Dagur - 19.10.1933, Qupperneq 5
42. tbl.
D A G U R
171
Hugvekja
um bannmálið og at-
kvæðagreiðsluna á
morgun.
Það er augljós og alviðurkerindur
sannleikur, að allur framavegur er
brattur og erfiður. Hver einstaklingur
veit og skilur, að það, að verða að
manni, sem kallað er, kostar fyrirhöfn
og áreynslu. Pað fæðist enginn með
formennskunni, og það verður -enginn
»óbarinn biskup«. Sá, sem ætiar sér að
verða að manni, þarf því og v e r ð u r
að leita á brekkuna. Um annað er
ekki að gera. Og einkum á þetta við
um óll siðleg mál. Að vinna bug á
erfiðleikunum er engum aukvisum hent.
Þeim er því oft ljúfara að leita undan
brekkunni, en sækja á brattann. íslenzka
þjóðin, sá stóri einstaklingur, þó smár
sé að vísu, borinn saman við stórþjóðir,
ætti að hafa og h e f i r í raun og
veru, sogið í bein og merg þennan
sannleika í þúsund ár. F*að er vitað,
að lífsbaráttan hér er harðari en víðast
annarsstaðar, að landið okkar, þótt gott
sé og blessað, verður að heimta þrek
og þor þeirra er það á að fæða og
klæða. Og þjóðin myndi aldrei hafa átt
eða getað átt tilverurétt hér, sem sér-
stök þjóð, hefði hún ekki frá upphafi
eins og sogið í sig merg og mátt
frosts og funa. — Hitt er vitanlegt
öllum, að örðugleikar og óblíð kjör
hafa stundum verið þess albúin að
beygja hana í duftið, en aldrei tekizt
það, þó stundum hafi nærri legið. Og
e. t. v. hefir þó ekkert leikið hana ver,
þegar dýpst er skoðað, en Bakkus, en
vínnautnin, með öllum hennar ömur-
legu afleiðingum.
F*að var þess vegna eðlilegt, að
þegar heitar sjálfstæðistilfinníngar fóru
um þjóðina, eftir að hún fór að rétta
við úr hinni sárustu niðurlægingu og
fór að finna til réttar síns, að þegar
hún rannsakaði og sá hvernig erlent
vald hafði mergsogið hana öldum
saman, að hún þá kæmi einnig auga
á Bakkus og þær dýru fórnir, er hún
hafði honum fært.— F*jóðin opnaraugun
og sér hvernig komið er, og hún áset-
ur sér að leita á brekkuna, ásetur sér
að sækja í sig veðrið og magna mátt
sinn til mennilegra dáða, og þá fyrst
og fremst með því, að vísa eiturveig-
um Bakkusar úr landi. Par voru vöku-
menn þjóðarinnar að verki. Pað voru
bjartsýnir menningarvinir, er héldu á
þeim hugsjónakyndli og eggjuðu til
sóknar á brattann, og af því blysi er
þá var brugðið á Ioft, af fámennri,
afskekktri þjóð, lýsti víða og varð hvar-
vetna til þess, að vekja eftirtekt á
þjóðinni og aðdáun. — En svo koma
hin illu öfl til sögunnar, öflin sem
ávalt reyna að draga menn og mál í
duftið. Svo koma hrakspárnar, sem
eru náhrafnar hverrar nýungar, og vilja
eins og sjúga úr þeim blóð og merg.
Og þessar hrakspár, sem nú eru kall-
aðar sannspár, og birtst hafa í vofu og
náhrafna líki alla tíð síðan, þær hafa
lagt til morðkutana og snörurnar og
allt hið illa og ömurlega, sem þessi
göfuga menningarhugsjón hefir átt við
að stríða. Og nú eru kutarnir orðnir
að skálmum, sem ganga eiga af henni
dauðri. — Og mennirnir, sem einna
lengst hafa gengið, og ganga nú fram
með þessi bitru vopn á lofti, eru sumir
þeir synir þjóðarinnar (ekki dætur), sem
hún hefir glapist á að trúa bezt og
hefði mátt mest af vænta. F’að eru
sumir þeirra manna, sem trúað hefir
verið fyrir miklu, trúað fyrir því að
vera verðir Iaga og réttar í landinu,
trúað fyrir heilbrigðismálum þjóðar-
innar, trúað fyrir vegsögu starfi, og
það eru þeir menn, sem þjóðin hefir
glapist á að trúa fyrir löggjafarstarfinu.
Svo illa er nú högum þessarar marg-
hröktu, fámennu þjóðar komið. Og svo
segja þessir menn, að nú séu þeir að
myrða þessa göfugu hugsjón til þess,
að gera þjóðinni gagn. Og þeir heimta
Iiðstyrk til þess að svo megi verða,
heimta aukið frelsi Bakkusi til handa,
en það er það sama og fjölga hrös-
unarhellum og mannameinum. F’eir slá
á þá strengi er lakast óma í hvers
manns brjósti Þeir hrópa hástöfum á
frelsi og sjáltstæði, þó þeir séu með
þessu að vega að siðlegu sjálfstæði
þeirrar kynslóðar, sem við erum að
reyna að ala upp til drengskapar og
dáða. F*eir benda á feirurnar og sprung-
urnar og vandræðin, sem þeir hafa
sjálfir skapað, þeir benda á hin flak-
andi sár, sem morðkutar þeirra hafa
skilið eftir og segja svo: F’arna sjáið
þið hvernig komið er með þessa menn-
ingarhugsjón ykkar, og nú skuluð þið
hjálpa okkur til að ganga af henni
dauðri.
En góðir menn og konur! Hlustið
ekki á þessa menn. Hvessið sjónir
ykkar og skilning á málinu, með því
að gera ykkur í hugarlund, hvernig
fara muni ef olnbogarými Bukkusar
eykst frá því sem nú er. Er ekki frek-
ari þörf á að minnka það en auka?
Hugsið um það, þið foreldrar, sem
eruð að ala þá upp, sem byggja eiga
landið og gæta menningar þess og
sóma, þið sem leggið það bezta og
dýrmætasta úr ykkar eigin sál í þeirra
sál, hugsið um það hve örðugt ykkur
verður uppeldisstarfið, og þarf þó ekki
á að bæta, ef sterku-vínin eru allstaðar
við hendina; hugsið um þá tálsnöru
sem með því verður á vegi barnanna
ykkar lögð. Látið ekki blekkjast af fag-
urgala og glæstum Ioforðum. F*eir sem
nú heimta aðstoð ykkar til þess að
koma sterku-drykkjunum inn í landið,
hafa, í þessu máli, ekkert betra að
bjóða en brennivínið. Sjálf eigið þið
að leggja til fé og fjör. Segið, í ham-
ingjunar bænum, stórt N EI við
þessu öllu saman. Komið á kjörstaðinn
á morgun og hjálpið til að bjarga
göfugri menningarhugsjón frá glötun.
Leggið hönd að því, að þjóðin haldi
áfram að klífa brattann. Sláið hring
um kjarna málsins og varðveitið hann
frá eyðileggingu. Og gerið meira.
Hjálpið til að græða þau sár, sem
morðkutarnir hafa valdið, og hjálpið
til að gera þá óskaðlega.
Ungu menn og konur! Á morgun
fáið þ';ð mörg í fyrsta sinni, að taka
opinbera afstöðu til menningarmáls með
atkvæðagreiðslu ykkar. Pað er ykkar
þegnskapar- og menningarvígsla. Á
ykkur veltur mikið um örlög þjóðar-
innar í þessu máli. Sjálfsagt langar
ykkur öll til að verða sjálfum ykkur
og þjóðinni til gagns og sóma. En
haldið þið að ekki verði erfiðara að ná
því marki, ef tálsnörunum og hrösunar-
hellunum verður fjölgað? Er ekki nóg
af þeim fyrir? Væri ekki sjálfsagt að
fækka þeim heldur? Teljið upp í huga
ykkar alla þá félaga ykkar, sem vínið
hefir skemmt eða er að eyðileggja.
Verður þeim bjargað með meira víni ?
— Dettur ykkur í hug, að ekki verði
margfalt erfiðari sóknin til manndóms
og menningar, ef Bakkus er með í
förinni? Finnst ykkur að ekki þurfi að
brjóta á bak aftur heilbrigða skynsemi
til þess, að geta í alvöru haldið því
fram og trúað því, að því víðar sem
vara er höfð á boðstólum og hægara
í hana að ná, því minna sé hún keypt
og notuð! — F*ið munuð innst í sál
ykkar eiga þá sannfæringu, að Bakkus
sé enginn hollvinur, sem að þurfi að
hlynna. Pví þá að gera honum léttara
fyrir að ná til ykkar? Er nokkurt vit
í því? Hvað ætlið þið þá að gera?
Ætlið þið ekki að hefja gönguna til
þess að þjóðin megi halda á brekkuna ?
Eða ætlið þið að marka fyrstu sporin
á undanhaldinu ? — Nei og aftur nei.
Nú fylkið þið liði gegn öllum eitur-
öflum. F’ið komið sterk og vígreif,
bjartsýn og glöð á kjörstaðinn og
neitið undanhaldinu, albúin að klífa
brattann. — En þú, sem ert staðráð-
inn í því að hjálpa til að leiða Bakk-
usar-óminniselfi inn í landið þitt,
gættu þess, að
» — einnmitt þú finnur við elfi þá
að úrkynjan þjóðanna rót, —
þar byrjar hún lognhyljum lymskum hji,
og lamar smámsaman vilja og þrá
sem dropinn, er hægfara holar grjót. —
Á bökkunum gína við glæpabælin
og gálgarnir, fangelsin, vitfirringshælin.
Að UPPtÖkUm* stífla skal elfi þá,
við árblik af kærieikans Ijósi.
Og g°tt verður komandi öldunum á
er allt þetta heimsböl er liðið hjá, —
og mannúðin gróðafikn gengur frá
með göfugu sigurhrósi*. ('Q_ q j_
Snorri Sigfússon.
------0————
Samgöngutœkin og dfengið.
Alþingi hefir gefið út lög, sem banna
bifreiðarstjórum að neyta áfengis, þegar
þeir aka bifreið. Ugglaust eru pessí
bannlöfl töluvert brotin, en engum dett-
ur í hug að stinga upp á því að af-
nema þessi lög, til þess að koma í
veg fyrir drykkjuskap bifreiðastjóranna.
Enginn vill vera í bifreið með ölvuð-
um ökumanni. Enginn vill vera í flug-
vél með drukknum stýrimanni. Enginn
vili vera á skipi með sídrukknum
stýrimönnum og skipstjóra.
Allir heimta, að þeir, sem sinna
mestu trúnaðarstörfunum við samgöng-
urnar, neyti ekki áfengis.
Enginn faðir og engin móðir vilja,
að börnin þeirra verði drykkjumenn
og konur. En ýmsir vilja hafa áfengi
víða til sölu í landinu? Og þó veit
allt fulltíða og fullvita fólk, að meðan
áfengi fæst til drykkjar í landinu, leiðir
af því margskonar böl, að það verður
snara um háls mörgum æskumönnum
og konum.
Ofdrykkjan fylgir áfengisverzluninni.
Ef þú segir já á morgun, þá ertu f
blindni að stofna til slysa í þjóðfélag-
inu, margskonar mæðu og báginda.
Skildu köllun þína og segðu N E I.
)
Island bannland.
íslendingar urðu fyrstir allra þjóða
til að banna innflutning áfengra drykkja
til landsins.
F*egar Friðrik konungur VIÍI. skrif-
aði undir lögin, sagðist hann óska
þess, að hann mætti gefa út sams-
konar lög fyrir Danmörku. Margir
* Leturbr. hér.
Öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt auðsýndu okkur sam-
hug og hjálp við hið sviplega
fráfall og jarðarför okkar kæru
systur og dóttur, Dómhildar
litlu, vottum við okkar innileg-
asta þakklæti.
Akureyri 18. október 1933.
þóra Ármannsdóttir.
Ingólfur Ármannsson.
Ármann Tómasson.
aðrir góðir menn víða um lönd fögn-
uðu hugrekki og mætti litiu þjóðar-
innar, að hún skyldi varpa af sér
ánauðaroki Bakkusar.
En sumir menn voru í illu skapi,
bæði hér heima og erlend s. Framleið-
endur áfengis og seljendur litu óhýru
auga á bannhreyfinguna á íslandi. En
fleiri komu á eftir, fetuðu í fótspor
íslendinga. Áfengisauðvaldið gretti sig.
F*ví leizt ekki á, ef þessu færi lengi og
víða fram. F’að neytti allra bragða, til
þess að eyðileggja bannlög, hvar sem
þau voru sett. F’ví hefir nú tekist að
fá afnumin bannlögin í Finnlandi og
í Noregi. F>ví er óspart haldið að
okkur, að við eigum að fylgjast með
þessum ríkjum og afnema okkarbann-
lög. Og þó erum við bindissamasta
þjóðin í Evrópu. Einmitt þess vegna
ber okkur að halda fast í það, sem
eftir er af bannlögunum, því að það
eru þau, sem hafa hjálpað okkurtilað
ná þeim heiðurssessi, að drekka minnst
allra þjóða af áfengi, — Við eigum að
hafa metnað til þess að tryggja hér
hið fyrsta alflefl álenflÍSÖann, þora að
standa einir af Evrópuríkjum sem bann-
ríki. Lega landsins hjálpar okkur til
þess. Áfengisauðmagn er hverfandi hér
á landi móts við það, sem er annar-
staðar. Við stöndum öðrum ríkjum
betur að vígi, einnig í því efni, til að
halda uppi banni.
Þorsteinn M. Jónsson
hverfur úr kennarastöðu.
Sú breyting er nú orðin á kenn-
araliði barnaskólans á Akureyri, að
Porsteinn M. Jónsson hefir sagt
stöðu sinni við skólann lausri á
þessu hausti og hverfur nú fullkom-
lega frá kennarastörfum. Orsökin til
þessarar ráðbreytni Þorsteins er af-
leiðing af heilsubresti. Fyrir fáum
árum fékk hann illkynjaða hálsveiki,
sem að vísu tókst að fækna að öðru
en þvf, að rödd hans lamaðist svo
mjög, að hann getur ekki sinnt kenn-
arastörfum.
Porsteinn hefir jafnan verið talinn
einn hinn nýtasti og mikilhæfasti
raaður f kennarastétt landsins, og
stéttinni reyndist hann haukur í horni,
er hann átti sæti á löggjafarþingi
þjóðarinnar. Pykir þvi hlýða að fara
um þetta tvfþætta starf hans fáum
orðum á þessum timamótum f lifi
hans.
Þorsteinn utskrifaðiat úr gagn-
fræðaskólanum á Akureyri vorið
1905, tæplega tvitugur að aldri (f.
20, ágúst 1885), og úr kennaraskól*