Dagur - 03.02.1938, Síða 3

Dagur - 03.02.1938, Síða 3
8. tbl. DAQUB 31 Það er ekki erfiit að þvo síðan eg fékk fivoíla s á p u r. saga æsku- og þroskaára höfuð- persónunnar, ísólar Gunnarsdótt- ur, óðalsbónda í Klausturdal — saga ásta hennar og ástarauna, því að þessi gáfaða og glæsilega sveitastúlka er með afbrigðum hrifnæm, og verður hvað eftir annað ástfangin í efnilegum mönn- um og aðlaðandi, sem hún kynn- ist. Sannast hatramlega á henni fleyg orð Shakespeares, þau, að vegur ástarinnar sé aldrei sléttur, því að ísól fær eigi að' njóta þeirra manna, sem heilluðu hug hennar. Va'da þær raunii' henni mikilla hjartasorga; en sigrandi gengur hún af þeim hólmi og sálarhreinni, því að hún hefir aldrei daufheyrst við „klukkimum í sál sinni“, þeirri æðri rödd, sem þar hljómar. Kem- ur hún að lokum skipi sínu heilu í höín og hamingjusamlega; en þessu bindi skáldsögunnar lýkur með því, að hún giftist æskuvini sínum, Sveinbirni Stefánssyni, og að þau setjast að búi í Klaustur- dal. Miklu fleiri koma þó hér við sögu heldur en þau þrjú, sem nefnd hafa verið, og persónulýs- ingar eru yfirleitt mjög vel úr garði gerðar, sumar með ágætum. Margþættu sálarlífi ísólar, sem berst fyrir stormum hinna æst- ustu geðshræringa, er lýst með djúpum skilningi og kvenlegri nærfærni. Sama máli gegnir um lýsinguna á fóstru hennar, þessari afbragðskonu, sem ber blæðandi sár í hjarta, en gegnir umkvörtim- arlaust og méð stakri fórnfýsi skyldustörfum sínum. Vel er þeim einnig lýst Gunnari óðalsbónda, Sveinbimi og Stefáni presti föður hans, en þeir eru hver um sig ágætis- og atkvæðamenn, þó ólík- ir séu að ýmsu leyti. Svipað má segja um margar aðrar söguper- sónnrnar, jafnvel þær, sem ekki koma fram á sjónarsviðið nema endur og sinnmn. Samhliða því, sem saga þessi er auðug að persónulýsingum, erhún fjölbreytt að atburðum, og gerir það hana skemmtilega og hug- stæða. Sum af æfintýrum þeim, sem ísól ratar í erlendis, eru meira að segja dálítið ósennileg. Einkar hugljúfar og merkilegar um margt eru, hins vegar, lýsingar nar á ís- lenzku sveitalífi, heimili.svenjum, atvinnuháttum og öðru sjíku, sem fléttaðar eru inn í frásögnina; munu margir þeir, sem nú eru á fuliorðinsaldri og eigi siíður hinir, sem komnir eru á efri ár, sjá æskudaga sína speglast í’ þeim lýs- ingum, þekkja þar aftur bernsku- heimilið og umhverfið, ,„fólk og Frón“. En rétt eins og Huldu er tam- ast, að leita hins göfugusta og bezta í fari manna, skoðar hún ís- lenzkt sveitalíf gegnum sama sjón- arglesið, og bregður upp myridum af þeírri fegurð og menningar- legri auðlegð, sem það hefir hezta að bjóða. Með þessu er húnt ekki að draga fjöður yfir það„ sem miður fer, heldur aðeins að reyn- ast trú sjálfri sér, lýsa þ-'?'í, sem finnur sterkast bergmál í brjósti hennar. Allur sori og sauragleiki eru sál hennar eins fjarsh yldir og myrkrið ljósinu. Má í því sam- bandi aftur vitna til orða Einars Benediktssonar í ofannefndu kvæði hans til skáldkonunnar: »Þig hryllir fegurð, sem hjúpar hvað spillt er, þú hatar þann kraft, sem vinnur hvað illt er, og finnur að kærleikans eðli innst er ást til þess góða, hve lágt sem finnstc. Ganga má að því vísu, að ýms- um þyki nóg um fegurðarást Huldu og rómantík, því að mjög tíðkast nú hin dökku gleraugun hjá skáldsagnahöfundum vorrar aldar. Þó mun því seint verða með rökum neitað, að sólskinið er eins raunverulegt og myrkrið — og ólíkt heilnæmara. Þjóðlegur blær, sem alltaf hefir verið eitt af höfuðeinkennum Huldu, er hvarvetna yfir frásögn- inni í þessari skáldsögu hennar. Mál hennar er mjúkt og hreint, „heilbrigt og laust við hið skrúf- aða prjál“. Þó mætti frásögnin á köflum gjarnan vera orðfærri og samanþjappaðri, það myndi auka á áhrifagildi hennra. Annars verður þessi skáldsaga hvað minnisstæðust fyrir hina miklu fegurð, sem hún hefir að geyma, fegurð, sem klædd er í hæfan búning óvenjulega ljóð- ræns stíls í óbundnu máli. Richard Beck. (Eftir Lögbergi). « . —, .........- Eg þakka. í kvennaskólann kátur eg kom á þorrablót. * Við glasaglaum og hlátur þar gleðin festi rót. Þar voru margir mættir. — Þótt mörg sé lundin rík, meim gáfu grið og sættir og gleymdu pólitík. Menn fluttu fleygar ræður um fólks og byggðar hag. Við orðsins glöðu glæður við gripum undir lag. Og húrra hrópin dundu, sem helguð voru því sem allir orðin fundu að áttu skilið hlý. Eg þakka yður öllum, sem eflduð þetta blót. Konum jafnt sem körlum. Kost og vinarhót. Þess kvölds að Laugalandi mun lifa minning skyggð. Þú lífs og auðnu andi svíf yfir Staðarbyggð. Kvennaskólans konur, þér kynslóðanna gull, eg ljóðs og söngva sonur nú signi yðar full. Eg bið að yðar yndi um æfi verði kjör, svo leiki allt í lyndi á lífsins sigurför. Gestur. I með íMiuo skipum. Auglýiing. Mjólkursamlagsdeild Saur- bæjarhrepps óskar eftir flutn- iugstilboði á mjólk samlags- deildarmanna til Mjólkur- samlags K. E. A. frá 1. júni 1938 til s. m. 1939. Gengið er út frá að mjólkinni verði skift á 2 bíla. Tilboð skilist fyrir 10. marz n.k. Saurbæ 31. des. 1937. Flufninganelndin. Skepnufóður maismjöl, mais varp fóður, ódýrast hjá Jóni Guðmann. Sníð og sanma kven- og barnafatnað. Inga Hallmundsdóttir, Oddagötu 11, uppi. Jörðin Efri-Vindheimar á Þelamörk er laus til ábúðar i næstu fardögum. Umsóknir sendist undirrituð- um fyrir lok febrúar n. k. Hreppstjóri Glæsibæjarhrépps 27. 1. 1937 Benedikt Guðjónsson. Tilboð óskasl í m j ó 1 k u r-flutning úr Hrafnagilsdeild til Mjólk- ursamlags K. E. A., yfir flutuingatímabilið frá 31. maí 1938 til 1. júni 1939. Tilboðum sé skilað til for- manns flutninganefndar fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi. Hvammi, 25. janúar 1938. Ualldór Guðlaugsson. Gunnar Gudlaugsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.