Dagur - 09.03.1933, Qupperneq 2
38
DAGUB
ÍO. tbl.
• • ••• • • •••••• ••-•••-• •-• • i
MfHHHfHffHnHHH
Útgerðaroörur.
Línuverk, ódýrast í bœnum, Línubelgir, Bambus-
stengur, Bdtalugtir, Botnfarva og allskonar
skipamdlningu, Báta- og skipasaum í öllum
stœrðum. — Blakkir og kaðlar.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Jdrn- og glervörudeildin.
••I
Myndastofan
Oránufélagsgðtu 21 er opin alli
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
Fóðursíld.
Hefi nokkrar tunnur af fóður-
sild til sölu. — Verðið lágt.
Sendið pantanir sem allra fyrst.
Virðingarfyllst.
Kristján Árnason.
Gæzla landhelginnar. Aðaltil-
gangurinn með þessu frv. er að
leggja landhelgissjóð niður sem
sérstakan sjóð, en að tekjur þær,
er nú renna í hann, fari í ríkis-
sjóð, og að hann greiði svo hinn
árlega kostnað við landhelgisgæzl-
una.
Breyting á lögum um laun em-
bættismanna. Með frv. þessu er
staða heilsuhælislæknisins í Krist-
nesi tryggð með því að fella hana
inn í launalögin og gera hana hlið-
stæða stöðu heilsuhælislæknisins á
Vífilsstöðum.
Réttindi og skyldur embættis-
manna. SafnaJö er saman í einn
bálk þeim eldri lagaákvæöum, sem
til eru um þessi efni og þeim
breytt í ýmsu og aukið við þau. í
hugasemdunum segir, að ekki hafi
þótt þörf á að taka upp í frv. á-
kvæði um aldurshámark embættis-
manna.
Sérstök heimild til að afmá
veöshuldbindingar úr veömálabók-
um. i athugasemdunum segir m. a.
svo:
»Það er ekki ótítt, að þegar eig-
endur fasteigna ætla að fá lán
gegn veði í þeim, þá kemur það í
ljós, að á þeim hvíla óaflýst veð-
bönd skulda, sem eru greiddar,
svo ekkert getur orðið af lántöku
fyrr en fenginn hefir verið ógild-
ingardómur, en það tekur langan
tíma og veldur talsverðum kostn-
aði«.
úr þessu er frv. ætlað að bæta
með endurskoðun veðmálabók-
anna.
Frv. til Ijósmæöralaga. Land-
læknir hefir gengið frý frv, þessu,
Segir hann í greinargerð, að höf-
uðástæðan til þess að frv. komi
fram sé sú, að gildandi yfirsetu-
kvennalög nái aðeins til skipaðra
ljósmæði*a en ekki til annara
starfandi ljósmæðra. Engin breyt-
ing er gerð á launakjörum ljós-
mæðra í frv. þessu.
Breyting á lögum um brúar-
geröir. Þar er svo fyrir mælt, að
ríkisstjórninni sé heimilt að taka
lán til brúargerða þeirra, sem
taldar eru í 2. gr. brúarlaganna,
hjá sýslu- og sveitafélögum á á-
byrgð ríkissjóðs, allt að 60 þús.
kr. á ári í fjögur ár, 1933—1936.
Lánin endurgreiðist á 6—8 árum,
og séu vextir 1/2% hærri en hæstu
innlánsvextir í Landsbankanum.
Frv. fylgir tafla, er sýnir
greiðslur ríkissjóðs til brúargerða
1920—1932. Greiðslurnar eru sem
hér segir, taldar í heilum þúsund-
um.
1920 544 þús. kr.
1921 152 — —
1922 147 — —
1923 168 — —
1924 25 — —
1925 108 — —
1926 177 — —
1927 275 — —
1928 319 — —
1929 458 — —
1930 507 — —
1931 190 — —
1932 205 — —
Breyting á lögum um bann gegn
dragnótaveiöum. Þetta eru bráða-
birgðalögin, sem út voru gefin 6.
'júlí f. á., þar sem gerðar voru til-
slakanir á gildandi lögum.
...Bann gegn jaröraski viö sjó í
kawpstööum, kaugtúnum og sjáv-
arþorpum. 1. grein er þannig:
»í kaupstöðum, kauptúnum og
sjávarþorpum er bannað grjót-
nám, malartaka og annað jarð-
rask í fjörum og svo langt frá
flóðmáli, að öruggt sé að ekki
stafi af því landbrot eða aðrar
skemmdir af völdum sjávar. Bann
þetta nær þó ekki til jarðrasks er
leiðir af hafnarmannvirkjum,
ruðningi á vörupi og bátalending-
um«, — Ákvæði þessi gilda 500
m. út fyrir takmörk verzlunarlóða
og 800 metra frá byggð í sjávar-
þorpum, til beggja handa með-
fram fjöru.
(Framh.).
Dánardœgur.
Hinn 29. jan. s.l. andaðist í
Húsavfk Jón Sigurjónsson útgerðar
maður.
Jón var drengskaparmaður hinn
mesti, er aldrei vildi vamm sitt
vita.
Hann var athafnamaður mikill
og gekk með festu og heilhug að
hverju starfi.
Um langt áraskeið hafði hann á
hendi ýms trúnaðarstörf fyrir hrepps-
félag sitt, þar á meðal organleikara-
starfið i Húsavikurkirkju.
Jón var bindindismaður og studdi
drengilega málefni bindindisvina
sem félagi i bindindi og stúku.
Sterkustu eðlisþættir hans voru
trúmennskan, hógværðin og góð-
semin, er lýstu sér i öllu dagfari
hans. —
Oott var með Jóni að vera, og
verður hans jafnan minnst af kunn-
ugum með söknuði og virðingar-
hugi -
Kona Jóns er Björg Ounnars-
dóttir Benediktssonar verzlunar-
manns á Akureyri.
Fjögur börn þeirra hjóna eru á
lifi, hið yngsta 13 ára. — Fyrir
tveim árum misstu þau dóttur,
mannvænlegustu mey áæskuskeiði.
E. I>.
0 —
Heilög ást.
— Brot. —
Pú komst svo lítil, Ijúf og góð
í léttum sumarblæ.
Er kvöldsins bjarta geislaglóð
brá glampa á loft og sæ. —
Pú komst með eld, sem aldrei brást
og unað veita má. —
Með brjóstið fullt af æsku og ást
og augun lýst af þrá. —
Eg hljóður kraup og kyssti þig
í kvöldsins tðfra dýrð.
Pín blíða hefir blessað mig
og birzt mér — endurskhð. —
Frá þeirri stund er þig eg leit
eg þekki ei lánið valt. —
Eg gaf þér vina heilög heit,
sem helga lif mitt allt. — —
Nú allt er þrungið sumri og söng
og sælu i kring um mig.
Nú verða ei dægrin dimm og löng
— Mig dreymir aðeins þig.
Mér vorið hefir blóm sfn breitt
og bergð er lifsins skál. —
Eg élska þig svo undur heitt
af öllu hjarta og sál. —
Nú fagnandi eg klðkkur krýp
og kyssi sporin þín. —
Eg hugsa um þig og höfði drýp
þú hjartans vina mfn. —
Og hata aiit það kærleiks kvik,
sem kveikir villu þrá,
þvi ástin mfn er bjarma blik
þess bezta sém eg á. — — —
Valdimar Hölm Hallstað.
Stelðn skðld Irð Hvítadal andaðist t gær
eftir langvarandi veikindi. Hann var rdm-
lega fertugur að aldrl.
Öllum þeim mörgu, er sýndu sam-
úð og hjálp í sorg okkar, við and-
lát og jarðarfðr elsku litla drengs-
ins okkar, vottum við af alhug okk-
ar innilegasta þakklæti.
Fjölskylda Olg. Benediktssonar.
Framkvænuiir síðari m.
Einn kafiinn í ræðu þeirri, er sr.
Porsteinn Briem atvinnumálaráð-
herra flutti á sfðasta fullveldisdegi,
fjallaði um framkvæmdir íslendinga,
eftir að þeir fengu fjárforræði 1874
og þó einkum síðan 1918, eftir að
fullveldið var fengið.
Sá kafli ræðunnar, sem hér hefir
verið getið, var á þessa ieið:
»Á fyrstu 44 árunum eftir að vér
fengum fjárrforræði voru gerðar 59
brýr iengri en 10 metra, og lagði lands-
sjóður til brúargerðanna 860 þús.
kr. samtals. Voru margar þeirra úr
timbri og ýmist fyrndar eða fallnar
nú.
En síðan 1918 hófum vér gert
150 brýr lengri en 10 metra, og
hefir ríkissjóðurinn varið tíl þeirra
á 4 miljón kr. Par af hafa 11 verið
gerðar nú i ár og hafa þær kostað
um 205 þúsundir. En til stærstu
brúnna nú i ár hafa héröðin sjálf
boðið lánsfé, 155 þús. alls.
Frá þvi vér fengum fjárforræði
1874 og fram til þess er vér feng-
um fullveldið 1918 hafði landssjóð-
ur varið til vegagérða og viðhalds
23/4 miljónum kr. allsi En árin
1919—1932 hefir ríkissjóður varið
til veganna á 10. miljón (9.070.000)
samtals. Par af á þessu ári um 630
þús. kr.
Til þess að reisa vita varði lands-
sjóður rúmri 1/2 miljón alls fram
til 1918. En siðan hefir ríkið reist
nýja vita fyrir 1.700.000 kr. sam-
tals.
Tii þess að sigla eftir vitunum
hefir þjóðin siðan 1918 flutt inn
166 skip og báta, er hafa kostað
30 miljónir og hálfri betur, svo að
allmjðg mundi nú Jónasi gamla
Hallgrfmssyni þykja allt breytt orð-
ið frá því er hann kvað skopvísuna.
Langmestur hluti þessa skipa-
flota hefir verið notaður til þess
að afla lífsbjargar og auðæfa úr
djúpi hafsins, en stærstu skipin og
dýrustu til þess að bæta samgöng-
ur eða verja landhelgisrétt vorn.
Öll hafa skip þessi verið knúin
vélaafli og getum vér þvf sagt, að
allvei hafi ræizt spádómur Hannes-
ar Hafsteins í aldamótakvæðinu.
Náskyld samgöngubótunum eru
sfmamálin. Einnig þar hafa verið
stigin drjúg spor áleiðis. Sfðan
1918 hefir verið varið til nýrra
síma og simstöðva og loftskeyta-
stöðva 7»/2 miljón kr. samtals. Hæst
fer þar árið 1931. Pá er varið til
sima og simstöðva fast að 2 milj-
Austfirðingamót verður haldið hér í Sam-
komuhúsinu n,k. Iaugardagskvöld. Áskriftar-
listar Iiggja framml i bókaverzlun Þorst.
M. Jónssonar og hjá Magnúsi Sigbjörni-
syni Lækjargötu 6.