Dagur


Dagur - 04.12.1930, Qupperneq 2

Dagur - 04.12.1930, Qupperneq 2
232 DAGUR 64. tbl. ♦ -#-» ♦ ♦ • • ♦ f t • f t #••• ♦ •-•-♦-• 4 Karlmannafatnaður, Vetrarfrakkar, Sérstakar buxur, Sokkar, Bindislifsi, Manchetskyrtur hvítar ög mislitar, Kjólskyrtur mjög ódýrar, Vinnuskyrtur o. m. fl. Bezt og ódýrast. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. Vefnaðarvörudeildin. *iBI glIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIil Framsóknarfélagsfundur sunnudaginn 7. desember, kl. 4, á venjulegum stað (Skjaldborg). Flúinn! Tagore ávarpar Rússa. Indverska skáldið heimsfræga, spekingurinn Rabindranath Tagore, hefir nýlega ferðast um Rússland til þess að kynnast umbótastarfsemi Bolsevika og framtíðarhorfum. Hann dáist að hinum risavöxnu umhótum á ýmsum sviðum. En hann sér einnig skuggahliðar og varar Rússa við alvarlegri hættu, sem honum sýnist vofa yfir allri endurbótastarísemi þeirra. Hættan er falin í því hugar- ástandi almennings, sem óhjákvæmi- lega skapast þar sem æst er til hefnda, heiftar og haturs, i þeim »illu öflum ofbeldis og yfirgangs, sem aftur leiða til óendanlegrar keðju nýrra ofbeidis- og grimdarverka*. Vitringurinn varar Rússa við þessari hættu, þessum arfi frá keisarastjórn- inni rússnesku, hinum versta arfi sem hugsanlegt var að viðreisnar- menn Rússlands gætu þaðan fengið. Áður en Tagore hvarf á burt úr Rússlandi, lét hann rússneska blað- inu »lzvestia< í té til birtingar ávarp það til rússneskra Bolsevika, sem hér fer á eftir (þýtt hér úr ensku): Eg vil fyrst og fremst tjá yður aðdáun mína og undrun yfir því, hve fræðslustarf yðar á meðal bænd- anna er sótt með kappi og þraut- seigju, hve fræðslustarfi þessu er vel og viturlega komið fyrir og hve fjölbreyttar leiðir hafa verið opnaðar til þess að þroska bændalýðinn, bæði andlega og líkamlega. Slíka uppeldisstarfsemi get eg sjáifsagt metið betur en ella fyrir þá sök, að í mínu eigin landi eru miljónir manna algerlega sviftir því ljósi, sem fræðsla °g uppeldi fær veitt. Miðað við það eru öll önnur gæði, er mönnum mega hlotnast, hin ytri, yfirborðs- legu og aðfengnu hnoss, líkust húðmálningu, sem aldrei ber vott um heilbrigt blóð, en aðeins dylur hið blóðvana hörund án þess að endurnæra blóðið sjálft. Pér hafið skilið þann sannleika, að þjóðfélags- böli verður aldrei útrýmt nema tekið sé fyrir rætur þess; En til þess þarf uppeldi. Til þess dugir ekkert lög- regluvald eða heragi; En eg hefi orðið var við sumt hér, sem er í andstöðu við hið há- leitá markmið, sem þér síefnið að. Hér er alið upp hugarfar, sem er andstætt hugsjónum yðar um rót- tækar þjóðfélagsumbætur. Eg verð að leggja fyrir yður eina spurningu: Vinnið þér hugsjónum yðar gagn með því að kveikja i hugum þeirra, sem eru undir leiðsögu yðar, reiði, stéttahatur og hefndarfýsn gegn þeim, sem þér teljið yður óvinveitta ? Það er satt að vísu, að þér hafið afskaplega erfiðleika við að stríða, verðið að berjast við fáfræði, sam- úðarskort og jafnvel illgirnislega mótstöðu. En köllun yðar og mark- mið er ekki bundið við yðar eigin þjóð eina eða stjórnmálaflokk yðar sjálfra, því að þér teljið yður berj- ast fyrir mannfélagsumbótum. En eru þeir ekki líka innan mannfélags- ins, sem eru ósamþykkir stefnu yðar og markmiði? Pér reynið til að hjálpa bændunum, sem hafa aðra skoðun en þér í trúmálum, fjármál- um og félagsmálum, ekki rneð því að reiðast þeim, heldur með fræðslu, með því að sýna þeím fram á hvar rót bölsins leynist. Hversvegna farið þér ekki tins að gagnvart öðrum mönnum, sem eru í andstöðu við hugsjónir yðar? Látum svo vera að þér teljið þeirra hugarstefnur rangar. Þær eru alt að einu af sögulegum rótum runnar, óhjá- kvæmileg afleiðing af þeim aðstæð- um, sem á undan eru gengnar. Pessir menn eru í yðar augum af- vegaleiddir. Pví ríkari hvöt ættuð þér að fmna hjá sjálfum yður til þess að snúa hugum þeirra á rétta leið með samúð og velvild, þar sem þeir eru, engu síður en bændurnir, flokkur manna innan hins sama mannfélags, sem þér eruð að vinna fyrir. Ef þér alið of mikið á hinu illa innræti andstæðinga yðar, teljið þá óbætandi og veröskulda eilífa for- dæmingu, þá alið þér upp með mönnum sérstakt hugarviðhorf, heift og hatur, sem síðar getur hæglega snúist gegn yðar eigin hugsjónum og gert verk yðar að engu. Pér eruð að vinna fyrir stórt mál. Pess- vegna verðið þér líka sjálfir að sýna stórhug yðar, miskunsemi, skilning og þolinmæði. Eg dáist að hinu mikla verki, sem þér eruð að reyna að koma í framkvæmd. En einmitt þessvegna verð eg líka að vænta þess, að driffjöður verks yðar sé kærleikur og að unnið sé í and- rúmslofti samúcjflr og skilnings. Par sem menn eru frjálsir hugsana sinna, hljóta jafnan að vera skiftar skoðanir. Ef menn væru neyddir með valdboði til að aðhyllast sömu skoðun á öllum hlutum, væri þessi heimur meira en óskemtilegur. Líf manna yrði ófrjó kyrstaða í vél- gengu tilbreytingarleysi. Ef kðllun yðar er að bjarga mannkyninu, öllu lifandi fólki, þá verðið þér að taka fult tiilit til mismunandi * skoðana manna og lundarfars. Skoðanir taka sífeldum breytingum við umrót frjálsra hugsana og nýjan skilning á siðferðislögmálum. Ofbeldi dreg- ur ávalt á eftir sér nýtt ofbeldi og starblinda heimsku. Andlegt frelsi er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir sigri sannleikans, en rödd sannleikans kafnar, þar sem ógnir og hræðsla ríkir. Villidýrið getur aldrei unnið bug á dýrseðlinu, það getur maður- inn einn. Petta er sannleikur, sem hver einasti dagur í allri sögu mannkynsins leiðir i Ijós. Eg tek það fram enn þá einu sinni, nú þegar eg er á förum úr landi yðar, að eg dáist að þvl mikla verki, sem hér er hafið til þess að leysa böndin af þeim, sem áður voru í ánauð, hefja þá upp sem áður voru kúgaðir, hjálpa þeim sem áður voru hjálparlausir og vekjaþá tii meðvitundar um það, að vegur- inn til björgunar er uppeldi og sá máttur, sem fylgir sameining mann- legra krafta. Vegna alls mannfélags vildi eg mega vona að það hendi yður aldrei, að þér vekið upp hin illu öfl ofbeldis og yfirgangs, sem aftur munu leiða tii óendanlegrar keðju nýrra.ofbeidis- og grimdarverka. Pér hafið þegar tekið allmikið í arf frá keisarastjórninni i þessum efnum. Pað er hinn versti arfur, sem hugs- anlegt var að þér gætuð þaöan fengið. Pér hafið reynt til að eyða ýmsu öðru böli þeirratima. Hvers- vegna reynið þér ekki einnig að útrýma þessu? Eg hefi lært mikið af því að sjá hve hyggilega yður ferst í tilraunum yðar til að gera þá að gagnsmönnum, sem áður voru hjálparvana, veikir ogfáfróðir. Pér hafið stórar hugsjónir, en ein- mitt þessvegna vil eg mega vænta af yður fullkominnar þjónustu fyrir hugsjónamál yðar og sérstakiega þess, að undirstaða framtíðarbygg- ingar yðar verði lögð á breiðum grunni hins víðtækasta frelsis. J. E. K. tilkynnir í síðasta »Verka- mannic, að hann svari ekki spurn- ingum þeim, er að honum var beint í síðasta blaði Dags. Hefir hann þannig flúið af þeim vígvelli, er honum var haslaður. Var það fyrirfram vitanlegt að svo myndi fara. En á flóttanum iítur J. E. K. um öxi og fleiprar út úr sér, að hann skuii þá fyrst sanna mál sitt um kúgun og arðrán K. E. A., þegar ritstjóri Dags hafi aísannaö það! Pessi rökfærsla J. E. K. sýnir mjög vel gáfnafar hans. J. E. K. segir, að »sjáanlega« sé greinin í síðasta blaði Dags, undir- rituð »Hamar<, eftir Porstein Da- víðsson. Alrangt sér J. E. K. hér eins og. annarstaðar, og munu hæfi- leikar hans mjög beinast í þá átt að rata aldrei á hið rétta i neinu máli. P. D. átti engan hlut að greininni »Ojafir eru yður gefnar<. J. E. K. tilkynnir, að hann sé »á förum úr bænum<. En ekki getur hann um, að hann sé að fiýja undan »kúgun< og »arðráni< K.E. A. Fari hann í friði! Rússneskir vísindamenn dœmdir til dauða og skotnir án rannsóknar. í síðasl. mánuði hefir mikill fjöldi þýzkra prófessora og vísindamanna sent rússnesku ráðstjórninni opin- ber mótmæli út af aftökum rúss- neskra visindamanna, sem átt hafa sér stað i haust. Undir mótmælin hafa skrifað svo niargir frægir vísinda- og andansmenn, að fá dæmi eru til. Mótmælin eru svohljóðandi (þýdd er enska blaðinu »Manchester Ouardian<): »Hinn 3. sept. hafarússnesk blöð opinberlega tilkynt að teknir hafi verið fastir margir afburða vísinda- menn, sem höfðu unnið að visinda- störfum sínum í þágu lands síns. Staðreyndir hrúgast upp sem virðast sanna það, að hverskonar vísinda- iðkun, sem útheimtir hið allra minsta andlegt frjálsræði, sé að verða alveg útilokuð í ráðstjórnarríkjum Rúss- lands. Samkvæmt viðbótarskýrslu, sem birt var í opinberum blöðum Rússiands 22. og 23. sept. hafa 48 menn, þar á meðal prófessor Ryazant- seff og prófessor Karatygin, verið skótnir samkvæmt ákvörðunum stjórnarvalda, án réttarrannsóknar. Vér sem skrifum nöfn vor hér undir, teljum það skyldu vora sem fullttúa Gotf Ijós gleður á hvíldarstundum og gerir vinnuna auðveldari. Spara eigi gott ljós. þeyati omi aS írrrwjL lýAxv fac&V bétet>V;

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.