Dagur - 16.04.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1936, Blaðsíða 1
D AGUR cemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi JóhanuB- son í Kaupfél. Eyfiröinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XIX » -#■ » # • -i . ár. ^ Afgreiðslan •r hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112- Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til aí- greiðslumanns fyrir 1. des. « ♦ « « « Akureyri 16. apríl 1936. t Ingólfnr Bjamarson dáínn. Y Eins og skýrt var frá í síðasta hlaði, andaðist Ingólfur Bjarnarson í Fjósatungu á Landsspítalanum í Reykjavík aðfaranótt 8. þ. m. Var á honum gerður holskurður fáum dögum áður við innvortis meinsemd, sem reyndist vera krabbi. Leið hon- um bærilega fyrstu dagana eftir uppskurðinn, en svo greip hann lungnabólga, sem varð honum að bana. Ingólfur Bjarnarson var fæddur 6. nóvember 1874 að Haga í Gnúp- verjahreppi og var því á öðru árinu yfir sextugt, er hann andaðist. For- eldrar hans voru Björn (d. 1878) bóndi Guðmundsson frá Fagranesi í Aðaldal og kona hans, Ingibjörg (d. 1923) Jónsdóttir bónda á Forna- stöðum í Fnjóskadal Jónssonar. Ingibjörg móðir Ingólfs varð snemma ekkja, og fluttist hún skömmu eftir það norður til átthaga sinna með son sinn. Ólst hann upp hjá henni í Fnjóskadal. Skömmu eftir fermingu fór Ingólfur í Möðru- vallaskóla. Nárnið gekk honum á- gætlega, því hvorki skorti hann gáf- ur né kapp. Útskrifaðist hann úr skólanum vorið 1892 á sínu 18. ald- ursári. Næstu ár stundaði hann kennslu, verzlunarstörf og ýmsa aðra vinnu þar til árið 1901, að hann gerðist bæjarfógetaskrifari á Akureyri og gegndi því starfi til árs- ins 1906. Var hann á þeim tíma oft settur bæjarfógefi í fjarveru em- bættismannsins. Árið 1905 kvong- aðist hann Guðbjörgu Guðmunds- dóttur bónda í Fjósatungu Davíðs- sonar. Reistu ungu hjónin þá bú I Fjósatungu og hafa búið þar síðan, eða í rúm 30 ár. Guðbjörg, kona Ingólfs, lifir mann sinn. Eiga þau 3 börn, öll uppkomin: Sigrúnu, kennslukonu við Blönduósskóla, Ingibjörgu og Guðmund, bæði heima. Ingólfur Bjarnarson var drengi- legur maður og vasklegur, mikill að vallarsýn, skörulegur í allri fram- komu, vel að sér gjör bæði til sál- ar og líkama, ekki beinlínis fríður i andliti, en skarpleitur og tilkomu- mikill og bauð af sér góðan þokka. Var hann mjög auðkenndur í flokki manna og þannig á sig kominn, að persóna hans vakti á sér eftirtekí og traust. í sem fæstum orðum má um Ingólf segja, að hann var iraustar sæmdarmadur í hvívetna. Það er ekkert oflof. Enda naut hann óskipts trausts allra þeirra, er hon- um kynntust. Gat ekki hjá því far- ið, að maður með skaplyndi og hæfileikuin Ingólfs yrði að taka að sér margvísleg og þýðingarmikil trúnaðarstörf, enda reyndist það svo, og var hann þó frá því bitinn að trana sér frani. Heima í sveit hans þótti ekki ráð ráðið, nema hans álits væri leitað. Hann hafðí um Ianga hríð verið hreppstjóri sveitar sinnar, sýslunefndarmaður o. fl. og þótti leysa öll þau störf at hendi með hinni mestu prýði. Árið 1922 var Ingólfur kosinn á þing sem fulltrúi Suður-Þingeyinga og jafnan síðan endurkosinn með yfirgnæfandi meiri hluta frá því fyrsta til hins síðasta, þar til í kosn- ingunum 1934 að hann bauð sig ekki fram, en studdi kosningu flokksbróður síns og formanns Framsóknarflokksins, Jónasar Jóns- sonar, í kjördæmi sínu. Þó að Ing- ólfur gæti ekki talizt meðal þing- skörunga, reyndist hann hinn nýt- asti við þingstörfin, drjúgur og til- lögugóður og fastur fyrir í sínum flokk, Framsóknarflokknum. Hann naut því verðugs trausts, fyrst og freinst flokksmanna sinna á þingi, en einnig mótflokksmanna, eftir þvi sem um gat verið að ræða. Ingólfur stóð jafnan í brjóstfylk- ingu samvinnumanna og naut sama trausts í samvinnumálum sem ann- arstaðar. Hefir hann frá því fyrsta verið í stjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga og formaður Sam- bandsins frá 1925 til dauðadags. Jafnframt var hann frainkvæmda- stjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar. Þó hér sé stuttlega yfir sögu far- ið, má sjá, að skarð er orðið fyrir skildi við fráfall Ingólfs í Fjósatungu. Hann er nú í val fallinn og »þrótt- ugum dauðanum lotinn«, áður en Elli náði á honum tökum. Út af fyrir sig er slíkt ekki að harma, enda verður enginn úr helju grátinn. En allt um það eiga margir nú um sárt að binda, þegar hinn vaski drengur er til moldar hniginn, og þá fyrst og fremst þeir, sem næstir honum stóðu, ástvinir hans. Má nærri geta, að svo mikill híbýlabrestur gengur hjarta nærri. En sveitungar hans allir munu og bera þungan harm og þykja, að slíkur héraðsbrestur, sem nú er orðinn, hafi ekki yfir þá kom- ið í langa hríð. Og allir hinir mörgu vinir og kunningjar út í frá munu og trega hinn látna ágætisdreng — Ingójf í Fjósatungu. * Fijfoirlestwr flytur Geir Jónasson magister í Bæjarþingsalnum kl. 8% annað kvöld, eins og nánar er frá skýrt á öðrum stað hér í blaðinu. Basw>- ætlar Kvenfélagið Hlíf að halda í Skjaldborg á sumard. fyrsta, til ágóða fyrir barnaheimilissjóðinn. KIRKJAN. Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 12 á hádegi. } 16. tbl. NÝJA-BÍÓ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Jíötturiiiii í sekknur. Þýzk gamanmynd eftir leik- riti Ladislaus Szilagyi og Míchael Eisemann. Aðalhlutverkin leika: MAGDA SCHNEIDER og WOLF ALBACH- RETTY. Gamanleikur þessi var sýnd- ur t »Apollo*-leikhúsinu í Kaupmannahöfn í fyrra og þótti með afbrigðum hlægi- legur. Aukamynd: Fimmbnrarnic Soguleg fræðsla í fyrirlesfrum. Degi barst nýlega til eyrna, að Geir Jónasson magister hefði í hyggju að hefja fyrirlestrastarf hér í bæ um ýms mikilvæg söguleg efni. Þar sem hér var um nýlundu að ræða, sneri blaðið sér til Geirs og bað hann um upplýsingar um þessa fyrirætlun hans. Brást hann vel við og gaf blaðinu svolátandi upplýs- ingar: Eg hefi hugsað mér að halda nokkra fyrirlestra um efni úr nýj- ustu sögunni. Einn fyrirlesturinn myndi vera um heimspólitík. Þá gæti komið til mála, ef þessari við- leitni minni yrði vel tekið, að ég gæfi, í einum fyrirlestri, yfirlit yfir aukningu atvinnulífsins á íslandi frá 1880—1914 eða þar um bil. Annars hefi ég hugsað mér að byrja að segja frá iðnaðarframförunum á Englandi á 18.—19. öld. Þær hafa verið þýðingarmesti viðburðurinn, sem hingað til liefir gerzt. Annars býst ég ekki við að halda fleiri en 4—5 fyrirlestra. En það er allt komið undir fólki hér í bæ, hvort mér tekst að ljúka við þenna fyrirlestraflokk minn. Eg hefi hugsað mér að fyrirlestrarnir yrðu haldnir á föstudagskvölduni kl. 814 í Bæjarstjórnarsalnum. Einn á viku. Inngangurinn mun kosta 50 aura, til þess að standast kostnað. Þannig gætu .sem flestir haft hent- ugleika til að koma. Þetta er vitaskuld bara tilraun frá rninni hendi. En ég held það sé þarft verk að reyna að skýra ýms mál, sem sífelt verða á vegi manns og krefjast svars og íhugunar. Þetta er aðeins hægt að gera á þann hátt, að gefa sem mest »objektiva« fram- setningu á orsökum og afleiðingum viðkomandi fyrirbrigða, láta stað- reyndir tala sem greinilegast, en leyna engu, sem geti gefið sem fyllstar skýringar á viðfangsefnun- um. Þetta verður að vera frainsett á auðskiljanlegan hátt og laust við allt glamur þungra fræðiorða. Það var þetta, sem ég vildi reyna. Og fyrsti fyrirlesturinn verður ann- að kvöld kl. 8y2 í Bæjarstjórnar- salnum. Dagur óskar hinum unga mennta- manni góðs gengis með þetta íræðslustarf sitt, og er þess að vænta að almenningur hér í bæ færi sér það vel í nyt. Guðsþjónustw í Grundarþingapresta- að heimili sínu, Syðri-Varðgjá, húsfrú kalli: 6rund, sunnudaginn 26. apríl, kl. Aðalbjörg Hermannsdóttir, eiginkona 12 á hád. Kaupangi, sunnudaginn 3. Stefáns herppstjóra Stefánssonar, eftir maí, kl. 12 á hád. langvarandi vanheilsu. Hún var 54 ára að aldri, mesta myndar- og gæðakona Dánardsegw. Hinn 9. þ. m. andaðist að allra dómi, er hana þekktu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.