Dagur - 22.12.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1932, Blaðsíða 2
204 DÁGUR 51. tbU nufntnfflfflfitiimi ■>* ■ fSf II I I * I I r m r eru enn óseld. — Seljum þau fáu stykki sem eftir eru af meters trjám fyrir kr. 4,00 stk. og 2ja metra trjám kr. 5,00 stk. — Þeir sem enn eiga eftir að kaupa jólatré ættu að nota tækifærið og panta eitt strax, meðan ekki er um seinan. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. Éuuuiuiuiiiuuiiíia My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alia daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. eru stundum lögð á þá, þjáning, sem örðugt er að skilja að geti gert nokkurn mann betri eða sé lögð á menn af nokkru yfirlögðu vísdómsráði guðlegrar miskunnar. Surnir hyggja ,að þetta séu eins- konar syndagjöld liðinnar æfi, eða jafnvel margra liðinna lífsskeiða og að á þennan hátt verði menn að jafna reikninga sina við tilveruna fyrir bérnskugiöp sin og jafnframt aé þjáningin emskonar deigla, sem prófar sálirnar til skilnings og sam- úðar og þolinmæði. En þetta, að guð sé kærleikur, þrátt fyrír allt, verður að sjálfsðgðu aldrei sannað. Pað verður ailt að vera trúaratriði, þvf að staðréyndir hins ytra veru- leika virðast æpa hver á móti ann- ari. Pannig erum vér: trúaðir, þegar geisiarnir falla á oss, en undireins og vér erum lokaðir inni í dýflissu brjótast spurningarnar fram. En vér skulum ekki imynda oss að spurn- ingarnar séu syndsamiegar eða verðí oss til ills. Pví að trú sérhvers mikilmennis hefir prófast af efanum og enginn kemst auðveldlega að sannfæringu, sem nokkurs er virði. Jafnvel varð Jesús sjálfur eitt sinn að ganga í gegnum þetta sama fangelsi efans og þá spurði hann spurningar, sem virðist brjóta i bág við ailar kenningar hans. Hann hrópaði i örvæntingu sinni þessa æfafornu spurningu sálmaskáldsins Og allra sem staddir eru i nauðum : >Ouð minn, guð minn, hvi hefir þú yfirgefið mig?< Jafnvel trú Jesú Krists gat spurt slíkra spurninga. Pessvegna ásakar hann heldur ekki Jóhannes skirarai Hann skildi hann áreiðanlega og hafði samúð með honum. Og hann svaraði honum. En svarið virðist oss við fyrsta tillit hafa hlotið að verða vonbrigðii Jóhannes sendir lærisveina slna til hans og lætur þá spyrja hann mjög ákveðinnar spurningar. Pað mætti ætla að svarið yrði þá á sama hátt beint og skýiaust. Pvi að það er einlægur maður, sem spyr í alvöru, og hann spyr þannig að ætla mætti, að svarið yrði annaðhvort já eða nei. En það er eins og Jesús fari kringum spurninguna og hliðri sér bjá þvf að svara henni beint pg ákveðið. Allt, sem hann segir, er þetta: >Farið og segið Jóhannesi, hvað þér sjáið og heyrið«. Vér vitum ekki hversu vel þetta svar hefir nægt Jóhannesi. Oss virðist það i fyrstu óákveðið. En eins og mörg tilsvör Jesú skýrist það og vex í huga vorum því meir, sem vér hugsum um það. Og þeg- ar vér förum að virða það betur fyrir óss, lýkst það skyndilega upp^ fyrir oss, að það hefir einmitt guð- dómlega vizku að geyma. Vér sjá- um allt í einu í hverju fullkomið svar er fólgið. Pað er ekki fólgið í þvf, að svara i fullyrðingum og kennisetningum, sem ætlast er til að skilyrðislaust sé trúað. Pað er fólgið í þvi, að ýta þann veg við athygii og hugsun umspyrjandans, að hann læri að álykta og svara sér sjálfur. Á annan hátt verður öll trú vor hégilja og sannfæring vor hleypidómur. Samkvæmt þessari reglu bendir Jesús iærisveinum Jóhannesar á þá dásamlegu hluti, sem allstaðar ger- ast, þar sem hann er að starfi. >Blindir menn fá sýn og haltir ganga.<-------Petta átti einmitt að gerast á dögum friðarkonungsins, samkvæmt spádómunumi En vafa- laust talaði Jesús með þessum orð- um í likingu og viidi einnig benda með þeim til þeirrar meginviðleitni sinnar að lækna sálirnar og mann- félagsmeinin, engu sfðui en mein líkamans. En í þessu starfi, sem hann var að leitast við að vinna og áleit köllun sina að vinna, sagði hann Jóhannesi að leita vitnisburð- arins um það hver hann væri. Petta er sá mælikvarði, sem iika er sjálfsagt að leggja á hvern mann. Vitnisburðurinn um það hver hann er, hlýtur að vera fólginn f því fyrst og fremst hvað hann starfar og 'vill, en ekki í hinu, af hvaða aett hann er eða með hverju móti hann hefir fæðst. Mörgum finnst jólasagan tapa öllu gildi sínu, ef vér förum að álíta það, að Jesús hafi í raun og veru fæðst á svip- aðan hátt og aðrir menn og að helgisðgnin um fæðingu hans^ sé aðeins fallegur skálddraumur um hluti, sem enginn veit eða getur vitað til fulls. Auðvitað er þetta fulikominn misskilningur á öllu því, sem máli skiftir um Jesú. Jólin öðlast ekkert gildi af þvf, hvernig Jesús f æ d d i s t. Þau öðlast allt gildi sitt af þvf, hvernig Jesús I i f ð i. Pað er þessvegna, sero vér höldum fæðingarhátið hans, að hann lifði þannig og starfaði þann- ig, sem mannkynið, það er að segja hinir fullkomnustu," vitrustu og beztu menn þess, hafa ávalt þráð að starfað væri. Vér getum ekki trúað á Jesúm vegna neinnar helgi- sagnar aftan úr forneskju, sem vér vitum að á margar hliðstæður í ýmsum trúarbrögðum. Vér getum aðeins trúað á hann, ef úss virðist að líf hans og kenningar hafiverið i samræmi við það, sem vér vitum bezt og fegurst og ef vér erum viss um, að slíkt líf og hans muni að lokum lyfta byrði armæðunnar af herðum mannkynsins, ef menn- irnir Iærðu yfirleitt að breyta á sama hátt. Að þessu laut hin æfaforna spurning, sem vakti i huga Jóhann- esar fyrir nitján hundruð árum og hinnar sömu spurningar er spurt enn í dag. Og hvernig stendur á því eftir allar þessar aldir, sem menn hafa þó trúað á Jesú, að hann hefir þó hlútið viðurkenningu margra kynslóða? Pað er vegna þess, að ennþá sit- ur Herodes Antipas að völdum, hinn grimmi harðstjóri, og Jesús hefir ekki steypt honum af stóli. Ennþá situr Jóhannes skirari í fangelsi, án þess að fjöturfnn sé brotinn af bonum. Hann er líflátinn í fangelsinuí Ennþá gengur rang- lætið fjöllum hærra, glæpir og hermdarverk, en sakleysið þjáist i böndum, án þess að Jesús geri nokkuð. Kirkjur hans gera heldur ekki mikið. Pær boða kærleikann, en hatrið veður uppi. Pær prédika frið, en meðan er unnið að herbúnaði. Pessvegna spyr heimurinn f nauð- um: Eigum vér að vænta annars? Pegar mannkynið er í vanda statt, svipast það alltaf um eftir nýjum spámanni. Mörg augu horfa nú í allar áttir eftir nýjum Messiasi, hjálpræði, sem megi frelsa heiminn úr nauðum. Sumir trúa þvi að vísindin verði þessi hjálparhella, sem mannkyninu bjargar. Peir vilja hylla þau sem hinn nýja Messías. >Vísindin efla alla dáð< kveður eitt af þjóðskáldum vorum, bg þau geta gert það, ef með þau er farið af forsjálni og drengskap. En þau geta líka verið tvíeggjað vopn, hættulegt og skaðsamlegt, ef mann- kostir eru ekki með i leiknum. Aðrir trúa því, að nýtt þjóðskipu- lag verði oss til bjargar frá öllum meinurm En ekkert skipulag dugir, ef hugarfarið sjálft er rangsnúið og vanþroska. Enn aðrir halda að sálar- fræðin verði oss leiðin til bjálpiæð- is. Hún getur vafalaust leitt oss til skilnings á mörgu, en þó vantar hana sjálfa endanlegan skilning á sínu eigin viðfangsefni, þvi að eng- inn veit i raun og veru hvað sál er. Og ioks eru ýmsar fræðikenn- ingar og trúvfsindastefnur, sem all- ar þykjast hafa fundfð stein vizk- unnar. Allt er þetta vafalaust einhvers virði og margt stórmikils virði, ef þess er gætt f réttum hlutföilum og menn læra að færa sér það i nyt og brjóta til mergjar hverja nýtilega hugsun. En það er alveg þýðing- arlaust fyrir mannkynið að leita að nýjum spámönnum á meðan það hefir ekki skilið þá gómlu, meðan það grýtir eða krossfestir hvern þann, sem til þess er sendur, ef ekki á tré eins og Oyðingar, þá á krossi þagnarinnar og skilnings- leysisins með fullkomnu afskiftaleysi sínu og deyfð fyrir andlegum hlut- um. Petta er það, sem vert er að athuga, þegar vér spyrjum um það, hvort Jesús sé sá, sem koma á, eða hvort vér eigum að vænta annars. Pað má virðast einkenni- legt að spyrja þessarar spurningar i kristinni kirkju. En vér gerum það samt f hreinskilinni viðurkenn- ingu þess, að kirkja Krists hefir enn ekki áorkað þvf, að »frelsa oss frá illu<. Mannkynið er ennþá statt i myrkrinu úti á Betlehemsvöllum, litlu nær um frelsi sitt, en fyrrir tvö þúsund árum siðan. Nú á hinni komandi jólahátfð liggur þessi spurning fyrir oss og krefst hiklaust svars: Höfum vér alla vora æfi haldið jólahátiðina i hugsunarieysi Jesú Kristi til dýrðar, án þess að til þess séu neinar á- stæður aðrar en æfagamall trúar- vaninn? Er Jólahátiðin aðeins gjafa- og átveizluhátíð, sem notar nafn Jesú fyrir ástæðu, en gæti eins vel notað nafn Saturnusar eða Míþra sólguðs? Eígum vér að vænta annars ? Hvaða svar höfum vér á reiðum höndum? Aðeins það sama ogfyr- ir nítján ðldum: >Farið og segið hvað þér heyrið og sjáið: Blindir sjá og haltir ganga, líkþráir breins- ast, daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er boðað fagnaðarer- indið.< — Allstaðar i heiminum, þar sern menn hafa orðið kristnif meir en að nafninu, þar gerast þessi sömu undur enn í dag. Og áður en vér leitum annars spá- manns, verðum vér að reyna kenn- ingar Jesú Krists. Meðan kenning- ar hans komast ekki lengra en í prédikunarstólinn á sunnudögum, er ekki að búast við árangri af þeim i lifi þjóðfélaganna. En þégar menn fara að >Iifa íKristu einsog frumsöfnuðirnir komust að orði, það er að segja að lifa i anda bans og breyta samkvæmt kenningu hans — þá fer fyrst að komast raun á það, hvort Jesús er sá sem koma á, eða vér verðum að vænta annars. Svo bjartsýn verðum vér að vera og sannsýn um kristna kirkju og margan félagsskap annan, sem rót sína á að rekja til kristinna áhrifa að enda þótt misbrestir hafi oft verið á, hefir þó mörgu miðað i það horf, sem Jesús benti til. Jesús hefir átt margan trúan og einlægan lærisvein þrátt fyrir allt. Og allstað- ar þar sem unnið hefir verið f þá áttina, sem Jesús vildi og af þeirri trú, sem Jesús boðaði og með því hugarfari sem einkenndi hann, þar hafa gerst þessi kraftaverk: Blindir sjá sýn; það þýðir: Augu manna hafa opnast fyrir ýmiskomar rang- indum eða böli, sem þeir höfðu ekki tekið eftir áður. Menn verða einnig skyggnir á hið fagra og góða og fara að þrá það af öllum mætti hugans. Haltir ganga. Pað þýðir: Hið andlega þrek vex jafn- framt svo undrun sætir. Styrkur viljans vex i réttu hlutfalli við skiln- ing manna og tilfinningu fyrir þvf, sem betur má fara. Likþráir hreins- ast. Pað þýðir: Vesaldóraur öfund

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.