Dagur - 11.06.1936, Page 4

Dagur - 11.06.1936, Page 4
100 DAGUR 24. tbl. Skák 3. tafl. WIENARLEIKUR. Teflt í Budœpest 1933. Hvítt: Boros. Svart: Liilienthal. I.e4, e5. 2. Rc3, Rf6. 3. f4, d5. 4. fxe5, Rxe4. 5. Df3 (betra er að leika Rf3), Rc6. 6. Rxe4? (réttara Bb5), Rd4! 7. Df4 (betra var Ddl) d5xe4. 8. Bc4 (máthótun), Bc8— f5!! 9. c3, g5! 10. Bxf7 (örþrifaráð), Kxf7. 11. Df2, e3!! 12. Dfl (hvítur má ekki leika dxe vegna Rc2f. 13. Ke2, Dd3f o. s. frv), e3xd2f. 13. Kdl (ef K eða B drepur d2, þá vinnur Rc2) d2xclDf og hvítur gafst upp. Lillienthal er frægast- ur ungverskra skákmanna. Boros er einnig þekktur meistari. Knattspymufélag Vestmannaeyja kom hingað til Akureyrar í gærkvöldi í bíl- um frá Reykjavík. Ætlun þeirra er að keppa við félögin hér í knattspyrnu og fer fyrsti kappleikurinn fram annað kvöld kl. 8. Eflaust verður þetta spenn- andi leikur því báðir hafa hug á að vinna. Ætti því enginn að láta þetta tækifæri ónotað að horfa á Knatt- spyrnufélag Vestmanneyinga-. Héraösskólakermarafundurr var hald- inn að Reykjum í Hrútafirði dagana 6.—8. þ. m. Mættu þar 12 kennarar frá ellum héraðsskólunum og Eiðaskóla og auk þeirra fræðslumálastjóri. Konráð Erlendsson kennari á Laugum, sem er heimildarmaður blaðsins að þessari frétt og var einn af fundarmönnum, orðaði þetta svo, að saman hefðu verið komnir 12 postular auk meistarans eins og í Jerúsalem forðum. Að loknum fundi var farin skemmti- för upp í Vatnsdal. Lórelei nefnist nýr kvæðaflokkur, er kveðið hefir Björn Haraldsson, og ný- lega er kominn á bókamarkaðinn. Er flokkur þessi orktur út af þýzku þjóð- sögninni um hafmeyna Lórelei, sem Heine hefir gert ódauðlega með ljóði sínu: »Eg veit ekki af hvers konar völdum«. 1 formála fyrir kvæðaflokknum segir höf.: »1 eftirfarandi kvæðaflokki er gerð tilraun til að varpa öðru ljósi en þjóðsagan gerir yfir harmsögu Lórelei, sem höfundur álítur verið hafa mennska alþýðustúlku«. Þessi nýi Ijóðaflokkur um Lórelei og harmsögu hennar er dável kveðinn, en líklega er það vanþakklátt verk að um- steypa gömlu þjóðsögninni um haf- meyna, sem öldum saman hefir sungið Skemmtiför. Fyrsta skemmtiför Akureyrardeild- ar Ferðafélags Islands var farin á annan í hvítasunnu. Ekið var fram að Leyningshólum, síðan gengið um hólana og skoðaðar fornar skógar- leifar, en að því loknu var gengið upp í Villingadal. Er þá komið að kalla má í nýjan heim, því dalur þessi er víðari og fegurri en margir aðrir smádalir. Á rennur eftir daln- um, og mun austari helmingur hans í daglegu tali nefndur Torfufells- dalur, en sá vestari Villingadalur. Nokkuð fram á dalnum austan megin ár eru fornir grjóthólar, sem nefndir eru Draughólar; eiga Ey- firðingar og Skagfiröingar að hafa barizt þar á dalnum fyrr á tímum og hafa munnmæli látið svo heita, að Skagfirðingarnir hafi allir verið drepnir og séu hólarnir dysjar þeirra; er sú saga sögð í þjóðsögum Odds Björnssonar. En svo að horf- ið sé frá fortíðinni og munnmælum hennar, þá er það að segja af ferða- mönnunum, að þeir skemmtu sér við veðurblíðu og náttúrufegurð á dalnum. Nokkrir þeirra, sem léttast- ir voru á fæti, gengu upp á Torfu- fell, en það er hátt fjall austanmeg- in dalsins. Voru þeir nokkra klukku- tíma í þeirri för, en hún gekk þeim að óskum; höfðu þeir skyggni gott af fjallinu og blöstu þeim við aug- um jöklarnir í suðri. Snjór lá á fjallinu, en gangfæri þó ágætt. Þeg- ar haldið var heim á leið úr daln- um, var gengið niður með ánni, en hún fellur í svipmiklu gljúfragili fram úr dalsmynninu. Ofarlega í því er hlein eða berggangur, sem tengir saman gljúfurbarmana, en þó verður ekki komizt niður á hlein þessa, því að hún liggur all-langt niðri í gljúfrunum. Staður þessi er nefndur Steinbogi, og ættu þeir, sem á þessar slóðir koma, að leggja leið sína þar um. Þegar niður úr hólunum kemur, verður fyrir manni dálítil tjörn, liggur hún rétt við veginn í suðausturhorni Leynings- hóla; er þar einkennilega snoturt og hlýlegt landslag, og þar er hið forna völvuleiði og brotinn rúna- steinn hjá. F. H. B. UNDIRSKRIFAÐUR óskar að eignast eitt eintak af fyrsta hefti Fylkis, útgefið árið 1916, hér á Akureyri. Ritað hefir hinn 11. júnf, 1936, Frlmann B. Arngrímsson. með töframætti »sitt villta sorgarlag« á Rínarldettinum. Kennaranámsskeið verður haldið hér á Akureyri dagana frá 23.—30. júní n. k. Að því loknu byrjar kennaraþingið og stendur yfir til 7. júlí. Bæði þessi mót verða. haldin í barnaskólanum. í sambandi við þau verður haldið mat- reiðslunámskeið fyrir ungar stúlkur. 10 stúlkur geta komizt á námsskeiðið. — Þyrftu þær að gefa sig fram sem fyrst við Ingibjörgu Eiríksdóttur matreiðslu- kennslukonu. Námsgjald mun verða mjög vægt. Framhalds-aðalfundur Kanpfélags Eyfirðinga verður haldinn að Hrafnagili föstudaginn 19. júní n. k. og hefst kl. 10 f. h. Stfórnio. Utibúi # Búnaðarbankans á Akureyri verður lokað á föstudaginn 19. þ. m. Akureyri, 10. júní 1936. Bernharð Stefánsson. Sjafnar uörur segja öllum óhreinind- um stríð á hendur. Sápuverksmiðjan ,8jofn‘ Akureyri. Bollann minn höndum tek ég tveim, tunguna gómsætt kaffiö vætir. Einn sopinn 'oýður öðrum heim, ef t því er Freyju kaffibætir. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.