Dagur - 27.11.1930, Page 3
63. tbl.
DAGUR
227
- •••••-
Verðlækkun.
Seljum bláar þrælsterkar karlm. peysur með
10 % AFSLÆTTI.
— Broddstafir á kr. 2. —
BRAUNS VERZLUN.
Páll Sigurgeirsson.
• ♦ •• • •♦• • • • •
Leikfélag Akureyrar.
Ýmsir bæjarbúar hafa vakið
máls á því við okkur, hvort það
væri satt, sem heyrst hefir, að
Leikfélag Akureyrar ætli ekkert
að starfa í vetur. Höfum við svar-
að, að það væri satt.
Til þess að koma í veg fyrir
missagnir þessu máli viðvíkjandi,
höfum við, formaður og gjaldkeri
félagsins, sem báðir eru kunnugir
högum þess, horfið að því ráði að
skýra það lítið eitt fyrir almenn-
ingi hér í bænum.
Á frumv. til fjárhagsáætlunar
bæjarins fyrir árið 1931 var gert
ráð fyrir því, að styrkur úr bæj-
arsjóði til L. A. lækkaði um helm-
ing frá því sem áður var. Þegar
stjórn félagsins varð þess vör,
sendi hún styrkbeiðni til bæjar-
stjórnarinnar og fór fram á, að
félagið fengi að halda sama styrk
og síðastl. ár, því ef svo færi að
styrkurinn yrði lækkaður, sæi það
sér ekki fært að halda leikstarf-
semi áfram. — Við 2. umræðu
fjárhagsáætlunarinnar kom fram
breytingartillaga frá einum bæj-
arfulltrúa (Ingimar Eydal) um
að styrkurinn héldist óbreyttur.
Gat tillögumaður þess að þýðing-
arlaust væri að samþykkja lægri
upphæðina, þar sem hún yrði ekki
notuð. Breytingartillagan var
felld með eins atkv. mun.
Á fundi Leikfélagsins, sem hald-
inn var fyrir nokkru síðan út af
þessari ráðstöfun meirihluta bæj-
arstjórnarinnar, kom fram tillaga
frá þeim, sem kunnugast er um
starfsemi og ástæður félagsins,
um að leggja það niður að fullu og
öllu. Sú tillaga féll með eins atkv.
mun. Skömmu síðar kom stjórn
félagsins saman á fund og komst
að þeirri niðurstöðu að ekki gæti
komið til mála að halda leikstarf-
seminni áfram vegna fjárhags-
örðugleika.
Jafnframt því að lækka bæjar-
styrkinn til félagsins um helming,
hefir húsaleigan fyrir leiksýning-
ar verið hækkuð að nokkrum mun
og er nú orðin nær tvöfallt hærri,
en þá félagið hóf starf sitt. Þess
er ekki að dyljast að okkur þykir
framkoma meirihluta bæjar-
stjórnarinnar bera vott um frem-
ur lítinn skilning á leikstarfsemi
og stinga nokkuð í stúf við það,
sem annarstaðar á sér stað. Leik-
list hér á landi þolir auðvitað ekki
samanburð við útlenda leiklist sem
ekki er við að búast, en þó er það
svo að list þessi á orðið um allan
heim við örðugleika að stríða, en
víðast er reynt að halda henni
uppi með ríflegum fjárstyrk. Bæj-
arstjórn Reykjavíkur hefir sýnt
allmikinn skilning í þessu máli og
sífelt verið að hækka styrk til
leikfélagsins þar. Er hann nú
6000 kr. úr bæjarsjóði og aðrar
6000 fær félagið úr ríkissjóði.
Samt sem áður er svo komið fyrir
L. R. að það er komið í stórskuld
og liggur við borð, að það verði
að leggja niður starf sitt vegna
fjárskorts. Aðstaðan í Rvík er þó
• •••••• •-•••• • •• • •• • •«
ólíkt betri en hér, þar sem t. d. í-
búar höfuðstaðarins eru 7 til 8
sinnum fleiri en á Akureyri. —
Leikfélag Akureyrar hefir nú síð-
ast haft 1500 kr. ríkisstyrk, en
búast mátti við að hann lækkaði
þegar vitað var, að styrkur frá
bænum hefði lækkað um helming.
Leikfélag Akureyrar var stofn-
að fyrir 13 árum af mönnum, sem
höfðu áhuga fyrir leikstarfsemi.
Á þessum árum, að undanskildu
hinu fyrsta, hefir félagið leikið
meira og minna á hverjum vetri
og reynt að vanda val viðfangs-
efna eftir mætti. Hér, eins og ann-
arstaðar, hefir kostnaður við leik-
sýningar farið síhækkandi, sem
meðal annars stafar a f vaxandi
kröfum um vandaðan útbúnað á
leiksviði o. fl. Félagið hefir leitast
við að vanda sem bezt til leiksýn-
inga og hefir í því skyni verið sér
úti um aðfengna krafta, þá beztu,
sem völ var á, og hefir gert meira
að því en önnur leikfélög landsins.
Fyrir nokkrum árum fékk það
aðra beztu leikkonu landsins, frú
Guðrúnú Indriðadóttur, í þjón-
ustu sína um tíma, og í annað
skifti frægan útlendan leikara,
Adam Poulsen frá Kaupmanna-
höfn. Þá réði félagið Harald
Björnsson í tvo vetur til að
standa fyrir leiksýningum. Er
hann eins og kunnugt er eini karl-
maður á landi hér, sem lært hefir
og stundað leiklist til hlítar er-
lendis. Allt þetta kostaði félagið
mikið fé.
Félagið hefir verið svo heppið
að hafa í þjónustu sinni þann
mann, sem talinn er beztur leik-
tjaldamálari allra fslendinga,
Freymóð Jóhannsson. Hefir hann
notið tilsagnar í þeirri grein við
Konungl. leikhúsið í Höfn.
í haust var stjórn félagsins í
samningum við Friðfinn Guðjóns-
son prentara í Reykjavík um að
koma hingað og leika aðalhlut-
verkið í leiknum »ímyndunarveik-
in« eftir Moliere, en nú þegar
þrengt er að kosti félagsins verð-
ur sú fyrirætlun að engu kostnað-
arins vegna. Er það þó leitt, því
ánægjulegt myndi hafa orðið að
njóta hér á leiksviði þessa vinsæl-
asta leikara á íslandi, og ekki
hefði það spillt ánægjunni, að F.
G. er uppalinn hér á Akureyri og
byrjaði hér leikstar fsitt fyrir 40
árum, á 1000 ára hátíð Eyfirð-
inga.
Síðan Leikfélag Akureyi’ar byrj-
aði starfsemi sína, hefir það
greitt nærfellt 8000 kr. í húsa-
leigu til bæjarsjóðs. Hin síðari ár
hefir meira en þriðjungur af
»brutto«-tekjum félagsins gengið
til þess að greiða húsaleigu, Ijós
og skemmtanaskatt. Styrkur frá
bænum til félagsms hefir yfir all-
an starfstíma þess numið 3.700
krónum.
Þó féíagið hafi jafnan átt við
fjárskort að búa, hefir það þó
sýnt ofurlitla Viðleitni þess að
styðja fjárhagslega almennt vel-
ferðarmál. Það lét af höndum
rakna um 2000 kr. til Heilsuhælis-
ins í Kristnesi.
Nokkrir menn hafa mikið á sig
lagt til þess að halda starfsemi fé-
lagsins uppi, en ekkert borið úr
býtum nema erfiðið og ánægjuna,
sem ætíð fylgir ósérplægnu, nyt-
sömu starfi. Þessir menn hafa oft
lagt á sig næturvökur að afloknu
dagsverki. Þeim til athugunar,
sem halda að leikstarfið hafi gefið
drjúgar tekjur, viljum við upp-
lýsa, að borgun til leikenda hefir
verið frá 40 til 70 kr. fyrir hvern
leik. Á móti þessari upphæð hefir
komið: að læra hlutverkin, 20 til
30 æfingar og síðan að leika nokk-
ur kvöld. Þó er langt frá að allir,
sem leikið hafa, hafi borið þetta
úr býtum. Sumir þeirra hafa alls
ekhert fengið greitt og venjulega
hafa leikfélagsmenn sjálfir orðið
fyrir því, eðlilega hafa þeir setið
á hakanum, en frekar reynt að
greiða utanfélagsmönnum, sem
starfað hafa með þeim. Það er því
áreiðanlegt, að leikfélagsmenn
hafa ekki fitnað af þessum störf-
um eða því fé úr bæjarsjóði, sem
til Leikfélagsins hefir gengið.
Aðrir hafa komizt betur til holda,
sem við þá jötu hafa verið. Er þar
sjón sögu ríkari.
Sýningar Leikfélags Akureyrar
hafa af ýmsum verið taldar til
hins bezta, sem völ er á til
skemmtana hér í bæ. Sérstaklega
hafa þær verið sóttar af þroskuðu
fólki. Vitanlega kjósa margir
heldur misjafnlega hollar bíó-
myndir og dansskröll. Þeir um
það. Mennirnir eru misjafhlega
gerðir að smekk og innræti. En
hvað sem um það er, þá er það
víst, að margir bæjarbúar hafa
notið margra ánægjustunda í leik-
húsinu, síðan L. A. tók til starfa.
Nú er þeirri ánægju lokið, að
sinni.
Vel má vera að eitthvað verði
fengizt, við leiksýningar hér í bæ
framvegis, þó L. A. hætti störf-
um. En ef engin ábyrgð fylgir því
starfi gagnvart sjálfri leiklist-
inni, þá er ekkert gefandi fyrir
það. Um slíkt skal engu spáð.
Tíminn leiðir það í ljós.
Hallgr. Valdeynarsson.
Sigtr. Þorsteinsson.
-----e-
F réttir.
Dánardægur. í fyrrinótt andaðist hér
í bænum Karl M. Árdal, dóttursonur
Páls sál. Árdals skálds. Bar dauða hans
skjótlega að höndum. Hann mun hafa
verið nálægt þrítugu, vel gefinn og vin-
sæll maður.
Dómsmálaráðherrann kom heim úr
utanför sinni með Islandi á sunnudags-
kvöldið. Hefir hann verið bæði I Eng-
landi og Danmörku undanfarnar vikur.
Grátlegt slys vildi til hér í bænum í
fyrradag. Barn á öðru ári datt út um
glugga á efri hæð hússins nr. 10 í Að-
alstræti og' dó eftir litla stund. Barn
þetta átti Freymóður Jóhannsson mál-
ai-i og kona hans.
Dnikknun. i síðustu viku féll maður
út af vélbát af Siglufirði og drukknaði.
Hann hét Sigurður Ólafssön, ungur
maður, ættaður af Austfjörðum og var
vélstjóri á bátnum.
Hjónabönd: Ungfrú Hólmfríður Guð-
jónsdóttir og Georg Pálsson bókari;
ungfrú Anna Halldórsdóttir og Gunn-
laugur Markússon verkam., ungfrú
Birna Ingimarsdóttir frá Litla-Hóli og
Jóhannes Væhle, Norðmaður.
Bruni. Fyrir nokkru kviknaði í íbúð-
arhúsi frú Margrétar Sigurðardóttur á
Grund í Eyjafirði. Slökkviliðið héðan
úr bænum fór fram eftir, en er það kom
á vettvang, var búið að slökkva eldinn.
Skemmdir urðu talsverðar á húsinu.