Dagur - 19.04.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 19.04.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kost.ir kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII » ár. f Akureyri 19. apríl 1934. I 42. tbl. Innlendar fréttir. rJ Dr. Niels Nielsen kom til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið. Hafði hann símað Pálma rektor Hannessyni, eins og »Dagur« hef- ir áður skýrt frá, og æskt þess að annaðhvort hann eða Steinþór Sigurðsson stjörnufræðingur færu með sjer á eldstöðvarnar. Kvað hann sjer það hin mestu von- brigði, er hann frétti að hvorug- ur þeirra gæti 'slegizt í förina. Með sér hefir hann útbúnað til jökulgöngu, þar á meðal sleða af þeirri gerð, er Friðþjófi Nansen reyndust bezt farartæki. Dr. Nielsen áleit sjálfsagt að íslendingar sjálfir tækju þátt í gosrannsóknunum. Væri þetta í fyrsta sinn, er færi gæfist á að rannsaka eldgos í jöklum. Dr. Nielsen hefir þrisvar áður ferðazt hér á landi. Fyrst 1923, til þess að rannsaka rauðablást- ursmenjar, 1924 og 1927 til rann- sókna á öræfasvæðunum kring um Hofs- og Langjökul og suð- vestur af Vatnajökli. Lýsir Pálmi rektor honum svo, að hann sé frábær atorkumaður, enda liggi mikið eftir hann, þótt enn sé hann ungur maður. Hafi hann ferðazt um flesta markverðustu staði í Evrópu, en hvergi þyki honum fegurra en hér á íslandi, sérstaklega á hálendinu. '— Dr. Nielsen er ritari Landfræðifélags- ins danska. Hallgrímur Aðalbjörnsson bíl- stjóri, sá er ók á Jónatan Þor- steinsson, svo að hann beið bana af, 1. nóvember í haust, hefir í hæstarétti fengið sama dóm og í undirrétti að heita má, 30 daga einfalt fangelsi og ökuleyfissvipt- ingu í sex mánuði. Þótti sannast, að enda þótt Jónatan heitinn hefði farið ógætilega fyrir bílinn, þá hefði og Hallgrímur ekið ó- leyfilega hratt í myrkri. (ÚF). Erlendar fréttir. Allmiklar óeirðir hafa orðið á nokkrum stöðum í Danmörku í til- efni af verkfallinu, er getið var um í síðasta blaði. En annars felldu félög hafnarverkamanna í Kaupmannahöfn og Árósum með miklum meirihluta tillögu um samúðarverkfall með sjómönnum. í Esbjærg, aðalhafnarbæ Vest- ur-Jótlands, kvað einna mest að óeirðunum. Sterkur lögregluvörð- ur var settur þar í Havnegade. Snemma á mánudagsmorgun safnaðist þar að mikill mann- fjöldi, er gerði sig líklegan til þess að rjúfa lögregluvörðinn. Sló þá og líka í bardaga og var kastað steinum á lögregluna, en þó rak hún skjótt árásarlið verk- fallsmanna af höndum sér. Brátt safnaðist þó mannfjöldinn aftur saman og sló enn í bardaga og höfðu þá verkfallsmenn sumir prik í höndum. En er lögreglan réðist fram gegn þeim, flýðu þeir brátt sem fætur toguðu og urðu nokkrir slegnir í rot í þeim hreð- um. f Árósum og Álaborg var unnið við höfnina á mánudaginn undir eftirliti lögreglunnar. — f Kaupmannahöfn var að mestu kyrrt. Þó voru þar 24 menn dregnir fyrir rétt, sakaðir um verkfallsæsingu og sektaðir um 50 krónur hver. Vatnajökulsgosið er í erlendum blöðum, ekki sízt dönskum, gert að miklu umtalsefni. Eru þar stórfenglegar fyrirsagnir, er sýna augljóslegaaðjökulgos þykir stór- viðburður, bæði sem nýjung og frá vísindalegu sjónai'miði. (ÚF). 14. konan. Hinn aldraði, tyrkneski heið- ursmaður, Zaro Aga, sem nú er 159 ára, og almennt er talinn elztur allra núlifandi manna, er nú á biðilsbuxunum í 14. sinni á Eefinni. Sú tilvonandi er fertug blómarós. En af því að gajtnli maðurinn þykist ekki hafa nægar tekjur til þess að framfleyta nýrri fjölskyldu, þá hefir hann sent bæjarstjórninni í Istanbul (Konstantínopel) beiðni um að tvöfalda ellistyrk sinn. Annars er sá aldraði við beztu heilsu og hinn sprækasti. Zíon. Samkomur sumardaginn fyrsta: Kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn. öll börn velkomin. — Kl. 8% Almenn samkoma. Sumri fagnað. Allir velkomnir. Skipaferðir. Nova kom í ga?r að aust- an á leið til Reykjavíkur. Með henni fór héðan Einar Bjamason, cand. jur., til Reykjavíkur. — Goðafoss á að koma á morgun í hraðferð frá Reykjavík og til bakft aft«r. „D A Ö U R" óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumars! Tl Vorið er á norðurleið. Að sunn- an berast kveðjur með hlýjum blæ, sem er langt að kominn utan úr sumri þrungnum himingeimn- um. Veturinn hopar af hólmi. — Dagarnir verða sífellt lengri, hlýrri, heiðari og bjartari, því að sólin hefir hækkáð gönguna yfir norðurpól.Hún brosir og hell- ir geislaflóðinu yfir landið. — Kuldaleg, snævi serkjuð háfjöllin Ijóma hýrlega í heitu skininu, dal- irnir verða hlýlegri, og niðir straumanna fjörgast. Inn í mann- heim flytja geislarnir straum af nýjum þrám og vonum, og gefa æskuþrótti og lífsfjöri byr undir vængi. Draumar og ástir skammdegis- ins veita mannkyni aðeins hálfa gleði. Þau eru varnarráðstafanir gegn fargi kulda og myrkurs. — Þráin er sjálfri sér lík. Hverjum kossi elskanda og hverri von draumamannsins fylgir sterk löngun til enn dásamlegra og fyllra lífs, í frjálsara og bjartara ríki, þar sem óhemjuþrunginn máttur tilverunnar fái hlaðist að þeim, með þrungnum krafti sæl- ustu nautnar. Og þegar heiðir vordagarnir svífa hver af öðrum yfir tímans svið, brýzt þráin fram í óstöðvandi fögnuði yfir komu sumarsins. Nýja-Bíó Föstudags, laugardags og sunnudagskvöld kl. 9 Kveníioíli Kalli Tal og hljómmynd í 10 þáltum. Aðalhlutverkin leika: Charlie Ruggles og Sue Conroy. Þetta er óvenjulega hlægileg og viðburðarrík gamanmynd. Char- lie Ruggles er einn af bestu gaman- leikurum í U. S. A. Hér lendir hann í einni flækju af hlægilegum æfintýrum, flestum út af kvenfólki. Sunnudaginn kl. 5 Alþýðusýning. Sumar á norðurslóðir! Hvílík tilhlökkun! Það er sem ilmur af ungu gróandi grasi angi í loftinu og tónar sumarsins hljómi í blæri- um. Minningar vakna, um kyrra, yndislega hásumarsmorgna og sólríka daga eða síðkvöld, þegar: — aftansólar eyðist glóð, unir blær við hlíð og grundir; kvikar elfur kveða ljóð, kátir lækir taka undir. Og hver minning um sól- skinsstund eykur þrána eftir nýju sumri. Því verður fyrsti sumar- dagur sem kastljós að brennidepli löngunar mannlegrar sálar, sem óskar að finna sig umvafða ynd- isleik, ástúð og hlýju. Og geislinn frá þeim brennidepli verður ósk öðrum til handa, óskin um að þeir megi einnig finna drauma rætast, óskin um — gleðilegt sumar. S. Kr. H. ELDGOSIÐ. Vikuna sem leið gengu þeir Guðmundur Einarsson frá Mið- dal og Jóhannes Áskelsson á Vatnajökul, við sjötta mann. Ferðastyrk fengu þeir frá hinu opinbera. — Miðvikudaginn 11. apríl sást enn gosmökkur til jök- ulsins. — Á sjálfan jökulinn lögðu þeir félagar á fimmtudaginn 12. apríl. Höfðu þeir með sér skíða- sleða og 6—8 daga fæði. Færi var slæmt. Föstudaginn 13. apríl var bjart, að morgni, en blika f austri. Færið verra. Kl. 14 þann dag komu þeir að eldstöðvunum í austanstormi. Höfuðstórir vikur- molar og hraunmolar á stærð við hænuegg lágu á jöklinum og var vikurlagið um iy2 meter á þykkt. Síðari hluta dagsins óx veðrið í öskubyl og var óstætt um nóttina. Tjald þeirra félaga fór því nær í kaf. Mjög slæmt færi fengu þeir í bakaleiðinni. Komust þeir á sunnudag til aðaltjald- stöðva í byggðum (Fljótshverfi?) Annars koma engar greinilegar skýrslur frá þeim félögum fyrr en þeir koma til Reykjavíkur. Til Reykjavíkur hafði frétzt, að hlaup væri í Jökulsá á Fjöllum. Símaði útvarpið norður og fékk þáð svar að einungis lítill vöxtur væri í ánni. En óvenjulegt er það á þessum tíma og sennilega í sambandi við gosið,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.