Dagur - 03.02.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.1938, Blaðsíða 2
30 D A G U R 8. tbl. Kemur þarna í ljós afleiðing verka Héðins Valdimarssonar. Hafnarfjörður: Þar hlaut samfylkingarlisti Al- þýðufl. og Kommúnista 983 atkv. og fékk 5 fulltrúa. Listi Sjálfstæðisíl. fékk 969 atkv. og fékk 4 fulltrúa. SeySisfjörður: Þar hlaut listi Alþýðufl. 175 at- kv. og 3 fulltrúa. Listi Framsóknarfl. 71 atkv. og 1 fulltrúa. Listi Sjálfstæðisfl. 180 atkv. og 4 íulltrúa. Listi Kommúnista 62 atkv. og 1 fulltrúa. N eskaupstaöur: Framsóknarflokkurinn fékk 84 atkv. og 1 fulltrúa. Sjálfstæðisflokkslistinn 141 at- kv. og 2 fulltrúa. Listi samfylkingar Alþýðufl. og kommúnista 331 atkv. og 6 fulltr. Siglufjörður: Samfylkingarlisti Alþýðufl. og kommúnista 672 atkv. og 5 fulltr. Framsóknarlistinn 253 akv. og 1 fulltrúa. Sjálfstæðislistinn 386 akv. og 3 fulltrúa. ísafjörður: Samfylkingarlisti Alþýðufl. og kommúnista 727 atkv. og 5 fulltr. Sjálfstæðislistinn 570 atkv. og 4 fulltrúa. V estmannaeyjakaupstaður: Samfylkingarlisti Alþýðufl. og kommúnista fékk 655 atkv. og 3 íulltrúa. Listi Framsóknarfl. fékk 195 at- kv. og 1 fulltrúa. Listi Sfjálfstæðisfl. 866 atkv. og 5 fulltrúa. Listi Þjóðernissinna 62 atkv. og engan fulltrúa. KARLAKÓRINN »GEYSIR« söng síð- astliðið mánudagskvöld, undir stjórn Ingimundar Arnasonar, í Nýja Bíó. Að- sókn var svo mikil að fjöldi varð frá að hverfa. Söngskráin var fyrirferðarmikil og hafði kórinn til meðferðar ýms mikil- fengleg lög frá liðnu 15 ára starfi. Söngnum var tekið forkunnar vel og varð flokkurinn að endurtaka 9 lög af 14, sem á söngskrá voru. Flygii-undirleik leysti frú Jórunn Geirsson unaðslega af hendi, en einsöngva sungu þeir Gunnar Magnússon í »Um sumardag«, Hermann Stefánsson í »Landkjending« og Sigurð- ur O. Björnsson í »Sof í ró« og urðu þeir allir að endurtaka einsöngva sína. Geysir endurtekur sönginn í kvöld á sama stað og áður, og munu bæjarbúar enn fylla húsið. Nánar verður skýrt frá söng þessa víðkunna og vinsæla kariakórs í næsta blaði, af söngfróðum manni. Sjánleikurinn »Yfirdómarinn« verðitr leikinn í Samkomuhúsi Svalbarðsstrand- ar n. k. laugardags- og sunnudagskvöld ki. 9 e. h. Zion. Næstkomandi sunnudag, kl. 10,30 f. h., sunnudagaskóli, öll börn velkomin. Kl. 8,30 e. h., almenn samkoma. Allir velkomnir Þar sem kommúnistar í b ú ð. 2 — 3 herbergi og eldhús, með nútímaþægmdum, ósk- ast til leigu 14. mai n. k. Upplýsingar gefur Á Eskifirði liai'a kommúnistar drcplð allt framfak og alla löngun til að bjarga sér. Stefán lrau§tasdn, prenlari. Síðasta afrek þeirra þar er, að fólkið er hætt að hugsa, hætt að skipta sér af því hverjir stjórna málefnum bæjarfélagsins. Um land allt veita menn nú kosningaúrslitunum mikla athygli. í bæjum og þorpum víðasthvar hefir verið háð hörð barátta milli flokkanna. Fólkið, sem flest hefir lifandi áhuga á málefnum sinna bæjarfélaga, hefir álitið það skyldu sína að fjölmenna á kjör- stað og veita þeim flokknum stuðning, er það hefir álitið hæf- astan til þess að auka hróður og velmegun síns byggðarlags. Hinn mikli áhugi og hin mikla kjörsókn er tákn þess, að lýðræðið sé ráð- andi á landi hér þrátt fyrir harð- vítuga flokkapólitík og baráttu um einstaka menn. Fólkið, sem er að reyna að bjarga sér, lætur sig miklu skipta hverjir halda um stjórnartaumana í hverjum bæ eða þorpi. Meðan slíkur áhugi er vakandi, þá er vissa fyrir því að við séum á réttri leið, og mikil von til þess að hæfustu mennirnir veljist í ábyrgðarstöðurnar. Það er aðeins einn staður á landi hér, þar sem auðsætt virðist, að allur áhugi og öll hugsun fólksins er að drafna niður í sömu gröfina og tekin var öllu framtaki á þeim stað fyrir nokkrum árum síðan. Það er bærinn, þar sem fjöldi bæjarbúa hefir viðurværi sitt af styrk úr bæjarsjóði, og það er bærinn sem haldið er uppi með beinum styrk úr ríkissjóði. Það er Eskifjörður — Sovét-Eskifjörð- ur. Þessi staður er sá eini, þar sem kommúnistar um undanfarin ár hafa haft tækifæri til þess að „prófa“ raunhæfni þessarar stefnu, sem þeir með styrk er- lendra valdhafa boða vinnandi fólki um borg og byggð. Það er á- áreiðanlega eini staðurinn á landi hér, þar sem efnahag fólksins er svo komið, að þótt leitað væri með logandi Ijósi, þá fyndust ekki 20 aurar til þess að kaupa frí- merki á bréf, og er þetta sam- kvæmt upplýsingum Einars 01- geirssonar sjálfs, og ætti því sízt að efa. Þetta ófremdarástand er árangurirm af stjórn ije.rra manna, sem ekkert gera annað en heimta af öðrum, og nú er svo komið, að allir bæjarbúar heimta af ríkinu að það sjái þeim farborða, og svo spillandi og eyðileggjandi hefir kommúnisminn verið fyrir þetta fólk, að nú er það hætt að hafa á- huga á kosningum. Þeim er sama hverjir fara með stjórnartauma bæjarfélagsins. Kjörsóknin í þess- ari paradís kommúnismans var 25% — tuttugu og fimm prósent!! Þetta eru áhrif kommúnismans á fólkið, Fyrst lognast allt framtak útaf og menn hætta að nenna að bjarga sér. Síðan kernur sinnu- leysið og afskiptaleysið. Menn hætta að hafa áhuga á nokkru eíni, hætta að hugsa. Fordæmið á Eskifirði ætti að sýna mönnum það einna ljósast, hve hættuleg eitrun kommúnismans er. Komm- únisminn er sníkjudýr á þjóðar- líkamanum, sem þarf að þurrka út. Hann drepur niður alla vel- megun og alla löngun til þess að bjarga sér. Hann heftir allt hugs- analíf fólksins og gerir það að síð- ustu sinnulaust og ósjálfbjarga. Það er gleðiefni öllum þeim er unna Akureyri, að bæjarbúar hafa hér sýnt þessum eitursveppi, kommúnismanum, það, að Eski- fjörður er ekki þeirra draumaland. Fylgi þessa flokks minnkaði veru- lega við þessar kosningar. En bet- ur má ef duga skal. Sagan um kommúnismann á Akureyri þarf sem fyrst að verða aðeins liðin saga. Stefnan, sem tekin var á sunnu- daginn var, er sú rétta. Það er nauðsyn bæjarfélaginu að sam- vinnan megi blómgast og velmeg- unin aukast og það gerir hún því meir, sem kommúnismanum hnignar. Kosningastaka. (Kveðin kvöldið fyrir kosning- arnar, eftir lestur ,,ísl.“). Hlýðum bróður Brynleifi, burt með alla falsvon. Strikum út í eindrægni. Inn með Jakob Karlsson. Næturvörður er í Stjörnu Apóteki þessa viku. (Frá n.k. mánudegi er næt- urvörður í Akureyrar Apóteki). Bækur. Hulda: Dalafólk 1, Reykjavík 1936. Hver sá, sem ann fegurð í lífi og list, heilbrigði og hreinleika í hugsun, mun una vel andlegu samvistunum við Huldu skáld- konu. Hún hefir reynst svo trú hinu innsta og bezta í sjálfri sér, að snillc^ar-lýsing Einars skálds Benediktssonar á henni, þó orkt væri fyrir eitthvað aldarfjórðungi síðan, á jafnvel við skáldkonuna nú sem þá: »Dalasvanninn með sjálfunna menning, sólguðnum drekkur þú bragarskál, með átrúnað fastan í ungri sál á afls og kærleiks og fegurðar þrenning«. í þessari nýju bók sinni, sem ekki er neitt smáræði, því að hún er nærri 400 bls. að stærð, fær- ist ættborin dóttir dalanna það umfangsmikla bókmenntastarf í fang, að lýsa dalafólkinu, íslenzku sveitalífi og menningu frá því á seinni hluta 19. aldar og fram á vora daga. Enda er þetta lang- stærsta bók skáldkonurmar, og jafnframt kemur hún hér til dyr- anna í nýjum búningi hvað bók- menntaform snertir, því að þetta er fyrsta löng skáldsaga hennar. Dregur það athyglina að því, hve fjölþætt rithöfundarstarfsemi Huldu er orðin, þar sem hún heíir áður látið prenta ljóðasöfn, smá- sagnasöfn, þætti og æfintýri eftir sig, eða ellefu rit' alls. Og þetta er ennfremur til marks um það, hversu mikilvirk hún er, að um- rædd skáldsaga er önnur bók hennar á sama árinu, því að safn af smásögum eftir hana, UncLir steinum, kom út í fyrra vor. Dalafólk, er, um annað fram, L/'ósmyndastofan 1 Oránufélagsgðtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. GuÖr. Funch-Rasmussen. gWWIHWIHWfWWWH Kvenkáputau og k j ó 1 a t a o. Mikið úrval. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.