Dagur - 22.07.1937, Side 2

Dagur - 22.07.1937, Side 2
150 DAGUR 36. tbl. > • • • • < Fólk i f jöírusii. Skuldir þjóðarinnar við útlönd eru um 100 miljónir króna. Þessar skuldir hafa að mestu leyti safnast á 15 árum — 1918—1932. — Á sama tíma hefir þjóðin keypt drykkjarföng, tóbak og kaffi fyrir 41,5 miljónir króna. i. Fyrir löngu hafa menn komið auga á það, hve margskonar ógæfa og ófarnaður siglir í kjölfar neyzlu ýmiss nautnavarnings, svo sem víns, tóbaks, opiums o. fl. Eru hin illu áhrif slíkra nautna kunnari en svo, að þörf sé á að lýsa því fyrir lesendum. Hér verður lítilsháttar athugað, hvernig ástandið í þess- um efnum er hér á landi, og hver áhrif víndrykkja, kaffidrykkja og tóbaksnautn hefir beint á fjárhag þjóðarinnar, eftir því sem hag- skýrslur íslands herma. II. Það er kunnara en frá þuri'i að segja, að íslenzka þjóðin hefir safnað gífurlegum skuldum við út- lönd á síðustu áratugum. Munu þessar skuldir nema um 100 millj. króna, og hafa þær að mestu leyti safnazt á árunum 1918—1932, að þeim báðum meðtöldum. Er þetta hið mesta áhyggjuefni öllum hugs- andi mönnum, enda er sjálfstæði þjóðarinnar stór hætta búin af þessari skuldasöfnun. Skuldirnar við útlönd stafa af því, að meira hefir verið flutt inn í landið á þessum árum, en hægt var að greiða með útflutningsvörunum. Eða með öðrum orðum, þjóðin hef- ir lifað langt um efni fram. Um það verður ekki deilt, þótt hins- vegar megi rekja margar óviðráð- anlegar orsakir til þess, að fjár- hagur þjóðarinnar sem heildar hefir verið og er þröngur. En því verður heldur ekki í móti mælt með neinum rökum, að mikið af óþörfúm og skaðlegum vörum hef- ir verið keypt og flutt inn í landið undanfarin ár, sem hefir gert þjóðina snauðari að fé og fjöri, heilbrigði og hamingju, en ef þeirra hefði aldrei verið neytt. III. Hagskýrslur íslands sýna það og sanna, að á þeim 15 árum, sem meginhluti skuldanna við útlönd hefir safnazt á, hefir þjóðin keypt frá útlöndum tóbak fyrir næstum 19 milljónir króna, kaffi og kaffi- bæti fyrir um 16.5 miíljónir og drykkjarföng, mest áfeng, fyrir um 6 milljónir króna. Þessir 3 lið- ir nema til samans um 41.5 millj. króna. Eru tölurnar þó vafalaust í raun og veru of lágar, því það er vitað mál, að árlega hefir meiru og minnu verið smyglað inn í landið af áfengi og tóbaki, en það kemur vitanlega aldrei á skýrslur. Það er því óhætt að segja, að á ár- unum 1918—1932 hafi þjóðin tekið til láns í útlöndum milli 40 og 50 milljónir króna til að kaupa fyrir kaffi, drykkjarföng og tóbak. Þetta er ömurleg staðreynd. Sjálf- stæði og framtíð þjóðarinnar er veðsett til þess að einstaklingarnir geti drukkið, reykt, tuggið og tek- ið í nefið. Og hvað fær svo þjóðin í aðra hönd? Hún fær í stuttu máli sagt ekki nokkur verðmæti, held- ur minni heilbrigði, minni farsæld og minni menningu. IV. Ennþá sjást engin merki þess, að um stefnuhvörf sé að ræða í þess- um efnum með íslenzku þjóðinni. Árið 1936 keyptu landsmenn í búðum hér á landi áfengi og tóbak fyrir um 7 milljónir króna, eða upphæð, sem nemur allt að heim- ingi allra áætlaðra tekna ríkissjóðs það ár. Þjóðina skortir fé til að greiða skuldir sínar og til að byggja upp atvinnufyrirtæki handa fólkinu, sem gengur at- vinnulaust hópum saman. Og það vantar fé til ýmissra menningar- stofnana, sem þjóðinni ríður á að vel sé búið að. En til að kaupa kaffi, brennivín og tóbak eru nóg- ir peningar. Þessi hugsunarháttur og þetta framferði verður að breytast og það sem fyrst. Stefnu- hvörfin þurfa að koma áður en við sjáum á eftir sjálfstæði lands- ins fyrir ætternisstapa. Og þá kemur til athugunar, hvaða leiðir séu helzt færar til úrbóta á þessu ófremdarástandi. V. Það er ekki langt síðan að þjóð- aratkvæðagreiðsla var látin fram fara um bannlögin. Meiri hluti þeirra, sem atkvæði greiddu, voru bannlögunum andvígir og voru þau því úr gildi felld. Ástandið í áfengismálum var líka langt frá því að vera gott meðan bannlögin svokölluðu voru í gildi. Heima- bruggið flóði yfir landið og mikils mun hafa verið neytt af þeirri ó- lyfjan. En það hefði verið hægðar- leikur að taka fyrir kverkar heimabruggsins, ef margir em- bættismenn þjóðarinnar hefðu ekki svikið skyldur sínar við hana, brotið iögin sjálfir og hylmað yfir með lögbrjótunum í stað þess að taka málin föstum tökum frá upp- hafi. En þótt aðflutningsbann væri nú sett á áfengi, þá er mjög líklegt að allt sækti í sama horf og áður um sölu heimabruggsins. Embætt- ismennirnir eru margir þeir sömu og fyrir 4—5 árum, og engin á- stæða til að ætla, að þeim og öðr- um, sem þá brutu lögin, hafi farið mikið fram síðan. Skynsamlegasta og öruggasta leiðin er því aukin bindindisstarfsemi með auknum fjárframlögum frá því opinbera. Þá er sjálfsagt að veita íbúum einstakra lögsagnarumdæma heim- ild til að ákveða um það, hvort þar skuli vera útsölustaður áfeng- is. Og loks verða bindindismenn að fylgja fast fram þeim kröfum, að þeir sitji, að öðru jöfnu, fyrir öllum opinberum stöðum. Þjóðinni ríður á því nú meir en nokkru sinni fyrr, að hafa reglusama trún- aðarmenn, menn, sem gefa öðrum betra fordæmi um neyzlu víns og tóbaks, en nú tíðkast, menn, sem ekki svíkjast um skyldur sínar við þjóðfélagið þegar mest ríður á, eins og margir embættismannanna gerðu um árið í áfengismálinu. Ef stjórnarvöld landsins sýndu á- kveðinn vilja til umbóta í þessum efnum, með því að kjósa heldur bindindismenn til opinberra starfa, að öðru jöfnu, þá myndi bindindis- hreyfingunni í landinu verða að því hinn mesti styrkur. Það er al- veg víst, að því aðeins verða hinar miklu skuldir við útlönd greiddar, að þjóðin gæti meira hófs og sparnaðar í háttum sínum, en hún hefir gert að undanförnu. Og það á að byrja á að spara skaðlegar og ónauðsynlegar vörur, eins og á- fengi, tóbak og kaffi. Þjóðinni verður að skiljast það, að frelsi hennar og sjálfstæði er í veði, ef enn á að taka yfir 40 milljónir kr. til láns í útlöndum á næstu 15 ár- um til að kaupa fyrir drykkjar- föng, kaffi og tóbak, eins og gert var árin 1918—1932. Það er lífs- nauðsyn fyrir landsmenn að greiða skuldirnar við útlönd sem fyrst, jafnframt því að efla at- vinnuvegina. Og þótt mörgum þyki kaffið, tóbakið og vínið gott og þótt menn greini mjög á um skaðsemi þessara tegunda, einkum kaffisins, þá ættu menn þó að geta orðið sammála um að neita sér um þessa hluti meðan skuldirnar eru að greiðast og fjárhagur ríkisins er að komast í betra horf. Tak- mark bindindismanna er að út- rýma áfenginu algerlega með lög- gjöf. Tóbak og kaffi eiga að fylgja með, að minnsta kosti meðan ver- ið er að greiða skuldirnar við út- lönd. En löggjöf um þessi efni er tilgangslaus fyrr en meiri hluti þjóðarinnar skilur slíkar ráðstaf- anir og óskar eftir þeim, og fengn- ir eru skylduræknari embættis- menn til að framfylgja þeim, en til voru á dögum vínbannsins. Að þessu ber að stefna markvisst með aukinni bindindisstarfsemi og með því að taka bindindissinnaða menn fram yfir aðra, að öðru jöfnu, í cpinberar stöður. Æska landsins má ekki þola það til lengdar, að brugðið sé fjötrum um íramtíð hennar og sjálfstæði þjóðarinnar sé veðsett til að landsmenn geti á- stundað skaðlegar nautnir. Hún hlýtur að hefja harða baráttu gegn því, að hugsjónum Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar um vel mennta og sjálfstæða þjóð verði drekkt í kaffi og brennivíni eða kæfðar í tóbakssvælu. í dag er ís- lenzka þjóðin fólk í fjötrum. Hún er í fjötrum gífurlegra skulda við útlönd, sem safnazt hafa að miklu leyti fyrir ofeyðslu einstakling- anna. Og hún er í fjötrum þeirra n^utna, sem hún hefir vanið sig á og veðsett framtíð sína fyrir að fá fullnægt. Þessa fjötra verður ís- lenzk æska að slíta, áður en þeir verða að óslítandi Gleipnisfjötrum um sjálfstæði landsins. Þjóðina vantar gull til að greiða skuldir sínar og til ýmissra ann- arra þarfa. Þetta gull verður hún að sækja í greipar Ægis og erja það úr frjómold landsins eins og jafnan áður. En jafnframt verður hún að spara allt, sem sparað verður, meðan verið er að greiða skuldirnar. Þjóðin verður að gera allt, sem í hennar valdi stendur til að varðveita frelsi sitt. Þetta verð- ur því aðeins gert, að hún haldi vörð um hugsjónir sinna beztu sona, lifi hófsömu og heilbrigðu lífi og grafi til „gullsins í eigin hjarta“. E. G. Br. Framsóknarfélag var stofnað á Svalbarðsströnd að afloknum framboðsfundi þar í júnímánuði. í félaginu eru bæði bændur og verkamenn. Stjórn fé- lagsins skipa: ^Árni Bjarnarson, Mógili (formaður) og meðsjórn- endur Benedlkt Baldvinsson, Efri- Dálksstöðum og Jóhannes Árna- son, Þórisstöðum. Guðsþjónustiir í Griiiidar[)iiu;apresta- kalli: Hólum, sunnudaginn 25. júlí kl. 12 á hád. Saurbæ, sama dag kl. 3 e. h. Mööruvöllum, sunnudaginn S. ág. kl. 12 á hád. Grund, sama dag kl. 3 e. h. stærðum geymslu í at ýmsum ágætar til sultu. Kaupfélag E Járn- og glervörudeild f

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.