Dagur - 22.12.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1932, Blaðsíða 1
D A GjU R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 1135. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár. Akureyri 22: desember 1932. " 51. tbl. Gomul spurning. (Aðventurœða eftir séra Benjamln Kristjánsson). Texti: Matt. n. 2.—6. >Ert þú sá sem koma á, eða eig- um vér að vænta annars?* Pað er Jóhannes skírari, sem spyr þessarar spurningar, en Jesús Kristur sem svarar. Oss undrar á spurningunni vegna þess hver það er sem spyr. Eftir því sem oss er skýrt frá í nýja testamentinu, var það einmitt Jóhannes skírari, setn fyrstur vakti athyglina á Jesú, sem skírði hann og varð þá undir eins til að trúa á, að hann væri Messías. »Eg skíri yður með vatni«, sagði hann, »en þessi maður mun skfra yður með heilögum anda og eldu. bað var einnig Jóhannes, sem sagði þessi einkennilegu orð: »Eg á að minnka, en hann að vaxaU Pá var þaðjó- hannes einn, sem virtist trúa því, að Jesús væri sá, sem hann og aðrir spámenn hðfðu spáð um. Nú, þegar Jesús hafði þó ððlast tals- vert marga lærisveina, sem trúðu á hann, var eins og trú Jóhannesar færi að dvina. Hann sendir til hans og lætur segja við hann: »Ert þú sá sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?< Oss undrar enn meir á spurn- ingunni, þegar vér athugum skap- gerð Jóhannesar. Eftir því sem Jesús hefir lýst hönum var hann enginn veifiskati: »Hvað fóruð þér út i óbyggðina að sjá? Reyr af vindi skekinn? Eg segi yður: Eigi hefir fram komið meðal þeirra, sem af konum eru fæddir, meiri maður, en Jóhannes skfrarú. Slfkur var vitnisburður Jesú um þennan mann. Hann virðist hafa verið sterkur og ósveigjanlegur eins og klettur. Ekk- ert fékk snúið honum né haft áhrif á hann. Hann kom ekki til fólksins eins og grenjandi lýðæsingamaður. Fólkið kom til hans, öll Jerúsalem og öll Júdeubyggð segja ritning- arnar, þar sem hann prédikaði i óbyggðinni hinn eindregna aftur- hvarfs boðskap og skfrði menn iðr- unarskfrn til undirbúnings hinu komanda rfki. Vér skyldum því eigi ætia að hleypidómar lýðsins eða geðbrigði hefðu haft minnstu áhrif á Jóhannes. Heilt konungsrfki eða ðll auðæfi heimsins, mundn ekki hafa haggað sannfæringu hans um hársbreidd. Pví að hann var sér þess fyrst og fremst meðvitandi að vera spámaður guðs, og sú ábyrgð, sem hann bar fyrir honum einum, var i huga hans ðllu ððru meiri. En nú er skyndilega svo komið, að það er eins og þessi sterki og trausti þjónn drottins sé farinn að efaat. Vissan og ðryggi sannfær- ingarinnar er horfið. Hann getur ekki framar búrið djarfan og hik- lausan vitnisburð og sagt: >Þessi er sá sem andinn heilagi hvílir yfir«, Hann getur aðeins spurt úg sagt: >Ert þú sá sem komaá, eða eigum vér að vænta annars?« Hvað hafði komið fyrir? Til þessarar breytingar liggja auðvitað margar orsakir. Pó að Jóhannes væri sterkur, var bann samt háður umhverfinu, eins og vér erum óll. Og umhverfið hafði breytzt. Fyrir djarfyrði sfn og spámannlegan eld- móð hafði Jóhannesi verið varpað í fangelsi. Frjálsræði óbyggðarinnar umvafði nú eigi framar hugsanir hans. Nú var það fangelsisklefinn rakur og kaldur. Kuldinn og myrkr- ið smaug inn i sál hans. Og í myrkrinu fölna vonirnar og hverfa, en efinn læðist inn í hugann, spinn- ur þar sinn mauravef, vex og marg- faldast. Pað er auðvelt að trúa og efast ekki meðan hamingjan er oss hagstæð. En þegar atvikin snú- ast gegn oss, verður allt ðrðugra. Pessvegna var það ekkert að undra, þó að Jóhannes treysti sjálfum sér og dómgreind sinni meðan ðll Jerúsalem og Júdeubyggð kom út f óbyggðina til hans og hlýddi hugfangin kenningu hans. Slikt áhrifavald gerir menn i senn styrk- ari og öruggari í sinni sök. En þegar hann, vörður hins guðdóm- lega réttlætís, varð að lúta i lægra haldi fyrir andstæðingum sfnum; þegar fjárgráðugir og siðlausir þjóð- hðfðingjar stigu á háls honum og menn fóru að gieyma honum i svart- holinu, þá herjaði efinn fyrst á hann: Hvar var Drottinn Zebaoth með sína ósigrandi herskara? Hvf lét hann slíkt ranglæti viðgangast, ef hann var drottinn réttlátra? Studd- ist þá sannfæring hans um >hinn smurðac við nokkuð annað en raka- lausa ímyndun? Og sama spurn- ingin vaknar þá fyrír honum og leitað hefir á hugi svo fjðlda margra efahyggjumanna siðan: Er Jesús sá sem koma á, eða eigum vér að vænta annars. Vér skulum fyrst reyna að líta á spurninguna frá sjónarmiði Jóhann- esar. Hann hafði enn ekki séð, og sá aldrei f þessu lffi, nema rétt að- eins byrjunina á starfsemi Jesú. Pað var þvf meira af innsæju hugboði en raunrænni þekkingu á þessum manni, sem Jóhannes spáði um Jesú, að hann væri hinn tilkúmandi Messias. Brennandi sannfæring hans fyrir því, að bjálpræði guðs hlyti að vera í nánd, hefir vafalaust ráðið miklu um, að hann sá það, sem hann vildi sjá. Veruleikinn skapast oft ihugum manna og imyndun alveg eftir því sem þeir vilja sjálfir vera láta. Ef Jóhannes hefði geng- ið frjáls, mundi hann sennilega hafa haldið áfram að trúa á Jesú, sem hinn komandi friðarhðfðingja. En f fangelsinu koma spurningarnar hver af annari: Ef Jesús væri f raun og veru Messias, hinn fyrirheitni höfð- ingi réttlætisins og friðarins, hvi sýndi hann þá ekki vald sitt með þvi að brjóta opnar dyr dýflissunn- ar, hann sem hlið heljar áttu ekki að verða yfirsterkari ? Var ekki Jó- hannés i fangelsi einmitt vegna þess, að hann hafði gert skytdu sina Og boðað komu hans? Oghvf skyldi Messias þá ekki rétta hluta hans, þar sem hann þjáðist fyrir réttlætisins sakir. Hann hafdi ávítað sjálfan kon- unginn, Heródes, fyrir ranglæti hans og ofbeldisverk, er hann rak burt frá sér konu sína, en tók konu bróður síns. Svo fágæt diifska þótti óheyrileg, enda var honum þegar varpað i fangelsi. En Jóhannes hélt áfram að hlýða rödd samviskunnar og ávita konunginn fyrir glæpi hans, enda þótt hann bakaði sér einnig með þvi fjandskap Heródfasar, sera sat um hvert færi til að láta ráða hann af dögum. Sjálfur næstum þvf óttaðist konungurinn þennan einarða, brennandi mælska spámann, sem með- bersðgli sinni stakk svo í stúf við smjaðrandi hirðina og sagði aðeins það eitt, er hann hugði rétt vera. Hann óttaðist líka vald hans, af þvi að hann átti marga lærisveina. Pessvegna vóg hann i hendi sér örlðg hans, óviss hugar, meðan Jóhannes dvaldi i fangelsinu, einn með hugsanir sínar og vænti þess fastlega að hinn útvaldi hðfð- ingi réttlætisins, Kristur, léti nú til sfn taka og leystl af sér bðndin. En Jesús kom honum ekki til bjargar. Pað leit jafnvel út fyrir að hann hirti ekki hið minnsta um hann. í engu var það sjáanlegt, að Jesús léti sig nokkru skifta örlög þess manns, sem verið hafði ffyrir- rennari hans og greitt veginn fyrir honum. — Og þá var ekki nema eðlilegt, að sú spurning vaknaði, hvort þessi maður gæti veriðKrist- ur. Pvf að sá Kristur, sem spámenn- ina hafði dreymt um, elskaði rétt- lætið og steypti ranglætinu afstóii. Hann þoldi engin ofbeldisverk, rétti hluta lítilmagnanna en iægði dramb hinna hrokafullu. Og heimurinn hafði svo lengi þráð réttlæti, en enginn konungur hafði reynst fær um að framfylgja því. Samt sem áður hélt heimurinn áfram að láta sig dreyma um þenn- an friðarhöfðingja, sem að lokum mundi stofna rfki réttlætisins á jörðu. Jóhannes hélt að það yrði Jesús — en hann beið og ríkið kom ekki að heldur. Að vfsu talaði Jesús um réttlæti, um frið og sannleika. En orð hans virtust ekki megna að steypa ranglætinu af stóli. Hann virtist ekkert hirða um það, þó að saklaus maður væri þjáður f dýlf- issu. Að minnsta kosti hreyfði hann hvorki hönd eða fingur hon- um til bjargar. Pessvegna kom spurningin stöðugt raeð vaxandi þunga: Gat Jesús verið sá sem koma á, eða áttu þeir að vænta annars ? Sumir hafa sagt, að ótrúlegt sé að jafnmikill spámaður og Jóhannes var geti hafa efast. Frásagnir nýja testamentisins staðfesta þetta hik- iaust og það ér vafalaust satt. Enda var f sjáifu sér ekkert eðlilega, því að flestar staðreyndirnar virtust ganga á móti sannfæring hans. Vér skulum ennfremur aðgætaþað, að sannfæring vor um andlega hluti stendur jafnan veikari fótum, en sannfæring vor um efnislega hluti. Um efnislega hluti getum vér ávalt sannfærst af reynslunni, en um andlega hluti er eins og vér séum meir háð ýmsum þeim lögmálum, sem vér ráðum ekki við og skiljum ekki. Styrkur trúar vorrar virðist vaxa eða þverra eftir ýmiskonar á- hrifum, sem vér verðum fyrir. Pegar vel liggur á oss og allt geng- ur að óskum, erum vér bjartsýn og trúum þvi statt og stöðugt, að sjálf- sagt sé að framfylgja öllu réttlæti og að hið góða hljóti að vinna sigur að lokum. - En vér erum ekki alltaf jafnviss um þetta. Stað- reyndir Iffsins virðast stundum mæla svo ákaft á móti þvf, að það verð- ur örðugra að trúa. Menn, sem af alhug hafa viljað þjóna réttlætinu, eru iðulega troðnir undir fótum, en aðrir hefjast til auðs og valda með rangindum og svikum. Petta er hin eilifa og örðuga ráðgáta trúarinnar. Peim, sem guð elska, samverka allir hlutir til góðs, segir postulinn. Pessu virðist oft vera farið á ann- an vég. Peir, sem guð elska, virð- ast engu að síður undirorpnir ýmis- konar mannlegum hörmungum. Peir eru hrjáðir og pfndir fyrir réttlætis- ins sakir. Og óskiljanleg harmkvæli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.