Dagur - 02.07.1931, Page 3
34. tb!.
DAGUR
131
Framsóknarfélag Akureyrar.
Fundur í Skjaldborg laugard. 4. þ. m. kl. 81/2 e. m,
Fjölmennið! STJÓRNIN.
batnað sunnanlands upp á síðkast-
ið, vegna hlýinda og nokkurrar
úrkomu, sem þó er allsendis ónóg.
---0----
íþróttir.
Fimtudaginn s. I. kom hingað frá
Reykjavík með Dr. Alexandrine,
íþróttaflokkur Knattspyrnufélags
Reykjavíkur undir forustu for-
manns félagsins, herra Kristjáns
Oestssonar. Fiokknum veitti mót-
töku Knattspyrnufélag Akureyrar.
Alls var flokkurinn 50 manns, knárra
drengja og ungfreyja. í flokk þess-
um er bezti knattspyrnuflokkur lands-
ins undir stjórn kennara sins Quð-
mundar Ólafssonar. Hefir knatt-
spyrnuflokkur þessi unnið fslands-
bikarinn 7 sinnum. Þreytti K. R(
hér við knattspyrnuféiögin K. A.
og Pór. Fóru Ieikar þannig, að K.
R. vann K. A. með 6:2, en Pór
með 10:1. Prátt fyrir þenna mikla
mun var það sýnilegt, að K. A. átti
góðum kröftum á að skipa, urðu
jafnir vinningar fyrri hálfleikinn 2 :2
en síðari hálfleikinn hallaði til muna
á K. A., enda áttu þeir þá móti
vindi og undir sól að sækja.
Ójafnari var Ieikur K. R. og Pór,
en samt á Pór ennþá marga góða
knattspyrnumenn og var auðséð að
þar voru góðir kraftar, Iítið æfðir.
Dómari var Ounnar Schram stöðv-
arstj. Milli hálfleikanna var háð 800
m. og 1500 m. kapphlaup og vann
bæði hlaupin Ólafur Kristinsson
úr K, R.
Pá hlupu þeir þolhlaup, Haukur
Einarsson og Magnús Ouðbjartsson.
Hlupu þeir frá Fagraskógi til Akur-
eyrar, er sú leið ca. 28 km. Fór
Magnús vegalengd þessa á 1 tima
og 45 mín., en Haukur á 1 tíma
og 52 mín., báðir úr K. R.
Olímumenn, alls 9, glímdu bæði
i Samkomuhúsinu og úti á íþrótta-
velli. Olímdu þeir fyrst sýningar-
glímu og síðan bændaglimu.
Qlíman i Samkomuhúsinu tókst
mjög vel, sérstaklega sýningarglíman.
Lðgðu glímumenn yfirleitt hrein
brögð og ákveðin. Bændaglíman
fór einnig vel fram. Stóð f bæði
skiftin einn uppi Porgeir Jónsson
bóndi frá Varmalæk, var glima hans
mjög traust og ákveðin. Fyrir þrem
árum vann hann bæði beltið og
stefnishornið, var þvf eigi við neinn
meðalmann að eiga. — Pað verður
eigi annað sagt, en að það væri
heldur áfátt fyrir okkur Akureyring-
um, að geta ekki boðið görpum
þessum i bændaglímu og vonast
eg tii að við höfum þann metnað,
að við getum boðið þeim það næst
er þeir koma.
Pá var og sýnt spjót- og kringlu-
kast.
Fimleikaflokknum stýrði ungfrú
Unnur Jónsdóttir frá Egilsstöðum,
voru það 8 stúikur er sýndu fim-
leika eftir undirspiii. Pá kepptu þær
í boðhlaupi við kvenflokk úr K. A.
og unnu K. R.
Síðan þreyttu stúikur úr K. R. og
K.A. handbolta og fóru leikar þannig,
að K. A. vann K. R. með 10:3.
Var góð skemtun að horfa á leik
þenna, er íþrótt þessi falleg og
sjálfsagt holl, ættu sem flestar stúlk-
ur að iðka hana. Má svo ségja, að
Akureyrarstúlkurnar hafi haldið uppi
heiðri íþróttanna hér í bæ með þvi
að vinna sigur í iþrótt þessari og
þar með að láta eigi alla vinninga
úr höndum okkar ganga.
íþróttafl. K. R. fór með Ooða-
foss á mánudaginn.
Pökk sé honum fyrir komu sína
hingað. O. J.
-----0-----
Fréttir.
FM.\ □ RÚH 5931778 - I.
Prestasfefna var háð í Reykjavik dagana
18—20. júní. Um 40 prestar voru mættir.
Biskup landsins gaf yfirlit um kirkjuleg
mál síðasta fardagaár. Minntist einnig Al-
þingishátíðarinnar, sem hann kvað hafa
orðið landi og lýð tii hins mesta sóma.
Samþykkt var meðal annars að prestum
skyldi leyft að ferma börn án biskupsleyf-
is, þó ekki væru 14 ára, ef þau næðu þeim
aldri fyrir næstu áramót á eftir.
Ársþino Stórstúku íslands hófst í Reykja-
vik í fyrradag. Var það hafið með guðs-
þjónustu í Fríkirkjunni. Séra Halldór Koi-
beins predikaði.
Adalfundur Eimskipafél. íslands er nýlega
afstaðinn. Eignir og skuldir félagsins stand-
ast nokkurnveginn á. Rekstursafkoma fé-
lagsins var örðug síðasta ár. Halli á rekstr-
inum nemur 4 þús. kr. auk fyrningar á
skipunum, sem er á þriðja hundr. þús. kr.
Fundurinn skoraði einum rómi á íslenzku
þjóðina að Iáta skip félagsins sitja fyrir
flutningum i framtíðinni. Vill Dagur hér
með taka eindregið undir þá áskorun,
Talmyndir verður innan skamms farið
að sýna í Nýja Bíó hér í bænum. Er verið
að setja þar upp útbúnað til þess.
LÚtÍn er á Siglufirði frú Rakel Páls-
dóttir, kona Sigurðar Egilssonar frá Laxa-
mýri. — Einnig er látin hér í bænum
gömul kona, Rannveig Bjarnadóttir, móðir
Páls Jónatanssonar frá Búðarnesi og þeirra
systkina.
Leikendurnir úr Reykjavík, sem áður
hefir verið getið um að von væri hingað,
komu með Ooðafossi á sunnudaginn var.
Einar H. Kvaran rithöfundur kom hingað
til Akureyrar á fimtudaginn var, til þess
að vera hér við sýningarnar á Ieik sínum
>Hallsteinn og Dóra«,
Dormóöur nefnist hið nýkeypta skip
Samvinnufélags sjómanna hér í bænum.
Er það nýlega hingað komið og talið vera
einn stærsti og myndarlegasti lfnuveiðari
landsins. Skipstjóri er Sigurður Sumarliða-
son.
•
Grasspretta hefir tekið miklum framför-
um síðan brá til votviðra. Talið líkligt að
túnasláttur byrji víða úr annari helgi.
Leikfélag Reykjavfkur
sýnir SJÓNLEIKINN
HALLSTBINN OG DÓRA
eftir EINAR H. KVARAN
í Samkomuhúsi Akureyrar, LAUGARDAO og SUNNUDAO 4. og 5. júlí,
kl. 8'/2 e. h. Húsið opnað kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir í Samkomuhúsinu.
Auglýsing.
Útflutningsnefnd Síldareinkasölu íslands hefir ákveðið, að gefa
síldarsöltun að þessu sinni frjálsa, þannig, að síldareigendur
semji sjálfir við söltunarstöðvarnar og beri ábyrgð á síldinni
gagnvart einkasölunni, uns síldin er henni afhent af saltanda.
Einkasalan hefir þó ákveðið hámark þess, er salta má á hverri
stöð.
Einkasalan getur ráðstafað söltun þeirrar síldar, sem engir
samningar hafa verið tilkyntir um fyrir 10. júlí n. k. og ákveður
hún þá söltunargjald fyrir þá síld.
Síldareinkasalan greiðir söltunarlaun beint til saltenda, nema
skilríki liggi fyrir um að þau séu greidd á annan hátt, enda hafi
ekki komið fram kröfur um ógreidd vinnulaun.
Akureyri 20. júní 1931.
Fyrir hönd Útflutningsnefndar Síldareinkasölu Islands.
Erlingur Friðjónsson.
—■wmxfi maanaaem
I Ðændur |
^ Kaupum egg á
kr. 2.50 kg. J
Mannaldt.
Látnir eru fyrri hluta júnímán-
aðar fjórir merkis- og dugnaðar-
bændur í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði. Voru tveir þeirra á
bezta aldri, Stefán Jónatansson á
Þorsteinsstöðum og Sveinn Svein-
bjarnarson á Mælifellsá. Báðir
létu eftir sig konur og mörg börn.
Er að þeim hinn mesti mannskaði.
Hinir tveir voru.við aldur, annar
nær áttræður, IJannes Hannesson
á Daufá, áður bóndi þar (f. 1855),
alkunnur sæmdarmaður, og Ófeig-
ur Björnsson í Svartárdal (f.
1864), mikill dugnaðarmaður.
Dvaldi um hríð í Vesturheimi.
Ennfremur nýdáin á Sauðár-
króki Jón Eiríksson verkamaður
og Steinunn Stefánsdóttir; voru
þau Stephan G. Stephansson skáld
og hún systkinabörn.
Tófuhvolpar ti! söiu. Upp-
lýsingar gefur PORSTEINN HALLASON
Oaltalæk.
Gúmmí-
hanskar
bestir og ódýrastir.
(Aðsent).
Sendiherra íslands og Danmerkur
í Vínarborg, Paul Viktor Bigler, lézt
27. apríl s.l. úr heilablóðfalli. Naut
hann jafnan vináttu allra góðra
manna, er hann þekktu, Og virðingar.
Hann átti sæti í nefnd þeirri, er
stóð fyrir íslandssýningunni í Vín-
arborg í fyrra, þeirri er málarinn
Theo Henning átti frumkvæðið að.
Bigler sendiherra varð 53 ára að
aldri, og hafði gegnt sendiherrastðrf-
um I Vín frá 1922.
drekka allir góðir
íslendingar.
Fæst alstaðar þar sem
öl er selt.
Leikíélag Rvikur sýnir Ieikinn Hallsteinn
og Dóra nostk. laugardags- og sunnu-
dagskvöld í Samkomuhúsinu,
Leiðrétting; Misprentast hefir á bls. 132
i þessu blaði, í auglýsingu um Mannborg
orgel-harmonium og Steinway & Söns
flygel og piano, Sveinn Bjarnason, á að
vera SVEINN BJARMAN.