Dagur


Dagur - 13.05.1931, Qupperneq 2

Dagur - 13.05.1931, Qupperneq 2
84 DAGUR 21. tH. V atnsleiðslurör svört og galvaniseruð. Röra-tengistykki af öllum tegundum. Skólpleiðslur. -Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. mmmmmmmmmmmm My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. máli sínu, reyndi ólafur Thors að brýna röddina, en framburður hans var loðinn og óskilmerkileg- ur. Sýnilega hefir honum fundizt að andstæðingar Tiyggva Þór- hallssonar hafi farið miklar hrak- farir fyrir honum kvöldið áður og vildi hann því freista að rétta hlut þeirra en tókst það illa. Sýndi ólafur þá riddaralegu hegð- un að ráðast að Tr. Þ., sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér á þessum vettvangi, og hrakyrti hann á margan hátt. Aftur á móti treysti hann sér ekki til að svara Eysteini' Jónssyni einu einasta orði og gerði því enga tilraun til að hrekja neitt af því, sem hann hafði sagt í ræðu sinni. Er þó ekki vafi á, að ól. Th. hefði ekki sparað það, ef hann hefði séð sér það fært. Síðar gekk Eysteinn fast á Ólaf með að hrekja ræðu sína, þó ekki væri nema eitt at- riði hennar, ef hann væri maður til, en ólafur kvaðst halda fast við þá ákvörðun sína að leggja ekki út í það. ól. Thors endaði ræðu sína með orðunum: »Eg læt mér nægja að staðhæfa«. Var það rétt mælt, því ræða hans öll var ekki annað en rakalausar staðhæfingar. Var mál hans allt hið ómerkilegasta og ekki þess vert að vera rakið. Stefán Jóh. Stefánsson lýsti stefnu jafnaðarmanna og ræddi um ýms áhugamál flokksins. Tók hann upp sumt af því, sem Jón Baldvinsson hafði sagt kvöldið áður, svo sem um breytta kjör- dæmaskipun og hlutfallskosning- ar. Dvaldi hann og nokkuð við skatta- og tollamálin, alþýðu- tryggingar, fátækralöggjöf og rikislögreglu fhaldsins, sem hann kvað geta rekið aftur upp úlf- grátt höfuðið, ef alþýðan gætti sín ekki. Þá fór Eysteinn Jónsson nokkr- um orðum um ræðu Ólafs Thors og sýndi fram á, hversu hann hefði alveg gefizt upp við að rök- ræða við sig um skuldirnar. Rakti hann enn nokkuð fjármálasyndir og fjárglæfra Ihaldsmanna. Sagði hann það enga tilviljun, að sömu mennirnir, sem hefðu átt beinan og óbeinan þátt í því, að íslands- banki fór á hausinn, væru nú komnir í makk við jafnaðarmenn. Nokkuð af ræðutíma sínum gaf Eysteinn Jónasi Jónssyni eftir. Tók hann ól. Th. ofurlítið til bæna í stuttri ræðu og rak ofan í hann verstu lokleysurnar; minnti hann á að við Þjórsárbrú hefði hann eitt sinn sagt: »Við útgerð- armenn erum aflaklærnar og við ætlum að leggja til fjármagnið í ræktun landsins«. En þetta loforð sitt hefð'i hann svikið. — Þessu svaraði ól. Th. með skætingi og minntist um leið Kaupfélags Ey- firðinga á þann hátt, að það væri »pólitískt verzlunarfyrirtæki'«. Vildi hann með því afsaka líkam- legt ofbeldi sitt gagnvart bókinni »Samvinna bændanna«. Enn urðu nokkrar orðahnipp- ingar milli ræðumanna í 5 mín- útna ræðunum. III. Lokaþáttur stjórnmálaumræðnanna hófst að kvöldi þess 6. þ. m. Ræðumenn voru: Magnús Jóns- son prófessor fyrir hönd íhalds- flokksins, Ólafur Friðriksson ritstjóri fyrir hönd Alþýðuflokksins og Jónas Jónsson fyrv. dómsmálaráðherra af hendi Framsóknarflokksins. Einnig var Brynjólfi Bjarnasyni skotið inn í umræðurnar, og flutti hann hálf- tíma ræðu, til þess að lofa og veg- sama stefnu kommúnista. Magnús Jónsson byrjaði ræðu sína með því, að hann ætlaði að draga upp rétta mynd af stjórnar- farinu og fjárhagsástandinu. Sem dæmi þess hve myndin var rétt dregin hjá M. J., fullyrti hann, að veðsetning tollteknanna 1921, í sam- bandi við »óskapalán« Magn. Guðm. væri ekki til, það væri bara rógur Framsóknarmanna. Nú er það löngu upplýst og sannað með skulda- bréfunum sjálfum, að þessi veð- setning var í fullkomnasta lagi. Er það því nokkuð óskammfeilin bíræfni af Magnúsi Jónssyni að ætla sér enn að bjarga nafna sínum Guðmundssyni frá veðsetningunni með rakalausum ósannindum. — Pá sagði M. J., að allar framfarir í sveitum landsins byggðust á raf- virkjun eftir þeim leiðum, sem flokk- ur hans hefði stungið upp á. - Síðan varð honum skrafdrjúgt um »drengileg vopn« í blaðamennsk- unni og hvað Tímann vera lygið blað gagnstætt því sem blöð íhalds,- ins væru! Mun almennt hafa verið brosað að þessari fyndni Magn. J. — Ræðumaður sagði það mjög skammarlegt að bera andstæðingum það á brýn, að þeir væru varmenni, en rétt á eftir kom það í Ijós, að því aðeins væri þetta ljótt, ef íhaldsmenn yrðu'fyrir því, og ekki nægði honum sjálfum að bregða andstæðingum sínum um varmennsku, heldur líkti hann þeim við glæpamenn í Chica- go af verstu tegund. — Mjög harm- aði M. J. þann dugnað, sem sýnd- ur hafði verið í því að koma upp glæpamálinu í Hnífsdal, og hefði sýnilega verið nær innræti þessa prestvígða manns að breitt hefði verið yfir það mál, eins og að sjálfsögðu hefði verið gert, ef íhalds- stjórnin hefði verið áfram við völd. — Rá var M. J. mjög sár út af því, hve »hamast« hefði verið áfram í framförunum í stjórnartíð Framsókn- ar, og hvað hlynnt hefði verið að verkamönnum í kaupgjaldsmálum; þeir hefðu fengið allt of hátt kaup. Ennfremur fann hann að þvi, hvað stjórnin hefði verið vond við Shell á íslandi. — Loks sagði M. J., að fjárhagurinn hefði verið í bezta lagi 1927, en nú væri svo komið, að hann væri á heljarþröminni og rík- inu lægi við gjaldþroti. (Sbr. kenn- ingu íhaldsmanna um að hinn vel stæði Reykjavíkurbær geti ekki feng- ið lán, nema ríkið ábyrgist. Gott samræmi!) Að mestu er hér gengið fram hjá Ijótum munnsöfnuði þessa hempuklædda þjóns kirkju og krist- indóms, en það orðbragð var á þá leið, að vitanlegt er um ýmsa gætna flokksmenn hans, að þeim ofbauð. Ólafur Friðriksson ræddi nokkuð um fjármálastjórn íhaldsins og brá upp mynd af nokkrum fjársukks- mönnum flokksins. Peir, sem hefðu verið f náðinni hjá íhaldinu, hefðu fengið að hækka skuldir sínar við lánsstofnanir, jafnvel upp í 2 —3 milj., þó vitanlegt væri að ekki gætu borg- að. Af þessari óstjórn hefðu hlotist hin alkunnu stórtöp bankanna, sem alþýðan yrði nú að bæta fyrir með drápsvöxtum. Ól. Fr. sagði, sem ailir vita, að tugum þúsunda af fé bankanna hefði verið ausið í blöð íhaldsins og kosningasjóð þess. — Ósatt kvað hann það vera hjá Magn- úsi Jónssyni, að Framsókn hefði sprengt upp kaup verkamanna. Framsókn væri líka íhaldsflokkur, þó ekki væri út af eins svört og gamla íhaldið. Pó hefði gamla I- haldið snúist til fylgis við breytta kjördæmaskipun og Sogsvirkjunina, sem það áður hefði barist á móti í bæjarstjórn Rvíkur með hnúum og hnefum, en nú gefið eftir vegna hræðslu við kjósendur í Rvík. Ól. Fr. kvartaði mjög yfir þing- rofinu, og heróp verkamanna sagði hann að ætti að vera: Niður með íhaldið og Framsókn! Hvað upp ætti að koma i staðinn gat hann ekki um, og varð því stefnan að lokum niðurrifsstefna. Jónas Jónsson sýndi með skýrum rökum fram á, hvert viðfangsefni Framsóknarflokksins hefði verið JARÐARFÖR Möggu okkar, sem andaðist 6. þ. m., fer fram frá heimili okkar laugardaginn 16. þ. m. kl. 1 e. h. c Guðrún og fóh. Ragúels. hingað til. Pað væri fólgið í viðreisn byggða landsins og kaupstaða og í því að koma nýju og betra skipu- lagi ábankamálin. Samvinnumenn og framsóknarmenní landinu hefðu með tilstyrk jafnaðarmanna, bjargað við málefnum bæja og sveita með sameig- inlegu átaki. An þessa sameiginlega átaks hefði margri sveitinni blætt út. Nú hefði Eysteinn Jónsson skatt- stjóri sannað það með skýrri grein- argerð og sundurliðuðum tölum, að allar framkvæmdir ríkissjóðsins hefðu aukið skuldir hans um að- eins eina miljón. Með nýrri skipun bankamálanna væru gerðar ráðstaf- anir til þess að bankarnir störfuðu fyrir almenning en ekki fyrir fáa »spekú!anta. Ræðumaður minntist nokkuð á stofnun og hlutverk Bún- aðarbankans og að vextir hans væru lægri en áður hefði verið, af því að honum væri ætlað að skifta við skilamenn landsins en ekki óreiðu- menn, sem svikjust um að standa í skilum. Óskiiamennirnir, sem kom- ið hefðu til leiðar bankatöpunum, hefðu lagt skatt á alla skilamenn landsins, samsvarandi hernaðarskatti á sigraðri þjóð. Framundan væri aðalviðfangsefnið fólgið í baráttunni við dýrtíðina í Reykjavík. Braskara- flokkurinn hefði mótað bæinn og myndað dýrtíðina þar. Húsaleigu- okrið væri að sliga hina vinnandi stétt. Fiskurinn óhóflega dýr í sam- svörun við verð hans á erlendum markaði. Dýrtíðin i Rvík hvíldi eins og mara á allri þjóðinni. Lýðurinn skiftist í tvo flokka: þá sem ynnu og þá sem ekki ynnu. í síðari flokkn- um væru eyðslumennirnir, sem lifðu í óhófi og leti og nú væru oft nefndir Reykjavíkurvaldið. Fámenn braskarastétt Reykjavíkurvaldsins hefði átt aðalþáttinn i því, að bank- arnir hefðu tapað 33 miljónum. Pessir menn heimtuðu peninga- strauminn til Reykjavíkur einnar. Gaf ræðumaður skarpa lýsingu á hinni tiltöluiega fámennu eyðslu- stétt i Rvík. Þá vék J. J. að Sogsvirkjuninni. Meða! jafnaðarmanna hefði meira borið á trú en þekkingu í því rnáli. Samkvæmt ummælum þeirra í ræðu og riti væri það ekki rafmagnið sjálft, sem væri aðalatriðið í þeirra augum, heldur vinnan, sem virkjun- in skapaði. Pað væri ekki rétt, sem jafnaðarmenn héldu fram, að Fram- sókn væri á móti því, að Sogið væri virkjað, en Framsóknarmenn væru því mótfallnir, að ríkið gengi inn á þá hættulegu braut að sökkva lánstrausti sínu með því að ganga í stórfelldar ábyrgðir fyrir sérstök héruð. Allar slíkar ábyrgðir færðu útlendir fjármálamenn á skuldaljsta landsins. Jónas Jónsson sýndi fram á, hvernig dýrtíðin í Rvík væri aðal- erfiðleiki, ekki einungis Reykvíkinga sjálfra, heldur og allrar þjóðarinnar. »Reykjavíkurvaldið* heimtaði lán á

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.