Dagur - 20.06.1940, Side 3
25. tbl.
D A G U R
105
FinRland ris úr
rúsfum.
1J. júní.
Rœða Þórarins Björnssonar, á hátíða-
höldum iþróttamanna hér, var sómi
minningunni um Jón Sigurðsson. Og þó
voru margir, sem létu sér fátt um finn-
ast.
En hvers virði er þá minningin um
Jón Sigurðsson, ef hún nær dýpst til
botns í sundlauginni hér og lengst þver-
an knattspymuvöllinn?
Starf forsetans var bundið frelsi, rétt-
laeti og menningu. Þess vegna varð hann
óskabarn Islands. Þess vegna er minn-
ingin um hann gimsteinn í hugum ís-
lenzks almennings. Þeir, sem skella við
skollaeyrum þegar þessara nú fótum-
troðnu hugsjóna er minnst, á fæðingar-
degi forsetans, en æpa í hrifningu að
fótatraðki og laugabusli, þeir brjótast
enn um í þeim myrkraviðjum, sem Jón
Sigurðsson leysti ættland þeirra úr, og
eru að verða nátttröll á miðjum morgni
hins frjálsa Islands.
Hugmynd kristinna þjóða um réttlæti,
hornsteinninn að starfi Jóns Sigurðsson-
ar, er nú helmarin undir járnhæl her-
valds og ógna í flestum, fyrr frjálsum,
lýðríkjum Evrópu. Okkar eigin framtíð
er óviss, en ennþá erum við frjálsir
menn, jafnvel þótt erlent herlið hafist
hér við. En einmitt vegna óvissunnar um
framtfð komandi kynslóða, þarf að festa
hugsjónir Jóns forseta um frelsi og rétt-
læti í hugum allra ungra manna og
kvenna þessa lands. Barátta mannkyns-
ins, til menningar og fullkomnunar, hefir
fyrr verið heft, en menningin lifir meðan
Hin ógurlega sókn Þjóðverja 1
Frakklandi leiddi til þess, að
Parísarborg gafst upp síðastl.
föstudag og féll í hendur óvin-
anna bardagalaust. Síðan hafa
hersveitir Þjóðverja sótt óðfluga
fram suður eftir Frakklandi og
rofið Maginotlínuna á ýmsum
stöðum, þar sem þeir hafa getað
ráðizt á hana bæði að austan og
vestan.
Reynaud, forsætisráðherra
Frakka, ávarpaði Roosevelt
Bandaríkjaforseta í ræðu og
kvaðst í síðasta sinn biðja um
hernaðarlega hjálp Bandaríkj-
anna, „svo að bjarga mætti Frakk-
landi, heimsmenningunni og lýð-
ræðinu“.
Svar Roosevelts við beiðni Reyn-
auds var á þá leið, að Bandaríkin
myndu margfalda hergagnasend-
ingar til Bandamanna, en það
væri ekki á valdi forsetans að
veita að öðru leyti beina hernað-
arlega hjálp.
Eftir að þetta svar hafði borizt,
sagði Reynaud-stjórnin af sér. Var
þá mynduð ný stjórn í Frakklandi
undir forystu hins aldraða herfor-
ingja Petains marskálks. Hið
fyrsta verk hins nýja forsætisráð-
herra var að snúa sér til Hitlers
og biðja hann um „heiðarlegt
vopnahlé", eins og samið er milli
hermanna eftir bardaga. Jafn-
framt var það fram tekið, að
Frakkar myndu aldrei fallast á
skilyrðislausa uppgjöf.
frjáls andi lifir; ef hann deyr og þræls-
andinn einn ríkir, þá er allt tapað. Öm-
urlegast er það því, þegar ungir menn
og konur snúa baki við hugsjónum Jóns
forseta, en færa daglegar fórnir á altari
ofbeldismannanna.
Utan úr heimi berast fregnir um yfir-
vofandi hrun Frakklands. Bretland
stendur þá eitt eftir í baráttunni fyrir
lífi sona sinna, smáþjóðanna í Evrópu
og þeirra hugsjóna, sem einkenndu starf
Jóns forseta og báru málstað íslands
fram til sigurs. Meðan einræðisríkin
sameinast í hernaði og grímuklæddu
hlutleysi, eru lýðræðisrikin sundruð og
ósamtaka í vörninni gegn þeim örlögum,
sem bíða þeirra allra, ef Bretinn fellur í
valinn. Hvað verður það lengi?
Sautjándi júní er helgaður minningu
Jóns Sigurðssonar. Aldrei fremur en þá
var stund til þess að sameinast og hylla
þær hugsjónir, sem einkenndu líf hans
og eru stoðir íslenzks frelsis og íslenzkr-
ar menningar. Aldrei fremur en þá, var
stund til þess að óska þessum hugsjón-
um sigurs í þeirri baráttu, sem nú er
háð.
Og kannske er sú stund ekki eins óra-
langt í burtu, eins og margir halda, þeg-
ar þeir menn, sem dýrka upphafsmenn
þessara blóðsúthellinga eins og skurð-
goð, og þeir sem eiga ekki meiri sann-
færingarkraft en svo, að hann dinglar
eins og pendúll í klukku, eftir því sem
lukkunnar hjól snýst á vígvöllunum,
líta til baka með hinum, og minnast þess
með hryllingi að sagan getur endurtekið
sig. Æfisaga Napoleons var eitt sinn
skráö þannig: Tíu miljónir dauðra og
stytt landamæri.
Hitler var ekki viðbúinn að
svara beiðninni um vopnahlé, því
hann kvaðst áður þurfa að tala
við Mussolini um hið breytta við-
horf.
Á þriðjudaginn hittust svo þess-
ir tveir einræðisherrar í Miinchen
og ræddust við. Eftir þá viðræðu
var tilkynnt, að fullt samkomu-
lag hefði orðið á milli þeirra um
það hvernig snúast skyldi við
vopnahlésbeiðni Frakka, en engar
upplýsingar munu enn vera birtar
um það, í hverju þetta samkomu-
lag sé fólgið.
Afstaða þýzku blaðanna í garð
Frakka er sögð mjög kuldaleg.
Bersýnilegt er, að móðurland
lýðræðisins, Frakkland, er nú í
hinum mestu nauðum statt, er
nokkurntíma hafa yfir það komið.
Bretar hafa boðið Frökkum að
stofna brezkt-franskt sambands-
ríki, en því munu Frakkar hafna.
„Við munum berjast áfram, og
að lokum mun allt fara vel“, segir
Churchill.
□ Rún 59406247 - Frl. Atkv.
Hjartans þakkir til allra þeirra,
er auðsýndu mér samúð og hlut-
tekningu við andlát og jarðarför
móður minnar, Sigurbjargar Frið-
bjamardóttur.
puríður Sigurðardóttir,
Lækjargötu 22.
Finnland er nú horfið í skugga
hinna stóru viðburða í Evrópu. En
ennþá heyja Finnar baráttu fyrir
lúnd sitt með engu minna harð-
íengi en í vörninni gegn innrás
Rússa.
Viðreisnarstarfið er jötunvaxið.
Hinar gegndarlausu loftárásir á
borgir og þorp, jafnvel víðsfjarri
öllum hernaðarstöðvum, skildu
landið eftir hulið rjúkandi rústum
og flakandi sárum. Þar við bættist
svo ránsfengur Rússa, — tap auð-
ugra héraða og borga.
Hinn nýi utanríkismálaráðherra
Finna, prófessor Rolf Witting, seg-
ir um þetta í nýlegri grein í „The
Finnish Trade Review;
„Ennþá er varla hægt að meta
til fulls tjón þjóðarinnar af völd-
um stríðsskemmda og taps mikils-
verðra héraða og borga, en það
mun vera varlega áætlað að það
nemi a. m. k. 20.000 miljónum
finnskra marka. Til samanburðar
má geta þess að allar þjóðartekjur
Finnlands árið 1937 voru 24.000
miljónir marka. Meira en 10% af
ræktanlegri jörð þjóðarinnar, 10%
af iðnaðartækjunum og 17% af
járnbrautunum, urðum við að láta
af hendi. Ofan á þetta bætist svo
það, að við verðum að koma nið-
ur nú strax um 500 þúsund flótta-
mönnum og útvega þeim tækifæri
til sjálfbjargar.
En þrátt fyrir þetta allt og
marga aðra örðugleika örvæntum
við ekki um framtíðina. Við
treystum á gæði lands okkar til
þess að græða öll þessi sár, og á
óbilaðan kjark þjóðarinnar, fram-
kvæmdaþrek og þrautseigan vilja
hennar. Þessir eiginleikar allir
hafa jafnan endurreist landið, eft-
ir hvers kyns hörmungar, sem yfir
okkur hafa dunið á ýmsum tímum
í sögunni......“
Finnar hafa stundum verið
nefndir samvinnuþjóðin, vegna
þess hversu samvinnufélagsskap-
urinn hefir staðið föstum fótum
þar. í árslok 1938 var um 40% af
verzlun þjóðarinnar í höndum
samvinnufyrirtækja. Þessi tala
hefir líklega hækkað síðan. Sap-
vinnumenn biðu mikið tjón af
völdum ófriðarins og endaloka
hans, — landráni Rússa. Um þetta
gefa eftirfarandi tölur nokkra vit-
neskju:
Með Viborg töpuðust mörg af
glæsilegustu fyrirtækjum sam-
vinnumanna. Þar á meðal nýjasta
kornmylla sambandsins, S. O. K.,
og margar aðrar verksmiðjur þess.
Framleiðsla þessara verksmiðja
nam að verðmæti meira en 100
milj. marka árlega, eða 35% af
heildar framleiðslumagni sam-
vinnusambandsins. í Viborg hafði
kaupfélagsskapurinn á Kirjálanesi
einnig höfuðsetur. Stærsta félagið
taldi um 13000 félagsmenn og
hafði um 200 sölubúðir víðsvegar
í héraðinu. Alls munu 30 kaupfé-
lög hafa verið starfandi á þeim
svæðum er Rússar tóku, með um
40.000 félagsmenn.
Öll þessi frjálsu samvinnufyrir-
tseki Qg allur árangurinn af starfi
samvinnunnar á þessum slóðum,
er nú tapaður samvinnuhreyfing-
unni í heild sinni, og líklega lagð-
ur undir hinn rússneska ríkis-
rekstur, sem kommúnistar stund-
um nefna samvinnufélagsskap, en
er, eins og dr. Fay (dr. C. R. Fay,
brezkur hag- og þjóðfélagsfræð-
ingur) kemst að orði í bók sinni
„Samvinnan heima og erlendis11,
„eins ólífrænn og fjarri því að vera
samvinna og dauðu sálirnar í
skáldsögu Gogols að vera lifandi“.
Með öðrum orðum, að þeir menn,
sem eru þvingaðir til þess að vera
meðlimir í þessum félögum, ráða
álíka miklu um starf þeirra eins
og galeiðuþrælar Rómverja um
stefnu skipanna, til forna.
Iðnaðartækin, sem féllu í hend-
ur Rússa á Kirjálanesi eru töpuð
úr baráttufylkingum samvinnu-
manna. En samvinnan í Finnlandi
lifir áfram, af því að Finnar eru
menntuð og glæsileg þjóð, sem
gefst ekki upp þótt í móti blási, og
af því að þeir hafa unnið sér að-
dáun og virðingu allra heiðarlegra
manna hvar sem er. Finnar upp-
skera nú árangurinn af þjóðar-
orðstír sínum. Allar þær þjóðir,
sem enn eru frjálsar og einhvers
megnugar, senda þeim nú hjálp til
?ess að fullkomna hið mikla end-
urreisnarstarf. Samvinnuhreyfing-
in hefir lagt sinn skerf til endur-
reisnarinnar. Alþjóðasamband
samvinnumanna hefir safnað fé
íjá samvinnufélögum um víða
veröld til þessarar uppbyggingar.
Saga Finnlendinga, kjarkur
þeirra og dugnaður glæða vonir
um að menningunni og frelsinu
verði aldrei tortímt af óskapnaði
ómenningarinnar, þótt lýðræðis-
ríkin hafi lítinn byr í hinum hern-
aðarlegu átökum, enn sem komið
er.
17. jtini á flknreyri.
íþróttaráð Akureyrar gekkst
fyrir hátíðahöldum dagana 16. og
17. júní til ágóða fyrir væntanlega
íþróttahússbyggingu hér í bæ.
Fyrri daginn voru haldnar í-
þróttasýningar á Þórsvellinum, og
kepptu þar í knattspyrnu gamlir
knattspyrnumenn, 40 ára og eldri.
Þótti þetta ágæt skemmtun.
Seinni daginn fóru hátíðahöld
fram við sundlaugina. Var þar
keppt í ýmsum sundíþróttum.
Mesta skemtun vakti boðsunds-
keppni 40 ára gamalla borgara og
þaðan af eldri. Var Snorri Sigfús-
son skólastjóri foringi annarar
sveitarinnar, en Þorsteinn Þor-
steinsson bæjarfulltrúi hinnar.
Vann sveit Snorra keppnina.
Einnig skemmti karlakórinn
Geysir með söng, og Þórarinn
Björnsson menntaskólakennari
mælti skörulega fyrir minni Jóns
Sigurðsson,
Hóðorland lýðræðisins
biður um hjálp,
en fær hana ekki svo að gagni komi.