Dagur - 27.08.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 27.08.1936, Blaðsíða 2
146 DAGUR 35. tbl. Aukaíundur sýslunefndac Eyja- fjarðarsýslu mvi Laugalandsskólamálið Hinn 21. þ. m. var aukafundur sýslun. Eyjafjarðarsýslu settur í bæjarstjórnarsalnum í Samkomu- húsinu á Akureyri. Allir sýslunefndarmennirnir voru mættir. Tók þá fundurinn til meðferðar kvennaskólamálið. Lagði oddviti sýslun., Sig. Egg- erz,framog las upp ýms skjöl við- víkjandi málinu, þar á meðal kæru frá Héraðssambandi ey- firzkra kvenna út af kosningu for- stöðukonunnar og úrskurð stjórn- arráðsins í því máli. Oddviti skýrði í langri ræðu frá því hvar kvennaskólamálinu væri nú komið. Síðar á fundinum bar oddviti fram tillögu um kosningu 3ja manna nefndar, til þess að athuga málið eins og það horfði nú við og semja frv. að reglugerð fyrir skól- ann. Kosnir voru í nefndina: Þórarinn Eldjárn með 9 atkv. Páll Bergsson — 7 — Davíð Jónsson — 5 — Næsta dag lagði nefnd þessi fram frumv. það til reglugerðar, sem henni hafði verið falið að semja. Frumvarpið var á þessa leið: REGLUGERÐ jyrir Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjajirði. 1. gr. Skólinn heitir Húsmæðra- skólinn á Laugalandi. 2. gr. Tilgangur skólans er að styðja uppeldi ungra kvenna til þess að verða góðar húsmæður og veita þeim hagkvæma kunnáttu, sérstaklega í heimilisstörfum. 3. gr. Námsgreinar skólans skulu vera: íslenzka, reikningur, heilsu- fræði, matarefnafræði, matreiðsla allskonar, ræsting, þvottur, snyrt- ing og hirðing húsa, saumur, vefn- aður, prjón, hannyrðir o. fl., eftir ákvæðum skólanefndar. 4. gr. Skólinn starfar fyrst um sinn sem eins árs skóli frá 1. okt. til aprílloka ár hvert. Námsskeið í sérstökum greinum má skólinn halda með samþykki skólanefnd- ar. Heimilt er og forstöðukonu, með samþykki skólanefndar, að breyta til um lengd og fyrirkomu- lag námstíma. 5. gr. Próf skal halda að afloknu námi í bóklegum fræðum og svo verklegum, eftir því sem við verð- ur komið. Námsmeyjar fá að af- loknu prófi skírteini og umsögn forstöðukonu um árangur verk- legrar kunnáttu. Kennslumálaráðuneytið skipar 2 prófdómendur. 6. gr. Yfirstjórn skólans (skóla- nefnd) er skipuð 3 mönnum. Einn skal tilnefndur af stjórnarráði, annar af sýsluneínd Eyjafjarðar- sýslu og þriðji af Héraðssambandi eyfirzkra kvenna. Stjórnin endur- nýjast á hverjum 6 árum þannig, að einn maður gengur úr annað- hvert ár, í fyrsta skipti eftir hlut- kesti. 7. gr. Formaður skólanefndar er tilnefndur af stjórnarráði. Að öðru leyti skiptir skólanefnd með sér verkum og ber ábyrgð á rekstri skólans. Fundargerðir og aðrar ákvarðanir skólahaldinu viðvíkjandi færir hún í sérstaka gerðabók. 8. gr. Skólanefnd ræður for- stöðukonu til þriggja ára í senn. Staða hennar er þó uppsegjanleg frá beggja hálfu með 6 mán. fyr- irvara. Skólanefnd ræður kennara í samráði við forstöðukonu. For- stöðukona skal, ef unnt er, hafa próf í hússtjórnarfræðum. 9. gr. Skilyrði til skólavistar eru: 1. 18 ára aldurstakmark. 2. Siðferðis- og læknisvottorð. 3. Ábyrgð fjárhaldsmanns. 4. Að umsækjandi hafi lokið fullnaðarprófi samkv. lögum um fræðslu. barna. Aldurstakmark má færa til með samþ. skólanefndar, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 10. gr. Námsmeyjar úr Eyja- fjarðarsýslu og af Siglufirði skulu að jafnaði ganga fyrir öðrum til skólavistar. 11. gr. Skólagjald greiði hver nemandi, er nemi minnst kr. 50.00 á ári. Atkvæðagreiðsla um frumvarp- ið fór þannig: 1. og 2. gr. samþ. óbreyttar. Við 3. grein kom fram breyting- artillaga frá sýslunefndarmanni Öngulsstaðahrepps, að aftan við orðið „hannyrðir11 komi „leikfimi“, og var breytingartillagan samþ. 4. og 5. gr. samþ. óbreyttar. Við 6. gr. kom oddviti með svo- fellda breytingartillögu: „Yfirstjórn skólans er skipuð 5 mönnum, sem sýslunefndin kýs og skulu aldrei eiga sæti í henni færri en 2 konur. Stjórnin endur- nýjast á 6 árum þannig, að einn maður gengur út annað hvort ár, í fyrstu tvö skipti eftir hlutkesti.“ Viðhaft var nafnakall um þessa tillögu og sögðu já: Stefán Stefánsson. Benedikt Guðjónsson. Eiður Guðmundsson. Guðmundur Magnússon. Sig. Eggerz. Nei sögðu: Kristján Eggertsson. Davíð Jónsson. Elías Tómasson. Páll Bergsson. Árni Jónsson. Kristján Eldjárn. Valdimar Pálsson. Þórarinn Eldjárn. Tillagan því fallin. Þá kom fram breytingartillaga við sömu grein frá sýslunefndar- manni Arnarnesshrepps svohljóð- andi: „Yfirstjórn skólans sé skipuð 5 mönnum, 3 séu tilnefndir af sýslu- nefnd og 2 af stjórnarráði íslands. Séu a. m. k. 2 konur í nefndinni o. s. írv.“ Tillagan felld með 8 : 5 atkv. 6. gr. frumv. þvínæst samþ. ó- breytt að viðhöfðu nafnakalli og sögðu já: Kristján Eggertsson. Davíð Jónsson. Elías Tómasson. Páll Bergsson. Árni Jónsson. Kristján Eldjárn. Valdimar Pálsson. Þórarinn Eldjárn. Nei: Stefán Stefánsson. Benedikt Guðjónsson. Eiður Guðmundsson. Guðmundur Magnússon. Sig. Eggerz. 7. gr. samþ. óbreytt. 8. gr. samþykkt óbreytt að öðru leyti en því, að niður fellur síð- asta málsgreinin: „Forstöðukona skal ef unnt er hafa próf í hús- stj órnarfræðum.“ 9. —11. gr. samþ. óbreyttar. Reglugerðin þannig breytt sam- þykkt með 8 gegn 5 atkvæðum. Þá bar sýsluneíndarm. Skriðu- hrepps, Eiður Guðmundsson, fram svohljóðandi tillögu:’ „Sýslunefndin lýsir yfir því, að hún leggur áherzlu á, að hin væntanlega skólanefnd haldi fast við kosningu frú Ingibjargar Stef- ánsdóttur á Völlum sem forstöðu- konu skólans." Tillagan var samþ. með 8 atkv.; mótatkvæði engin. Sýsluneíndarmaður Saurbæjar- hrepps, Valdimar Pálsson, óskaði bókað, að hann teldi óviðeigandi, að sýslunefndarmenn gæfu per- sónulegar yfirlýsingar um val' á forstöðukonu, þar sem það er lagt á vald skólanefndar, og greiði því ekki atkvæði. Oddviti og sýslunefndarmaður Glæsibæjarhrepps óskuðu þess að verða leystir frá nefndarstörfum kvennaskólanefndar Laugalands- skólans. Veitti sýslunefndin sam- þykki til þessa og ákvað, að í nefndinni skyldu vera 5 menn íramvegis. Oddviti skýrði frá fjárhag hins væntanlega húsmæðraskóla og í sambandi við það samþ. sýslu- nefndin að fela oddvita að taka lán, allt að 12 þús. kr., með ábyrgð sýslunefndar, ef á þarf að halda. Merkiieo nýjung. (Eftirfarandi er útdráttur úr enskri blaðagrein, sem birtist í Lundúnablaðinu »Sunday I)ispatch« 1G. ágúst 1936). Eftir margra ára rannsóknir og tilraunir í rannsóknarstofum Mar- coni-félagsins í Chelmsford, hefir tekizt að fullkomna starfsáhöld til notkunar fyrir lækna, sem í fram- tíðinni gerbreyta aðstöðu hand- lækna — surgeons — og tann- lækna, og eru tæki þessi byggð á nýjustu þekkingu vísindamanna á lágbylgjum. Tvö af þekktustu radioáhalda- framleiðslufélögum Englands hafa myndað félag, sem nefnist Mar- coni. Ecko Ltd., en forseti þessa íélags er Lord Inverforth. Til- gangur félagsins er að notfæra þessa vísindalegu nýjung á hinn fullkomnasta hátt. Mörg sjúkra- hús eru þegar búin að fá sér þessi nýju tæki, en ekki er enn farið að nota þau, og til fullra nota koma þau ekki fyrr en læknar hafa íengið séræfingu í starf- rækslu þeirra. Áhöldin hafa svip- ■wwmnHwwwa K NÝTT! NÝTT! 3 " Pvottaduftið ,PERLfl‘ ættu allir að nota. Pakkinn adeins 55 aura. Fæst í Kaupfélagí Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. 9*. Z

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.