Dagur - 10.09.1936, Page 1

Dagur - 10.09.1936, Page 1
0 DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir l. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XIX. ár. Akureyri 10. september 1936. 37. tbl. Frá Spáni. í sambandi við borgarastyrjöld- ina á Spáni hefir að undanförnu mest verið rætt um borg eina, er Irun nefnist og er norður undir hafi austur við landamæri Frakk- lands. Hefir uppreisnarherinn sótt ákaft að borg þessari og telur það hafa mikla hernaðarlega þýðingu að vinna hana vegna samgangna við Frakkland. Stjórnarherinn í borginni varðist af mikilli hreysti, götuvígi voru sett um alla borg- ina, sandpokum var komið fyrir í öllum gluggum, sem vissu út að götunum og skotmenn þar við. Sprengjur voru lagðar í flest hús, til þess að sprengja borgina í loft upp, ef uppreisnarhernum veitti betur. Síðan hófst árásin á borg- ina og var barizt af hinni mestu grimmd. Er talið að þarna hafi orðið hið ægilegasta blóðbað borg- arastyrjaldarinnar. Þrátt fyrir út- búnað stjórnarhersins, var vörn hans hrundið bæði með stórskot- um og árásum fótgönguliðs með vélbyssum. Endaði þessi ljóti leik- ur þannig, að uppreisnarmenn báru fullan sigur úr býtum í vopnaviðskiptunum. Þegar bar- daganum lauk, var borgin öll í brennandi rústum. Þeir af borg- arbúum, sem féllu í hendur upp- reisnarhernum, voru allir brytj- aðir niður, en þúsundir borgar- búa flýðu í dauðans ofboði yfir landamærin til Frakklands. Upp- reisnarmenn ráku flóttann með skothríð og drápu alla, er þeir náðu til, jafnt konur og börn sem aðra. Eigi alllangt frá Irun er önnur borg, er nefnist San Sebastian. Eftir að uppreisnarmenn höfðu unnið Irun, sneru þeir á leið þangað. Síðustu fréttir herma, að uppreisnarherinn hafi verið í þann veginn að ráðast á San Se- bastian af jafnmikilli grimmd og á Irun og búizt við, að hún sæti sömu örlögum.' Stjórnarskipti urðu á Spáni fyr- ir fáum dögum. í hinni nýju stjórn er sambland af sósíalistum, frjálslyndum mönnum og komm- únistum. Hin nýja stjórn er talin að vera meira í samræmi við stefnu lýðveldissinna á Spáni en su fráfarandi og gert ráð fyrir, að hún geri ákveðnari ráðstafanir gegn uppreitarmönnum en hin fyrri. Stjórnin telur sig hafa unnið ýmsa sigra hér og þar á Spáni og heldur því fram, að fall Irun sé enginn úrslitasigur fyrir uppreisn- armenn. Karfaveiðarnar. Langt er síðan sjómenn vissu, að mikill karfi var fyrir Vestfjörð- um, á svonefndum Halamiðum. Hafði mikið af þessum fiski kom- ið í veiðarfæri, en honum jafn- harðan fleygt í sjóinn sem óhæf- um. Var það á þeim tímum, þegar hinir „ráðslyngu" útgerðarmenn stjórnuðu fiskiveiðunum. Nú vita menn, að með þessu háttalagi var milljónavirði fleygt í sjóinn. En eftir að „rauðu flokkarnir“, sem Mbl. kallar, tóku við völdunum, komust þeir að raun um að hjer var um nytjafisk að ræða, og var þá farið að leggja stund á karfa- veiðar á fyrrnefndu svæði og hef- ir þetta aukið útflutningsverð- mætið eigi lítið og skapað aukna atvinnu í landinu. Blöð íhaldsins gerðu mikið gys að þessari ný- breytni í atvinnuháttum í fyrstu, töldu það vel við eigandi, að „rauðliðar“ færu svo fávíslega að ráði sínu, að gangast fyrir veiðum „rauða fiskisins“. Nú segja sömu blöð tíðum fréttir af þessari veiði með miklum alvöru- og spekings- svip, eins og þau hafi alltaf verið þessari atvinnunýjung fast fylgj- andi, og ef að vanda lætur, munu þau innan skamms eigna sínum flokksmönnum heiðurinn af henni. Nú um þessar mundir fer helm- ingurinn af togaraflotanum á . karfaveiðar, eftir að síldveiðum er hætt, í stað þess að áður voru skipin bundin við hafnargarðinn og höfðust ekki að. Á þessu sumri hafa einnig ný karfamið fundizt fyrir Austfjörð- um og eru hafnar reynsluveiðar þar fyrir skömmu. Togarinn Brim- ir hóf þessar veiðar um síðustu mánaðamót og sýnast þær ætla að bera góðan árangur. Kom tog- arinn inn til Norðfjarðar 4. þ. m. með 170 tonn af karfa, sem hann hafði fengið á hinum nýju karfa- miðum, og er það talin mjög sæmileg veiði miðað við þann tíma, sem skipið var á veiðum. Karfamið þessi eru talin á nokk- uð takmörkuðu svæði, en þó nóg til þess að 3—4 togarar geti stund- að þar karfaveiðar. Muiju því verða gerðar ráðstafanir til að fá togara til að stunda veið- arnar fyrir verksmiðjurnar á Seyðisfirði og Norðfirði. Er vonazt eftir, að með þessu opnist nýir atvinnumöguleikar fyrir Austfirði. nýja-bíó mm F'immtudaginn 10 þ. m. kl. 9: Svarti engillinn. Aðalhlutverkin leika: Fridric March, Merle Oberon Og Herbert Marshall. fK^»C5»0»C5®C5®C>® <3 ®C2@0>SKD®0>©0@0>© Par sem eg get ekki þakkað hverjum einstökum fyrir þá miklu hugulsemi, sem mér var sýnd á fimm- §>) tugsafmœli mtnu, færi eg þeim hér með öllum í einu vj innilegustu þakkir mínar. — Eg þakka stjórn, fram- Q kvœmdasijóra og starfsmannafélagi K. E A. ásamt f\ öllum öðrum, sem hafa gert mér dag þenna ógleymanlegan O tto E. N ie Is e n. ©OíiOÍOtiOii O (#0©C>fiC>®OfXZ>§)0>é Eyjafjörðu r. Eyjafjörður, alla tíð una’ eg vil í skauti þínu. Bœir, tún og blómahlíð blessun hljóti ár og síð Sólarbjarta sveitin fríð seiöir Ijóð frá hjarta mínu. Eyjafjörður, alla tíð una’ eg vil í skauti þínu. Sveitin mín, ég syng um þig söngva eins og góða móður. Þú hefir fœtt og fóstrað mig, fært mig hœrra á andans stig. Hugsar hver um sjá.lfan sig og sinna nœstu dyggð og hróður. Sveitin mín, ég syng um þig, söngva eins og góða móður. í faðmi þínum finn ég skjól fyrir hverjum nöprum vindi. Hugsjónir, sem æskan ól eiga hjá þér staðfast ból. Tímans hreina sögusól sínar tryggðir við þig bindi. í faðmi þínum finn ég skjól fyrir hverjum nöprum vindi. Frá því að hinn fyrsti knör fann sér leið að hjarta þínu, og þú honum veittir vör, vítt þín hljóma sœldarkjör. Þúsundir nú flýta för, í faðm þinn leita að gulli sínu. Frá því að hinn fyrsti knör fann sér leið að hjarta þínu. Eyjafjörður, sólskinssveit, sumar er í byggðum þínum. Frá því að eg fyrst þig leit, festi ég þér mín tryggðaheit, og í þínum rósareit rækt ég veiti blómum minum. Eyjafjörður, sólskinssveit, sumar er í byggðum þínum. Valgarður Pétursson, frá Þrastarhóli. Undirritaður mælist vinsamlegast til, að meðlimir Fasteignafélagsins og aðrir húsráðend- ur í bænum, er hafa fjöiskylduíbúðir til leigu, lofi mér að vita um þær, elnkum áður en þeir leigja þær utanbæjarmönnum. Alltaf heima kl. 4,30 — 5,30 sfðdegis. — Sími 26. Sveinn Bfarnason.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.