Dagur - 10.12.1931, Page 3
57. tbf.
DAGUK
223
Framsöknarfélag Akureyrar
heidur fund á venjulegum stað á föstudaginn kemur kl. 8V2 e. m.
Mörg árfðandi mál á dagskrá. Dr. Kristinn Ouðmundsson hefur umræður.
S T J Ó R N I N.
fflir yðar pvegiiir ér LUX
þola betur og eru
ávalt sem nýir.
S.OKKARNIR’eru viðkvæmar flíkur,gaf öllum
tizku klæðnaði þurfa þ’eir því bezta meðferð. Sé
varúðar gætt í þvotti, eykur það endingu þeirra.
LUX notkun heldur þeim sterkum og sem nýjum
löngujeftir að önnur sápuefni mundu hafa slitið
þeim til agna, því _Lux-löðrið er hreint eins og nýj-
asta regnvatn. — Oll óhreinindi hverfa af hverjum
silkiþræði fyrir hinu mjúka Lux-löðri. —^Þeir haida
hinum upprunalega gljáa. — Lux gerir sokkana yðar
aftur sem nýja, og eykur endingu þeirra. Hafið því
LUX ávalt handbært.
LUX
. W-UX MKM
Litlir pakkar 0.30
Stórirpakkar 0,60
UBVBR BROTHBRS LtMlTBD,
fORT»WUGHT.Br------
.BNOLAND,
Það sem þolir vatn
þolir LUX.
skíðanImskeið
verður haldið á Akureyri, frá 15. jan, til 15. febt- n. k. Kennari
verður Helgi Torfö. — Þátttakendur snúi sér til undirritbðra,* sem
gefa allar upplýsingar um fyrirkomulag og þátttökugjaid.
F. h. KNATTSPYRNUEÉLAGS AKUREYRAR.
Jón Sigugeirsson, Júnas Jónsson., Stelán Bjarnason,
Hafnarstræti 106, Brekkugötu 21. Menntaskólanum.
Jörðin BREKKUKOT
f Svarfaðardal er til sölu og laus til ábúðar frá næstu fardðgum (1932).
Jörðin er 6V2 km. frá sjó og bílfær vegur heim í hlað. Hún gefur af sér
í meðalári 150 hesta af tððu og 120 hesta af útheyi. Hlðður yfir allt
hey. Byggingar i góðu standi.
Tilboð i jörðina séu komin fyrir 10. janúar 1932 til Árna S. Jóhanns-
sonar Akureyri eða Sveinbjarnar Jóhannssonar Dalvik, sem gefa nánari
upplýsingar og semja um kaupin.
nútiðarlífsins verður skipulögð Og
samrýnid heiibrigðu gagnvirku þró-
unarlögmáli.
Slgtúnum.
Jósef M. Ihorlacius.
0-----
iþróííahús við
Laugaskóla.
í ár var lokið við stórt og vand-
að íþróttahús við Alþýðuskóla
þingeyinga á Laugum. Er það
23X9 metrar að grunnfleti, 6 metr-
ar að vegghæð og rishátt. íþrótta-
salurinn er I8X8V2 meter að gólf-
fieti og 6 metrar á hæð. Yfir saln-
um og forstofunni er stórt loft og
verða þar 9 íbúðarherbergi, fyrir
2—4 menn hvert. Húsið er allthit-
að með laugavatni eins og ðnnur
húsakynni á Laugum. íþróttasalur-
inn verður fullgerður um jól og
hefst þar iþróttakennsla fyrir nem-
endur skólans á Laugum þegar jóla-
leyfi er lokið. En með þorrakomu,
þegar ibúðirnar f húsinu verða
íbúðarhæfar, verður bafið þar nám-
skeið fyrir unglioga 14 — 17 ára, og
stendur það tii loka einmánaðar.
Verða kenndir þar fimleikar og
íþróttir ýmislegar, þar á meðal sund.
En jafnframt verður þar nokkur
bókleg kennsla i íslenzku, dönsku,
reiknmgi og iandafræði. Er það
námskeiö augiýst i siðasta blaði.
Ef til viil geta fáeinir ungling-
ar eldri en 17 ara, er notiö
hata góörar kennslu, notið iþrótta-
nams og bókiegs náms meö yngri
deild Laugaskóla trá Porrabyrjun.
Frá barnaskólanum.
Það er með vissu vitað, að heim-
ilin, félagarnir og umhverfið allt
hafa fyrstu og varanlegustu á-
hrif á börnin, og leggja fyrstu
drögin til mótunar skapgerðar
þeirra. Síðar kemur svo skólinn
til hjálpar. En hann verður að
hyggja starf sitt á heimilunum að
langmestu leyti. Þessvegna er
samstarf heimila og skóla sjálf-
sagt og gagnkvæmur skilningur
nauðsynlegur. — Nú er það svo,
að í fjölmennum bæ, eins og t. d.
Akureyri, er harðla erfitt fyrir
skólann að kynnast öllum heimil-
um barnanna að verulegu ráði, og
foreldrafundir, án persónulegrar
viðkynningar, hafa ekki reynst
mikil meinabót í þessum efnum.
Þess vegna óska ég nú eftir því,
að sem allra flestir aðstandendur
barnanna finni mig að máli hér I
skólanum, og hefji með því þá við-
kynningu, er leiða mætti til auk-
ins skilnings og samstarfs til um-
bóta á mörgu því er miður fer í
hinu langþýðingarmesta máli
allra dagskrármála í uppeldi
þeirra, sem erfa eiga kmdið.
Að forfallalausu verð ég ávalt
til viðtals hér í skólanum kl. 2—
31/2 á mánvd., þriðjud., miðvibud.
og fimtud. og væri þá best, að
þeir sem böm eiga í 4., 5. og 6.
bekkjum, kæmu tvo fyrstu dag-
ana, en aðstandendur barnanna í
1., 2. og 3. bekkjum, kæmu tvo
hina síðari daga.
Hefjum samstarfið, góðir að-
standendur! — og gott eitt mun
af því leiða.
Snorri Sigfússon.
-----0-----
Simskeyti.
(Frá FB).
Rvík 8. des.
Blaðið Vísir skýrir frá því í
dag, að landsstjórnin hafi ákveðið
að gefa út bráðabirgðalög, sem
nemi úr gildi lögin um síldar-
einkasöluna og muni þau verða
birt á morgun.
London: Sterlingspund komst
niður í 3,24j/2, miðað við dollar í
gær.
Washington: Þjóðþingið sett í
gær og demokratinn Garner val-
inn forseti fulltrúadeildarinnar.
Atvinnubætur eru nú hafnar í
Reykjavík, og matgjafir byrja
upp úr áramótunum.
Rvík 9. des.
Madrid: Lokaatkvæðagreiðsla
fer fram í spánverska þjóðþinginu
í dag um stjórnarskrá lýðveldis-
ins.
Washington: Þegar þjóðþingið
kom saman, sendi forsetinn því
hinn árlega boðskap. Mesta eftir-
tekt vekja þau ummæli, að Banda-
ríkin verði að hlaupa undir bagga
með Þjóðverjum, til þess að
bjarga þýzku þjóðinni frá yfirvof-
andi voða.
Lögin um afnám síldareinkasölu-
laganna kváðu verða auglýst í Lög-
birtingablaðinu á morgun.
Dráttarvextir á útsvörum hækka
í Reykjavík úr y%% upp í 1% á
mánuði frá áramótum.
Hinn 7. des. slasaðist hásetinn
Ólafur V. Ásmundsson á botnvörp-
ungnum Maí; var hann lagður á
sjúkrahús á fsafirði. ólafur and-
aðist í gær. Hann var 29 ára og
ókvæntur. Slysið vildi þannig til,
að vír frá vörpunni slóst í hann.
-----0-----
S í 1 d a r á t.
Maður er nefndur Jónas Lárus-
son. Hann var um skeið bryti á
skipum Eimskipafélagsins og orð-
lagður fyrir snilli í tilbúningi
matar. Jónas þessi hefir tekizt á
hendur að ferðast um landið og
kenna mönnum að meðhöndla síld
á þann hátt að úr verði hin góm-
sætastá fæða. Hann ætlar með
öðrum orðum að kenna mönnum
sílda’rát, sem því miður allt of fáir
•hafa lært. Eins og kunnugt er, er
síldin næringarmikil, holl og ódýr
fæðutegund, en þrátt fyrir þessa
miklu kosti hafa íslendingar ekki
almennt komizt upp á að færa sér
hana í nyt nema að litlu leyti og
miklu minna en vert væri. Væri
stórt framfaraspor stigið, ef þetta
gæti færst til réttara horfs.
úr þessu hyggst Jónas Láíus-
son að bæta. Er hans von hingað í
sveitir innan fárra daga í fyr-
greindum erindagjörðum. Ætlar
hann þá að hafa námsskeið bæði
innan og utan Akureyrar og verð-
ur nánar tilkynnt um þau, þegar
þar að kemur. Aðferðin við mat-
reiðslu síldarinnar er mjög svo
fljótlærð og munu námsskeiðin
ekki standa yfir nema einn ein-
asta dag.
Eyfirzkar húsmæður ættu að
færa sér komu J. L. kostgæfilega
í nyt og læra af honum að mat-
reiða síld, svo að öllum þyki hún
herramannsmatur. Slíkur lærdóm-
ur er hinn mesti búhnykkur, ekki
sízt nú á þessum krepputímum.
Eyfirzkar konur! Látið ekki
tækifærið ganga yður úr greipum.
-----0——
Stökur.
(Aðsendar).
Þegar frétt vwr um kosningamar.
Hákon fallinn, Einar eins og
Eggerz gleðill,
Nú er þingsins íhalds aðall:
óli blaðra og Mangi vaðall.
Þingtíðindin þenur mælgis þeirra
froða;
gusa mest þeir grynnst er vaða,
gjammið stundum er til skaða.
öll er lærir þjóðin það að þekkja
kjama
hismi frá og voða vama,
velferð eflist landsins bama.
ómar.