Dagur - 22.12.1932, Page 3
51. tbl.
DAGUR
205
ar og tortryggni. eigingirni og
hverskonar smásálarskapar hrynur
af sál vorri eins og ryð af stáli,
svo að hún getur gengið hrein og
djörf fram fyrir skapara sinn. Og
eyrun opnast fyrir nýjum sannleika,
sem menn skildu ekki áður. Pau
opnast fyrir rödd samviskunnar og
kærieikans. Pá iís mannlélagiö dauft og
dofið upp til nýs lits. Allt, sem hér er
í rústum og dauða, eða fer á ein-
hvern hátt aflagá i voru samfélagi,
stafar af skorti á þessu þrennu:
Viti, vilja eða kærleika. — Kærleik-
urinn var lausnarorð Jesú á öllum
hörmungum mannanna, af þvi að
hann var fyrir honum allt i senn:
Vitsmunaleg lausn á gátu lífsins,
vegur til lífernis og tilfinning, sem
hratt viijanum tii athafna.
Höfum vér fundið nokkurn ann-
an veg, sem liklegri sé til hamingju
en vegur kærleikans? Hefirfátækum
verið boðaður gleðilegri boðskap-
ur en boðskapur kærleikans, ef vér
tryðum honum og breyttum eftir
honum ? Getur nokkur Messias
unnið dásamlegri kraitaverk en þau,
sem Jesús Kristur getur gert á
hverjum þeim, sem á hann hefir
trúað ?
Petta eru spurningar, sem vér
verðum að leggja fyrir oss, þegar
vér höldum afmælishátíð hans og
vér verðum að ieggja þær fyriross
með alvöru og einlægni. Vér erum
öll fátæk af flestu þvi, sem máli
skiftir, þeim fjársjóðum, sem hvorki
mölur eða ryð grandar. Ritningin
segir, að Kristur hafi gerst fátækur
vor vegna, til þess að vér gætum
auðgast i fátækt hans. Hver maður
gerist fátækur, sem lifir misskildu
lífi til þess að boða daufum og
dumbum og vanþakklátum lýð
guðdómlegar kenningar. En þetta
var gert með þeirri von, að ein-
hverntíma mundu augun og eyr-
un opnast og þá mnndi mannkyn-
ið geta auðgast af fátækt hans.
Og það er enginn efi á þvi, að
mannkynið getur lært óendaniega
mikið af Jesú Kristi ennþá, ef það
fæst aðeins til að trúa á hann.
Fyrst þegar vér förum að lifa og
starfa i anda Krists, sjáum vér, hvort
hann er sá sem koma á. En Jesús
kúgar engan til fylgis við sig. Veg-
ur kærieikans er ekki vegur þræi-
dóms heidur frelsis. Einmitt þess-
vegna er þetta vegurinn, sem er
mjór og torfundinn. Pessvegna sit-
ur Heródes enn að völdum, hinn
undirföruli þjóðhöfðingi, sem Jesús
nefndi eitt sinn ref. Hann er mað-
urinn, sem dýrið er rikara i en
andinn.
En vér vonum að veldi hans
hrynji að lokum og andinn beri
hærra hlut. Herodfas kona hans
hefir einnig mikil völd meðal vor
og áhrif. En einhvern tima líður
að þvf, að sú konan, sem á aðeins
fegurðina, en enga mannkostina,
verður lftils metin og nær ekki að
ganga á milii bols og höfuðs á
spámönnura guðs. Jóhannes skirari
situr enn f fangelsinu um stund.
í slíkum heimi, sem .enn er svo
skammt á veg kominn, hlýtur sak-
leysið að þjást vegna hinna seku
og dyggðinni að vera varpað i
fangelsi við og við. En á endanum
verður það dyggðin og sakleysið,
sem ber bærra hlut. Dyggðín próf-
ast og verður ósigrandi af þjáning-
unni og jafnóðum hverfa skuggar
þess illa eða ófullkomna á braut.
Pessi sýnist hafa verið trú Jesú
Krists og þannigtrúir sérhvermað-
ur, sem vill feta f bans fótspor.
Og þó að fáir hafi ennþá verið
nógu miklir til að vera sjálfum sér
samkvæmir alit f gegn eins og hann
og sigra illt með góðu eins og hann,
þá er engin önnur leið til að kom-
ast að endanlegri raun um sann-
leiksgildi kristindómsins önnur en
lifa í kristindómnum.
Vor jólagleði og jólaheitstrenging
sé að vinna verk Jesú Krists. Með
þvi eina móti höidum vér heilaga
þessa hátið til minningar um hann.
Látum yndisleik lífernis hans og
heilagan frið trúar hans fylla hugi
vora og hjörtu birtu nýrra hug-
sjóna. Látum hann opna augu vor
og eyru, styrkja máttvana vilja,
hreinsa likþráan hug og reisa kær-
leik vorn upp frá dauðum. Með
þvf móti nær dýrð guðs i upphæð-
um að skfna niður á jörðina og
útbreiðast yfir hanafrá sólarupprás
eins langt og röðull rennur. Pá vex
friður guðs og velþóknun meðal
mannanna. Pá skfn Betlehemsstjarna
sannleikans yfir öllu mannkyninu
og vitringarnir koma úr öllum átt-
um tif að votta friðarkonunginum
lotningu.
Ef jólaæfintýrið er ekki veruleiki
nútíðarinnar, þá töpum þó ekki
trúnni á það, að það geti orðið og
eigi að verða sannleiki framtíðarinnar.
Bjóðum hver öðrum .gleðileg jól f
þeirri vissu og trú.
■-----o....
Hjálp í viðlögum
við slys og sjúkdóma.
Pað er kunnara en frá þurfi að
segja hve nauðsynlegt er hverjum
manni og konu að kunna að veita
bráðabirgðarhjálp áður en næst til
iæknis eða hjúkrunarkonu, þegar
skyndilega vilja til slys eða sjúk-
dóman
Rauði Kross íslands hefir nú f
nokkur ár sent hjúkrunarkonu viðs-
vegar um landið til að kenna slfkt
og hafa margir notið góðs af og
skilníngur alþýðu hefir vaxið á því
hve góð og gagnleg slík tilsögn
getur verið.
Hjúkrunarkona Rauða Krossins
frk. Sigriður Bachmann, hefir nú
um tima dvalið hér fyrir norðan
og haldið námskeið á ýmsum stöð-
um, sfðast á Siglufirði.
Meðan bún enn dvelur hér, ætlar
hún að tilhlutun Rauða Kross Deild-
ar og Slysavarnarsveitar Akureyrar
að gefa bæjarbúum kost á að njóta
tilsagnar i hjálp f viðlögum, laust
eftir áramótin.
Peir sem vilja sinna þessu geta
skrifað sig á lista, sem verður lagð-
ur fram í Bókaverzlun Porst. M.
Jónssonar og nánari upplýsingar
getur undirritaður gefið (Brekkugötu
kl. 1— 2 daglega)enda verður seinna
ákveðið betur um stað og stund
kennslunnar.
Sleinorlmur Maltbiasson.
------O....-
Dómur hœsíaréíiar
í máli C. Behrens og Magnúsar
Guðmundssonar féll 19. þ. m. Var
dómurinn á þá leið, að hæstirétt-
ur fann hvorki blett né hrukku á
framferði hinna ákærðu og dæmdi
þá báða, Behrens og M. G., al-
sýkna saka.
Aðalmálgagn íhaldsflokksins,
Morgunblaðið, lýsti því yfir, löngu
áður en mál þetta var tekið fyrir
í hæstarétti, að Magn. Guðm. væri
saklaus og að allir »sjálfstæðis-
menn« vissu, að hæstiréttur sýkn-
aði hánn. Það verður naumast lit-
ið á þessa yfirlýsingu Mbl. öðru-
vísi en svo, að blaðið hafi gefið
hana út í umböði hæstaréttar, áð-
ur en rétturinn tók málið til með-
ferðar og athugunar. Hæstiréttur
hefir með öðrum orðum staðfest
dóm Mbl. yfir M. G. Sé það nú svo
að starf hæstaréttar sé einkum og
fyrst og fremst í því fólgið að
staðfesta áður uppkveðna dóma
Mbl. yfir vel klæddum íhalds-
burgeisum, sem almenn réttai-
meðvitund dæmir seka, þá sýnist
raunar að þjóðin geti sparað sér
hæstarétt og falið Mbl. einu að
kveða upp dómana.
Fullyrt er að það hiksti í mörg-
um íhaldsmanni yfir því að Beh-
rens skyldi vera dæmdur sýkn
saka. Þeir segjast ekki hafa átt
von á því og ekki ætlast til þess
að hæstiréttur gengi svona langt,
og það sé líka heldur nm of áber-
andi. Þeir hefðu látið sér nægja,
að Magnús var sýknaður. En þeir
geta þess ekki, að það var með
öllu ógerningur að sýkna Magnús,
nema Behrens hlyti einnig sýknu-
dóm. Hitt vissu allir áður, að í-
haldsmönnum var alveg sama m
Behrens, með því þeir telja bann
einn af smælingjunum og sér ó-
viðkomandi.
Síðar mun gefast tækifæri til
að minnast nánar á þenna sýknu-
dóm hæstaréttar.
O-----
t
Kristján N. Wiium
bóndi i Fagradal í Vopnafirði.
Fæddur 23. april 1880. Dáinn 1. júní 1932.
Það bezta í mönnunum œttjörðin á
af orku og kærleik og vilja,
pá gleymt er ei honum, sem gott allt
er frá
og gaf okkur vit á að skilja
að lausnin er hentugust þróttvana þegn,
sem þráir að starfa fen er það um megn.
En okkur finnst sárast að misas þá
menn
sem mest vilja laga og bæta,
sem helzt vildu afreka afköstin þrenn
og ætíð að skyldunum gæta,
sem andlega og verklega vinna í senn
fyr’ víngarðinn drottins og samtíðar-
menn.
Eg vissi það, góði, að andláti að
hlaut eymdin þig skjótlega að bera,
en samt varð ég hljóður, er heyrði ég
það,
en hugsunin nóg hafði að gera,
— JÖRÐ —
2. árg. er nýkomin úL 240 bls.;
par af um 10 bls. myndir. Verð:
5 kr. I úskrilt, 6kr. í lausasölu.
Fæst hjá búksölum og aígreiðsl-
unni Lækjarg. 6A., Reykjavik.
2 orgel.
Nýtt Köhler-orgel með tvöföldu
hljóði og aotað Östlind&Almqvist-
orgel með fjórföldu hljóði, til sölu
með tækifærisverði og góðum
greiðsluskiimálum.— Bezta jólagjöfl
Hljóðfœrav. Gunnars Sigurg.ss.
Krómatisk barmonika
tíl sölu. Tækifærisverð.
Hljóð.f.v. Gunnars Sigurgeirss.
Grammofónplötur
f afar fjölbreyttu úrvali. Piötur við
ALLRA hæfi. Kærkomnustu jóia-
gjaíirnar eru grammofónplötur úr
tiljóðfærav. Gunnars Sigurg.ssi
því minningar fagrar um manndóminn
þinn
þar mörkuðu sporin, er geymast um
ainn.
Þá einhvers af kærleika hendi var
hreyíð,
þitt hjarta það titraði af gleði,
ef aðeins var hagsbót þeim aðþrengda
leyfö
svo aftur hann fluginu réðL
Hið þegjandi tillit sem talandi mál
það túlkaði bezt þina göfugu sáL
Haf alúðar þökk fyrir æfinnar starf
og ágætar samveru stundir;
svo heilsteypta mannvini þjóðin mtn
þarf,
sem þrekraunir mýkja og undir,
sem lífs eru’ og dauðvona örfandi afl
unz yfir er lokið með hérvistar tafl.
Holldór Benedikt88on.
■ 0
Fréttir.
Ný jólabók. Þórhallur Bjamarsoil
prentari í Reykjavík hefir gefið út
mjög snotra, litla jólabók, er heitir
»Jólin koma«. Eru það barnakvæði eft-
ir Jóhannes úr Kötlum, prýdd teikning-
um við hvert kvæði, gerðum af Tryggva
Magnússyni. Eru margar teikningar af
jólasveinunum, einnig af Grýlu, jóla-
kettinum o. fl. Letrið á kvæðunum er
stórt og aðgengilegt til lestrar fyrir
börn, og er bókin tilvalin jólagjöf handa
börnum.
Bráðabirgðalög um »heimild fyrir
ríkisstjórnina til íhlutunar um sölu og
útflutning á fiskiframleiðslu ársins
1933« háfa verið gefin út af útvegs-
málaráðuneytinu (Ólafi Thors) og stað-
fest af konungi 6. þ. m. Hefir viðkom-
andi ráðherra nú þegar gefið út tilskip-
un saankvæmt þeim lögum, sem gengur
í gildi um áramót. Sölusamlagið hefir
samkvæmt þv£ einkasölu á ísl. saltfiski
til útlanda frá 1. jan. næstk. og skal
greiða 25 kr. sekt fyrir hvert skp., sem
flutt er út utan samlagsins og í bága
við bráðabirgðalögin. Þó ná þessar
ráðstafanir eigi til þess fiskjar, sem
lagður er 6 land fyrir áramót.