Dagur - 25.06.1936, Side 5

Dagur - 25.06.1936, Side 5
26. tbl. DAGUE 111 á réttum tíma. Þá færist sýkin f kirkjuna, með þeim andlega og siðferðilega húsgangsbrag, sem áður er lýst. Par mun líka veitt viðnám. Menningarstarf kirkjunn- ar mun lifa af óróa fáfróðra æs- ingamanna, sem bér hefir verið lýst. Að lokum berst leikurinn í vegavinnuna. Núverandi ríkis- stjórn hefir gert hlut vegavinnu- manna betri og meiri en nokkru sinni fyrr og hlotið fyrir það á- mæli misviturra manna. En jafníramt því hefir hún gert ó- venjulega mikið til að hver sveit geti búið að sínu, og fengið tekjuuppbót handa sem fleslum heimilum, af þessu starfi. Eg minnist með ánægju niður- stöðunnar af miklu vorstarfi í ein- um hreppi hér nyrðra. Par störf- uðu í vor nálega 100 menn í hálfan mánuð að vegagerð, frá öllum heimilum í sveitinni. Þar studdi hver höndin og hvert heimilið annað. Þar var enginn smásálariegur kritur milli heim- ila og frænda látinn verða til- efni í fregnmiða fyrir kommún- ista í kaupstöðunum eða verk- efni fyrir ihaldsburgeisa í Rvík, að skapa vanmátt íhaldsráðs- mennskunnar í gömlum sam- vinnuhéruðum. Eg er staddur á Akureyri og hefi verið einn af þeim mörgu aðkomumönnum, sem dást að hinu frjóva, kyrláta og stórfellda umbótastarfi samvinnumanna í Eyjafirði. Mér kemur þá í hug að erlendir menn, sem verið hafa á villigötum byltingamál- anna, hafa farið á sömu brautir og Eyfirðingar. Eg veit að svo muni fara víðar hér á landi. Samvinnan þykir notadrýgri en byltingaskvaldrið. J. J. Afmœlishátið K.EA. (Framh. af 1. slöu). kaupfélaginu þennan dag og auk þess gjafir. Klæðaverksmiðjan Gefjun gaf því stóran íslenzkan fána, unninn úr íslenzkum efnum. Starfsmenn K. E. A. gáfu því mál- verk af Hallgrími Kristinssyni. Formaður félagsins tilkynnti starfsfólki félagsins, að stjórn þess hefði ákveðið, að fastir starfsmenn þess fengju að þessu sinni tvöfallt sumarfrí við það, er áður hefði verið, eða 2 vikur. Enn- fremur hefði stjórnin ákveðið að gefa starfsmannafélaginu 5000 kr., er það mætti verja að eigin vild. Aiik Geysis söng karlakór starfsmannafélags K. E. A. undir stjórn Sveins Bjarman og lúðra- sveitin og hljómsveit undir stjórn Kails O. Runólfssonar skemmtu einnig. Ekki fór það dult, að þessi dag- ur var eyfirzkum samvinnumönn- um sönn hátíðisstund, og munu enduiminningar hans lengi hald- ast í hugum þeirra. Hið eina, sem á skyggði gleðina, var allhvass sunnan stormur, er á daginn leið; olli hann nokkrum óþægindum. Fulltrúar á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga voru gestir K. E. A. þenna dag, og tóku þeir ó- sleitilegan þátt í afmælisfagnaðin- um. K VÆÐI flutt á fimmtíu ára afmœli Kaupfélags Eyfirðinga. Hve hamingja Þórunnar og Helga var stór ei hófu þau upp landnámsmerkið sterka. Til sœfara og harðrœða var heitið á Þór, en Hvíta-Krist til mildinnar verka. Afreksfólk nam og hyggði Eyjafjarðardal, þar aldraðar hetjur ríki vörðu. Og sögurnar kynna okkur kvenskörunga val, sem kirkju og óðal stórfrceg löngum gjörðu. Hallæri og þrengingar herjuðu land, en liöfðingslund og mildi týndust eigi. Þœi rœtur lifðu í foldu, sem frostið vann ei grand. og fagran ávöxt báru á nýjum degi. í dag kveikja Eyfirðingar landnámsmönnum Ijós, þeir líta úr sínum fortiðar heimi, livar bjartir vitar loga frá efsta hnjúk að ós, og andar þeirra glaðir munu á sveimi. Þeir blessa vaska syni, þeir blessa hvillatíð, er bœndur lyfta stóru Grettistaki, og samtakanna dís vinnur stríð eftir stríð með strauma, él og vegleysur að baki. Þeir gáfu dœmi um afrek, þeir gleðjast við þann eld, er gefur heimi landnám nýtt til kynna. Á niðja störf þeir breiða sinn blessunarfeld og biðja að heillir aldrei megi linna. Svo hefjum allir full þeirra, er fagna sigri í dag. í friði stœrstu afrek lífið vinnur. Þeir bera fegurst Ijósin, sem bæta þjóðarhag, og bezta þræði iðjuhöndin spinnur. H u I d a. Konan mín, Sigriður Jónsdótt- ir, andaðist 22. þ. m. Jarðarförin er ákveðin að Hólum fimtud. 2. júlí n.k. og hefst með húskveðju að heimili okkar kl. 11 f. h. sama dag. Halldórsstöðum í Eyjafirði 24. júní 1936. Sigtr. Guðlaug'sson. og fylgdarlið þeirra stigu á land í Reykjavík um hádegi 18. þ. m. Tók mannfjöldi mikill á móti þeim, en forsætisráðherra og borg- arstjóri buðu þau velkomin. Næsta dag fóru konungshjónin °g fylgdarlið þeirra austur að Geysi og Gullfoss. í þeirri för lagði konungur hornstein orku- versins að Ljósafossi. 1 dag koma konungshjónin að forfallalausu hingað til Akur- eyrar og er för þeirra heitið aust- ur í Mývatnssveit, ef veður leyfir. Samband norblenzhra karlalcóra hafði tvo samsöngva í Nýja Bíó síðast- liðið laugardagskvöld. Þátttakendur voru: Karlakórinn Geysir, Akureyri, söngstjóri Ingimundur Arnason; karla- kórinn Þrymur, Húsavík, söngstjóri sr. Friðrik A. Friðriksson; Karlakór Mý- vatnssveitar, söngstjóri Jónas Helga- son; Karlakór Reykdæla, söngstjóri Páll H. Jónsson; Karlakór Akureyrar, söngstjóri Áskell Snorrason. Var kór- unum og söng þeirra tekið með miklum fögnuði. Nánari frásögn af söngnum kemur væntanlega í næsta blaði. Sýning á handiðju bamaskólanna í Eyjafirði, Siglufirði og Akureyri verð- ur opnuð í barnaskólanum hér á laug- ardaginn og verður opin í tvo daga. Vegna fjarveru Ólafs Magnússonan■ sundkennaira, fellur sundkennsla niður í sundlaug Akureyrar frá 24. júní til 7. júlí Hinsvegar er laugin opin eins og venjulega til sundiðkana. Laugar- vörður er Magnús ólafsson. Fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara hefst hér 1. júlí. SKÝRSLA um Gagnfræðaskólann í Flensborg fyrir skólaárið 1934— 1935 er fyrir nokkru komin út. Alls sátu skólann þenna vetur 70 nem- endur. Af þeim voru 32 í fyrsta bekk, 17 í öðrum bekk og 21 í 3. bekk. Námsskeiö fyrir barnakennara hófst hér í barnaskólanum s. 1. þriðjudag og stendur yfir um 10 daga. Sækja það yfir 30 kennarar víðsvegar að. fl laugardapii kl. 6 syngja karlakórinn Geysir og Kantötukór Akureyrar í Nýja Bíó. Konungshjónin og fylgdarlið þeirra verða viðstödd. Aðgöngumiðar verða seldir almenningi á laugardaginn kl. 1—6 í rakarastofu Sigtr. Júlíus- sonar, við mjög vægu verði. Vegna þess hve húsrúm er takmarkað, er vissara að tryggja sér sæti í tíma. Fjármark mlll er: SýM hægra, sýlt vlnatra, Gísli Árnason Hlöðum. Leiðarþing- verða haldin eins og hér segir: Þinghúsi Skriðuhrepps mánud. 29. júní kl 2 síðd. —Arnarneshr. mánud. 29. júní kl. 2 síðd. Dalvík og Hrísey laugard. 4. júlí kl. 8 síðd. Ólafsfirði sunnud. 5. júlí kl. 2 síðd. Litlaárskógssandi sunnud. 5. júlí kl. 2 síðd. P. t. Akureyri 23. iúní 1936. BERNH. STEFÁNSSON. EINAR ÁRNASON.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.