferð í réttri rás var starf lögreglumann- anna næsta auðvelt og fábreytt, og ástæðan var sú, að jafnvel þó að Reykjavík, dagana fyrir hátíðina, væri yfirfull af útlendum gestum, og fjölda sjómanna frá ýmsum þjóðum og íslendingum viðsvegar af landinu, þá bar hvergi á neinni óreglu, og eins var það á Pingvöllum meðan hátíðin stóð. Pað er ekki rétt, að tala um há- tíðahöldin sem eingöngu bundin við Pingvelli, því í tvær vikur áður en hin formlega hátíð hófst á Þing- völlum hafði Reykjavík verið í veizlu klæðum. Forleikurinn að hátíðahöld- unum voru komur Amerisku skip- anna og móttökur þeirra gesta er þau fluttu. Pegar skipin nálguðust land, komu sendimenn frá hátíðanefndinni um borð; sömuleiðis frá bæjarstjórn Rvíkur, og gestunum var þá strax fagnað með söng og ræðuhöldum. Pannig var það er fyrra skipið — Antonia - kom, og nákvæmlega eins er hið síðara — Montcalm — kom að landi. Að sigla inn til Reykjavíkur um vorbjarta nótt, var líkara dásamleg- um draumi, en vöku virkileikans. Pað var laust fyrir kl. 9 að landið sté fram úr rakri móðuslæðu, og birtu var ekki farið að bregða. Kl. 10 komu varðskipin á móti oss, öll fánum prýdd. Tíminn líður, kl. verð- ur hálfellefu, - ellefu, og hún verður hálftólf og enn er eins bjart og um hádag. Skipið siglir inn á höfnina, fjöldi af bátum hlaðnir fólki koma út að skipinu og öigla í kring- um það og bjóða það velkomið með söngvum og húrra hrópum og niðri í borðsal skipsins skemtir úr- vals söngflokkur og aliir eru sem heillaðir af söngnum og birtunni og allir hugsa það sama: Er það draumur? Næsta morgun á fætur kl 5, og þann dag halda móttökurnar, söng- urinn og ræðuhöldin áfram. Hvort það hafi ekki orðið einhæf skemtun, spyr einhver. Nei! Pví frá öllum þessum móttökum andaði þvílíkur hlýleikur til frændanna að vestan, að ekki gleymist, og af að hlusta á söng Isl. karlakóra þreytist enginn. Útsýnið meðfram veginum frá Reykjavik, til Pingvalla er ekki fagurt. Leiðin liggur yfir giýtta og hrjóstuga heiði, sem svarar 30 míl- um enskum; en svo alt í einu breytist allt í einni svipan þegar ekið er niður í Almannagjá, og eftir henni bugðast vegurinn niður á vellina. Myndir hafði eg séð af Almanna- gjá, og mér höfðu virst hamrarnir kaldir og grettir. Eg var því ekki undir það búin að skoða og skynja þá miklu gnægð fagurra lita, sem slær á hamravegginn og bergsyllur hans, eða gróðurinn sem angar og ilmar víðsvegar um gjána, niðinn í Öxarárfossinum, eða fegurð ár- innar þar sem hún streymir milli grænna bakka niður um vellina og út í vatnið. Um þetta útsýni er nú hefir ver- ið lýst, sagði Hon. W. J. Major dómsmálaráðgjafi Manitoba: »Er maður horfir yfir þetta land, sem var vagga lýðstjórnar og lög- gjafar, þá liggur við að maður öf- undi þá sem geta kallað þetta sitt land.c Margt var tij skemtunar á Ping- völlum. Ræður voru að vísu marg- ar og merkilegar; en þar að auki veðreiðar, glímur, hljómleikar og fagrar íþrótta sýningar, þjóðdanzar og söngur oft langt fram á nótt. Já, hinum björtu, heillandi sumar nóttum gleymir enginn, þær voru dýrmætari en nokkur svefn. — Uppi við Öxarárfoss, og á há- bakka gjárinnar, eftir gjánni sjálfri, og niðri á völlunum og í hlíðunum gengu menn í hægðum sinum i smá fjokkum, eða tveir og tveir saman, vinir og elskendur, eða ein- stakir hugsandi menn og nutu dýrð- ar bjartrar nætur. En niðri hjá tjöld- um, hópuðust menn og sungu, eins og aðeins ungir íslendingar geta sungið. Nei, þá laugardagsnótt var ekki.sofið mikið á Pingvöllum.---- Einhver sælasta sál á Pingvöllum var Oddur, því konungurinn gekk í veg fyrir hann ög talaði við hann, og þeir voru myndaðir saman. Oddur er alþektur í Reykjavík, og ekki álitinn »normal«. Oddur lét hár og skegg vaxa um nokkra hríð, áður hátíðin fór fram. Hann vildi sýna sig í víkingsgerfi, og það gerði hann, vinir hans sáu um það. Líkur löngu horfnum víkingi, sem um stundarsakir vitjar fornra stöðva, hvarflaði hann um völluna, ýmist gangandi eða ríðandi á gráum. Aðhátíðarhöldunum liðnum.hurfu gestirnir á brott, og líf þjóðarinnar og straumar daglegra athafna féllu í sína fornu farvegi. En þeir sem viðstaddir voru hátíðahöldin á Ping- völlum eru þess vitandi að ýmsar miklar breytingar hafa orðið og eiga eftir að verða útfrá hátíðinni. F*eir vita að hinn mikli fjöldi gesta hefur tekið með sér minningar um land og þjóð. — Á þann hátt hefur landið og lifnaðarhættir þjóðarinnar farið utan i huga og minni gestanna, sem komu og fóru, og fylgir þeim út um viða veröld til mismunandi heimila og staðhátta.* Frásögnin í Free Press er löng og ítarleg og ekki kostur að birta nema þessa kafla úr henni. F. H. B. -----o——— RYELS stóra, arlega úfsala byrjar Á MORGUN föstudaginn 7. nóvember. Aldrei í sögu Akureyrar hefir jafn fjöl- breytt úrval af góðum, fallegum og nýmóðins vörum verið lagt fram tii útsölu. — Að nota þetta framúrskar- andi tækifæri, til að byrgja sig upp, af góðum og ódýrum vörum, er stór hagnaður fyrir hvern kaupanda, og þessvegna sjálfsagt. Pess skal getið að útsöluvörum verður ekki skift, eða þœr teknar aftur, og verð miðað við borgun út í hönd. Baldvin Ryel. Verkamannaskófatnaður úr leðri - ódýr, hlýregsterkur. Vinmvetlingar margar tegundir, ódýrari en áður hefur þekkst hér. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. TIL SÖLTJ. Undirritaður hefir til sölu tvö íbúðarhús á góðum stað i bænum, húsunum fylgja eignarlóðir, og með öðru matjurtagarður. Borgunarskiimálar mjög góðir. Akureyri 4. nóvember 1930. Jón Antonsson. Duglega ng prifna stóiku vantar til innanhússverka á fáment, barnlaust heimili hér i bænum. Ritstj. vísar á. og heygrímur fást í Lyfjaiiuð flkureyrar. Sigurður Kristjánsson hefir látið af rit- stjórn Vesturlands á ísafirði og er nú orð- inn stjórnmálaritstjóri ísafoldar. Talið er líklegt að Vesturland sé úr sögunní.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.