Dagur - 18.06.1931, Page 3

Dagur - 18.06.1931, Page 3
32. tbl. DAGUB 123 ÚTBOÐ Eg undirritaður óska eftirtil- boðum í að byggja einnar hæð- ar steinhfls, sunnan við verkstæði mitt á Oddeyri. Uppdrætti og útboðslýsingu geta menn fengið í verkstæði mínu og skal skila tilboðum í lokuðum umslögum fyrir kl. 12 á hádegi þann 23. þ. m., til Sveinbjarnar Jónssonar byggingameistara. Akureyri, 18. júní 1931. Steindór /óhannesson, jámsmiður. Fréttir. Veðráttan. Brugðið hefir til rigninga viða um land á síðustu dögum eftir Iang- varandi þurka. íhaldsmenn í Rvik kváðu bera sig illa yfir kosningaósigrinuin. Nýlátinn er hér á sjúkrahúsinu Jóhann Friðfinnsson, faðir Einars byggingameistara hér í bæ og frú Soffíu konu Júniusar Jóns- sonar bæjarverkstjóra. Hafði hann mörg síðustu ár æfinnar dvallð hjá dóttur sinni og tengdasyni. Jóhann sái. mun hafa ver- ið kominn yfir sjötugt. Hann lætur eftir sig ekkju og tvö áðurnefnd börn. 5. bekkingar menntaskólanna beggja, í Reykjavik og á Akureyri, eru á ferðalagi í Þingeyjarsýslum. í för með þeim eru náttúrufræðiskennararnir Ouðmundur O. Bárðarson og Steindór Steindórsson. áiengisbruggun varð uppvís í Reykjavik nýlega. Fór bruggunin fram i bakhúsi einu á Laugarvegi. Tveir menn voru settir í varðhaid og er mál þetta nú uudir rann- sókn. Sundkennsla hófst hér í bænum i gær i sundstæði bæjarins. Kennarinn er Ólafur Magnússon eins og áður. ------o----- Merkisviðburður. Leikfélag Reykjavíkur kemwr hingaö til Akureyrao' og sýnir sjónleikinn »Hallsteinn og Dóra« eftir Einar H. Kvaran. Hver mundi hafa búizt við slíku? Hver mundi hafa þorað að vonast eftir slíku nú? En í lönd- um, þar sem menn líta á leiklist sem þýðingarmikið menningarmál — þar sem menn viðurkenna að dramatiskar bókmenntir eru einn öruggasti vitnisburðurinn um mikilhæfi og fegurð þjóðarsálar- innar — vitnisburður um andleg- an þroska, en það viðurkenna menn í öllum menningarlöndum — þar er það venja að þjóðleik- hús viðkomandi landa sendi, jafn- vel árlega, þá beztu eða nokkra af beztu leikkröftum sínum í leik- för um landið með þá af sjónleikj- um sínum, er mest gildi hafa og þezt hefir tekizt að sýna, til þess að veita þannig frjóum straum þessarar andlegu orku út til hinna fjarlægari staða landsins í því skynl að hefja og sameina í krafti andans og listarinnar hina annars svo ólíku hugi þjóðarinnar. Þetta hefir ekki þekkst hér á landi, og enginn getur þó neitað því, að við eigum fullan rétt á að teljast meðal menningarþjóða, og enginn íslendingur mun heldur óska ann- ars. Leikfélag Akureyrar hefir starf- að yfir 30 ár nú. Að vísu hefir það ekki starfrækt neitt þjóðleik- hús, en það hefir heldur ekki lagt í för sem þessa — sem félag — og víst heldur ekki treyst sér, — enda víst ekkert sérstakt verið gert til þess af þjóðinni sem heild. En nú hefir L. R. ákveðið að hef j- ast handa í fyrsta sinn og fara eina reynsluför í áðurnefndu augnamiði. Förinni er heitið hingað til Akureyrar, því hér er eina leiksviðið sem tiltækilegt er að nota, utan Reykjavíkur, fyrir þann sjónleik, sem valinn hefir verið til fararinnar, en hann er hið nýja leikrit, »Hallsteinn og Dóra«, eftir vinsælasta rithöfund okkar íslendinga: Einar H. Kvar- an. Sjónleik þessum var tekið bet- ur í höfuðstaðnum en venja hefir verið um íslenzka sjónleiki og sýndur nú undanfarið fyrir troð- fullu húsi hvað eftir annað og vaxandi hylli bæjarbúa, þrátt fyr- ir stjórnmálaerjur er fylltu hug- ina, og glampandi sólskin, er seiddi fólk burt úr bænum í þús- undatali. Jafnvel eftir að búið var að auglýsa leikinn í síðasta sinn varð að taka hann upp aftur, því margir höfðu orðið frá að hverfa, og varð þá enn alveg fullt hús. Er það einstakt í vorhitum eins og að þessu sinni í Reykjavík. Leikarar þeir, sem farið hafa með hlutverkin í leiknum fyrir sunnan og sem koma hingað norð- ur að þessu sinni, eru heldur ekki af verri endanum. Fyrir utan Harald Björnsson, formann L. R. og leikstjóra, koma hvorki meira né minna en sjálfur Friðfinnur Guðjónsson, Marta Kalman og Gunnþórun Halldórsdóttir, sem öll eru landskunn. Harald þekkja allir hér af starfi hans undanfar- in ár. Hann hefir staðið fyrir sýningum L. R. í vetur og auk þess leikið sjálfur flest vandasöm- ustu hlutverkin. Hann fer hér með hið erfiða og vandasama hlutverk Hallsteins. Friðfinnur Guðjónsson hefir leikið flest hlut- verk allra íslenzkra leikara — hátt á annað hundrað hlutverk — og leikið þau: allt-sigrandi; því hver getur staðist Friðfinn? Eng- inn. Margir Reykvíkingar elska hann blátt áfram. Hann fer hér með hlutverk ófeigs vinnumanns. Marta Kalman, systir Guðrúnar Indriðadóttur, hefir leikið fjöl- mörg af aðalhlutverkum hjá L. R., einkum nú í seinni tíð og lagt drjúgan skerf til hlátursefnisins í leikhúsinu. Hún fer hér með hlut- verk Gunnhildar ekkjufrúar. Gunnþórun Halldórsdóttir hefir leikið bæði gaman og alvöru og Nytt Kaffihús undir nafninu Herðubreið var opnað í Hafnarstræti 98, föstudaginn 12. júní. Jazz-Trio Karls Runólfssonar spilar fyrst um sinn á hverju kvöldi og á sunnud. frá kl. 3.30 til kl. 5 e. h. JÓM A R ,M A SON, Herkúles slátfuvélar. Það er engin tilviljun að vér höfum selt — 500 sláttuvélar á fjörum árury — og að allir sem hafa fengið þessar vélar eru vel ánægðir með þær. Valið á vélunum veldur þessu. Herkúles vélarnar bregðast ekki. Höfum til alla varahluti í vélarnar. Samband ísl. samvinnufélaga. Móelven vagnar og vagnhjól eru vænst og varanlegust og best búmannseign, Samb8nd is). samvinnufélaga. sýnir í »Hallsteinn og Dóra« svo fagran og göfugan leik, að maður trúir henni umsvifalaust fyrir hinum allra kröfuhörðustu hlut- verkum. Hún fer hér með hlut- verk Geirlaugar. Af yngri kynslóðinni koma Emilía og Þóra Borg og Sigrún Magnúsdóttir. Um Borg-systurn- ar væri það eitt nægilegt að benda á, að þær eru dætur Stefaníu heitinnar leikkonu og systur Önnu Borg, sem er í þann veginn að vinna sér Evrópufrægð sem helzta leikkona konunglega leik- hússins í Höfn — nægileg trygg- ing fyrir því, að hér eru fallegar og gáfum gæddar leikkonur á ferðinni. Ungfrú Þóra Borg hefir þar að auki í þessum leik unnið hjörtu allra, sem geta fundið til, með leik sínum í 2. þætti, þar sem Dóra deyr, en hún leikur Dóru. Ungfrú Emilía fer aftur með hlutverk Finnu vinnukonu, og skilar því með mestu prýði. Sigrún Magnúsdóttir, hin unga leikkona Isfirðinga, kom heim í fyrra frá tveggja ára námi við leikskóla konunglega leikhússins í Höfn og hefir starfað með L. R. í vetur. Hún fer hér með hlutverk Manga litla, sonar Hallsteins og Dóru. Hér er um óvenjulega leiksýn- ingu að ræða, bæði hvað efni, leik og allan útbúnað snertir. T. d. má geta þess að í síðasta þætti, sem gerist einhverstaðar í tilver- unni, birtast 3 sýnir af fólks- fjölda og landslagi. Hefir Frey- móður Jóhannsson málað tjöldin og útbúið leiksviðin. Með Detti- fossi síðast komu þeir Freymóður Jóhannsson málari og Lárus Sig- urbj örnsson f ramkvæmdarst j óri til þess að undirbúa leiksýning- una hér og koma fyrir tjöldunum. Með næstu skipum koma svo leik- ararnir og ljósameistari félags- ins, Hallgrímur Bachmann, og verður svo byrjað að leika um mánaðamótin næstu (júní—júlí). Þarf ekki að efa, að kapp verð- ur mikið um aðgöngumiðana. Þessi för Leikfélagsins ætti að geta orðið upphaf að nánara kynni milli þeirra krafta, sem að leikmennt landsins standa og sem bera þjóðleikhúsmál vort fyrir brjósti — upphaf að samvinnu og samhug. Að þessi för er farin fyrst nú stafar af því, að á síðast- liðnu ári varð gagnger breyting á allri stjórn Leikfélags Reykjavík- ur, þannig að félagið telur sig hafa meiri skyldur nú en áður gagnvart allri þjóðinni. Akureyringwr. ■ Q---------

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.