Dagur - 10.11.1932, Side 2

Dagur - 10.11.1932, Side 2
174 DAGUR 44. tbl. að »Freyju«-kaffibætirinn er fullt eins góður og nokkur annar kaffibætir, sem hér erá boðstólum: »Freyju«-kaffibætirinn kostar aðeins 55 aura V* kgi stykkið, hvort heldur er f dufti eða stöngum, Látið VERÐIÐ og^GÆÐIN ráða um kaffibætiskaupin en ekki æfa gamla venju. — Biðjið kaupfélag yðar eða kaupmann um IIFreyju<l-kaffibæti. Ml m - fe. m Suimmmmmmm Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6, Guðr. Funch-Rasmussen. Fátæk þjóð eins og fslendingar, má ekki við slíkri óhófseyðslu sem er samfara launagreiðslum til mjög margra embættis- og sýslunar- manna I landinu, bæði þeirra, sem starfa fyrir rikið og stofnanir þjóð- arinnar. Óbrigðuit ráð gegn þvilik- um öfgum er að taka með sérstök- um lðgum kúfinn af launum manna Og tekjum. Verður um leið numin burt hvöt manna til þess að sækjast eftir miklum launum. Mun það sjást við átök um þéssi mál hverjir fylgja fastar slíkum tillögum, eg eða ritstj. Mbl. Mun þá reyna á brjóstheilindi og fórnfýsi þeirra manna, sem standa bak við árásir Mbl. á hend- ur mér.« > ..-<fr- — ■ PiÉlafundur Jjvarfaðardal. Árið 1932 þ. 21. október, var settur og haldinn þingmálafundur af þingmönnum kjördæmisins, í þinghúsi hreppsins aðGrund. Kos- inn var sem fundarstjóri, hreppstjóri Pórarinn Kr. Eldjárn Tjörn og skrif- ari fundarins Ármann Sigurðsson Urðum. Pessi var dagskrá fundarins: I. Stjórnarskrár- og kjðrdæmaskip- unarmálið. II, Fjárhagsmál. I. Pingmaður kjördæmisins, Bern- harð Stefánssún, hóf umræður um stjórnarskrár- og kjördæmamálið. Skýrði hann málið all ítarlega og rakti tildrög til þessa máls og með- ferð þess á síðasta þingi af hinum þrem þingflokkum. Benti þingmað- urinn, I sambandi við þetta mál, á stöðvunarvald andstæðingaflokka Framsóknarflokksins I efri deildAi- þingis og á hvern hátt að hugsan- legt væri að afmá þetta stöðvunarvald svo að þingmeirihlutaflokkur hefði einn vald á úrslitum mála i þing° inu. í sambandi við ræðu þing- mannsins komu fram svohljóðandi tillögur: 1. >Fundurinn teiur brýna nauð- tyn, að skipulsgi Alþingis verði breytt á þá leið, að meiri hluti þess á hverjum tíma geti ráðið úrslitum mála og borið fulla ábyrgð á stjórn- arfari landsins. — Til þess að ná þessu takmarki telur fundurinn eðli- legast að þingið verði einmálstofa, en fáist því ekki framgengt og lands- kjörið verði ekki afnumið, þá vili fundurinn að þingmenn verði kosn- ir allir í einu og samtlmis tii jafn langs tíma, enda verði öll efri deild kosin af sameinuðu þingi með hlut- fallskosningut. Samþ. með öllum greiddum atkv. 2. >Verði tvlmenningskjördæmun- um skipt i einmenningskjördæmi, krefst fundurinn þess, að Siglufjörð- ur verði sérstakt kjördæmi og Eyjafjarðarsýsla 2 kjðrdæmic, Samþ. I einu bljóði. 3. »Fundurinn er mótfallinn hlut- fallskosningum i tvfmenningskjör- dæmunumc. Samþ. í einu hljóði. II. Fjárhagsmál. Pingmaður kjördæm- isins, Einar Árnason, hóf umræður um málið, rakti hann mjög ftarlega fjárhagsástæður atvinnuveganna, einkum landbúnaðarins, svo og bank- anna og þjóðfélagsins f heild. Eftir litlar umræður kom fram svohljóð- andi tillaga: >Með því að atvinnuvegum lands- manna, og þá sérstaklega landbún- aðinum, liggur við hruni vegna hins stórkostlega verðfails afurðanna, þá skorar fundurinn á Alþingi aðhlut- ast til um, að vextir við lánstofnan- ir verði lækkaðir til verulegra muna, og jafnframt að gera nú þegar ráð- stafanir til að létta skuldabyrði fram- ieiðenda með þvf að samræma verð- lagshiutföliin milli fraraleiðsluvara og skulda«. Samþ. í einu hljóði. Svohh tillaga kom fram: >Fundurinn skorar á Alþingi að taka upp i fjárlög fjárveitingu til sundskála Svarfdæla og skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því«. Samþ. með 12. gegn 4 atkv. Fleira ekki tekið fyrir. Ðór. Kr. Eldjárn. Ármann Signrðsson. Lögrétta, 4.-5. h., er komin út. Meðal annnars er þar um Bólu- Hjálmar, fyrirlestur frá 1888 eftir Ben. Gröndal, um fslenzka blaða- mennsku og margvislegt annað. Ritið er einstaklega aðlaðandi. Islenzka vikan í Stokktiólmi. Stokkhólmsdeild Norræna fé- lagsins í Svíþjóð hefir áður haldið þrjár »vikur«. Félagið byrjaði með »finnlenzka viku« 1925, »danska viku« hélt það 1928, »norska viku« 1930 og loks »ís- lenzka viku« 1932. Tilgangurinn með »vikum« þessum er að fá sýnishorn af menningu hvers lands, svo gott sem auðið er og hægt er að sýna á svo stuttum tíma, sem einni viku. íslenzka vikan byrjaði þann 14. sept. og var þá opnuð íslenzk mál- verkasýning, er sænsk-íslenzka félagið í Stokkhólmi gekkst fyrir, og haldin var í sýningarsalnum Galleri Modern. Sýnd voru þar 86 málverk og teikningar eftir alla okkar beztu málara. Sama dag hafði sænsk-íslenzka félagið mót- tökuveizlu fyrir íslenzku gestina á Skansinum. Formaður félagsins,* prófessor Wessén bauð gestina velkomna, og talaði á íslenzku. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra hélt fyrirlestur um Jón Sig- urðsson, og var þeim fyrirlestri útvarpað. 15. sept. héldu fyrirlestra þeir prófessoramir Sigurður Nordal, um áhríf íslenzkra bókmennta á sögu þjóðarinnar og Einar Arn- órsson um Alþingi og íslenzkt réttarfar. Þann 16. sept. flutti Ásg. Ásgeirsson forsætisráðherra fyrirlestur um atvinnu og fjárhag íslendinga. Laugardagskvöldið hinn 17. sept. lás.u rithöfundarnir upp í Musi- kaliska Akademien. Formaður Penklúbbsins, Anders österling skáld, bauð rithöfundana vel- komna. Síðan lásu upp: Gunnar Gunnarsson (á dönsku), Krist- mann Guðmundsson (á norsku), Davíð Stefánsson og Halldór Kiljan Laxness (á íslenzku). Það sem lesið var upp á íslenzku var þýtt á sænsku í dagskránni. Iíar- aldur Sigurðsson spilaði íslenzk lög eftir Jón Leifs, Sv. Svein- björnsson og Pál ísólfsson, og frú Dóra Sigurðsson söng lög éftir Sigfús Einarsson og Pál ísólfsson. Meðal áheyrendanna voru sænski krónprinsinn, krónprins Dan- merkur og íslands ásamt utanrík- isráðherra Svía, formönnum Nor- ræna félagsins í öllum löndunum, formönnum bæjarstjórna allra höfuðborganna á Norðurlöndum, nema Reykjavíkur og ýmsir aðrir fremstu menn á Norðurlöndum. Á eftir upplestrinum bauð Stokk- hólmsbær til veizlu í hinum gyllta veizlusal ráðhússins og á eftir var dansleikur í »Bláhallen« í ráðhús- inu. Sunnudginn þann 18. sept. var hátíðahöldunum haldið áfram á Skansinum, og fóru þau fram undir beru lofti. Þau byrjuðu með því að hornaflokkur flotans lélc: »ó, guð vors lands«, þá hélt for- inaður Skansins stutta ræðu og bauð íslenzku gestina velkomna, Guðmundur Finnbogason lands- bókavörður hélt fyrirlestur um á- hrif landsins á þjóðina, Benedikt Waage sagði frá íþróttastarfsem- inni á íslandi og undirritaður hélt stuttan fyrirlestur um glímuna, loks sýndi íþróttaflokkur glímu- félagsins Ármann fimleika og glímur undir stjóm Jóns Þor- steinssonar. Meðal áhorfendanna, er voru um 5000, voru sænski krónprinsinn og krónprins Dan- merkur og fslands. Um kvöldið var veizla á Skansinum, sem Nor- ræna félagið hélt. Mánudaguriim hinn 19. var loka- dagur »íslenzku vikunnar«. Byrj- uðu hátíðahöldin þann daginn með árdegisverði hjá sænska krónprinsinum, er nokkrir af ís- lenzku gestunum voru boðnir til. Síðar um daginn voru allir fslend- ingar, sem staddir voru í Stokk- hólmi, boðnir í te til konungsins, í höllinni, ásamt allmörgum Sviiun, eða um 250 manns samtals. Um kvöldið voru hljómleikar í Kngl. Operunni. Hinn^ blandaði söngkór operunnar og karlakór sungu kór- verk eftir nokkur þekktustu tón- skáld Norðurlandanna og hljóm- sveit operunnar spilaði. Páll ís- ólfsson stjórnaði íslenzka hlutan- um, sem var stærstur, að undan- . teknu laginu eftir Jón Leifs, er operudirigentinn Gravelius stjórn- aði. íslenzku lögin er Páll stjórn- aði voru eftir Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Pál ísólfsson. María Markan söng Iög eftir Sigf. Einarsson, Markús Kristjánsson og Emil Thorodd- sen. Anna Borg-Reumert las upp nokkur íslenzk kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, Hannes Hafstein, Matthías Jochumsson o. fl. Kon- ungur Svíþjóðar og ríkiserfingi á- samt ríkiserfingja Danmerkur og íslands voru viðstaddir hljómleik- ana, ásamt ýmsum öðrum fremstu mönnum Norðurlandanna. Á eftir hljómleikunum hélt Norræna fé- lagið lokaveizluna á Grand Hotel. Töluðu þar, og færðu Svíum þakk- ir, af Islands hálfu, Ásg. Ásgeirs- son forsætisráðherra, Sigurður Nordal prófessor og Guðm. Finn- bogason landsbókavörður. Meðan á »vikunni« stóð bjuggn íslenzku boðsgestirnir, sem gestir Norræna félagsins í Stokkhólmi, á Grand Hotel, og Stokkhólmsdeild Norræna félagsins greiddi kostn- aðinn við »vikuna« að mestu. Móttökumar í Stokkhólmi voru hinar prýðilegustu í alla staði, og myndarlegar með afbrigðum. Auk þeirra opinberra veizla, sem áður eru taldar, voru margar minni veizlur og boð. »íslenzka vikan« í Stokkhólmi verður vafalaust öllum er tóku þátt í henni ógleymanlegur og hugþekkur atburður. »Slíka daga, sem þessa, er við nú höfum lifað í Stokkhólmi, þekktum við áður að- eins í æfintýrum og þjóðsögum, en nú höfum við verið með í veru- leikanum«, sagði forsætisráðherr- ann í þakkarræðu sinni síðasta kvöldið í Stokkhólmi og geri ég ráð fyrir, að við íslendingarnir, er

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.