Dagur - 20.04.1933, Side 1

Dagur - 20.04.1933, Side 1
DAOUR kemur út 6 hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 &rg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dos. Norðurgötu 3. Talslmi 112. XVI. ár. Akureyri 20. apríl 1933. 16. tbl. SamÉnÉit í sveitum. Tveir Framsóknarmenn, Stein- grimur Steinþórsson og Sveinbjörn Högnason, hafa fyrir nokkru flutt á Alþingi merkilega nýjung i ís- lenzkri landbúnaðarlöggjöf, sem er frv. tii laga um samvinnubyggðir i sveitum. Helztu aðaldrættir frv. fara hér á eftir: 1. gr. frv. gerir ráð fyrir 200 þús. kr. árlegu framlagi. Hluta af þvi má rikið greiða f landi með fast- eignamatsverði. Framlaginu skai verja tii iandkaupa og framkvæmda: 3. gr. Atvinnumálaráðherra skipar þriggja manna nefnd. Einn nefndar- maður skal skipaður samkv. tiliög- um Búnaðarfél. íslands og annar samkv. till. Búnaðarbanka íslands. Nefndarmenn skulu skipaðir til þriggja ára í senn. Samvinnubyggðanefnd ráðstafar framlagi ríkissjóðs til samvinnu- byggða. Hún rannsakar og ákveður hvar þær skuli stofnaðar. Skal við þær ákvarðanir fyrstog fremst taka tiilit til: a. Landkosta tii ræktunar og beitar. b. Samgöngu- og markaðsmögu- leika. c. Skilyrða til rafvirkjunar eða hag- nýtingar jarðhita. d. Að tryggja eftir föngum að menn, sem kunnugir eru stað- háttum á hinu fyrirhugaða sam- vinnubyggðasvæði, vilji mynda samvinnubyggðafélög samkvæmt Iðgum þessum og taka landtð á leigu. 4. gr. Land það, sem samvinnu- byggðanefnd fær til umráða samkv. iögum þessum, skal undirbúið þannig til afhendingar: 1. Fullrækta skai sem nemur 4 ha. lands á hvert býli i væntaniegri samvinnubyggð, eða sem svarar 4 ha. á hvern télaga i samvinnubúi, ef samvinnubúskapur er rekinn samkv. 9. gr. Ef landið er aðallega ætlað tii garðræktar i sambandi við alifugla- rækt, svfnarækt eða annan búrekst- ur, sem krefst ekki míkils grasiendis, þarf hið ræktaða land eigi að nema meiru en 2 ha. á býli eða á hvern félaga i samvinnubúi. 2. Oera þar girðingar, sem sam- vinnubyggðanefnd telur nauðsyn- legar fyrir búrekstur á landinu, þó eigi svo, að girðingar skifti landi á miili býla. 3- Leggja vegaðlandi samvinnu- byggðarinnar, sbr. 2. gr. c. lið þess- ara laga. 5 gr. mælir svo fyrir, að sam- vinnubyggðanefnd ákveði býlafjölda og hversu mikið land skuli fylgja hverju býli. Leigutaki greiði rikis- sjóði 8% af grunnverði landsins f Ieigu árlega, 9. gr. Tilgangur samvinnubyggða- félags er: 1. Að taka á leigu land, sem framlagt er og undirbúið samkv. lögum þessum, og leigja það fé- lagsmönnum. 2. Að reisa nauðsynleg hús til fbúðar og búrekstrar félagsmanna f iandi því, sem þeir leigja af fé- laginu. 3. Að reka lánsstarfsemi fyrir fé- lagsmenn sína. 4. Að koma á fót rafvirkjun eða mannvirkjum tii hagnýtingar hvera- orku, eða öðrum mannvirkjum til sameiginlegra afnota fyrir félags- menn, og annast rekstur þeirra. 5. Að stunda sameiginlega bú- rekstur (samvinnubúskap) fynr alla félagsmenn. Pau samvinnubyggðafélög, sem stunda vilja samvinnubúskap, skulu setja sér samþykktir, er hljóti sam- þykki samvinnubyggðanefndar og staðfestingu atvinnumálaráðherra. Um skilyrði til lánveitinga með rikisábyrgð (allt að 80% af kostn- aðarverói) eru svohljóðandi ákvæói í 14. gr': Félagsmenn í samvinnubyggða- félagi fá þvi aðeins lán til byggmga hjá félaginu, að þeir upplylli eitir- andi skilyrði: a< Að húsin séu gerð úr varanlegu efni og eftir fastákveðnum fyrir- myndum, sem stjórn félagsins hefir ákveðið og samþ. hafa verið af samvinnubyggðanefnd. b. Að húsin séu byggð með föstu skipulagi (sem þorp) eftir þvf sem sijórn félagsins nanar ákveð- ur og samvinnubyggðanetnd samþykkir. c. Að félagið annist um byggingu húsanna að öllu leyti, og séu þau afhent gegn skuldabréfi með veði í húsunum, er nemi þeirri fjárhæo, er búsin kosta umfram eigin framlög. Pó hefir væntan- iegur eigandi rétt til að leggja fram þá vinnu, sem bann hefir ráð á og nothæf er við bygg- ingu húsanna. I greinargerðinni segir m. a.: Nú er talið sjálfsagt, að skipu- lagsuppdrættir séu gerðir fyrir kaup- tún og kaupstaði og framvegis verði byggt þar eftir föstum, áður við- teknum reglum. Frv. það, er hér birtist um sam- vinnubyggðir, er frumdrættir, sem stefna að þvi, að framvegis verði byggðin skipulðgð i sveitum, á sinn hátt svipað því sem nú er gert í bæjum og kauplúnum. Pað, sem fyrir vakir með nýmæli þessu í landbúnaðarlöggjöf okkar, eru einkum þau meginatriði, sem nú skal greina: 1. Að skapa skilyrði til hagkvæm- ari og ódýrari framleiðsluaðferða en nú eru, annaðhvort með náinni samvinnu sjálfstæðra býla i byggða- hverfum, eða algerðum samvinnu- búskap. 2. Að skapa sveitafólki aukna möguleika til þess að mynda eigin heimili í sveitum, svo að það þurfi ekki að hrekjast til sjávarþorpa og kaupstaða. 3. Að tryggja byggðum þessum afnot af samgöngum og öðrum menningartækjum, sem nútímalíf heimtar, en sem eru iitt hugsanleg f strjálbýli vegna kostnaðar. 4. Að handverk og smáiðnaður nái að þróast i samvinnubyggðum og geti orðið til styrktar aðalatvinnu manna, einkum á vetrum. Leiðin til að ná þessum tilgangi er, að hin nýja byggð sé i þorpum. Við álítum að þorpunum e<gi að koma upp með samvinnu þeirra, sem þar vilja búa, og með nokkuð takmarkaðri aðstoð hins opinbera og undir eftirliti þess. Aðferðin, sem viö hugsum okkur, er sú, að ríkið leggi fram landið og láti leggja vegi að því, og láti ennfremur rækta nokkurt land handa hverju býli. Félögin komi upp byggingum iyrir félagsmenn og útvegi lán og annist ennfremur sameiginlegar fram- kvæmdir, svo sem rafvirkjun, ef til kemur. Siðan ráði félagsmenn sjálfir, á hvern hátt þeir reka búskapinn, þ. e. hvort hann sé rekinn að miklu eða öllu leyti út af fyrir sig hjá hverjum einstakling, eða að ein- hverju eða öllu leyti sameiginlega. Um þetta atriði álitum við vafasamt, að binda hendur manna, þó að ýmislegt mæli með því, að algerlega sameiginlegur búskapur, með skift- ingu afurða eftir á, myndi verða ódýrari. Við álitum mikilsvert, að ræktun landsins fari á undan öðrum framkvæmd- um, svo að búskapurinn á býlunum geti verið lifvænlegur þegar i stað. Hinar arðgæfu framkvæmdir vérða að koma á undan þeim óarðgæfu. Og mikið veltur á að hægt verði að finna ódýrt byggingarfyrirkomu- lag. Æskilegt, að hægt væri að komast af með mjög litlar bygging- ar f fyrstu og bæta síðarvið. Ettir- lit með byggingunum ætlumst við til að sé mjög strangt, bæði af hálfu hins opinbera og félaganna, svo að ekki sé hætta á, að býlin yfirbyggist méð dýrum húsum. Menn yrðu að sætta sig við, að húsin yrðu sem líkust að stærð og fyrirkomulagi, notuð sú aðferðin, sem ódýrust telst í hlutfalli við afnotagildi. Hverja samvinnubyggð yrði að miða við ákveðna tegund búskapar og taka tillit til þess þegar i upp- hafi, bæði með ákvörðun iandstærð- ar, beitilanda, býlafjölda og skipu- lags f byggðinni. Surastaðar yrði aðallega kúabú, annarstaðar sauð- fjárrækt (t. d. á Norðausturiandi), á öðrum stöðum garðrækt eða ali- fuglarækt. Á hverjum stað verður fyrst og fremst að miða við þá staðhætti, sem fyrir hendi eru, þannig að stunduð sé aðailega sú framleiðsla. sem bezt borgar sig með tilliti tif landkosta. Samvinnubyggðirnar ættu að keppa að þvf að vera sjálfum sér nógar. Þar ætti, er stundir líða, að komast á fót ýmiskonar bandverk Og iðnaður f smærri stíl í sambandi við rafmagnið. Pá myndi því að einhverju leyti varnað, að menn þyrftu að sitja auðum höndum yfir vetrartimann. Af þeim þægindum, sem þetta fyrirkomulag myndi hafa í för með sér, mætti margt teija. Par myndi með tiltöluiega litlum kostnaði geta verið sfmi til ainota fyrir hvert heimili, rafmagn til ijósa, suðu og hitunar (ef ekki væri jarðhiti), dag- legar póstferðir á hvert heimiii, sameiginlegt útvarp, ný aðstaða til menntunar fyrir börn og unglinga, skilyröi fyrir sameiginleg afnot bóka — og það sem ekki má gleyma, aðstaóa til félagsskapar og dægra- styttingar, sem margt tólk ma leita eftir til kaupstaðanna. Karlakórinn Geysir söng í Nýja-Bíó á annan í páskum. Söng fiokkurinn 12 lög og varð að endurtaka mörg þeirra, Gunn- ar Pálsson söng einsöng í tveimur lögum og ennfremur sungu þeir Gunnar Pálsson og Hermann Stefánsson tvísöng í einu laginu. Vigfús Sigurgeirsson aðstoðaði með flygel undirspili. Þessi söngskemmt- un Geysis tókst prýðilega, enda fékk kórinn hinar beztu viðtökur hjá áheyr- endum. Aðsóknin bar þess vott, að al- menningur í bænum hefír nú áttað sig á því, að það er mesta unun að heyra Geysi syngja. Það var ekki einungis afl hvert sæti væri skipað, heldur og hvert s t æ ð i í húsinu. — Geysir endurtekur söngskemmtun sina á morgun (sumardag- inn fyrsta) I Nýja-Bió kl. 5 e. h.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.