Dagur - 02.02.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 02.02.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úí á liverjum fimmtudegi. Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Arni Jóhannsson 1 Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júli. XXII ■ árg. { Akureyri 2. febrúar 1939. Benedikt Jón$§on £rá A&aðnsBSBt andaðist á Húsavík í gærkvöld, 93 ára gamall. f*essa þjóðkunna, stórmerka manns verður nánar getið síðar. Sjúrahúsbyggingin. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fvrir 1. des. Á síðastl. hausti var byrjað á byggingu hins nýja sjúkrahúss hér á Akureyri; er nú þegar nokkur hluti þess kominn undir þak. Það, sem tekið var fyrir í haust, er að- eins partur af hinni fyrirhuguðu aðalbyggingu, og verður í þessum hluta hússins Röntgendeild, skurð- arstofudeild, ljósastofa, berkla- varnastöð o. fl.; er þetta dýrasti hluti hússins eftir staérð, vegna hinna dýru áhalda, sem öll verða fengin ný og fullkomin. Má gera ráð fyrir að þessi hluti kosti ná- lægt 150 þús. kr. Öllum er það ljóst, hversu mikið nauðsynjamál það er fyrir bæinn og nærliggjandi sýslur, að hér komi upp fyrsta flokks sjúkrahús. Gera má ráð fyrir að slík stofnun kosti um hálfa milljón króna. Er því mikil nauðsyn á að allur al- menningur taki þátt í fjársöfnun til framkvæmda þessu máli. Það var að þakka fámennu fé- lagi hér í bæ, að hægt var að hefja sjúkrahúsbygginguna í haust. Það var kvenfélagið „Fram- tíðin“, sem þar reyndist hjálpar- hellan. Félagið lánaði til bygging- arinnar 40 þús. kr. og gaf til á- haldakaupa 5 þús. kr. Má af þessu marka, hve létt mundi veitast að þoka þessu máli til úrslita, ef all- ir fyndu sér skylt að rétta því slíka hjálparhönd sem félag þetta. Hin fjárhagslega hlið málsins stendur þannig: „Framtíðin“ hefir lagt fram 45 þús. kr. eins og áður segir. Gjöf K. E. A. 20 þús. kr. Akureyrarbær 20 þús kr. Sjúkrahúsið sjálft 50 þús. kr„ þar í innifalinn útgröftur á lóð og húseign L. Rist. Samtals gerir þetta 135 þús. kr. Síðan má vænta þess að ríkis- sjóður greiði V& af byggingar- kostnaðinum, þegar húsið er kom- ið upp. Af þessu má sjá, að framkvæmd þessa máls er enn aðeins á byrj- unarstigi, en þess er að vænta, að Akureyringar og Eyfirðingar leg^ist á eitt um að reyna að leiða það til lykta á næstu þremur ár- um. Ógn áfengis- neyzlunnar og hið ómótmælanlega. í gær, 1. febr., var mikið ritað og rætt um áfengisbölið, sem fer sívaxandi með þjóð vorri. Tölurn- ar ógna og skelfa. Siðleysið magnast. Varla er unnt orðið að halda svo nokkra samkomu, að ölvun valdi ekki mannskemmandi vandræðum. Sala áfengis á Akur- eyri vex enn um 33 þúsund krón- ur. Dýpra og dýpra. Og Brekkan stórtemplar upplýsir í útvarps- ræðu, að á s.l. ári hafi sala hinna sterkustu vína aukist. — Það er leið drykkjumannsins, frá léttara víni til hins sterkara. Þannig horf- ir nú í þessum efnum. Samt sofa menn á dúnsvæflum vanans og tízkunnar og láta sem ekkert sé. Og þó hljóta allir að sjá hvert stefnir. En menn segja: „Ekki för- um við að leggja á okkur höft bindindisseminnar; við viljum gleðja okkur við vínið, en okkur dettur vitanlega ekki til hugar að ganga of langt, við ætlum ekki að verða ofdrykkjumenn“. Og svo neyta menn vínsins í „sakleysi“ hófdrykkjunnar. Markið verður óljósara og óljósara, uns svónefnd hófdrykkja verður, e. t. v. áður en varir, orðin að ofdrykkju. En það ómótmœlanlega er þetta, segir er- lent tímarit: „Það er ómótmælan- legt, að drekki eg aldrei áfenga drykki, verð eg aldrei drykkju- maður. Það er ómótmælanlegt, að ef eg drekk áfenga drykki, getur svo farið, að mér fari að þykja þeir góðir, og að lokum get eg þá orðið drykkjumaður. Það er ómótmælanlegt, að hóf- drykkjan er uppspretta ofdrykkj- unnar, skólinn, sem allir of- drykkjumenn hafa lært í. Það er ómótmælanlegt, að allir ofdrykkjumenn hafa einhverntíma verið hófdrykkjumenn, og að þeir hafa aðeins smátt og smátt orðið að ofdrykkjumönnum. Það er ómótmælanlegt, að ef ekki væri til nein hófdrykkja, þá væri heldur ekki til ofdrykkja. Það er ómótmælanlegt, að ef of- drykkjumaðurinn á að bæta ráð sitt, þá verður hann að íorðast það, sem hefir gert hann að of- drykkjumanni, og heldur honum enn föstum við þann löst. Það er ómótmælanlegt, að ef of- drykkjumaðurinn forðast þetta, þá verður honum bjargað. Það er ómótmælanlegt, að ef eg ætla að verða honum til góðrar fyrirmyndar, í því skyni að fá hann til að bæta ráð sitt, þá verð eg sjálfur að vera bindindismaður. Það er ómótmælanlegt, að ef allir væru bindindismenn, þá væri enginn ofdrykkjumaður til, og ekki heldur nein ofdrykkja. Það er ómótmælanlegt, að haldi menn áfram að drekka eins og þeir nú gera, þá eykst tala of- drykkjumannanna, og ofdrykkjan heldur áfram. Hvað getur þá verið ómótmœl- anlegra en þetta, að það er skylda mín að vera bindindismaður? Og er það svo ekki ómótmælan- legt, að eg á að leitast við að fá alla félaga mína, vini og kunn- ingja, til að vera bindindismenn, til þess að þeir skuli aldrei leiðast út í ofdrykkju, enda þótt þeir séu hófdrykkjumenn sem stendur“. Hvenær ætlar þú að rumskast, samborgari góður? E. t. v. gengur þú vegu hinnar drekkandi tízku. E. t. v. áttu frændur og vini, sem eru á sömu leið. Og hver veit nema þú eigir börn, sem koma svo á eftir. Gættu þín að verða ekki of seinn. X. Kirkjan. — Messað á sunnudag- inn klukkan tvö á Akureyri. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli: Möðruvöllum sunnud. 5. febr. kl. 12 á hádegi. I. O. O. F. — 120239 = Sunnudaginn 5. febr. verður samkoma í Zíon til ágóða fyrir hússjóð. Þar verður erindi (sr. Fr. Rafnar), söngur, upplestur (St. Kristj.). Aðgangur 1 króna. Sam- koman byrjar kl. 8V2 e. h. Ættu bæjarbúar að fjölmenna á sam- komuna, veita sjálfum sér upp- byggilega stund og styðja gott málefni. Indriði Helgason bóndi á Dvergstöðum í Eyjafirði, átti sjötugsafmæli 26. janúar síð- astl. Hann var um skeið ráðsmað- ur á búi Hallgríms Kxistinssonar í Reykhúsum og síðan rekið búskap á tveimur jörðum í Eyjafirði, fyrst á Botni og síðan á Dverg- stöðum. Indriði hefir verið og er enn víkingur til allra verka, vin- sæll og vel metinn af sveitungum sínum. Hann er kvongaður Helgu Hannesdóttur frá Árbakka á Skagaströnd. Uppreisnarmenn á Spáni tóku Barcelona síðastl. fimmtudag, án pess að til verulegra bardaga kæmi. Mun stjómarherinn hafa talið vömina vonlausa þegar til kom. Síðan hafa uppreisnarmenn haldið áfram sókn sinni í Kata- loníu og hafa hana nú nálega alla á valdi sínu, nema litla sneið norður við landamærin. Þenna stórsigur Francos telja ýmsir sama sem úrslit Spánar- styrjaldarinnar. Þó eiga uppreisn- armenn enn eftir að vinna borg- irnar Madrid og Valencia og þá landshluta, sem eru í nánd við þær. Þar hefir stjórnarherinn komið sér upp öflugum vörnum, og getur það því tekið unppreisn- arherinn langan tíma að vinna þessar borgir. Ogurlegur fjöldi spánskra flóttamanna hefir safnast saman að landamærum Frakklands, og er ástand þess fólks hið hörmu- legasta: klæðleysi, hungur og sjúkdómar. Er þó allt gert sem hægt er frá Frakka hálfu til þess að lina þjáningar þess, og er ráð- gert að koma því fyrir á hlut- lausu svæði við landamærin og halda þar í því lífinu, að svo miklu leyti sem fært er. — Hræðilegir jarðskjálftar urðu í ríkinu Chile í Suður-Ameríku 25. janúar. Manntjón og eignatjón af völdum jarðskjálftanna er gíf- urlegt og heilar borgir í rústum. Aðaldansleikur (afmælisfagnað- urinn) í. F. Þór verður í Skjald- borg laugardaginn 4. febr. kl. 8% e. h. Áskriftalisti er í Kjötbúð K. E. A. til föstudagskvölds kl. 6 e. h. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund sunnudaginn 5. febr. n. k. á venjulegum stað og tíma. Kosning emhættismanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.