Dagur - 31.08.1933, Side 3

Dagur - 31.08.1933, Side 3
35. tbl. DAGUR 141 Óþreyja 01. Th, Ólafi Thors farast svo orð í ísafold 23. þ. m. »Þeir kjósendur, eldri sem yngri, sem bíða þess með óþreyju að réttarbætur stjórnarskrárinnar kora- ist í framkvæmd, verða svo að snúa reiði sinni á hendur Fram- sóknarmönnum, en einkum þó só- sialistum, þvi það er slveg víst að hefðu sósíalístar reynst trúir sínum málstað og í tæka tið tekið undir krðfu Sjálfstæðismanna um að aukaþing yrði tafarlaust kvatt saman og stofnað til haustkosninga, þá hefði einnig sú krafa hafst fram. Er nú eigi annað fyrir enn minnast þeirra við næstu kosningar.« Svo mörg eru þessi orð. Svona talar varaforrnaður þess flokks, sem árum saman og allt fram undir síð- ustu tíma hefir beitt áhrifum sínum gegn þvi að unga fólkið fengi kosn- ingarétt. Nú látast þessir menn vera fullir af óþreyju yfir því, að unga fólkið fái ekki að neyta þess réttar strsx i haust, og gera ráð fyrir, að það snúi reiði sinni aó þeim mönnum, sem hafa beitt sér fyrir þvi, að unga fólkið fengi þessi réttindi, sem ihaldsmenn hafa hald- ið fyrir þvf. Mannstuldir. Sá stórglæpur hefir lengi framinn verið að steia börnum efnaðra for- eldra og heimta fyrir þau lausnar- gjald. Stundum er fullorðnu fólki líka stolið og lausnargjaldið heimt- að af aðstandendum. Pessi glæpur hefir margsinnis verið framinn i Kina og vfðar f Austurlðnduro. Einnig hefir hann framinn verið nú lengi i Bandarfkjunum og virðist vera að fara mjðg i vöxt og er nú orðinn löggæzluvaldinu mikið áhyggjuefni. Fyrir skömmu héldu lðgregluforingjar frá 22 helztu borg- um í Bandaríkjunum og 14 öðrum löndum fund með sér i Chicago og bar þetta vandræðamál þar á góma. Segja fréttir þaðan, að Mr. Newton, lögreglustjóri i Wmnipeg, hafi haldið því fram, að nauðsyn bæri til að Ieggja dauðahegning við þessum voða glæp. Virðist nú vökn- uð mjög sterk hreyfing i þá átt að afmá þetta óhæfilega athæfi, jafnvel þó það kosti mikla harðneskju, og hefir uú einn maður verið dæmdur tiidauða fyrir slíkan glæp. Hann heitir Walter Mc Oee, Kansas O.ty. Var stúlkunni, sem hann stal, þó skilað heilli á húfii (Lb.). Hveitiverð í Canada. Heimskringla skýrir svo frá 26. fyrri mánaðar: Hveiti féll i verði siðastliðna viku um 28c cents, eða úr $ 1,04 niður i 76 cents. Sagan hefir endurtekið sig. Braskið gekk þetta litla of langt eins og svo oft áður. Og nú sem fyr hafa menn tapað fé svo hundruð- um milljónum dollara skiftir á verð- hruninu. Allir sem fé sitt lögðu i »spiiavítið« án þess að hugsa nokkuð um að sjá sér borgið, standa nú tómhentir eitir. Pó ótrúlegt sé er talið að almenningur, sem éingin fjárráð hefir að ráði, hafi ekki farið varhluta af tapinu. Hvað veldur verðfallinu? Brask, ekkert annað. Verðhækkunin var óeðlileg. Hún var gildra, sem beitt var, og menn gengu í saklausir eins og mýs. Með peningum óverðfestum viðast út um heim er hættulegra við hveitikaup að eiga en nokkru sinni fyr. Og var þó ekki við þá hættu bætandi. Blöðin hér segja, að verðfallið hafi verið ástæðum að kenna, sem þetta land fái ekki við ráðið og enginn hér fái við gert. Pað getur satt verið. En við eitt fá allir ráðið og það er að gefa sig á vald svindilbraskinu. Um það getur hver sjálfum sér kennt. ---- o Júprsmyrsl. Reynslan og fjöldi tilrauna hafa sannað, að bezta ráðið, til að fá gerilhreina mjólk, er að gæta alls hreinlætis i meðferð kúnna. Sérstak- iega skal gæta þess, auk annars, sem snertir kúahirðingu, að júgrinu sé haldið heilbrigðu. Flestir sjúk- dómar, sem þjá kýrnar, koma ein- mitt fram i þessu viðkvæma liffæri, en afleiðingin er minni mjólk, svo að kúahaldið ber sig þessvegna ekki. Af algengum júgursjúkdómum má nefna: Streptokokkjúgurbólgu, bólgulopa, bólgublástur f júgurhúð- inni, húðbólgu, smitandi útþot, júgurbólu, kýlabólgu ogjúgurdrep. Búnaðarfrðmuðir og sérfræðingar í útlöndum hafa fyrir löngu sannað og sýnt, að bezta, þægilegasta og ódýrasta ráðið, til að hirða júgrið vel, sé að bera á það daglega sér- stök smyrsl. Eins og að dagleg notkun sápu er sérstakur hlutur hverjum siðuð- um manni, svo ætti sérhver hag- sýnn og framsækinn bóndi að nota daglega góð júgursmyrsl. Mjólkurrannsóknir landbúnaðar- ráðanna við þýzku háskólana hafa leitt í Ijós, að án notkunar júgur- smyrsla fundust í nýmjólkaðri mjólk yfir 3000 gerlar i hverjum tenings- sentimetra. Væri aftur á móti mjólk- að með höndum bleyttum f mjólk, srnurðum með tólg eða öðrum dýra- og jurtafitum, þá varlágmark gerlatölunnar langt yfir 3000. Rannsóknirnar sýndu ennfremur, að gerlafjöldinn komst niður { merkilega lága tölu, eða 300 i ten- ingssentim. mjólkur, væri notuð beztu júgursmyrsl. Júgursmyrsl eru þvi nú í næstum öllum nýtízku kúabúum í Þýzka- landi, Englandi, Sviss, Danmörku og mðrgum öðrum löndum. Mörg mjólkursamlög þessara landa krefj- ast þéss af félögum sínum, að þeir noti stöðugt júgursmyrsl. Pað er samkvæmt þessari reynslu að Efnagerðin »Sjöfn« hér i bæn- um hefir komið með júgursmyrsl á markaðitin. Pessi ágætu júgursmyrsl >Sjafn- ar« er ekkert óreynt efni. Pau eru framleidd, að viðhafðri allri hreinlætisvarkárni, af sérfræð- ingi, sem hefir að baki sér margra ára nám og verklega erlenda reynslu. Framleiðslan er undir eft- irliti dýralæknis. ísleozkir kúaeigendur ættu að nota sér þessa framleiðslu til hags- bóta og þrifnaðar. Meðal villimanna. Árið 1924 lðgðu nokkrir þýzkir vísindamenn af stað í leiðangur til Braziifu. Hét formaður fararinnar dr. Otto Schulze. Efnafiæðingur var og í förinni er Herman Huth heitir. Leiðangurinn var hafinn í þarfir læknavfsinda. Ætlaði dr. Sch- ulze sér að rannsaka hvort ekki væri yfir einhver ný lyf að komast geró úr trjám f Braziliu. En til þessara manna hefir ekkert frézt eíðan og var almennt álitið að þeir væru allir dauðir. Höfðu og fregn- ir borist um að nokkrir þeirra hefðu veikst, sem styrkti menn í þeirri trú, að þeir hefðu farist. En nú bregður svo við, að einn þessara manna er i leitirnar kom- inn. Er það efnafræðingurinn Hutb. Kom hann til Ouayaquil i Ecua- dor-rfki 13 júlf. Hefir hann hina hðrmulegustu sögu að segja af leiðangrinum. Frá Chsco-héruðum og Perú- hálendinu lögðu þeir af stað niður i Amazon-dalinn. Voru þeir 24 alls, en innan þriggja ára höfðu sóttir fækkað þeim svo að eftir lifðuekki nema 11 af þeim. Eftir nokkra dvöl i Amazon- dalnura á meðal Kyrrahafs Indfána svo nefndra, og þó sérstaklega Ocainas-kynbáiksins, fýsti þá dr. Schulze og Huth að komast inn f héruðin, sem byggð voru regluleg- um villimönnum. Ætluðu þeir, að eitthvað mætti ef til vill' af þeim iæra um efni það er þeir voru að rannsaka. Pað var i svonefndum Pastaza-héruðum, sem eru myrk- viðar- og villi-Indiána-land mikið. Með sér höfðu þeir enga hvita menn, heldur Indiána, sem þeir treystu betur f slarkferð þessa. En hvort sem Indíánarnir sviku þá eða ekki, voru þeir teknir fastir af Boras-kynbátkinum, er þarna hafðist við og mannætur eru, en Indiánarnir sem með þeim voru komust undan. Huth og dr. Schulze voru bundnir við tré skammt hvor frá öðrum. Var bái kynt umhverfis dr. Schuize og dönsuðu villimenn og sungu meðan brennifórnin fór fram. Kvaðst Huth hafa um stund misst meðvitundina af að horfa upp á þetta og vera bundinn og geta ekkert aðhafst fyrir félaga sinn. Er hann kom til sjálfs sfn aftur, var hann kominn til konu einnar af Jibara kynbálki, er hann skildi á síðar að hefði bjargað honum með þvf að hann giftist sér. Og svo voru þau gift. Sagði Hutb, að eitt af giftingar-athöfninni hefði verið það, að dregnar hefðu verið augnatennurnar úr konunni. Pað átti að sýna og sanna að hún væri gift, eða tákna sama og gift- ingarhringur. Frá þeirri stundu sagðist Huth hafa gert allt, sem honum var unnt, til að frétta um mannflokk þennan, hver væri for- ingi hans og hverjar skyldur ýmsra hinna heldri manna þeirra á meðal væru. Kvað hann konuna hafa treyst sér og smám saraan náði hann trausti töfralækna þeirra og foringja. Kvað hann þá hafa trúað þvf, að hann væri yfirnáttúr- RÖSkur ma®ur óskar eftir at- i vinnu frá þessum tima til veturnótta, ennfremur getur kom- ið til mála með veturvist, ef semur. Frekari upplýsingar i sfma 91. legur maður að vitsmunum, eftir að hann var svo kominn niður i triáli þeirra, og hann gat farið að skýra fyrir þeím eðli og veruleik ýmsra hluta, er þeir höfðu enga hugmynd um. Eftir nokkurn tima hættu þeir að gæta hans. En lengi og varlega þurfti Huth þó að fara með áform sitt að komast hið fyrsta i burtu. En loks heppnaðist það. En þrir mánuðir fóru f það fyrir honum frá því að hann yfirgaf »hús og heimili*, að komast til Amazon- dalsins aftur. Ýmislegt segist Huth hafa numið af veru sinni hjá mannfiokki þess- um. Eitt var aðferð til þess að minnka nokkuð höfuð, hendur eða fætur manna. Einnig kveðst hann fundið hafa upp óbrigðui Iyf við höggormabiti og lækningu sára, er gerð væru úr jurtum og trjám er þarna vaxa. Kvaðst bann hafa nókkuð af sæði slikra jurta og grasa með sér, Heimskringla, ---O---- F réttir. Síldveiðin hefir gengin treglega siðasta hálfa mánuðinn. Pó hefir nokkur sild kúmið til Siglufjarðar, en lítil sem engin hingað til Akureyrar. Sagt er að enn vanti nokkuð af síld fyrir sænska markaðinn. Siðastliðið laugardagskvöld var búið að salta alls á landinu 213,800 tunnur og er það um 8 þús. tunnum minna enátama tímaífyrra, Af því er yfir 100 þús. tn. matjessöltuð sild. Nú um helgina voru komnir í bræðslu 663,620 hl. af síld og er það 223 þús. meira en í fyrra. Ofviðri geysaði um síðustu helgi yfir Suður- og Vesturland. Heyskaðar urðu nokkrir, þök fuku af húsum og tjöld vega- vinnumanna tættust í suudur í ofviðrinu, Mannskaðar urðu engir svo vitað sé. Menningarsjðður Islands hetir keypt nátt- úrugripasafn Ouðm. sál. Bárðarsonar prd- fessors fyrir 25 þús. kr. samkvæmt mati, Safn þetta er mikið að vöxtum og er nú sem stendur í Lauganesspitala. Síra Ragnar E. Kvaran, sem um 11 <r hefir verið prestur íslendinga í Ameríku, kom, ásamt fjölskyldu sinni, alfluttur til Reykjavíkur með Brúarfossi í fyrradag. Sira Ragnar hefir getið sér hið bezta orð þar vestra. Porsleinn Porsleinsson skáid frá winni- peg er kominn til Reykjavikur með Brú- arfossi. Guðmunúur Matthiasson úr orímsey synti á laugardaginn var af Oddeyrar- tanganum og austur yfir álinn. Sundið tók 22 mínútur. Veður var kyrrt og hlýtt og sjávarhitinn 11°, en nokkurt utfall var í álnum, er tafði sundmanninn nokkuð. Fyrst er synt var yfir Oddeyrarál, þótti það mikill viðburður. Síðan hefir sund- kunnáttu og sundleikni farið það fram, að nú þykir slikt sund ekki sérlega frá- sagnarvert.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.