Dagur - 02.02.1939, Blaðsíða 2

Dagur - 02.02.1939, Blaðsíða 2
18 D A G TJ R 5. tbl. > # Mikilmenni. Þegar við lesum sögu liðinna tíma, komumst við ekki í'ram hjá að reka okkur á ýms stór nöfn, semi með afrekum sínum, hvort heldur á sviði bókmennta, lista eða athafna, hafa reist sér ódauð- lega minnisvarða í sögunni. Flestallir slíkir menn hafa ekki litið á meðbræður sína sem smæl- ingja, sem væru aumkunarverðir og andlega lítilsigldir. Þeir hafa að vísu komið auga á eitt og annað, sem mannkyninu mátti verða að bót frá því sem var, en í sínum mikilleik hafa þeir þó ávallt haft fulla meðvitund um það, hversu jafnvel þeir — mikilmennin — áttu langt í land til þess að geta talað eins og sá sem hlotið hefir hina æðstu fullkomnun til að geta dæmt verk vor mannanna. Hér á Akureyri er nú risinn upp ein slík stærð, sem hefir tek- ið sér fyrir hendur að dæma menn og málefni, eins og sá sem hlotið hefir hina æðstu fullkomn- un og einn getur dæmt hin ófull- komnu verk vor. Þessi andlega stærð er Jakob S. Kvaran, skó- verksmiðjueigandi. Hann hefir nú að undanförnu verið að skrifa í blaðið íslending eða tölublöðin 54. — f. á. og 1. og 3. þ. á. Þar sem J. K. virðist eigi vera það fyllilega ljóst, hverja hann er að ásaka með þessum greinum sínum, er ekki úr vegi að gera til- raun til að koma vitinu fyrir hann í þessu efni. Hér fer á eftir orð- réttur kafli úr grein J. K. í 1. tbl. „íslendings11: „Til þess að útiloka misskilning, vil ég taka það fram, að ég hef ekki hafið neina árás á samvinnu- félögin, heldur á Gjaldeyris- og innflutningsnefnd, en vitanlega verður nefndin ekki gagnrýnd, án þess að minnzt sé á samvinnufé- lögin, svo náið samband er þar á milli“. Við skulum hugsa okkur að síðari hlutinn af grein J. K. hefði verið eftir einhvern annan en hann og orðaður eitthvað á þenn- an hátt: En vitanlega verður nefndin ekki gagnrýnd, án þess að minnzt sé á Jakob S. Kvaran, skóverk- smiðjueiganda, svo náið samband er þar á milli. Síðan hefði svo í áframhaldi af þessu verið farið hinum verstu orðum um J. K. og þau fyrirtæki, sem hann hafði með höndum. Mundi J. K. ekki hafa talið það neina árás á sig? Nei, J. K„ við samvinnumenn erum nú farnir að þekkja bar- dagaaðferðir ykkar íhaldsmann- anna yzt til hægri. Við höfum ekki lengur lokuð augu fyrir til- gangi ykkar um þrotlausar árásir á samvinnufélögin. Við vitum hvaða meðferð samvinnufélags- skapurinn hefir hlotið hjá skoð- anabræðrum ykkar í Þýzkalandi, og við vitum fullvel hug ykkar til þeirra. Það er því tilgangslaust fyrir J. K. að klæðast í sauðargæru sak- leysisins og látast í öðru orðinu vera fylgjandi samvinnufélögun- um, það skín í gin úlfsins í þeirra garð næstum í hverju orði í öll- um greinum hans. J. K. telur það réttlætiskröfu að sér sé úthlutað jafnmiklum leyf- um til véla- og efniskaupa og skó- verksmiðju S. í. S„ sem svo til eingöngu vinnur allan sinn skó- fatnað úr íslenzkum skinnum, og er ein meginástæðan sú, að af því hann sé íslenzkur ríkisborgari, þá eigi hann heimtingu á því, að krafa hans um jafnrétti sé tekin til greina. — Það er eins og J. K. haldi valdhafana, sem nú fara með völdin í landinu, og sem hann óskar eftir að geta • gengið yfir sem pólitísk lík, algjörlega blinda. í því sambandi er ekki úr vegi að gera sér ljósar þær stoðir, sem runnu undir þá ákvörðun sam- vinnufélaganna, að ráðast í að reka hér sútun og skógerð. Ann- arsvegar var það gert til að skapa bændum landsins öruggari mark- að á þeim húðum og skinnum, er til falla frá ári til árs, en hinsveg- ar sem liður í þeirri baráttu þjóð- arinnar, að bæta gjaldeyrislega afkomu hennar. Báðar þessar starfsgreinar sam- vinnufélaganna hafa á þeim stutta tíma, sem þær hafa starfað, sparað þjóðinni svo hundruðum þúsunda króna nemur í erlendum gjald- eyri. Það má og geta þess, að sút- unin hefir á s. 1. ári tekið við öll- um húðum og skinnum, sem sam- vinnufélögin hafa fengið, en vitað er að til þeirra gengur langsam- lega mestur hluti þess, sem til fellur í landinu frá ári til árs. Svo kemur J. K. eins og álfur út úr hól, og er undrandi yfir að valdhafarnir skuli ekki veita hon- um innflutning á vélum og efni til jafns við samvinnufélögin, þó hverju barni sé Ijóst, að þar er á engan hátt um neinar hliðstæður að ræða. Því Kvaran vinnur, eins og áður hefir verið getið, svo til eingöngu kvenskófatnað, og er ekki vitað að hann hafi til þessa talið gerlegt að nota í hann ís- lenzk skinn. Aftur á móti vinnur skógerð samvinnufélaganna, eins og áður er getið, allan sinn skó- fatnað úr innlendu yfirleðri, og má af því vera ljóst hvor skógerð- in muni vera þjóðhollari á gjald- eyriserfiðleikatímum eins og þjóð- in á nú við að búa, — og því á- stæðulaust fyrir J. K. að gapa af undrun yfir ráðstöfunum Gjald- eyris og innflutningsnefndar í þessu efni. Það er eftirtektarvert þegar J. K. fer að reyna að verja það, að hann eigi núverandi valdhöfum ekkert upp að unna um þá aukn- ingu, sem orðið hefir á skóiðnaði hans hin síðustu ár, og er helzt á honum að skilja að árið 1932 hafi aðstaðan verið jafngóð og nú til að selja framleiðsluna. Sannleik- urinn er sá, að 1932 var skófram- leiðsla J. K. sama og engin, og að- staðan til sölu mjþg erfið, það er fyrst eftir 1934 að stefnu Fram- sóknarmanna fer að gæta í land- inu, og iðnaðurinn fær beinan og óbeinan stuðning frá henni í gegn- um gjaldeyrismál þjóðarinnar, að þessi skóiðnaður J. K. fer að vaxa. — Það er því síður en svo að þessi skóiðnaður J. K. sé neitt persónulegt kraftaverk hans. Nei, J. K. hefir bara rekið fyrir vindi þeirrar stjórnarstefnu, sem fram- sóknarmenn hafa beitt sér fyrir undir foryztu Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra, og er því alveg ástæðulaust fyrir hann að láta þessa litlu skóverksmiðju stíga sér svo mikið til höfuðs. Það er kaldhæðni örlaganna, að J. K. skuli sífellt kalla á hjálp Sjálfstæðisflokksins, þegar eitt- hvað þrengir að fyrir honum i iðnrekstri hans. Því ekki er annað vitað, en Sjálfstæðisflokkurinn hafi til skamms tíma verið mót- fallinn þeim iðnaði, sem risið hef- ir upp í landinu á síðustu árum. Það er því engin furða, þó manni detti í hug rödd hrópandans á eyðimörkinni, þegar maður heyrir þessi ámátlegu vein J. K. til Sjálf- stæðisflokksins um styx'-k í þreng- ingum hans. J. K. hefir veitt nokkrum hóp manna atvinnu við skógerð sína, enda hefir hann ekki sparað að auglýsa það, og æfinlega á þann hátt, að hann væri fullur af föð- urlegri umhyggju fyrir velferð þessa fólks síns, og hefir þá mörg- um, er manninn þekkja, dottið tár krókódílsins í hug. J. K. er að reyna að klóra yfir þá staðreynd, að Skógerðin Iðunn hefir aðallega fengið þær vélar, sem hún hefir flutt inn nú nýlega, til að koma í stað 2ja annara véla, er verksmiðjan endursendir, og jafnvel þó þessi mikli maður telji sig hafa gott vit á verði umget- inna skógerðarvéla, og manna bezt umkominn að fara með réttar töl- ur í því efni, þá hefir honum samt tekist svo óhönduglega þessi reikningur, að t. d. notuð Soh- burissmaschine, sem hann telur að hafi kostað kr. 1200.00 — eitt þúsund og tvö hundruð krónur,— kostaði* verksmiðjuna aðeins kr. 575.00 — fimm hundruð sjötíu og fimm krónur. — Það er sagt, að fáir ljúgi meir en um helming, en J. K. hefir tekist að verða í þessu efni í tölu þeirra, sem stíga skref- inu lengra. NÝJA-BÍÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: Aðalhlutverkið leikur: Eddie Canfor. Þetta nægir til þess að sýna hversu heimildirnar eru merki- legar, sem J. K. byggir greinar sínar upp með. Annars skal þessum mikla manni, sem tekur sér það vald, að dæma stjórnarstefnu framsóknar- manna hin síðustu ár, bent á það, að heppilegra væri fyrir þann málstað, sem hann telur sig full- trúa fyrir, að hann reyndi að bera fram einhver rök fyrir þeim ásökunum, sem hann ber á flokk- inn og leiðandi menn hans. Því innantóm slagorð og órökstuddar fullyrðingar verða ekki tekin há- tíðlega úr penna þess manns, sem aldrei sézt á ritvellinum nema i ■persónulegum erindagjörðum. Einnig má J. K. vita það, að ef hann hugsar sér að þjóðin fari að leggja-hlustirnar eftir því, sem úr sál hans drýpur, þá verður hann að skrifa eitthvað meira en hann hefir gert til þessa um þau dags- ins mál, er þjóðin á 1 stríði við, eða með öðrum orðum, hann verð- ur að fara að hugsa eins og sann- ur íslendingur, sem finnur til með þjóð sinni í erfiðleikum hennar, og leggur eitthvað til málanna annað og meira en það, sem við- kemur hans eigin persónu. Ef þessi lífsvenjubreyting tæk- ist vel hjá J. K„ þá mætti vel svo fara, að komandi tímar gætu talað um hann sem andlegt mikil- menni og sannan íslending, en því miður standa ekki miklar vonir til þess, að slík lífsvenju- breyting verði hjá J. K„ en hins- Ljósmyndastofan f QránufélagrsKÖtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. gmfHffninnmtinj I Rykfrakkar karla, ódýrir. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.