Dagur


Dagur - 07.01.1932, Qupperneq 4

Dagur - 07.01.1932, Qupperneq 4
4 DA'GUK 1. tbl, . #-■ # . » »■» m » « »« « «-»« « Fréttir. Jónas Lárusson fyrv. bryti kom hing- að til bæjarins fyrir síðustu helgi og starfar hér þessa dagana að því að kenna fólki að meðhöndla og matreiða síld á þann hátt, að flestum mun þykja hún lostæt fæða. Fer kennsla þessi enn sem komið er fram í skólunum og í Kristnesi. J. L. notar eingöngu innlend efni til þess að gera síldina að herra- mannsmat. Hjónaefni: Ungfrú Hulda Káradóttir símamær og Theodor Lilliendahl símrit- ari. Ungfrú Signý Stefánsdóttir og Þórður Jóhannsson smiður. Ungfrú Svafa Friðriksdóttir og Kristján Aðai- steinsson smiður. Öll til heimilis hér í bænum. Fulltrúav 100 þúsund verkamanna í Danmörku, bæði kaæla og kvenna, sem vinna að járniðnaði, í prentsmiðjum o. fl., hafa sagt upp gildandi launasamn- ingum, þar sem samningsumleitanir um breytt vinnukjör hafa ekki borið árang- ur. Orsakirnar eru raktar til kreppu- ástandsins og óvissunnar um gengi krónunnar. Sjómannafélag Reykjavíkwr hefir ný- lega samþykkt að heimila meðlimum sínum vinnu á íslenzkum togurum, þar til félagið gerir aðra ályktun, fyrir sama kaup og sömu kjör og síðastliðið ár. Atvinnurekendur á Patreksfirði hafa sagt upp samningum við verklýðsfélagið þar og krefjast 15% kauplækkunar. Verklýðsfélagið hefir svarað með verk- falli. Slys. Maður í Vestmannaeyjum, ólaf- ur Guðjónsson að nafni, hrapaði á nýj- ársdag niður stiga í húsi sínu og beið bana af byltunni. Lætur hann eftir sig konu og 7 böm. Tóbakseinkasalan tók til starfa nú um nýjárið. Hefir ráðuneytið gefið út reglugerð um framkvæmdir hennar. Er öllum öðrum en henni óheimill innflutn- ingur alls tóbaks frá síðustu áramótum. Tóbaksbirgðir, sem fyrir eru, verða keyptar af heildsölum, ef um semst, ella lagt 15% gjald á útsöluverð þess. Smá- sölum leyft að selja birgðir sínar til 1. júní. Ný dýralækningabók er komin út í Reykjavík. Höfundur hennar er Magnús sál. Einarsson dýralæknir. Skorri og Flóka voru tvö sauðnaut nefnd, er Ársæll Árnason bóksali í Rvík keypti frá Noregi í fyrra og kom fyrir á bæ einum í Skorradal til dvalar. Síð- astliðið sumar tapaðist Skorri úr heima- högum og fannst nokkru síðar uppi á heiði kviðlaus og magur. Var hann þá tekinn á tún og hjarnaði við í bráð, en síðan dró af honum og hann drapst. Dýralæknir krufði dýrið og fann bólgu í maga þess. Kenndi hann því um, að dýrið hefði ekki þolað kjarnfóðrið á heiðinni. Hungurdauði er talið að blasi nú við miljónum manna í Bandaríkjunum vegna atvinnuleysis og þar af leiðandi skorts á lífsnauðsynjum. Talið er óhjá- kvæmilegt að þjóðþingið skerist í leik- inm Enginn botnvörpungur hefir bætzt í brezka fiskiflotann á síðasta ári. Er það í fyrsta sinni að svo hafi verið síð- an á stríðsárum. Síðustu fregnir af Mansjúríudeilunni herma, að Kínverjar fari stöðugt hall- oka í skærunum við Japana. Talið er, að 1500 hafi fallið af Kínverjum í or- ustum, sem háðar voru nú um áramót- in og fjölda margir særst þar að auk. Indíánum fer fjölgandi í Bandaríkj- unum, eftir því sem skýrslur um mann- tal þar sýna. Eru þeir nú taldir 314 þús. alls í ríkjunum. Bendir þetta ekki á, að þjóðflokkurinn sé að deyja út eins og áður hefir verið álit manna. -----o----- Guðmundur Friðriksson Lézt á Kristneshæli 16. nóv. 1931, 31 árs að aldri. Eg kynntist Guðmundi sál. ekki fyrr en hann var orðinn sjúkling- ur á Kristneshæli, og mun ég lengi minnast stillingar hans og þreks í baráttunni við veiki þá, er síðast dró hann til dauða. Minningin er björt og skuggalaus; hann stendur mér fyrir hugskots- sjónum sem hugprúður, hraustur riddari í hinni miklu og erfiðu baráttu, sem svo margir verða að heyja og falla að lokum með heiðri. Enginn má sköpum ráða, en flestir hygg ég að geti að nokkru ráðið um hvort endalokin verða sigursæl eða ekki, þó ekki af eigin krafti, heldur almáttugs guðs, sem hefir gefið okkur leið- arvísi son sinn Jesús Krist. Guð- mundur sál. þráði að komast heim, hann átti gleðilega heimvon; í því er sigurinn fólginn. Það eitt get- ur huggað harmþrungna, aldraða móður, sem hefir orðið að sjá á bak tveimur öðrum ungum, efni- legum sonum, með stuttu millibili. Nú á hún sjálf aðeins eftir fáein fótmál, þar til hún fær að faðma af sér ástvini sína, sem á undan henni eru komnir í eilífa dýrð. Já! dýrð sé guði fyrir það, að fyrir- heit hans bregðast aldrei. Guðmundur sál. var meira en meðalmaður á hæð og vel vaxinn, ljós á hár og bjartur yfirlitum; svipur hans var jafnan hýr og lýsti innri rósemi og friði. Svo listhagur var hann, að með af- brigðuin þótti; svo haganlega skar hann út og málaði í tré, að unun var á að horfa, og einnig bjó hann út bréfspjöld til ýmsra tæki- færisgjafa. Meira að segja sá ég hann hekla ýmiskonar dúka úr garni og gáfu þeir ekki eftir handavinnu velvirks kvenfólks. Það mun hann þó meira hafa gert til þess að stytta tímann, heldur en til að æfa eða sýna fjölhæfni sína og list. Eg hygg, að allir, sem kynnt- ust Guðmundi sál., hafi ósjálfrátt laðast að honum, enda virtist mér hann hvers manns hugljúfi; lynd- iseinkunn hans hafði þar einnig nokkuð að segja, þar sem hann sást aldrei skipta skapi sínu þann tímaf er ég var honum samtíða, Það hlýtur að vera bjart yfir minningu slíkra manna, sem berj- ast með heiðri og falla með sigri, en krafturinn verður að koma of- an frá. Farðu vel Guðmundur. Hafðu þökk fyrir allt. Eg veit að nú ert þú alsæll, laus við sjúkdómsfjötr- ana, laus við stríðið. Vertu sæll. Hugrúru ------o----- DAGSKRA útvarpsins i Reykjavik. Fastir liðir á hverjum degi: Kl. 10.15 — 16.10 — 19.30 veðurfregnir. 20.30 fréttir, FÖSTUDÁQUR 8. jan, Kl. 19,05 þýzka, 19,35 enska. 20 erindi (Quðmundur Hannesson). 21 grammófón- hljómleikar, LAUOARDAQUR 9. jan. Kl. 18,40 barnatími. 19,05 og 19,35 fyr- irlestrar Búnaðarfél. ísl. 20 upplestur (Halldór Kiljan Laxness). 21 hljóml, SUNNUDAOUR 10. jan. Kl. 14 messa í dómkirkjunni (sr. Friðrik Hallgrímsson). 18,40 barnatími. 19,15 grammófónhljóml. 19,35 erindi (Ásmundur Quðmundsson), 20 fréttir. 21 Opera og danslög. MÁNUDAOUR 11. jan. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 bók- menntafyrirlestur (Jón Sigurðsson). 21,05 hljómleikar. ÞRIÐJUDAQUR 12. jan, Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindl (Quðm. Hannesson). 20,05 hljómleikar. 21,20 upplestur, 21,35 grammófónhljóml. MIÐVIKUDAQUR 13. jan. Kl. 18,40 barnaiími. 19,05 þýzka. 19,35 enska, 20 erindi. Frá útlöndum (sr. Sig. Einarsson), 21,05 grammófónhljóml. FIMMTUDAQUR 14. jan. Kl. 17,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi: Verzlunarmál. 21,05 hljóml. 21,20 upplest- ur, 21,35 hljóml. ------o—.... Verðlag d tilbúnum dburði. í sambandi við auglýsingu frá Áburðar- sölu rikisins i síðasta blaði, höfum vér fengið þessar upplýsingar um verðlag á tilbúnum áburði; Vegna hinna sífeldu breytinga á gengi og gjaldeyri, er mjög erfitt að gefa ákveðnar upplýsingar um verð á áburðin- um. Flestar áburðartegundirhafastórlækkað í verði, en eins og kunnugt er hefir ís- lenzka krónan einnig lækkað ásamt gjald- eyri margra annara landa. Verðfallið á Kalksaltpétri nemur álíka miklu og verðfall ísl. krónunnar og er þvf von um að verðið á Kalksaltpétri haldist óbreytt frá því i fyrra og verði um kr. 20.00 pr. 100 kg. á höfnum. Nitrop- hoska hefir því miður ekki lækkað nærri eins mikið í verði. Ef það gengi, sem nú er, helzt Iítið breytt, kemur Nitrophoska til að kosta ca. kr. 34.00—35.00 pr. 100 kg. á höfnum. Superfosfat hefir lækkað ofurlítið og má gera ráð fyrir að það kosti um kr. 7.00 pr. 100 kg. á höfnum. Um verðlag á Kalí er því miður ekki hægt að gefa neinar upplýsingar, en búast má við að það verði sama og óbreytt frá því í fyrra. Prentsiniðja Odds Björnssonar, Sonarminning. Rögnvaldur Rögnvaldsson frá Kvíabekk i Ólafsfirði. Æ! sár er þinn missir sonur ástkær, nú saknaðar flæða mér tárin. Með léttúðar-glaðværð þú lífðir f gær, þín Ijúf voru fullorðins árin. Svo öruggur heimanað fórstu okkur frá og fannst enga hættu þér búna. En skærustu vorsólar-birtunn! brá, því bylgjurnar geyma þig núna. Þó hættunnar hvergi við horfum á mið og heimsgleði nóg sé oss fundin, þá dauðinn, sem engum hér gefa vill grið, hann geisar, ef komin er stundin. Vér sjáum og finnum að farinn ert þú, það fela vill dagana björtu. ÖH systkinin kveðja þig samhuga nú með saknaðar-harmþrungin hjörtu. Og faðirinn gráhærðl fellir sín tár, sem fúslega drottin vill biðja að mýkja og græða hvert svíðandi sár, þvi sú mun og dagleg hans iðja. Fyrst okkur ei leyfist þig látinn að sjá og legstað þér búa hér heima, í hjartanu lifir sú lamandi þrá, sem lífið hér aldrei mun gleyma. Þó hvílir þú dáinn f kveinandi dröfn og kveði þér öldur við hjarta, þá lifir þinn andi í Ijósanna höfn á landinu eilifa, bjarta. Minn sonur ástkæri, þinn sælasta blund þú sofnað nú burt héðan hefur. Við finnumst aftur á friðarins stund, það faðirinn aldanna gefur. Móöirin. ------o------ Skammdegi. — Morgunn. — Birtingin hikar á hjarnstorknum tindi, hreyfir í náttfari blástjömur strjálar miðsvetrar dagrenning vakin með vindi voldugra geðhrifa úthiminssálar. Sólbaði litbrigða ljósroðar fossinn lífgjafi alheims úr fjarlægu veldi. Fannbarðir hamrarnir hýrna við kossinn, hreinlega alklæddir nývetrarfeldi. — Kvöld. — Þunglega andvarpar árstraumur máttar, æðandi vindhviða jarðskefur snjóinn. Uppgefinn dagur á hátindi háttar til heilagrar hvíldar við eilífa bláinn. Magnþrungnir lífgeislar máttvana hníga, moldin í svefnböndum aflvana syrgir. Tröllauknir skýheimar sortna og sfga, sólvökuhimin og fjallstindinn byrgir. Tryggvi Emilsson. ------o...... Staka. Ætíð skaltu á hæsta hnjúk hugarstyrkur ganga, norðan- þó að napurt -fjúk næði stritt um vanga. Jónatan Sigtryggsson frá Tungu. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.