Dagur - 20.04.1932, Qupperneq 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júll.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XV. ár.
Akureyri, 20. apríl 1032.
16. tbl.
Stjórnarandstæðingar eru sitalandi
um, að Framsóknarstjórnin hafi eytt
ógrynni fjár »í heimildarleysit, eins
og þeir kalla það. Meðal annars var
Magnús Ouðmundsson margmáll
um þetta atriði i >eldhúsinu< á
dögunum. Að vísu ber þessurn mál-
skjóðum sjaldan saman við sjálfa
sig um þá fjárupphæð, sem stjórnin
á að hafa sóað i leyfisleysi eða
móti vilja þingsins, en venjulegast
nefna þeir hana tUQÍ Itliljóna; þessari
geisiháu upphæð hati stjornin í raun
og veru Stolið, segja andstæðingarnir,
og ennfremur prédika þeir fyrir kjós-
endum, að með þessu óverjandi
ráðlagi hafi stjórnin i sjálfu sér
tekió fjárveitingavaldið af Alþingi
og hrifsað það undir sig. Og venju-
iega endar Morgunblaðið og dilkar
þess ræður sínar um þetta efni á
þessaleið: »Hve lengi ætla bændur
að þoia þetta?<
Hverskonar fé er það nú, sem
stjórnin samkvæmt kenningum and-
stæðinganna hefir notað i heimiid-
arleysi ?
Pvi er fijótsvarað. — Allt það fé,
sem goidið hefir verið utan áællunar
Ijárlaganna, teija þeir hafi verið tekið i
algeróu heimildarleysi; þvi hafí öllu
verið sóað að þinginu fornspurðu
í eintóma vitleysu. Pvi hafi stjórnin
stolið.
Hvað er nú hæft i þessum ásðk-
unum?
Tii þess að svara þeirri spurningu
er sjálfsagt að leita tii þeirrar beztu
heimildar, sem hægt er að fá, en
það eru landsreikningarnir.
Á þeim þremur siðustu árum
(1928—1930), sem landsreikningar
hafa verið birtir fyrir, hafa samtals
verið greiddar frá rikinu ails, auk
þess, sem lagt hefir verið fram til
bankanna, tæpar 52 miljónir króna.
Af þessari upphæð hefir verið
veitt samkvæmt áætlun fjárlaga rúm-
lega 33 miljónir.
Eftir eru þá um I8V2 miljón, sem
greiddar hafa verið án heimildar i
áætlun fjárlaganna.
En hafa þá þessar 18 miljónir
verið greiddar án allrar heimildar, úr
því þær felast ekki i áætlunum fjár-
Iaganna fyrir þessi ár?
k Pvf vilja stjórnarandstæðingar
halda fram. Peir staðhæfa, að aliar
þær greiðslur ríkisins, sem ekki eiga
heimild i fjárlagaáætlunum Alþingis,
séu með öllu óheimilar, og að hver
sú stjórn, sem slika synd fremji,
hafi fellt dauðadóm yfir sjálfri sér.
En þetta er með ðllu rangt og
visvitandi blekkingar. Til þess að
villa mönnum sýn, hefir verið rugi-
að saman greiðslum utan fjárlaga
og greiðslum i heimildarleysi, eins
og það væri eitt og hið sama.
Hverfum þá aftur að fyrgreindum
18 miljónum, sem stjórnin á að hafa
eytt í heimildarleysi.
í þessari upphæð felast greiðslur
samkvæmt 22. gr. fjárlaganna, er
nema 1.110 þús. kr, — Greiðslur
samkv. heimild í sérstökum iðgum,
en sem ekki voru teknar irin á fjár-
lagaáætlun, að upphæð 5 060 þús. kr.
Parna er þá komið nokkuð á 7.
miljón, eða þriðjungur þeirrar upp-
hæðar, sem stjórnarandstæðingar
telja að eytt hafi verið í heimildar-
leysi.
Hér næst koma greiðslur, sem
bein skylda var að inna af hendi, þó
áð þær færu fram úr áætlun ijit-
laganna. Nema þessar skyldugreiðsl-
ur hátt upp í 5 miljónir kr.
Par við bætist svo kostnaður við
Alþingishátiðina, er nam 924 þús.
kr. Og kostnaður við síldarverksmiðj-
una á Siglufirði, er fór 425 þús. kr.
fram úr áætlun.
Allt þetta, er hér hefir verið talið,
er annaðhvort greitt eftir beinum
heimildum frá Aiþingi, eða það var
skyida að greiða það og varð ekki
undan komizt. Öll sú upphæð, sem
hér undir heyrir, er nálega 12V2
miljón, eða 2h af því, sem verið er
að reyna að telja þjóðinni trú um
að landsstjórnin hafi eytt í óleyfi
eða algerðu heimildarleysi. Hér í er
innifalinn Alþingiskostnaður, kostn-
aður við landhelgisgæzlu, heilbrigð-
ismál (Landsspítali og Kleppsspítali),
kennslumál,jarðræktarstyrkur,berkla-
varnarstyrkur, endurgreiddur tollur
og gengismunur, lögboðnar fyrir-
framgreiðslur og sameiginlegur em-
bættiskostnaður (fasteignamat, burð-
argjöld, símagjöld o. fl.).
Pá eru um 6 milj. eftir, sem segja
má um, að ekki hafi verið bein
skylda til að greiða. Af þeirri upp-
hæð hefir verið varið:
Til vega................. 752 þús;
— brúargerða ... 641 —
— símalagningar . . 424 —
— reksturs símans vegna
aukningar .... 528 —
— vitamála. . . . . 253 —
— póstmála .... 157 —
— umframgreiðslu til
nýrra héraðsskóla . 360 —
Oerir þetta samtals á 4. milj. kr.
og er þá búið að gera grein fyrir
nálega 16 milj. af þeirri I8V2 milj.,
sem eytt var utan áætlunar fjárlag-
anna á árunum 1928 til 1930.
Pær 2 —3 miljónir, sem þá ereftir
að gera grein fyrir, eru umfram-
greiðslur á ýmsum liðum fjárlag-
anna, sem farið hafa fram úr áætlun
og ýmsar aðrar greiðslur, sem hver
stjórn verður að inna af hendi, þó
ekki sé fyrirfram gert ráð fyrir eða
ekki hægt að gera ráð fyrir þeim
á fjárlögum.
Petta er það, sem andstæðingar
Framsóknar kalla, að stjórnin hafi
eytt »tugum miljóna< af rfkisfé
f heimildarleysi og þvert í móti vilja
þingsins. Petta er það, sem and-
stæðingarnir nefna, að stjórnin hafi
tekið fjárveitingavaldið af þinginu.
Stjórnarandstæðingar láta i veðri
vaka, að umframgreiðslur í tfð nú-
verandi stjórnar séu einsdæmi i
sögunni. Til þess að sanna að hér
fari stjórnarandstæðingar með vísvit-
andi blekkingar, birtast hér á eftir
þær upphæðir, sem greiddar hafa
verið umfram það, sem gert var
ráð fyrir í fjárlagaáætlunum áranna
1917—1927, eftir þvi sem lands-
reikningar þessara ára sýna.
Ar 1917 .... kr. 11,596,413
- 1918 .... - 7,544,145
- 1919 .... - 13 884,943
- 1920 .... - 10,947,348
- 1921 .... — 7,479,379
- 1922 .... — 2,766,387
- 1923 .... — 3,213,489
- 1924 .... — 1,549,109
- 1925 .... - 3,383,602
- 1926 .... - 2,487,647
— 1927 .... - 1,752,520
Hvað leiða þessar umframgreiðsl-
ur á tímabilinu 1917—1927 í Ijós?
Pær sýna það, að greiðslur utan
fjárlaga hafa að meðallalí verið á ári
hverju 6.054,998 kr., eða nokkuð yfir
sex miljonir króna.
A árunum 1928—1930 hafa, eins
og áður er sýnt, greióslur urnfram
fjárlagaáætlun numið um I8V2 milj.
Pegar þeirri upphæð er skift niður
á þessi þrjú ár, verður meðaltalið
nokkuð yfir 6 miljónir. Umfram-
greiðslurnar f stjórnartfð Framsókn-
arflokksins hafa þannig nokkurn
veginn verið nákvæmlega hinar sömu
eins og þær höfðu verið mörg und-
anfarin ár.
Séu nú árin 1917-1921 tekin
sérstaklega, þá kemur í Ijós að um-
framlreiðslur á þessum 5 árum
nema alls 51,452,228 kr. Pað er
hvorki meira né minna en 10,290,445
kr. til jafnaðar á hverju ári - eða
nokkuð á II. miljún.
Hverjir voru nú fjármálaráðherrar
á þessu árabili, þegar umframgreiðsl-
urnar voru svona geipilega miklar
eins og hér er sýnt? Pað voru þeir
Björn Kristjánsson, Sigurður Egg-
erz og Magnús Guðmundsson.
Pað situr því dálaglega á hinum
síðasttalda fyrv. fjármálaráðherra að
brígzla Framsóknarstjórninni um,
að hún hafi greitt tugi miljóna >í
heimildarleysi< úr ríkiskassanum,
þegar hann og hans flokksmenn
hafa gengið miklu lengra f umfram-
greiðslunum. Ætti því sá herra að
byrja á þvi að hreinsa hauginn frá
sínum eigin dyrum, áður en hann
þykist ætla að þrifa til hjá öðrum,
ekki sízt þegar það er vitanlegt, að
hann stakk inn í íslandsbanka 3
miljónum af enska láninu 1921 f
fullu heimildarleysi þingsins.
Hér að framan hefir verið sýnt
fram á:
1. Að umframgreiðslurnar á árunum
1928—1930 hafa annað tveggja
farið fram samkv. beinum ákvörð-
unum þingsins, eða þær hafa
verið óhjákvæmileg afleiðing af
ráðstöfunum þess, annaðhvort
f fjárlögunum sjálfum eða utan
þeirra. Pær hafa þvf ekki farið
fram i heimildarleysi, heldur með
vitund og vilja þingsins.
2. En vilji stjórnarandstæðingar enn
halda þvi fram, að greiðslur ut-
an fjárlaga séu yfirleitt sama og
greiðslur i heimildarleysi, þá
verða þeir að >minnsta kosti að
játa, að þeir séu sjálfir jafnsynd-
ugir Framsóknarstjórninniiþessu
efni, og að á vissu árabili hafi
þeir Björn Kristjánsson, Sigurð-
ur Eggerz og Magnús Guð-
mundsson jafnvel drýgt miklu
stærri fjármálasyndir én Fram-
sóknarstjórnin hefir nokkru sinni
gert.
■... 0
Upplognar sögusagnir
um S.i.s.
Morgunblaðið skýrir frá þvi 3. þ.
m., að Samb. ísl. samvinnufélaga
hafi orðið að kaupa megnið af efni
því, er fór f stórhýsi það, sem það
lét reisa á hafnarbakkanum i Reykja-
vfk i sumar sem leið, hjá verzlun-
um þar f bænum. Talar blaðið um
þetta f þeim tón, að það sé ekki
lítil minnkun fyrir Sambandið að
þurfa að skriða á náðir kaupmanna
i Reykjavfk til þess að fá efni f sitt
eigið hús, af þvi að kaupmennirnir
geti undirboðið Sfs. um verðlagið.
Til sömu rótar segir Mbl. muni
mega rekja það, að þegar tilboð
fór fram i verkamannabústaðina, þá
hafi Sambandið ekki hreppt nema
lítinn hluta þeirrar verzlunar við þá
>
/